Morgunblaðið - 06.12.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.12.2010, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2010 Harry Potter, Hermione Granger, Ron Weasley og Voldemort eru komin aftur í magnaðasta ævintýri allra tíma Aðsóknar- mesta myndin á Íslandi í dag SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI HHHH - BOXOFFICE MAGAZINE HHHH - Time Out New York „IT’S THE BEST FILM IN THE SERIES.“ - ORLANDO SENTINEL HHHH „ÞETTA ER KLASSÍK VORRA TÍMA.“ - Ó.H.T. – RÁS 2 HHHH SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSKÖLL, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI „THE BEST ROMANTIC COMEDY OF THE YEAR!“ - GREG RUSSELL, MOVIE SHOW PLUS „HIN FULLKOMNA STEFNUMÓTAMYND.“ - BONNIE LAUFER, TRIBUTE CANADA „KATHERINE HEIGL AND JOSH DUHAMEL SIZZLE IN A COMEDY THAT’S SURE TO WIN YOUR HEART.“ - JEANNE WOLF, PARADE „SPRENGHLÆGILEG.“ - ALI GRAY, IVILLAGE.COM „HEIGL AND DUHAMEL ARE THE BEST ON-SCREEN COUPLE OF THE YEAR.“ - JOAN ROBBINS, ENTERTAINMENT STUDIOS „YOU’LL FALL IN LOVE WITH ‘LIFE AS WE KNOW IT.’“ - MARIA SALAS, THE CW „FUNNY, SEXY AND SURPRISINGLY SWEET!“ - SAINT BRYAN, NBC-TV SÝND Í KRINGLUNNI „EXCELLENT. A ZEITGEIST FILM.“ - RICHARD CORLISS, TIMES „SHARP, TIMELY AND VERY FUNNY.“ - KAREN DURBIN, ELLE BESTA SKEMMTUNIN LIFE AS WE KNOW IT kl. 5:30 - 8 - 10:30 L DUE DATE kl. 5:50 - 8 - 10:20 10 HARRY POTTER kl. 5:30 - 7 - 8:30 - 10 10 RED kl. 8 - 10:20 12 HARRY POTTER kl. 5:30 - 8:30 VIP KONUNGSRÍKI UGLANNA kl. 5:50 ísl. tal 7 / ÁLFABAKKA LIFE AS WE KNOW IT kl. 5:30 - 8 - 10:30 L DUE DATE kl. 8 - 10:10 10 HARRY POTTER kl. 5 - 6 - 8 - 9 10 GNARR kl. 5:30 L / EGILSHÖLL Íþáttaröðinni Með öngulinn írassinum færa tvíburabræð-urnir Ásmundur og GunnarHelgasynir íþróttakeppnina inn í laxveiðina. Víst eru margir stangveiðimenn kappsamir, þótt ekki þyki öllum veiðimönnum það til sóma að stæra sig af aflabrögðum, en bræðurnir flytja kappið hér á annað svið. Undir merkjum óhaminnar skemmtunar keppa þeir í því hvor veiðir fleiri laxa, hvor veiðir stærri lax, hvor velur betur í flugubox, hvor er betri flakari. Þeir keppa líka í því hvor kastar lengra og bjóða mis- þekktum gestum að etja kappi við sig. Allt verður þeim bræðrum að keppni og keppnin er það sem best er lukkað við þessa fjörmiklu þætti. Inn á milli, en nokkuð handa- hófskennt og ómarkvisst, koma stutt inn- slög þar sem ætlunin er að fræða áhorf- andann, eins og um gárubragðið eða muninn á því að kasta með einhendu og tvíhendu, og svo hafa bræðurnir „öldungaráð“ til taks, reynda veiði- menn sem tjá sig um hitt og þetta, og þeir leita meira að segja til spákonu. Bræðurnir veiða í nokkrum róm- uðustu veiðiám landsins. Í Vatns- dalsá, á báðum laxveiðisvæðum Lax- ár í Aðaldal og í Langá. Þeim gengur misvel að setja í laxa, og ennþá ver að ná þeim að landi; er það ágæt skemmtun að fylgjast með togstreit- unni á milli þeirra – sem er mögnuð skemmtilega upp með því hvernig þeir tala inn á þættina. Keppnin, sem drifkraftur þátt- anna, er þó ekki nóg til að gera þá að vönduðu sjónvarpsefni. Stór hluti af því að stunda veiðiskap er að upplifa