Morgunblaðið - 06.12.2010, Page 29

Morgunblaðið - 06.12.2010, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2010 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Ofviðrið (Stóra sviðið) Mið 29/12 kl. 20:00 frums Fim 13/1 kl. 20:00 6.k Mið 26/1 kl. 20:00 Sun 2/1 kl. 20:00 2.k Þri 18/1 kl. 20:00 Sun 30/1 kl. 20:00 8.k Lau 8/1 kl. 20:00 3.k Mið 19/1 kl. 20:00 Sun 6/2 kl. 20:00 9.k Sun 9/1 kl. 20:00 4.k Fös 21/1 kl. 20:00 7.k Fim 10/2 kl. 20:00 10.k Mið 12/1 kl. 20:00 5.k Þri 25/1 kl. 20:00 Ástir, átök og leiftrandi húmor Fólkið í kjallaranum (Nýja svið) Mið 8/12 kl. 20:00 25.k Fös 10/12 kl. 22:00 Fim 16/12 kl. 20:00 lokas Fim 9/12 kl. 20:00 26.k Lau 11/12 kl. 19:00 Fös 10/12 kl. 19:00 27.k Sun 12/12 kl. 20:00 Verðlaunasaga Auðar Jónsdóttur Fjölskyldan (Stóra svið) Lau 18/12 kl. 19:00 9.k Fös 7/1 kl. 19:00 Sun 23/1 kl. 19:00 Fim 30/12 kl. 19:00 Lau 15/1 kl. 19:00 "Stjörnuleikur sem endar með flugeldasýningu", BS, pressan.is Jesús litli (Litla svið) Þri 7/12 kl. 20:00 Lau 11/12 kl. 19:00 aukas Lau 18/12 kl. 21:00 Mið 8/12 kl. 20:00 14.k Sun 12/12 kl. 20:00 16.k Mið 29/12 kl. 19:00 aukas Fim 9/12 kl. 20:00 15.k Fim 16/12 kl. 20:00 Fim 30/12 kl. 19:00 Fös 10/12 kl. 19:00 aukas Lau 18/12 kl. 19:00 Sýning 7/12 kl 20 verður túlkuð á táknmáli Jesús litli - leikferð (Hof - Hamraborg) Lau 15/1 kl. 16:00 Sun 16/1 kl. 20:00 Mið 19/1 kl. 21:00 Lau 15/1 kl. 20:00 Þri 18/1 kl. 21:00 Fim 20/1 kl. 19:00 Sun 16/1 kl. 16:00 Mið 19/1 kl. 19:00 Fim 20/1 kl. 21:00 Sýnt í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í samstarfi við LA Faust (Stóra svið) Fim 6/1 kl. 20:00 Sun 16/1 kl. 20:00 Fös 14/1 kl. 22:00 Fim 20/1 kl. 20:00 Aukasýningar á Íslandi vegna fjölda áskorana Horn á höfði (Litla svið) Sun 12/12 kl. 14:00 lokas Gríman 2010: Barnasýning ársins - síðasta sýning! Gjafakort – töfrandi stundir í jólapakkann GEFÐU GÓÐAR STUNDIR Gjafakort Þjóðleikhússins á hátíðartilboði! ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ G JA FA KO R T Þ JÓ Ð LE IK H Ú S S IN S BALLIÐ Á BESSASTÖÐUM G JA FA KO R T Þ JÓ Ð LE IK H Ú S S IN S ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Ég sat eins árs kúrs í Hum-boldt-háskóla í Berlínsem fjallaði nær ein-göngu um fyrstu sjö blað- síður í verki Heideggers, Sein und Zeit. Kenningar hans um að heim- speki umræðan hefði í mörg hundruð ár verið á villigötum vegna smám- istúlkunar á einu orði var bylting- arkennd þegar hann lagði hana fram. Um þá mis- túlkun mun ég ekki ræða, enda gæti ég í dag ekki haft eftir nema brot af þeirri um- ræðu. En sterk löngun til að athuga grunnforsendur umræðunnar til að forðast villigötur býr enn í manni. Því ef umræðan er ekki byggð á góð- um grunni er hún fánýt og villigötur hvert sem litið er. Njörður P. Njarð- vík er ekki að velta svoleiðis smá- munum fyrir sér. Í bók hans er hent fram fullyrðingum án raka en síðan kemur hann með ágætar rökræður út frá þeim fullyrðingum þótt það hái þeim að þær eru annaðhvort á lofti byggðar eða stoðir þeirra ekki skýrðar. Þannig eru flokkar fram- sóknar og sjálfstæðis fyrst kynntir til sögunnar með orðinu spilling- arflokkarnir. Það er ein af mörgum fyrirfram gefnu forsendum sem hann byggir rökfærslu sína á. Síðar, í kafla sem af hógværð er gefið sama nafn og Stefán Zweig gaf frægri bók sinni um Vínarsamfélagið fyrir hrun þess, Veröld sem var, er sagt frá persónulegri upplifun fjölskyldu Njarðar af þessum flokkum úr barn- æsku. Sagan er allhrikaleg og þótt enginn efist um þjáningar fjölskyldu hans verður Njörður varla talinn bestur til þess að fella hlutlausan stóradóm