Morgunblaðið - 20.11.2010, Qupperneq 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010
✝ Borgar Þor-steinsson fæddist
2. febrúar 1943 í
Brattlandi, Vest-
mannaeyjum. Hann
lést 12. nóvember sl.
Foreldrar hans
voru Sigurbjört
Kristjánsdóttir, f.
20.11. 1915, d. 23.10.
2007 og Þorsteinn
Óskar Guðbrandsson,
f. 26.10. 1914, d. 13.3.
1982. Systir Borgars
samfeðra er Ester
Þorsteinsdóttir, f.
28.9. 1940, gift Ingimundi Erlends-
syni sem er nú látinn. Þau eiga
tvær dætur. Bróðir Borgars sam-
mæðra er Kristján Sigurðsson, f.
29.1. 1942, kvæntur Ingunni Guð-
bjartsdóttur og eiga þau þrjú
börn.
Borgar kvæntist Elínu Ingólfs-
dóttur árið 1983 og
eignuðust þau einn
son, Þorstein Óla
Borgarsson, f. 31.12.
1984. Unnusta hans
er Linda Björk Frið-
geirsdóttir. Elín átti
tvö börn fyrir, þau
Ingólf og Ragnheiði.
Borgar og Elín voru
skilin.
Borgar flutti ungur
á Stokkseyri og ólst
þar upp í Stíghúsi.
Ungur fór hann á sjó-
inn, það var að mestu
hans ævistarf en hann lenti í slysi
og þurfti að hætta sjómennsku árið
1979. Síðustu starfsárin vann hann
í frystihúsi Stokkseyrar.
Útför Borgars fer fram frá
Stokkseyrarkirkju í dag, 20. nóv-
ember 2010, og hefst athöfnin kl.
14.
Ég kveð með söknuði kæran föð-
urbróður, Borgar Þorsteinsson, sem
lést þann 12. nóvember sl. Samveru-
stundirnar hefðu gjarnan mátt vera
fleiri en nú eru það einungis minn-
ingarnar sem sitja eftir. Í þeim
minningabanka sé ég fyrir mér glað-
beittan svipinn á frænda mínum, ég
heyri flissið og hláturinn hans og ég
hlæ í huganum að stríðnislegu at-
hugasemdunum sem hrutu af vörum
hans. Í bernsku bar ég óttablandna
virðingu fyrir þessum stóra og
kröftuga sjómanni með litríka tattú-
ið á annarri hendi. Fyrir mér var
hann töffari, svona týpa sem kallar
ekki allt ömmu sína og gott er að
hafa sér við hlið þegar á reynir. Þeg-
ar ég eltist átti ég margar góðar
samræður við hann. Alltaf ein-
kenndust þær af kímni og glettni, og
að sjálfsögðu velútilátinni kald-
hæðni á báða bóga. Venjulega end-
uðu slíkar samræður okkar í hlátri
og fíflagangi sem við bæði höfðum
gaman af.
Ég sakna þess að hafa ekki átt
fleiri svoleiðis stundir með frænda.
Sú síðasta átti sér stað í sumar þeg-
ar við hittumst við sjoppuna á
Stokkseyri, bæði á rúntinum á far-
arskjótunum okkar, hann á bíl, ég á
mótorhjóli. Það lá vel á honum þenn-
an dag er við spjölluðum saman um
lífið og tilveruna. Ég er þakklát fyrir
allt það góða sem ég fékk að upplifa í
návist Bogga frænda, megi þær
minningar lifa um ókomna tíð.
Steina, syni hans, og allri fjölskyld-
unni færi ég mínar dýpstu samúðar-
kveðjur og bið þeim Guðs blessunar
á erfiðum tíma.
Íris Kristjánsdóttir.
Elsku Boggi.
Okkur í sjoppunni langar að
þakka þér fyrir allar þær mörgu,
mörgu stundir sem við höfum fengið
að eiga með þér í gegnum tíðina. Á
hverjum degi varstu mættur að
opna sjoppuna með okkur og fórst
beint í þín vanaverk eins og til dæm-
is að ganga frá blöðunum og bíða eft-
ir kaffinu. Mörg okkar lentu í því að
gleyma sér í vinnunni og eiga með
þér góða stund yfir kaffinu og bull-
inu. Alltaf var jafn gaman að spjalla
við þig um alla heima og geima.
