Morgunblaðið - 20.11.2010, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 20.11.2010, Qupperneq 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010 ✝ Nikulás MárNikulásson fædd- ist 8. ágúst 1923. Hann lést í Reykjavík 30. október sl. For- eldrar hans voru Nikulás Jónsson, f. 1892, d. 1930, bóndi í Króktúni á Rang- árvöllum og María Þórðardóttir, f. 1899, d. 1978, úr Þykkva- bæ. Systkini Más sam- feðra eru: 1) Þórdís Nanna, f. 1922, d. 2006, gift sr. Lárusi Halldórssyni, f. 1920. 2) Óskar, f. 1926, d. 2004, kvæntur Írisi Ingi- bergsdóttur, f. 1935. 3) Helga, f. 1929, d. 1998, gift Guðmundi Ein- arssyni, f. 1925. María giftist síðar Sigurði Eyjólfssyni, f. 1892, d. 1981. Bræður Más, sammæðra eru: 4) Sigþór Björgvin, f. 1938, kvæntur Þóru Björnsdóttur, f. 1941, d. 1987, og síðar Kolbrúnu Ágústsdóttur, f. 1945. 5) Gylfi Kristinn, f. 1940, kvæntur Jensínu Sigurborgu Jó- hannsdóttur, f. 1941. Már kvæntist Huldu Valdimars- dóttur, f. 1923, d. 2007. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Eysteinn Hreið- ar, f. 1944, kvæntur Laufeyju Jóns- dóttur, f. 1950. Börn þeirra eru: a) Jón Einar, f. 1966, á 3 börn, b) Bald- son, f. 1985. Dóttir þeirra er Ka- milla Dögg, f. 2010. Dóttir Más Við- ars og Þórdísar Richardsdóttur, f. 1951, er Snædís Erla, f. 1970, sam- býlismaður Michel Hübinette, f. 1964. Dætur þeirra eru: a) Júlía Saga, f. 1999, og b) Klara Agnes, f. 2006. 2) María Erla, f. 1952, gift Ingólfi Sigurðssyni, f. 1953. Börn þeirra eru: a) Ingólfur Már, f. 1973. Sonur hans og Birnu Bragadóttur, f. 1974, er Sindri, f. 1995. b) Snævar Darri, f. 1979. c) Kara, f. 1989. 3) Þorvaldur Tómas, f. 1954, kvæntur Ulla Britt Jakobsson, f. 1953. Dætur Þorvalds og Lise-Lott Andersson, f. 1959, eru: a) Maria Birgitta, f. 1981, sambýlismaður Johan Malkolm Lagbrant, f. 1975. Barn þeirra er Lias Nikulás, f. 2007. b) Erika El- isabet, f. 1984. 4) Nikulás Úlfar, f. 1956, kvæntur Þorbjörgu Sóleyju Ingadóttur, f. 1956. Börn þeirra eru: a) Eva Björk, f. 1982. b) Þóra Rún, f. 1984, sambýlismaður Krist- ján Egill Karlsson, f. 1984. Dóttir þeirra er Sóley, f. 2010. c) Ingi Már, f. 1987, sambýliskona Fjóla Lára Ólafsdóttir, f. 1988. Dóttir þeirra er Emelíta Sóley, f. 2010. d) Kristrún, f. 1990. 5) Halla Þóra, f. 1957, gift Ágústi Kárasyni. Börn þeirra eru: a) Davíð Orri, f. 1982, b) Már Niku- lás, f. 1988, og c) Þóra Karen, f. 1994. 6) Hafsteinn, f. 1960, sam- býliskona María Þorleifsdóttir, f. 1954. Dóttir þeirra er Ragnhildur Þóra, f. 1986. 7) Sigríður Svala, f. 1973, gift Óskari Dagssyni. Sonur þeirra er Davíð Már, f. 1995. Útför Nikulásar Más fór fram í kyrrþey. ur, f. 1968, á 2 börn, c) Hulda Ósk, f. 1969 og d) Trausti, f. 1976, á 2 börn. 2) Anna María, f. 1946, ættleidd ung af Nönnu, systur Más. Börn hennar eru: a) Sigþór Heiðar, f. 1966, b) Barbara Linda, f. 1971, og c) Ragnheiður Þórdís, f. 1982. 