Morgunblaðið - 20.11.2010, Side 35

Morgunblaðið - 20.11.2010, Side 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010 Ég kynntist ást- kæru eiginkonu minni, Ólu, fyrir meira en þrjátíu ár- um síðan. Á þeim tímapunkti þótti mér líf mitt hafa litla merkingu en það breyttist fljótt er ást okkar óx með degi hverjum og við áttum at- hyglisvert líf saman í gegnum árin. Við vorum förunautar í lífinu hvort sem það var í hversdagslífinu eða á ferð til fjarlægra staða en fjöl- skyldur okkar voru ávallt í sam- einingu. Í dag verð ég að kveðja ástina í lífi mínu en ég veit að hún bíður eftir mér við perluhliðið þegar minn tími er kominn. Vertu sæl, ástin mín, þangað til þá. Gone but never to be forgotten: You lifted me up when I was down you brought a smile to me, you made my life for all to see how much you gave to me. May now you go into God’s hands to do his work in his other land for he has chosen you for all to see how well you did on earth with me!! Robert E. Benitez. Leiðir okkar Ólu tengdamóður minnar lágu fyrst saman að hausti til fyrir 30 árum. Þá gerðu þau hjónin sér ferð heim til Íslands, meðal annars til að forvitnast um stúlkuna sem var farin að búa með Stefáni, frumburði Ólu. Mér fannst ég alltaf vera velkomin í fjölskyld- una og upplifði mig strax sem hluta hennar. Óla hefur eflaust fundið til samkenndar með stelp- unni sem var þarna 17 ára gömul með litla dóttur sína. Sjálf átti hún Stefán þegar hún var á sama aldri. Á þessum tíma vorum við líka báð- ar með dætur okkar ungar, þar Guðrún H. Ólöf Ólafsdóttir Benitez ✝ Guðrún H. ÓlöfÓlafsdóttir Beni- tez fæddist í Reykja- vík 11. september 1939. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi 9. nóv- ember 2010. Útför Ólu fór fram frá Keflavíkurkirkju 18. nóvember 2010. sem Clara mágkona er einungis tveimur árum eldri en Guð- björg mín. Þar sem Óla og Bob bjuggu erlendis voru samskipti okkar ekki eins mikil og við hefðum viljað þessi fyrstu ár. Þau voru þó dugleg að koma heim í fríum sínum og voru kærkomnir gestir. Barnabörnun- um hér fjölgaði og þau hlökkuðu alltaf mikið til að fá ömmu og afa í heim- sókn, eins og við hin. Eitt sinn fór- um við hjónin með krakkana litla til Englands og voru Óla og Bob óþreytandi í að lóðsa okkur um dýragarða og verslunargötur í þær þrjár vikur sem við dvöldum hjá þeim í góðu yfirlæti. Það var svo í kringum árið 1990 sem þau fluttu til Íslands og gerðust nágrannar okkar í Keflavík. Það var ljúft að fá Ólu og Bob heim og varð sam- gangur nú mikill þegar stutt var að fara. Það var líka alltaf auðvelt að leita til Ólu þegar á þurfti að halda. Eftirminnilegastar eru fjöl- skyldustundirnar, þar sem jafnan ríkti gleði meðal barna og fullorð- inna. Tengdamóður minni þakka ég samfylgdina og bið guð að blessa minningu hennar og gefa Bob, börnum hennar og öðrum aðstand- endum styrk í sorginni. Helga Róbertsdóttir. ✝ Björn Magnússonfæddist á Syðra- Hóli 26. júní 1921. Hann lést á Heil- brigðisstofnuninni á Blönduósi 13. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Björns- son frá Syðra-Hóli, f. 30. júlí 1889, d. 12. júlí 1963 og Jóhanna Guðbjörg Alberts- dóttir, f. 11. mars 1897 á Vindheimum í Skagafirði, d. 3. mars 1996. Systkini Björns: 1) Hólmfríður, f. 1. apríl 1918, 2) Jó- hanna María, f. 1. maí 1919, 3) Sveinbjörn Albert, f. 1. nóvember 1923, d. 13. nóvember 1987, 4) Guðrún Ragnheiður, f. 17. maí 1925, d. 2. júní 1938, 5) Guðlaug Ásdís, f. 7. ágúst 1931. Björn kvæntist 5. nóvember 1966 Ingunni Lilju Hjaltadóttur frá Skeggjastöðum í Skagahreppi, f. 31. júlí 1943. Foreldrar hennar voru Hjalti Árnason frá Víkum á Skaga, f. 11. janúar 1915, d. 2010 og Anna Lilja Magnúsdóttir frá Skeggjastöðum í Skagahreppi, f. 23. janúar 1912, d. 2000. Börn Björns og Ingunnar Lilju: 1) Anna Lilja, f. 8. maí 1967, maki Ásgeir Vilhelm Bragason, f. 1. september 1960, börn þeirra Fannar Benedikt Guðmunds- son, f. 1986, Bragi Sveinbjörn, f. 1997, Jóhanna María, f. 1998. 