náttúruna og umhverfið, og fyrir áhorfandann sem situr heima og fylgist með fer sú upplifun fyrir ofan garð og neðan, ekki síst sökum ómarkvissrar kvikmyndatöku í þátt- unum. Undirritaður þekkir vel til allra þessara veiðisvæða en hér mis- tekst alveg að gefa tilfinningu fyrir sérkennum þeirra og töfrum; það lag vantar í kvikmyndagerðina. Þá er einnig undarlegt að sjá öðrum kvik- myndatökumanni bregða oft fyrir í myndrömmunum, nokkuð sem á ekki að sjást ef notaðar eru fleiri en ein tökuvél, og oftar en ekki er þessi tökumaður úti í ánni og jafnvel fyrir í hylnum (!) en engu að síður er ekkert notast við það efni sem hann er að taka upp. Auðvitað er mismunandi hvernig veiðimenn nálgast veiðiskapinn en stundum var kappið í leikurunum það mikið að þeir gerðu að ósekju lít- ið úr gjöfum þessara náttúruperla sem þeir höfðu aðgang að, eins og þegar í ljós kom að „bara bleikjur“ tóku fluguna. En keppnin er málið og keppnin knýr þættina áfram; án þess að segja nokkuð um úrslitin þá er þó að mati undirritaðs ekki víst að sanngjarn sigur hafi unnist; áttundi „lax“ ann- ars bróðurins var nefnilega alls ekki lax heldur fallegur sjóbirtingur … En það er oft gaman af þessu. Með öngulinn í rassinum bbbnn Sex stangveiðiþættir á DVD í leikstjórn Gunnars Helgasonar. Framleiðsla: Himnaríki ehf. og Enjoy ehf. Lengd alls 182 mínútur. EINAR FALUR INGÓLFSSON MYNDDISKUR Ærslafull keppni í laxveiði fyrir Dean Martin og Frank Sinatra í Ragga. Ekki leiðum að líkj- ast. Meðsöngv- arar hans eru heldur ekki af verri endanum – Páll Óskar, Diddú, Laddi, Guðrún Gunn- arsdóttir og Björgvin Halldórsson auk bakradda. Fjölmenn hljóm- sveitin gegnir veigamiklu hlutverki sem og strengjasveitin, Reykjavík Session Orchestra. Félagarnir í Sumargleðinni, Hermann Gunn- arsson, Magnús Ólafsson, Ómar Ragnarsson, Þorgeir Ástvaldsson og Þuríður Sigurðardóttir, eru ekki með á plötunni en láta vel til sín taka á mynddisknum eins og barnabörn Ragga. Raggi Bjarna stendur auðvitað alveg fyrir sínu og hefur gert í ára- tugi en þátttaka fyrrnefnds tónlist- arfólks og fleiri gefur plötunni og mynddisknum aukið vægi. Á tón- leikunum sagði Raggi að ekkert af þessu hefði orðið að veruleika án fólksins en því má bæta við að í mörgum tilvikum hefði fólkið ekki heldur náð saman án Ragga. Þetta er gullmoli, sem við eigum, sagði Björgvin og ég er sannfærður um að margir hafi haldið glaðir út í nóttina eftir að hafa vangað við lokalagið, Við bjóðum góða nótt. Það er bara einn Raggi Bjarna og þetta verður varla betra. Ragnar Bjarnason hefurglatt Íslendinga meðsöng sínum, afslappaðriframkomu og einskærri gleði frá því elstu menn muna. All- an þennan tíma hefur geislað af honum og útgeislunin eykst með hverju árinu. Og hann er enn að, nú með röppurum af yngri kyn- slóðinni, en það er önnur saga. Tónleikarnir í tilefni af 75 ára af- mæli Ragga Bjarna fyrir um ári þóttu heppnast eins og best verður á kosið. Nú eru þeir komnir út á mynddiski og plata með aðeins færri lögum fylgir með eða öfugt. Framtakið er frábært og afurðin enn ein minningin um stórkostleg- an listamann í um 60 ár. Eðlilega