3) Esther Helga, f. 1947, ætt- leidd ung af Helgu, systur Más, gift Arnari Hjörtþórssyni, f. 1948, d. 1969. Börn þeirra eru: a) Lilja Björk, f. 1967, á 5 börn, og b) Helga Ólöf, f. 1968, á 4 börn. Esther giftist síðar John Moss, f. 1944. Dætur þeirra eru tvíburarnir c) Maria Lynn, f. 1972, á 2 börn, og d) Leola Ann, f. 1972. Már kvæntist, árið 1949, eftirlif- andi eiginkonu sinni, Þóru Þor- valdsdóttur, f. 1925. Foreldrar hennar voru Þorvaldur Tómas Bjarnason kaupmaður í Hafn- arfirði, f. 1895, d. 1932, og kona hans María Víðis Jónsdóttir, f. 1895, d. 1982. Börn Más og Þóru eru 1) Már Viðar, f. 1949, kvæntur Margréti Ólafsdóttur, f. 1952. Dótt- ir þeirra er Halla Dögg, f. 1985, sambýlismaður Ægir Björn Ólafs- Faðir minn, Nikulás Már Nikulás- son, fæddist hjá afa sínum og ömmu í föðurætt, Jóni Jónssyni bónda í Króktúni og Helgu Runólfsdóttur, konu hans. Hjá þeim bjuggu foreldr- ar hans, María og Nikulás. Nikulás var sonur ábúenda, og ungu hjón- unum var ætlað að taka við bú- rekstrinum. Þarna á Rangárvöllum höfðu þau ætlað sér að ala manninn, og börnin voru orðin fjögur, þegar Nikulás lést skyndilega úr lungna- bólgu árið 1930, aðeins 38 ára gam- all, og fjölskyldan sundraðist. Æv- intýrinu var lokið. Þessi atburður átti eftir að setja svip sinn á föður minn alla tíð. Eftir þetta var pabbi einn vetur og fjögur sumur hjá ættingjum móð- ur sinnar í Þykkvabæ. Á vetrum var hann í skóla í Reykjavík, en stöðu sína í fjölskyldunni hafði hann misst, og hann varð aldrei aftur hluti henn- ar, sem fyrr. Stutt er úr sveit Maríu Þórðardóttur, föðurömmu minnar, austur í Króktún. Til að varpa nokkru ljósi á það sem faðir minn fór á mis við, langar mig að líta til afa hans og ömmu í Þykkvabæ. Þórður Ólafsson var af þekktum bændaættum í Rangárþingi, en Sig- ríður Pálsdóttir, kona hans, var frá Vestmannaeyjum, en ólst upp hjá Skúla prófasti Gíslasyni á Breiðaból- stað í Fljótshlíð fram að fermingu. Eftir það var hún í vist á Bjólu, sem er bær rétt við Þykkvabæ. Þar kynntist hún Þórði. Um Sigríði segir að hún var gáfuð og góð kona, sem reyndist manni sínum góður lífs- förunautur. Þórður vakti snemma athygli sveitunga sinna fyrir gáfur og fróð- leiksfýsn. Þykkvibær var að því leyti einangraðri en ýmsar aðrar sveitir, að stór vatnsföll aðskildu hana frá næstu sveitum, auk þess að hún varð fyrir þungum búsifjum af þeirra völdum. Þórður kynnti sér allt sem til framfara horfði og sameinaði krafta Þykkbæinga til stórra átaka. Smjörsamlag Þykkvabæjar var stofnað 1906 og nokkru síðar rjómabúið, sem starfaði með góðum árangri þangað til farið var að selja mjólk til Reykjavíkur. Á þessum ár- um var eitt hjartfólgnasta áhugamál Þórðar þó að flytja sóknarkirkjuna í Þykkvabæinn, og árið 1913 reis þar af grunni, á fegursta stað sveitarinn- ar, vönduð steinsteypt kirkja. Fleiri framfaramál unnust í Þykkvabænum á þessum árum og má hiklaust telja að miklu hafi um ráðið dugnaður og skipulagshæfi- leiki Þórðar, hversu farsællega tókst til. Lokaáfanginn náðist með gerð hinnar miklu Djúpósfyrirhleðslu, en þar með var sveitinni bjargað frá eyðileggingu. Faðir minn vann nokkur sumur við áveiturnar, og rifjaði það oft upp síðar. Þórður var fríðleiksmaður, karl- menni í sjón og raun, góðviljaður, gætinn og gjörhugull. Hann var vel máli farinn og kunni vel að halda