Morgunblaðið - 20.11.2010, Page 43

Morgunblaðið - 20.11.2010, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010 Hugbúnaðarþróun Hugbúnaðarþróun sinnir krefjandi og áhugaverðum verkefnum fyrir allar deildir bankans. Unnið er í teymum og Agile verktækni höfð í fyrirrúmi. Spennandi vinnuumhverfi og tækifæri til þekkingaruppbyggingar er í boði fyrir öfluga einstaklinga sem vilja bætast í hópinn. Hæfniskröfur: • Háskólamenntun í tölvunarfræði eða kerfisfræði skilyrði • Reynsla af forritun í C# æskileg • Reynsla af forritun á móti gagnagrunnum æskileg • Frumkvæði, fagmennska og færni í mannlegum samskiptum • Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð Nánari upplýsingar veita: Jóhann Þorvarðarson, deildarstjóri Hugbúnaðardeildar Landsbankans í síma 820 6451 og Ingibjörg Jónsdóttir hjá Mannauði í síma 410 7902. Umsókn fyllist út á vef bankans, www.landsbankinn.is, merkt „Hugbúnaðarþróun“. Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember nk. Verkefnastofa - Verkefnastjóri sem sérhæfir sig í hlutverkinu ScrumMaster Í boði er spennandi og fjölbreytt starf. Helstu verkefni: • Leiða Agile tækniteymi sem starfa við vöruþróun • Taka þátt í að byggja upp Agile samfélag • Samskipti við innri viðskiptavini Hæfniskröfur: • Háskólapróf í verkfræði, tölvunar- eða tæknifræði • Þekking og reynsla af Agile hugmyndafræðinni • Reynsla af hugbúnaðarverkefnum • Þekking á bankastarfsemi er æskileg • Frumkvæði, fagmennska og færni í mannlegum samskiptum • Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð • Sjálfstæði í starfi Nánari upplýsingar veita: Anna Lára Másdóttir, yfirmaður Verkefnastofu í síma 410 7031 og Ingibjörg Jónsdóttir hjá Mannauði í síma 410 7902. Umsókn fyllist út á vef bankans, www.landsbankinn.is, merkt „Verkefnastofa“. Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember nk. Gagnasérfræðingar í Viðskiptagreiningu Hugbúnaðardeild Landsbankans leitar að sérfræðingum til starfa í Viðskiptagreiningu bankans. Landsbankinn er kominn hvað lengst í uppbyggingu og yfirbyggingu viðskiptagreiningarumhverfis á Íslandi í dag. Vegna aukinna verkefna leitum við að öflugum einstaklingum í teymið í eftirtalin hlutverk. Sérfræðingur í viðskiptagreiningu og upplýsingasöfnun / BI Analyst • Uppbygging og vegvísir viðskiptagreiningarumhverfis • Skjölun og utanumhald krafna og breytingaþarfa • Yfirfara hönnun, gæði og lausnir Sérfræðingur í viðskiptagreiningum / BI Analytics • Uppbygging OLAP umhverfis • MS Analysis Services • Upplýsingagjöf Gagnagrunnssérfræðingur • Þróun og viðhald í Oracle & PL/SQL • Þjónusta við innri viðskiptavini Hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Góður skilningur á upplýsingasöfnun og gagnaskilum • Góð þekking á viðskiptagreiningu og uppbyggingu vöruhúsa • Frumkvæði, fagmennska og færni í mannlegum samskiptum • Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð • Færni í hópavinnu Nánari upplýsingar veita: Þórbergur Ólafsson, deildarstjóri Viðskiptagreiningar í síma 820 6741 og Ingibjörg Jónsdóttir hjá Mannauði í síma 410 7902. Umsókn fyllist út á vef bankans www.landsbankinn.is merkt „Hugbúnaðardeild Viðskiptagreining“. Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember nk. Hugbúnaðarþróun, viðskiptagreining og verkefnastjórnun Laus eru til umsóknar störf við hugbúnaðarþróun, viðskiptagreiningu og verkefnastjórnun hjá Landsbankanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.