2) Magnús Jó- hann, f. 17. júní 1969, maki Signý Gunnlaugsdóttir, f. 20. október 1967. Börn Magnúsar og Theodóru Berndsen: Björn Elv- ar, f. 2002, Stefanía Dúfa, f. 2005. 3) Ingunn María, f. 17. maí 1973, maki Sighvatur Smári Stein- dórsson, f. 15. júní 1955. Börn þeirra: Guðjón Freyr, f. 2008, Guðbjörg Lilja, f. 2010. Björn tók við búi á Syðra-Hóli af foreldrum sínum 1955 og bjó þar til ársins 1995 er þau hjónin fluttu að Urðarbraut 16 á Blöndu- ósi. Útför hans fer fram frá Blöndu- óskirkju í dag, 20. nóvember 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín eiginkona, Ingunn Lilja. Mig langar að minnast með nokkr- um orðum föður míns Björns Magn- ússonar. Hann hafði ákaflega gaman af að lesa og gerði mikið af því, sér- staklega eftir að hann hætti búskap og átti meiri frítíma (og hafði alveg ótrúlegt minni). Þegar ég var ung- lingur lánaði hann mér gjarnan bæk- ur að lesa og hafði óskaplega gaman af að spyrja mig út úr til þess að kanna hve vel ég myndi það sem ég hafði lesið. Ævinlega rak hann mig á gat og þá kom þessi setning: „Hvað, manstu þetta ekki, þú varst að lesa í gærkveldi og ert búin að gleyma því en ég las þetta fyrir mörgum árum og man það enn.“ Hann kvartaði enda mikið í seinni tíð og sagðist eiga svo erfitt með að muna það sem hann læsi en samsinnti því að það væri samt gott að leggjast út af og glugga í góða bók. Hann hafði líka farið víða um Ís- land, kunni nöfn og staðhætti líkt og vegahandbók. Það var gaman að skoða með honum myndir frá ferða- lögum fjölskyldunnar um Ísland, ræða sögu landsins; oft hafði hann verið með mönnum á sjó frá þessum eða hinum staðnum og gat bætt við ýmsum fróðleik sem ekki finnst í bók- um. Stundum þegar þau mamma komu í heimsókn á Akureyri buðum við Ásgeir þeim í dagsferðir, ein- hverju sinni fórum við í bíltúr í Flat- eyjardal og Fjörður sem honum þótti óskaplega gaman að, og minntist stundum á þá ferð og þá gjarnan með viðbótarupplýsingum um ábúendur eða þá sem við rákumst á í ferðinni. Pabba þótti mjög skrítið þegar við systur tókum okkur til og fórum gangandi um eyðidali í sveitinni og vildi endilega að við útveguðum okk- ur hesta til fararinnar. Hann gaf þá góð ráð um gönguleiðir, hvar væri best að fara og hvar verstu keldurnar væru sem betra væri að sneiða hjá spurði síðan þegar við komum til byggða aftur hvort það hefði verið nokkuð gaman að þessu. Hann var röskur til vinnu og vildi drífa hlutina af væri þess nokkur kostur en honum leiddist útivinna í rigningu og þá einkanlega um sláttinn, þá lagði hann sig og sagðist ætla að sofa fyrir ókomnum vökum (líkt og Albert afi hans á Neðstabæ) en þegar stytti upp var tekið til hendinni. Hann passaði samt alltaf upp á að ofgera engum og lagði mikið upp úr að við ynnum ekki allt upp á sömu höndina, heldur hefð- um reglulega handaskipti. Það er við hæfi að enda þetta líkt og símtölin okkar en þá sagði hann gjarna þegar honum þótti við vera búin að tala saman nægilega lengi: „Jæja, er þetta nú ekki orðið gott, Anna mín.“ Hvíl í friði. Þín dóttir, Anna Lilja. Ég skrifa þessa grein til að segja öllum heiminum hvað mér þykir vænt um elsku afa minn. Ég trúi ekki enn þá að ég muni aldrei hitta hann aftur. Þó ég viti að afi sé dáinn hugsa ég mikið um það sem við gerðum saman og ég ímynda mér það sem við náðum ekki að gera saman þangað til ég kem upp til afa, þá verð ég kannski orðin gömul kona en ég held samt að hann þekki mig aftur. Ég sé hann fyrir mér liggjandi á beddanum í „austurríki“ að lesa í ein- hverri af bókunum sínum. Einn dag- inn hittumst við vonandi aftur og þangað til ætla ég að geyma vel allar minningarnar okkar svo að við getum skoðað þær saman og talað um þær. Ég geymi þig alltaf í hjartanu. Kveðja frá litla fuglinum hans afa. Jóhanna María (Lóa). Frændi minn Björn Magnússon lést 13. nóvember síðastliðinn, á ní- tugasta aldursári. Ég var í sveit, eins og sagt er, hjá afa mínum og ömmu, á Syðra Hóli. Ég kom að Syðra Hóli fyrst 5 ára gamall