hefur stuðpinninn kom- ið víða við á löngum ferli, sungið með mörgum og tónleikarnir báru þess merki. Þeir endurspegluðu þannig að mörgu leyti tímabilin sem Raggi gekk í gegnum með KK sextettinum, Svavari Gests og Sumargleðinni. Platan rennur ljúflega í gegnum fóninn og á stundum finnur maður Gleðigjafi nokk- urra kynslóða Raggi Bjarna– 75 ára afmælistón- leikar bbbbb STEINÞÓR GUÐBJARTSSON TÓNLIST Morgunblaðið/Eggert Goðsögn „Framtakið er frábært og afurðin enn ein minningin um stórkost- legan listamann í um 60 ár,“ segir Steinþór Guðbjartsson um plötuna. Hér er Raggi á tónleikunum með Páli Óskari. Hrafn er hugsandi drengurá unglingsaldri. Honummislíkar hvert heimurinner að fara og hvernig full- orðna fólkið hugsar, því virðist vera sama um framgang mála að mati Hrafns. Eins og algengt er með ung- linga kraumar mikil reiði í Hrafni sem hann hefur ekki stjórn á. Hann veldur usla í skólanum og er rekinn þaðan tímabundið. Afi hans og nafni fær hann með sér í sumarbústað sinn upp í sveit til að létta áhyggjum af foreldrum piltsins. Þeir félagarnir ná ágætlega saman enda afinn ekkert að bölsótast út í skammarstrik stráksins heldur reynir að beina honum á rétta braut með því að ræða við hann. Hrafni finnst afi sinn afskaplega gamaldags, hann talar í spakmælum og vill ekki tengja rafmagn í bústað- inn. En hann ber mikla virðingu fyrir honum og kann að meta sam- verustundir þeirra. Sumarbústaðarferðin á sér stað um hávetur og allt er á kafi í snjó. Í gáleysi lendir Hrafn yngri í hremmingum þegar hann fer í langan göngutúr. Afi hans kemur honum til bjargar en þar með er ekki sagan öll, það þarf að koma sér heim í snjó og éljahríð. Tengslin á milli þeirra styrkjast við þetta ævintýri. Afi fær Hrafn til að skilja lífið á annan hátt, losa aðeins um reiðina og gefa öðrum tækifæri, t.d. foreldrum sínum sem honum finnst ægilega þröngsýnir og skilningslausir. Einnig sýnir hann honum fram á að það fylgi ungdómsárunum að gera vit- leysur og það geti oft verið þroskandi. Fyrir utan reiðina og skammar- strikin finnst mér Hrafn heldur óraunhæfur unglingur. Hann er með svo sterkar skoðanir á umhverfis- málum, stjórnmálum og heims- ástandinu að manni þykir nóg um. Ég efast stórlega um að unglingar í efri bekkjum grunnskóla hugsi eins og Hrafn. Afinn og aðrar persónur eru aftur á móti raunhæfar. Tungumálið í bókinni er svolítið gamaldags og hef ég trú á að það sé meðvitað hjá höfundi sem vill að unga fólkið, sem bókin er stíluð inn á, kynnist því, sem sumir myndu kalla góða íslensku. Bókin er svolítið stirð í byrjun en liðkast svo þegar á líður og eru lýs- ingar Eysteins á hrakningum þeirra Hrafnanna góðar og lifandi. Þetta er saga um samskipti tveggja kynslóða og hvernig þær ná saman með því að sýna hvor annarri skilning og þolin- mæði. Skapsveiflur Hrafns eru svolít- ið eins og veðrið sem hann lendir í, birtir til á milli élja, og þannig er bók- in líka, hún á sína góðu spretti. Birtir til á milli élja Hrafnaspark bbmnn Eftir Eystein Björnsson Ormstunga 2010 INGVELDUR GEIRSDÓTTIR BÆKUR Eysteinn Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.