Morgunblaðið - 20.11.2010, Side 52
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010
Áafmælisdegi listmálaransKarls Kvaran (1924-1989)þann 17. nóvember varopnuð yfirlitssýning á
verkum hans í tveimur sölum á
Listasafni ásamt því sem safnið hef-
ur nú gefið út löngu tímabæra bók
um list hans. Sýningarstjóri á sýn-
ingunni og höfundur aðalgrein-
arinnar í bókinni er Ásdís Ólafs-
dóttir listfræðingur og er fengur að
henni í verkið. Hún hengir upp verk
Karls á nokkuð óvæntan hátt til að
draga fram líkindi og endurtekin
stef milli ólíkra tímaskeiða í list
hans. Þannig verður það skýrara en
ella hversu áþekk myndhugsun
Karls er hvort sem hann er að vinna
í strangflatarlist á sjötta áratugnum
eða með ljóðræn og lifandi form á
þeim áttunda eða níunda.
Tímabilið sem Karl málaði í anda
konkretlistar eins og hún var kölluð
er frekar stutt og við taka lífrænar
sveigðar línur og form sem enda í
fléttuformum af ýmsum toga. Lita-
skalinn heldur áfram að vera sterk-
ur og skærir litir sem minna á liti
popplistarinnar verða meira áber-
andi. Hringformið sem tekur við af
ferningsforminu vísar ekki síst í lík-
ama listamannsins, stærð hans
hreyfingar og ryþmi verða hluti af
verkinu. Um leið og verk Karls eru
afurð hugarins, tilrauna og yfirlegu
þá minnir þessi sýnilega tenging við
líkamann á action-málarana svoköll-
uðu og ítrekar þá afstöðu Karls til
listarinnar, að hún byggist fyrst og
fremst á vinnu og viðveru.
Eins og kemur fram í textum bók-
arinnar þá sækir Karl til margra
listastefna og má þar nefna byrj-
unarstefnur afstraktlistarinnar á
borð við kúbisma, konstrúktívisma,
suprematisma og aðferðir De Stiil-
hópsins. Sum verkanna frá geómetr-
íska skeiðinu minna sterkt á verk
Mondrians nema hvað í tveimur
verkum spilar Karl með græna litinn
sem var á bannlista hjá Mondrian
vegna vísunar hans í náttúru, for-
gengileika og kvenleika. Mondrian
afneitaði einnig hringformi og bogn-
um línum af sömu ástæðu en listin
var að hans mati byggð á andlegri
reynslu en ekki náttúrulegum hlut-
veruleika. Það varð einnig raunin
hjá Karli að hann taldi sig ekki ná
tökum á græna litnum eða jarðar-
litum almennt og er sá litur fyrir vik-
ið að mestu leyti fjarverandi í verk-
um hans, jafnvel þegar formin verða
kvenleg, bogadregin eða hringlaga.
Að skoða sýningu eins og þessa
gefur ekki bara kost á fagur-
fræðilegri upplifun heldur gefur inn-
sýn í hugræna og andlega ferla í
menningunni og síðast en ekki síst
afstöðu listamannsins til listarinnar.
Karl Kvaran helgar sig listinni af lífi
og sál, í verkum hans tekst hann á
við spurningar um eigindir og eðli
tilverunnar. Hinn trúarlegi, upp-
hafni eða andlegi tónn sem margir
lesa úr afstraktverkum af þessum
toga gæti allt eins vísað í afstöðu
listamannsins til listarinnar sjálfrar.
Það er nefnilega augljóst að Karl
Kvaran, eins og margir aðrir, trúði á
listina, tjáningarmátt hennar og
kraft, nokkuð sem samtíma-
listamenn virðast eiga erfiðara með
að gera.
Þetta skilar sér til áhorfandans
sem hrífst með, sem sér í gegnum
lög málningar aðrar myndir sem
liggja undir og skína stundum í
gegn. Sem upplifir tilfinningar og
tíma og jafnvel heilt lífshlaup sem
fóru í verkin. Undirmyndirnar sem
eru yfirmálaðar vekja dulúð, tilfinn-
ingu fyrir mannlegum eða listræn-
um ófullkomleika eða leyndar-
málum, allt eigindir sem eiga meira
upp á pallborðið í öðrum lista-
stefnum en Karl er kenndur við, og
eigindir sem eiga meira upp á pall-
borðið í dag en á tíma Karls.
Bókin er einstaklega falleg, afar
vönduð og aðgengileg og auk ít-
arlegs texta eftir sýningarstjórann
er texti eftir Arthur C. Danto og
safnstjóra Listasafns Íslands, Hall-
dór Björn Runólfsson. Útgáfustjóri
er Svanfríður Franklínsdóttir.
Kannski má segja um texta bók-
arinnar að þeir eru furðuáþekkir
þrátt fyrir þrjá höfunda og hverfast
að miklu leyti um líkindi og teng-
ingar verka Karls við þekkta stíla,
stefnur og listamenn. Þótt sú nálgun
sé áhugaverð og nauðsynleg þá
saknar maður þess að reynt sé að
lesa í hvernig verkin passa við eða
tala inn í heimsmynd okkar og hug-
myndir núna.
Í tengslum við sýninguna hafa
verið gefin út kort, veggspjald og
skrifblokk með eftirprentun af einu
verka Karls sem seld eru í safnbúð
Listasafnsins. Minjagripir af þess-
um toga um sýningar og verk lista-
manna eru stór þáttur í rekstri
stórra listasafna úti í heimi og frá-
bær leið til að miðla myndmáli sem
ekki er á færi mikils meirihluta fólks
að eignast.