um þetta mál. Hann fjallar lengi um hversu illa Íslendingar hafa haldið á sínum mál- um og vitnar síðan í þann afbragðs- mann sem Þráinn Bertelsson er, en einmitt þar sem ég held að hann vildi síst láta vitna í sig. Þegar Þráinn missir sig í útvarpsviðtali og fer að tala um að ákveðinn hluti þjóð- arinnar sé fífl. Nirði finnst aug- ljóslega ekki nógu vel í lagt og vitnar í ofanálag í Harald Björnsson leik- ara sem á að hafa sagt við hann að 90% þjóðarinnar væru fífl. Persónu- lega finnst mér eins og þarna vanti eina setningu í viðbót frá Nirði til að algengir einræðistilburðir hroka- fullra vinstrimanna séu fullkomnaðir „og þessi 90 prósent þjóðarinnar eiga að vera undir hin 10 prósentin sett“, en það kann að vera að sú ágiskun hjá mér um hug Njarðar sé ekki rétt. Seint í bókinni segir hann: „Þjóðin skuldar sjálfri sér endurskoðun á til- veru sinni og tilgangi. Sú skuld verð- ur ekki greidd nema með endur- heimtri siðferðisvitund.“ Þá væntanlega þeirri sem þjóðin hafði þegar fjölskylda hans var sett út á guð og gaddinn af illmennum í Framsóknarflokknum ef óhlutdræg frásögn hans er ekki dregin í efa? Hroki Njarðar er nánast á hverri blaðsíðu og stundum sést glitta í mannfyrirlitningu hjá honum einsog þegar hann ritar: „Sjálfstæðisflokk- urinn í Reykjavík gæti þessvegna boðið fram hundinn sinn.“ Hann talar illa um pólitíkusa, nema þann sem hann var í vinfengi við – hljómar kunnuglega. Gylfi Þ. Gíslason fól honum ábyrgðarstöður og fær það vel launað í bókinni. Höfundur er uppfullur af hroka og höfundur þykist hafa séð allt það slæma fyrir. Hann segir reyndar frá því að hann hafi einnig verið í and- stöðu á mestu framfaraskeiðum þjóðfélagsins á síðustu öld, en sú staðreynd kveikir ekki í neinum efa- semdum Njarðar um eigið ágæti. Ýmislegt er samt áhugavert í bók- inni eins og vangaveltur hans um orðnotkunina í samfélaginu. Hann skoðar nýrri orð sem eru okkur töm í dag, einsog kaupmáttur, markaðs- hyggja og orðið lífsstíll sem virðist hafa verið notað í veigameiri merk- ingu en það er notað í dag. Hann fjallar um dauðasyndirnar sjö, meira að segja hrokann sem hann kann að nefna upp á latnesku. Sumt af því er áhugavert. Sjónarhorn hans er engu að síður oft áhugavert, rétt eins og sjón- arhorn Matthíasar Johannessen og þeirra eldri höfunda sem horfa yfir farinn veg og tjá sig um þjóðfélags- málin. Bókin er vel skrifuð og þeir sem pirrast ekki við hrokann í textanum og orðnotkunina geta örugglega haft mjög gaman að bókinni. Hroki og hleypidómar Spegill þjóðar bbmnn Eftir Njörð P. Njarðvík Uppheimar 2010. 144 bls. BÖRKUR GUNNARSSON BÆKUR Spegill... Njörður P. Njarðvík. Þeim sem eiga sínar rætur á suð-vesturhorninu er Melrakka-sléttan fjarlæg í rúmi og anda;þessi víðáttumikla túndra sem er efst og lengst til hægri þegar við virðum Ísland fyrir okkur af landakorti. Svæði þar sem eitt sinn var blómleg byggð og fjölmenni á hverjum bæ. Til þess voru líka öll skilyrði, gott undir bú, hlunnindi ým- iskonar og stutt á miðin. En nú er hún Snorrabúð stekkur. Í Leirhöfn á Sléttu bjuggu upp úr miðri síðustu öldinni nær sjötíu manns en að- eins fjórir í dag. Vel til fundið er hjá Níelsi Árna Lund að skrá sögu þessarar heimabyggðar sinnar – í bók sem er fræðandi og um- fram annað alþýðleg. Þeim sem unna fróðleik um ættir, sögu, land og þjóð er akkur í þessu riti þar sem höfundur rekur sögu ættboga síns og foreldra sem reistu nýbýlið Mið- tún við Leirhöfn. Auk heldur rifjar höf- undurinn upp búskap og baráttu fólksins á Sléttunni – sem oft var harðsótt en oft- ast ljúf. Slíkt er eðli minninga. Í