Morgunblaðið - 20.11.2010, Side 42
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010
Atvinnuauglýsingar 569 1100
Húsvörður
Stjórn Húsfélagsins Strikið 2 – 12 auglýsir eftir
húsverði.
Helstu verkefni:
Ræsting sameignar
Umsjón og eftirlit með sameign og minni
háttar lagfæringar
Hirðing lóðar
Eftirlit með viðhaldsframkvæmdum
Aðstoð við íbúðaeigendur
Nánari upplýsingar veittar í síma 840 8280
kl. 9 – 17 virka daga.
Umsóknarfrestur er til 3. desember og skal
umsóknum skilað til formanns hússtjórnar,
Kristins Kristjánssonar, Strikinu 12, 210
Garðabæ.
Au pair
Íslensk-þýsk fjölskylda búsett í Norður-Þýska-
landi með þrjú börn, 2, 4 og 7 ára, óskar eftir að
ráða au pair frá ca. febrúar 2011. Áhugasamir
hafi samband á netfang: Steinarp@web.de
!
"
# $
%
&
' ""
(
)
# !$
# !
*
"
&
+
( !
,
-
"
. "" / % #
001 0234 $ 5 6 7 888 9:
;
+ 7 < 001 0349
$ 5
Lögfræðingur
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið
auglýsir eftir lögfræðingi til starfa á auðlinda-
skrifstofu ráðuneytisins. Verkefnin eru
fjölbreytt en að stærstum hluta á sviði fisk-
veiðistjórnunar.
Starfið er bæði spennandi og krefjandi og
leitað er eftir kraftmiklum og metnaðarfullum
einstaklingi með góða menntun og samstarfs-
hæfileika.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.
Gott vald á íslensku máli og enskukunnátta
ásamt hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
Frumkvæði, vandvirkni, skipulagshæfni og
sjálfstæði í vinnubrögðum.
Starfsreynsla úr stjórnsýslu og þekking á fisk-
veiðlöggjöfinni æskileg.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags
háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins
og fjármálaráðherra.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir Sigurgeir Þorgeirs-
son, ráðuneytisstjóri, í síma 545 8300.
Umsóknir er hafi að geyma upplýsingar um
menntun, fyrri störf, meðmælendur og annað er
máli skiptir, sendist bréflega til sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðuneytisins, Skúlagötu 4,
150 Reykjavík, eða í tövupósti á
postur@slr.stjr.is eigi síðar en 6. desember
2010.
Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
19. nóvember 2010,
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið.
Bændasamtök Íslands óska eftir að ráða ritstjóra að Bændablaðinu. Leitað er að
einstaklingi sem hefur starfað á fjölmiðlum og hefur þekkingu á ritstjórn blaða.
Ritstjóranum er einnig ætlað að ritstýra fréttavef Bændablaðsins, www.bbl.is.
Umsækjandi þarf að hafa metnað og áhuga á íslenskum landbúnaði.
Þekking og færni í umbrotsforritinu InDesign og myndvinnsluforritinu
Photoshop er kostur.
Bændablaðið er málgagn Bændasamtakanna og kemur út hálfsmánaðarlega
í rösklega 22 þúsund eintökum. Blaðinu er dreift um allt land. Í því er fjallað
um málefni bændastéttarinnar og hinna dreifðu byggða. Blaðið er í eigu
Bændasamtaka Íslands sem gegna fjölþættu hlutverki sem fagleg
hagsmunasamtök allra bænda í landinu.
Umsóknarfrestur um starf ritstjóra er til 1. desember. Bent er á rafrænt
umsóknareyðublað á vefnum bondi.is en einnig má senda umsóknir á
netfangið tb@bondi.is.
Nánari upplýsingar gefur Tjörvi Bjarnason, sviðsstjóri útgáfu- og
kynningarsviðs BÍ, í síma 563-0300 og í netfangið tb@bondi.is.
Bændasamtök Íslands – Bændahöllinni við Hagatorg – 107 Reykjavík – www.bondi.is
– ritstjóri
Matreiðslumeistari
með mikla reynslu til sjós og lands óskar
eftir plássi á loðnuveiðiskipi.
Svör sendist á box@mbl.is, merkt:
,,M - 24325”.
Starf óskast