og var þar svo öll sumur og líka tvo vetur, þar til ég var orðinn 16 ára. Þegar Bjössi var tekinn við búinu var ég í sveit hjá honum. Og ég get sagt um Bjössa frænda, að ég veit varla hvort hann var frændi minn, bróðir eða pabbi, því hann var þetta allt í senn. Veturnir á Syðra-Hóli voru góðir ekki síður en sumrin. Bjössi kunni þær bækur utanað sem hann hafði lesið einu sinni. Þetta var náttúrlega plága. Því þegar ég var að lesa ein- hverja bók spurði hann mig út úr efn- inu, en ég átti náttúrlega í mestu vandræðum að muna það sem ég las kvöldið áður. Og svo þurfti helst að læra nýja vísu í hverjum fjóstíma. Því Björn var ekki bara lesinn í bókum heldur sjóður af vísum. Nú er stundum talað um vinnu- móral. Ef ég veit hvað það þýðir var góður vinnumórall á Syðra Hóli. Þó eitthvað misjafnt hrykki nú út úr fólki í smalamennsku, þá var annars alltaf gaman og einstaklega létt yfir öllum heimilisbrag. Það er nú ekki eins og við höfum verið þarna tveir með afa og ömmu. Nei, á Hóli var oft margt um manninn. Þarna voru systkini Bjössa, Dísa og Atli, flest sumur. Og svo komu Maja og Jonni með barnahópinn sinn á sunnudög- um eða öðrum hátíðisdögum. Alla- vega varð hátíðisdagur þegar þau komu. Og það var mikið spjallað og hlegið og gert græskulaust grín að náung- anum. Það hefur lengi verið þjóðarí- þrótt landans að herma eftir nábúun- um. Þeir bræður Bjössi og Atli voru ekki eftirbátar annarra í þeirri íþrótt. Og svo var tekið vel eftir og engu gleymt ef ég eða aðrir krakkar sögð- um eitthvað sérkennilegt eða am- bögu af einhverju tagi. Nei, því var ekki gleymt. Já, Björn var góður bóndi. Syðri- Hóll er ekki stór jörð en hæg og hann hafði af búskapnum þann arð sem hægt var að ætlast til með hyggjuviti og útsjónarsemi. Hann var alltaf að- eins á undan máttarvöldunum; þegar þurrkurinn kom var hann búinn að slá, og þegar rigningin kom var hann búinn að taka saman. Björn var ógiftur þegar hann tók við búinu og í nokkuð mörg ár. En síðan rættist vel úr, því til hans kom í kaupavinnu Ingunn Lilja Hjaltadótt- ir frá Skeggjastöðum á Skagaströnd. Þau tóku svo saman og giftu sig, og eignuðust þrjú börn. Þetta var góð búbót í öllu tilliti. Ég trúi ekki öðru en börnin hafi notið sömu lífsgæða af hans hendi en ég, hvað varðar ástúð og uppfræðslu í hinum ólíklegustu hlutum. Björn ætlaði sér ekki bóndahlut- verkið, en mér finnst að hann megi vera ánægður með sitt lífsstarf og af- raksturinn af því. Hann var vel liðinn bóndi sem fór vel með jörðina, bætti hana og húsaði. Hann eignaðist góða konu og þrjú börn, hvers hefði hann eða við átt að óska frekar? Ég ætla því að óska þeim Ingu, börnum og barnabörnum til ham- ingju með minningarnar um eigin- mann, föður og afa. Hólmsteinn Snædal (systursonur). Björn Magnússon Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Konan mín, móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTBJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 12. nóvember. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 23. nóvember kl. 13.00. Hörður Hjartarson, Benedikt Harðarson, Jóhanna Ólafsdóttir, Una Björk Harðardóttir, Pétur Hansson, Hörður Harðarson, Guðrún Hrund Sigurðardóttir, Brynjar Harðarson, Guðrún Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, VÍGLUNDUR GUÐMUNDSSON, Greniteigi 53, Keflavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 18. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Þeim sem vilja minnast hans er bent á MND- félagið, sími 565-5727. Guðbjörg Kristín Víglundsdóttir, Guðmundur Ingi Guðjónsson, Magnea Inga Víglundsdóttir, Gunnar Magnússon, Hafrún Ólöf Víglundsdóttir, Sverrir Víglundsson, Hallfríður Anna Matthíasdóttir, Jóhann Sigurður Víglundsson, Halla Sjöfn Hallgrímsdóttir, Íris Víglundsdóttir, Böðvar Bjarnason, Lilja Víglundsdóttir, Njáll Karlsson, Ragnheiður Víglundsdóttir, Kristján Valur Guðmundsson, afabörn, langafabörn og langalangafabarn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.