Þín verður sárt saknað, elsku
Boggi. Að fá ekki að hitta þig dag-
lega, tala við þig, fá að heyra frá þér
eins og við stelpurnar fengum svo
oft að heyra, „mikið ertu sæt í dag“,
gefa þér smá íssmakk á sumrin þeg-
ar ísinn klikkar hjá manni, sitja úti
með þér í sólinni, sötra kaffi, fá heit-
asta slúðrið og spjalla um daginn og
veginn. Þetta verður aldrei eins.
Með söknuð í hjarta kveðjum við
góðan vin og viljum við einnig votta
fjölskyldu hans okkar samúð.
Starfsfólk Shellskálans
á Stokkseyri,
Lára, Rakel og Þóranna.
Elsku Boggi minn, að morgni 12.
nóvember varstu ekki mættur til að
opna með mér sjoppuna eins og þú
varst vanur, leggja höndina yfir öxl-
ina á mér, smella léttum kossi á kinn
mína og oftast segja: „Mikið ertu nú
sæt í dag,“ og síðan fórstu í verkin
þín sem þú skilaðir alltaf af þér með
mikilli gleði og léttleika á hverjum
degi. Ég heyrði frá þér í síma seinna
um morguninn sem var ekki vana-
legt, þú varst kátur og hlýr og stuttu
síðar komu frétttir um að þú værir
látinn. Þetta er sárt og því fylgir
mikill söknuður, kæri vinur, að
hugsa til þess að þú, þessi fasti
punktur í lífi okkar, sért ekki með
okkur lengur. Allan þann tíma sem
við höfum verið samferða hefur þú
verið okkur fjölskyldunni svo mik-
ilvægur og mikill stuðningur í blíðu
og stríðu, og ekki stóð á því, elsku
Boggi minn, að þú segðir hvað þér
þætti vænt um okkur og vildir okkur
vel. Og þegar kom að litla þorpinu
okkar sem þú unnir svo heitt þá
mátti hvergi skyggja á. Mikil ósköp
sem okkur hjónunum þykir vænt um
þig og ekki síður krökkunum okkar,
þú átt svo undur stóran og fallegan
stað í hjörtum okkar allra þar sem
minningarnar um þig verða geymd-
ar þangað til við hittumst aftur.
Guð geymi þig, elsku Boggi.
Blessuð sé minning þín.
Elsa og Jón.
Borgar Þorsteinsson
✝ Kjartan Magn-ússon fæddist í
Borgarnesi 27. mars
1921. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands á Akra-
nesi 12. nóvember
2010. Kjartan var
sonur hjónanna
Magnúsar Jóhann-
essonar og Maríu
Ólafsdóttur og var
yngstur sjö systkina.
Kjartan kvæntist
Hönnu Sigríði Krist-
vinsdóttur, f. 12.8.
1921, d. 25.2. 1967, 3. maí 1942 og
eignuðust þau tvo
syni, Hauk Arnar og
Eyþór Magnús.
Þann 28. mars 1970
kvæntist Kjartan
Jónu Sigurðardóttur
og eignuðust þau eina
dóttur, Hönnu Sig-
ríði. Fyrir átti Jóna
dótturina Svandísi
Eddu, sem Kjartan
gekk í föðurstað.
Útför Kjartans fer
fram frá Borgarnes-
kirkju í dag, 20. nóv-
ember 2010, og hefst
afhöfnin kl. 14.
Mig langar í fáum orðum að minn-
ast mágs míns Kjartans Magnússon-
ar.
Fyrstu kynni mín af Kjartani eru
þegar hann kom að heimsækja Jónu
systur heim á Urriðaá. Kom hann þá
oft ríðandi með Óskari vini sínum,
sem áreiðanlega tekur vel á móti
honum á nýjum stað. Kjartan var
iðulega á Toppi með Grána til reiðar.