fast og einarðlega á sínum málstað, en var alltaf við því búinn að taka fullt tillit til þess sem betur mátti fara. Þessir eiginleikar nýttust hon- um vel þegar unnið var að velferð- armálum sveitarinnar. Þá ber þess einnig að geta að á góðum stundum unni Þórður sönglistinni öllum list- um framar. Fyrirmyndir föður míns voru fað- ir hans og afi í Króktúni, og afi í Þykkvabæ. Við lát föður hans var hann sviptur þessari framtíðarsýn á svipstundu. Már Viðar Másson. Faðir minn starfaði lengst af sem bifreiðastjóri, eftir að veru hans í Þykkvabæ lauk. Hann ók leigubíl ár- in 1944-1949, en tók sér síðan frí frá því meðan hann sprautaði bíla fyrir bílaverkstæði í Hafnarfirði. Hann lærði þá iðn smám saman og fékk að lokum réttindi bílasprautunarmeist- ara, sem hann nýtti vel síðar. Pabbi ók um tíma rútu fyrir Hamilton- félagið á Keflavíkurflugvelli. Fyrir aksturinn hlaut hann ýmsar viður- kenningar frá bandaríska hernum, sem hann hafði gaman af að sýna barnabörnunum síðar. Sumurin 1955 og 1956 ók hann áætlunarbíl fyrir Júlíus Jónsson upp í Kjós. Kristinn Morthens var oft í rútunni og eignaðist pabbi fallegt málverk hans af sveitinni. Í Kjós átti Júlíus lítið sumarhús, við bæinn Háls, sem hann lánaði okkur, og þar dvaldi fjölskyldan bæði sumurin. Dvölin þar, við litla lækinn sem veitti okkur börnunum óblandna ánægju, er ein af bestu æskuminningum okkar. Engin lykt er betri en sú sem var af rauðu olíumálningunni sem pabbi málaði þak hússins með. Og göngu- ferðir okkar upp að Hálsi að kaupa mjólk og þiggja um leið kleinur í eld- húsinu eru ógleymanlegar. Síðar hóf pabbi störf hjá Land- leiðum, en fjölskylda hans átti þar hlut að máli. Pabbi ók litlu bláu rút- unni daglega til Vífilsstaða og flesta daga upp að Elliðavatni. Fátt var verðmætara litlum börnum en að fá að sitja í bílnum í þessum ferðum, enda þótti okkur við vera að fara langt upp í sveit, sem það og var að vissu marki. Yfir veturinn lakkaði pabbi bílana bláa. Síðustu árin, þeg- ar barnabörnin komu í heiminn, ók pabbi aftur leigubíl sínum, og eiga flest afabörnin margar minningar af ökuferðum í bílnum, en afi var dug- legur að sækja börnin í pössun og koma þeim heim til sín. Þau segja gjarnan sögur af bláum Ópal og Hersheýs súkkulaði sem afi lumaði á. Pabbi var farsæll í starfi og mjög samviskusamur í vinnu og vel liðinn hvarvetna vegna þægilegs viðmóts. Skipti þá engu hvort það var í leigu- bílnum, í rútunum eða þá uppi á öræfum, en þangað fór hann stund- um með ferðamenn, t.d. fyrir vini sína Úlfar Jakobsen og Pál Arason. Um tíma var pabbi þekktur vatna- bílstjóri, og var hans getið í bókum um hálendisferðir fyrir vikið. Mikið var til pabba leitað af sama fólkinu aftur og aftur, ekki síst útlendum ferðamönnum, sem sumir urðu vinir hans. Hann virtist hafa einstakt lag á því að tala við þá á þeirra eigin tungumáli, hvort sem það var enska, þýska, franska eða Norðurlandamál- in. Allt til síðustu jóla fékk pabbi jólakort frá ánægðum Englendingi sem kom hingað hvað eftir annað til að njóta leiðsagnar hans um sveitir landsins. Pabbi var alltaf boðinn og búinn