sumum tilvikum er sagan óþarflega nákvæm. Tíundaðir eru í botn hlutir og mál sem litlu máli skipta fyrir heild- armyndina. Höfundurinn hefur mátt vera gagnorðari, tengja atburði og mál betur saman, varpa fram spurningum, setja mál í samhengi og draga ályktanir. Frásagnir af ýmsu brasi hversdagsleik- ans hefðu sömuleiðis mátt vera líflegri eða þeim sleppt – sagan af fyrsta Landróvernum, heyönnum, sláturtíð og fleiru slíku hefur oft verið sögð og er áþekk frá bæ til bæjar. Höfundurinn hefði í raun mátt vera afmarkaðri í frá- sögn sinni og hafa skarpari skil milli ann- ars vegar byggðasögu og eigin minninga. Margar skemmtilegar myndir prýða bókina sem sumar hefðu notið sín betur stærri. Það fer ekki á milli mála af lestri að Níels Árni ann heimabyggð sinni. Hon- um finnst vænt um fólkið á Sléttunni – og samferðafólk sitt almennt. Frásögnin einkennist af hugljúfum blæ og er kær- komin öllum þeim sem unna íslenskum alþýðufróðleik. Bændabókin í ár munu sjálfsagt einhverjir segja og það eru orð að sönnu. Minningar af Melrakkasléttu Af heimaslóðum bbbnn Eftir Níels Árna Lund Hólar 2010. 350 bls. SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON BÆKUR Heimaalinn Níels Árni Lund. Slökkt á öllum stjörnum aðeins flöktandi geislinn frá lugt vaktmannsins milli olíutankanna Þessa mynd er að finna í nýjustu ljóðabókÓskars Árna Óskarssonar, „Þrjár hendur“,og hún er mjög runnin úr hans deiglu;hann gerir hið hversdagslega og jafnvel það sem við höfum gjarnan álitið óljóðrænt að yrk- isefni, þarna er einhver austrænn andi sem svífur yf- ir vötnum og þarf ekki að koma á óvart því Óskar er einn helsti hagleikssmiður á hækur hér á landi. En þar sem Asíumenn hefðu verið með fiðrildi og lótus- blóm koma olíutankar og ein- mana lugt varðmanns hjá Óskari Árna; ég sé fyrir mér Örfirisey, enda er skáldið úti á granda nið- ursokkið í ljóðalestur á öðrum stað í bókinni: „Búinn að týna sér í ljóðabók / og langar ekkert / að koma í leitirnar.“ Yrkisefni bókarinnar er á yfirborðinu ver- öld hins hversdagslega, nægju- sama manns; í vorstemningum hans skín sólin á hvítu plaststólana; þetta er veröld hægláta húmoristans sem fer sinna ferða með rútu, eins og í þeirri frábæru bók „Skuggamyndir úr ferðalagi“ eftir Óskar Árna sem hlaut mikið og verð- skuldað lof fyrir tveimur árum og var tilnefnd til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna. Það er ljúfur húm- or í myndum skáldsins, væntumþykja í garð þess sem næst okkur er þótt myndirnar séu lausar við helgimyndaklastur; farfugl að vori sem sest á svala- handriðið er svo nýkominn að hann er að blístra „lag frá blómahlíðum Hawaii“. Í einu fínasta ljóði bók- arinnar er skáldið að versla í Góða hirðinum og af- greiðslustúlkan býður honum derhúfu; þeim hafi áskotnast gamall lager sem þau dreifi ókeypis til við- skiptavina. Og þegar skáldið hefur þegið húfu og sett hana upp segir stúlkan að hann sé: eins og nýr maður með hana þegar ég kem út tek ég stefnuna í þveröfuga átt við það sem ég ætlaði Þetta er bók fyrir alla sem unna góðri lýrík og fal- legum texta; ljóðlist fyrir alla þá sem skilja að: „Ef þú horfir / nógu lengi á stjörnurnar / kemstu til Da- maskus.“ Þrjár hendur Óskars Árna Þrjár hendur bbbbn Eftir Óskar Árna Óskarsson Bjartur 2010 EINAR KÁRASON LJÓÐABÓK Góður Óskar Árni Óskarsson. Morgunblaðið/Einar Falur Einar Kárason rithöfundur er nýr gagnrýnandi ljóðabóka í Morgunblaðinu. Á aðventunni munu birtast skrif hans um nokkrar bækur í þeim flokki. Nýr gagnrýnandi EINAR KÁRASON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.