Toppur var mikill gæðingur og vilj-
ugur hestur og það kunni Kjartan að
meta. Hann leyfði mér stundum að
fara á bak Toppi og fannst mér það
alger toppur. Kjartan var duglegur
til vinnu, ósérhlífinn og allt sem hann
tók sér fyrir hendur dreif hann
áfram af dugnaði. Mig langar að
þakka Kjartani fyrir alla hjálpina
sem hann veitti okkur, fyrst á Urr-
iðaá svo á Leirulæk eftir að við flutt-
um þangað. Alltaf var hann reiðubú-
inn að koma og hjálpa og þá skipti
ekki máli hvaða verk það var sem
vinna þurfti, þau eru óteljandi hlöss-
in af sandi og möl sem hann keyrði
fyrir okkur í vegi, hlöð og að nýja
fjósinu, hann var líka liðtækur að
keyra heim heyrúllur eða aðstoða við
að reka heim fé. Bara að hringja og
Kjartan var mættur. Seinni árin tal-
aði hann um að vera ekki lengi, var
þó gjarnan mættur kl. níu, tók stutt-
an matartíma og vann svo þar til
hann fór heim í kvöldmat kl. sjö,
þetta þótti Kjartani ekki langur
vinnudagur. Það verður erfitt að
venjast því að geta ekki hringt og
spurt hvort hann geti ekki komið og
gert þetta eða hitt. Kjartan var ótrú-
lega heilsuhraustur og hélt sér í
góðu formi alla tíð. Og megum við
þakka fyrir að hann þurfti ekki að
heyja langa baráttu við veikndi sín
en hann lést rétt rúmum þremum
vikum eftir að hann keyrði sjálfur
suður á Landspítala; það var jú hans
háttur að drífa hlutina af.
Hvíl í friði, kæri mágur, minning
þín mun lifa í öllum þeim verkum
sem þú hefur tekið að þér hér hjá
okkur.
Elsku Jóna, við sendum þér, börn-
um, tengdabörnum, afa- og langafa-
börnum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Guðrún og Sigurbjörn,
Leirulæk.
Kjartan Magnússon
MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík
sími 587 1960 - www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir
Vönduð vinna og frágangur
Yfir 40 ára reynsla
Sendum myndalista
Alvöru blómabúð
Allar skreytingar unnar af fagfólki
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499
Heimasíða: www.blomabud.is
Netfang: blomabud@blomabud.is
likkistur.is
Íslenskar kistur og krossar.
Hagstæð verð. Sími 892 4605
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SOFFÍA SIGURÐARDÓTTIR,
lést mánudaginn 15. nóvember.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn
24. nóvember kl. 15.00.
Sigþór Másson, Kristín Arnþórsdóttir,
Björk Hafliðadóttir, Magnús B. Óskarsson,
Sigdís Þóra Sigþórsdóttir, Ingvar Óskarsson,
Soffía Karen Magnúsdóttir,
Þórdís Björt Sigþórsdóttir,
Óskar Magnússon,
Arnþór Freyr Sigþórsson,
Einar Anton Birgisson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og systir,
INGIBJÖRG KRISTJANA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Naustvík, Árneshreppi,
Álftamýri 2,
Reykjavík,
sem lést sunnudaginn 14. nóvember, verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn
22. nóvember kl. 15.00.
Soffía Guðrún Ágústsdóttir, Einar Jónsson,
Ósk Sigurrós Ágústsdóttir, Þorsteinn Tryggvason,
Erlendur Steinar Friðriksson, Inga Margrét Birgisdóttir,
Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir,
Einar Smári Einarsson,
Ágúst Reynir Þorsteinsson, Kittý Johansen,
Fanney Rós Þorsteinsdóttir, Árni Hrafn Gunnarsson,
langömmubörn og systkini.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, sonur
og tengdasonur,
EYJÓLFUR KARLSSON,
Sjávargrund 8a,
Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtu-
daginn 25. nóvember kl. 13.00.
Kristjana Júlía Jónsdóttir,
Hulda Lind Eyjólfsdóttir, Ólafur Sigmundsson,
Karl Jónasson, Guðný Aradóttir,
Jón Gunnar Jóhannsson, Unnur Jóhannsdóttir,
afabörn, systkini og aðrir aðstandendur.
✝
Elskulegur sambýlismaður, faðir, fósturfaðir, afi, og
langafi,
ÞÓRÐUR EIRÍKSSON,
Flatahrauni 1,
Hafnarfirði,
lést á krabbameisdeild Landspítalans þriðju-
daginn 9. nóvember.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðbjörg Haraldsdóttir.