að skutla hverjum sem var þegar á þurfti að halda. Síðustu árin fékk hann það endurgreitt þegar afkom- endurnir óku með hann á æskuslóð- irnar á Hvolsvelli og í Þykkvabæ. Í þeim ferðum hafði hann margar sög- ur að segja, auk þess sem hann gat yljað sér við minningar af ferðum sínum um hálendið með erlenda ferðamenn, enda blasa öræfin við frá Rangárvöllum. María Erla Másdóttir. Mig langar að minnast tengda- föður míns í örfáum orðum. Ég kynntist Má fyrst fyrir 33 árum þegar leiðir okkar Úlla lágu saman. Hann tók vel á móti mér og hefur alla tíð verið mikill vinur minn. Þó hann væri ekki orðmargur í dagsins önn hafði hann ótrúlega kímnigáfu og einstakt lag á að segja skemmti- legar sögur. Sögur af atburðum sem hann upplifði í starfi sínu sem bíl- stjóri voru alveg óborganlegar og þær voru eins og gott vín, urðu betri með aldrinum. Þar sem ég hafði unnið um langt árabil á Vífilsstaða- spítala og hann hafði ekið Landleið- arútunni þangað hér áður fyrr átt- um við ýmislegt sameiginlegt í okkar reynsluheimi. Hann náði að gæða gamla tímann lífi og það var mjög fróðlegt að heyra frásagnir hans af þeim sérstaka anda sem þar ríkti. Hann var fastur punktur í til- veru margra á Vífilsstöðum og sat oft og spilaði við sjúklingana á milli ferða. Hann var líka iðinn við að spila við afabörnin sín og er það mjög kært í minningu þeirra, afi hafði alltaf nógan tíma og var aldrei að flýta sér. Það var erfitt fyrir hann þegar heilsan fór að bresta, það átti illa við hann að vera upp á aðra kominn. Þau voru þung skrefin að heiman þegar hann átti þess ekki lengur kost að vera heima í sinni daglegu rútínu. Hann tók því af æðruleysi en það var oft erfitt að gera sér í hugarlund þá líðan sem því fylgdi. En hann var mun sáttari eftir að hann fór á Droplaugarstaði þar sem hann fann aftur stöðugleika og varð það hans heimili síðasta árið. Ég votta fjölskyldunni mína dýpstu samúð, minningin lifir um góðan tengdaföður. Þorbjörg Sóley Ingadóttir. Elsku hjartans afi minn, mikið er nú erfitt að sætta sig við að þú skul- ir vera búinn með lífið þitt, þó svo að síðasta eina og hálfa árið hafi vissulega verið undirbúningur fyrir það sem koma skyldi. Það var alltaf svo gaman að koma til ykkar ömmu og spila við ykkur rommí. Aldrei svindlaðirðu til þess að ég myndi vinna, og það var það sem var svo skemmtilegt, því að þegar ég vann, þá hafði ég sko unn- ið til þess heiðarlega, en ekki með svindli. Blár Ópal var þitt aðalsmerki, frá okkur barnabörnunum séð, og þú leyfðir mér alltaf að taka tvö og sagðir að það seinna væri „bara í nesti“, en auðvitað tróð ég báðum upp í mig um leið og þú leist undan. Ég fór ófáar ferðirnar með þér í hvíta leigubílnum þínum og alltaf bað ég þig um að láta mælinn í gang, og alltaf svaraðirðu mér eins: „Áttu pening?