Upplífgandi samsöngur lita og forma
Abstrakt „Karl Kvaran helgar sig listinni af lífi og sál, í verkum hans tekst
hann á við spurningar um eigindir og eðli tilverunnar.“
Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi
7, Reykjavík
Karl Kvaran – Yfirlitssýning og bók.
bbbbn
Sýningin stendur til 13. febrúar 2011.
Opið daglega frá 11-17 nema mánudaga.
Ókeypis aðgangur á miðvikudögum.
ÞÓRA ÞÓRISDÓTTIR
MYNDLIST
Leikhúsmaðurinn Jón AtliJónasson hefur á síðustumisserum skrifað leikrit,ásamt Jóni Páli Eyjólfs-
syni og Halli Ingólfssyni, sem fjalla
á einn eða annan hátt um hrunið og
afleiðingar þess eða öllu heldur or-
sakir. Í nýju verki sínu, Mojito,
fjallar Jón Atli að vissu leyti um
skylt efni. Sagt er frá manni sem
missir stjórn á frásögn sinni og þar
með eigin tilveru.
Verkið fjallar um tvo menn sem
rifja upp sama atburðinn, uppþot á
veitingastað, en þeim ber ekki sam-
an um hvað gerðist. Viðskiptafræð-
ingurinn Stefán hefur frásögnina en
er truflaður af veitingamanninum
Faruk frá Pakistan sem stígur
skyndilega inn í söguna og hefur allt
aðra sýn á það sem gerðist.
Þarna eru tveir mjög ólíkir menn
að tala saman. Viðskiptafræðing-
urinn, sem leikinn er af Stefáni
Halli Stefánssyni, er sjálfumglaður
„besservisser“, fordómafullur í garð
útlendinga og kvenna en telur sig
samt guðsgjöf til samfélagsins.
Hann þykist víðsýnni en hann er í
raun, þykist skilja „arabann“ og
hafa samúð með dvergum og svo
mætti áfram telja. Vitleysan sem
vellur upp úr honum er endalaus.
Samt sem áður reynir hann að klóra
í bakkann þegar hann missir valdið
yfir frásögninni og er afhjúpaður.
Hann sekkur dýpra og dýpra í eigin
firru þegar hann reynir að bera
hönd fyrir höfuð sér og verður æ
brjóstumkennanlegri. Veitingamað-
urinn, sem leikinn er af Þóri Sæ-
mundssyni, er hins vegar andstæða
viðskiptafræðingsins, nánast algóð-
ur: flóttamaðurinn sem hefur yf-
irstigið gífurlega erfiðleika og er
sjálfum sér nægur. Þar er kannski
veikleiki verksins að persónur og
viðhorf eru einfölduð um of. En
kannski þurfa þessar andstæður að
vera málaðar sterkum litum. Sumt
gæti farið fyrir brjóstið á áhorf-
endum þegar fordómarnir koma
hvað berlegast í ljós en samtölin í
verkinu eru þó bráðfyndin. Þarna er
ágætlega sýnt hvernig lukkan getur
snúist í höndunum á manni sem tel-
ur sig vera með allt á hreinu. Loka-
senan er táknræn þar sem við-
skiptafræðingurinn býður fram
kreditkortið sitt en enginn tekur við
því. Það liggur beinast við að líta
svo á að í verki þessu sé hulunni í
raun svipt af hinum dæmigerðu for-
dómum og sjálfbirgingshætti Ís-
lendingsins.
Stefán Hallur og Þórir leika þetta
mjög vel, ekki síst í vandræðalegum
þögnum en einnig í tilsvörum.
Framsögn beggja er góð og lát-
bragð þeirra allt undirstrikar per-
sónur þeirra.
Leikmyndin er einföld. Sviðið er
nánast bert en lítill veitingabar er
við enda leikrýmisins og sitja áhorf-
endur báðum megin við það. Það
virkar vel enda er það texti og að-
stæður sem skipta máli í þessu leik-
verki.
Mojito er skemmtilegt leik-
húsverk, ágætlega skrifað og bráð-
fyndið á köflum. Ég óska Tjarnar-
bíói til hamingju með þessa fyrstu
frumsýningu hússins.
Sjálfsbirgingsháttur Íslendingsins
Tjarnarbíó
Mojito eftir Jón Atla Jónasson
bbbmn
Leikendur: Stefán Hallur Stefánsson og
Þórir Sæmundsson. Leikstjóri: Jón Atli
Jónasson. Frumsýning í Tjarnarbíói,
miðvikudaginn 17. nóvember.
INGIBJÖRG
ÞÓRISDÓTTIR
LEIKLIST
Morgunblaðið/Kristinn
Á sviðinu Leikskáldið og leikstjórinn Jón Atli Jónasson, til hægri, í sviðs-
mynd leiksins ásamt Þóri Sæmundssyni sem leikur veitingamanninn.
Þorvaldur Skúlason
Ármúla 36 • 108 Reykjavík • Sími 568 3890
SMIÐJAN
Listhús - Innrömmun
Opið alla virka daga frá kl. 10-18.
Sölusýning á verkum
Þorvaldar Skúlasonar
laugardaginn 20. nóv. kl. 14-18
Sýndar verða teikningar frá árunum 1934-1941
M
b
l1
23
74
45