“ Svo glottir þú fram- an í mig, því auðvitað átti ég ekki neinn pening. Stundum var ég heppin og þú settir hann í gang í pínu ponsu stund. Það sem var svo yndislegt var að maður vissi alltaf hvar maður hafði þig. Ekkert kom manni á óvart, þú hélst alltaf þínu striki. Þegar ég var yngri, og von var á ykkur ömmu í mat eða kaffi, var ég nánast límd við gluggann, löngu áð- ur en von var á ykkur, og beið eftir því að sjá hvíta bílinn, og stökk þá út og hljóp á móti ykkur, knúsaði og kyssti ömmu og þig líka. Þó vissi ég alltaf að þú varst ekkert voðalega mikill knúskall, ég gerði það bara samt. Það var svo gaman í áttræðisaf- mælinu þínu, þegar við hittumst öll á bernskuslóðum þínum og sungum fyrir þig afmælissönginn, öll fjöl- skyldan saman, eins og svo oft áður, bara fyrir þig. Þarna sungum við líka lag sem Snædís systir mín samdi fyrir þig, og mikið þótti þér vænt um það. Þú áttir það prentað heima og sýndir mér það stoltur í mörgum heimsóknum síðar, svo hafðirðu það líka með þér á spít- alann, og loks á Droplaugarstaði. Ég á svo margar minningar um þig, elsku afi, sem ég mun geyma í hjarta mínu og seinna mun ég segja Kamillu að ég hafi líka átt góðan afa, eins og hún á núna. Þú varst ekkert fyrir væmni, en ég veit að þú veist hvað mér þótti alltaf vænt um þig, og hversu heppin ég var að eiga þig að, sterka og góða manninn, afi minn. Ég sakna þín sárt. Halla Dögg Másdóttir. Nikulás Már Nikulásson Elsku amma Rósa, nú ertu farin frá okk- ur. Það er svo sárt að fá ekki að Sigurrós Guðbjörg Þórðardóttir ✝ Sigurrós Guð-björg Þórð- ardóttir fæddist á Klúku í Miðdal í Strandasýslu 3. febr- úar 1924. Hún lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Hólmavík 29. október 2010. Útför Sigurrósar fór fram frá Hólma- víkurkirkju 6. nóv- ember 2010. hitta þig aftur. Það var svo gaman að koma til þín, þú varst alltaf svo góð við okkur. Amma Inga og afi Ninni voru líka svo dugleg að bjóða okkur með þegar þau voru að fara í heimsókn til þín og afa. Þú varst alltaf að gefa okkur klippimyndir sem þú varst búin að klippa út og svo sagðir þú okkur oft sögur frá því þegar afi Ninni var lítill, það var mjög gaman, og svo bakaðir þú líka bestu pönnukökur í heimi. Elsku amma, við biðjum englana á himnum að passa þig. Við elskum þig. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson.) Elísa Mjöll, Guðrún Júlíana og Marinó Helgi. Þú valdir fallegan dag til síðasta ferða- lagsins. Fimmti nóv- ember var snævi þak- inn, sólin skein og útsýnið hefur því verið tilkomumikið, afi minn. Ég á þér margt að þakka, þú kenndir mér faðirvorið, sást til þess að ég byrjaði læs í núll ára bekk Stórutjarnaskóla, huggaðir mig þeg- Jón Kristjánsson ✝ Jón Kristjánssonfæddist 18. sept- ember 1921. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Grund 5. nóvember 2010. Útför Jóns fór fram frá Þorgeirskirkju á Ljósavatni 13. nóv- ember sl. ar óréttlæti heimsins dundi yfir, fyrirgafst mér þegar ég jarðaði hænuna sem var ekki alveg dáin og sýndir mér stjörnurnar á köldum vetrarkvöld- um þegar við löbbuð- um saman heim úr fjósinu. Ég þakka þér fyrir að hafa trú á mér, ólýsanlega og einlæga trú á að mér takist allt sem ég tek mér fyrir hendur. Ég á alltaf eft- ir að sakna þín og hvernig mér leið í návist þinni. Ég hugsa alltaf til þín þegar ég horfi til stjarnanna. Þín afastelpa, Hildigunnur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.