Morgunblaðið - 06.12.2010, Blaðsíða 19
UMRÆÐAN 19
Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2010
Fyrir nokkrum áratugum eða nán-
ar tiltekið árið 1947 gaus Hekla og
jós vikri og ösku. Allt fylltist af vikri
í Rangánum og
við þær. Í flóðum
var oft meira í
Rangánum af
vikri en vatni.
Allt flaut þetta
niður í sjó samt á
endanum, en
miklir haugar af
vikri söfnuðust
neðst í Hólsá hjá
Þykkvabæ en
fóru svo út í sjó
að lokum.
Það liðu nokkuð mörg ár þar til
reynt var að setja út laxaseiði, þar
sem vikurinn hafði árið 1947 þurrkað
út allt líf í bili. Ekki einn einasti lax
sást lengi synda í ánum eða veiddist
þar.
Svo var sleppt sem tilraun laxa-
seiðum sem komu frá Stokkalæk, en
þar rak Stangaveiðifélag Reykjavík-
ur framleiðslu á kviðpokaseiðum af
laxi. Nokkrir laxar komu til baka.
Þetta var hægt þótt enn væru Rang-
árnar að hreinsa sig alveg. Eru
hreinar í dag.
Smátt og smátt varð laxveiðin
meiri með gönguseiðasleppingum.
Komst eitt árið í 20.000 laxa veidda á
stöng nýlega. Fleiri og fleiri erlendir
laxveiðimenn koma nú þarna í
stórum hópum. Eru fastagestir ár-
lega og borga í gjaldeyri. Þetta er
sagt því það má reka fleira en álver
og græða gjaldeyri. Svo eru tekjur
af laxveiðinni mikið í gjaldeyri og
skila sér nettó. Ekkert rafmagn selt.
Til að átta sig betur á þessu og sjá
svart á hvítu tekjur af laxveiðunum í
Rangánum ætti landbúnaðarráð-
herra að láta gera skýrslu eða gefa
út bók um málið. Eflaust eru fleiri
svona hliðstæð tækifæri. Hvað um
sjóbirtinginn. Ræktun hans er van-
rækt. Er stór gróðavegur í Argent-
ínu,
Gefa Rangárnar milljarð árlega í
beinar og óbeinar tekjur eða er það
ofmat? Sannleikann vantar. Fáum
hann.
LÚÐVÍK GIZURARSON
hæstaréttarlögmaður.
Laxveiði í Rangánum
skapar milljarða
Frá Lúðvík Gizurarsyni
Lúðvík
Gizurarson
Fyrir rétt um ári
lofaði Ásgerður Hall-
dórsdóttir, bæjarstjóri
Seltjarnarness, því að
hún skyldi ekki hækka
skatta á bæjarbúa. Þá
átti hún undir högg að
sækja í prófkjöri sjálf-
stæðismanna á Nes-
inu. Nú, um hálfu ári
eftir kosningar,
hyggst hún hækka út-
svar úr 12,1% í
12,98% fyrir árið 2011. Ekki kem-
ur á óvart að fulltrúar vinstri-
manna í bæjarstjórn styðji tillög-
una heils hugar en mikil vonbrigði
eru að horfa upp á sjálfstæð-
ismenn styðja tillögu
þessa. Aðeins einn af
fimm bæjarfulltrúum
Sjálfstæðisflokksins,
Guðmundur Magn-
ússon, forseti bæj-
arstjórnar, er á móti
skattahækuninni.
Ár eftir ár hefur
Seltjarnarnesbær
komið með besta móti
út í samanburði sveit-
arfélaga á fjárhags-
legum styrkleika. En
nú eru slæm teikn á
lofti. Bæjaryfirvöld
sníða sér ekki stakk eftir vexti og
gripið er til elsta en jafnframt of-
metnasta verkfæris vinstrimanna;
skattahækkunar. Skattahækkun er
ekki ábyrg fjármálastjórn eins og
allir frambjóðendur sjálfstæðis-
manna lofuðu í síðasta prófkjöri og
kosningum. Fyrirhuguð skatta-
hækkun er réttlætt sem nauðsyn-
leg aðgerð til að „standa vörð um
grunnþjónustuna“. Á sama tíma og
sjálfstæðismenn berjast með kjafti
og klóm á Alþingi gegn gegnd-
arlausum skattahækkunum ætla
sjálfstæðismenn á Nesinu hins
vegar að bæta um betur og hækka
skatta Seltirninga um tæpt pró-
sentustig. Tillagan er í besta falli
glórulaus. Það er ekkert svigrúm
til frekari skattahækkana í heim-
ilisbókhaldi fólks! Það vantar ungt
fólk á Nesið, og þessi aðgerð er
ekki til þess fallin að bæta úr því,
nema síður sé.
Lausnarorðin í rekstrarvanda
bæjarins eru sparnaður og niður-
skurður. Og þá þýðir ekkert að
skilgreina „grunnþjónustu“ á sama
hátt og í góðærinu. Þeir fjórir
bæjarfulltrúar sjálfstæðismanna
sem hyggjast samþykkja skatta-
hækkunina lofuðu ráðdeild í rekstri
og að halda álögum á bæjarbúa í
lágmarki. Með því að samþykkja
7,3% hækkun á útsvari er gerð at-
laga að sérstöðu Seltjarnesbæjar
sem bæjarfélags. Þó er öllu verra,
að um er að ræða svik við kjós-
endur Sjálfstæðisflokksins og við-
urkenningu á að bæjarstjórinn og
bæjarfulltrúarnir ráði ekki við þau
verkefni sem þau voru kosin til.
Ég skora á bæjarstjóra og
bæjarfulltrúa sjálfstæðismanna að
hætta við umrædda skattahækkun
og beita markvissum og skynsöm-
um lausnum, líkt og Guðmundur
Magnússon hefur lagt til. Enn
fremur skora ég á fulltrúaráð
sjálfstæðisfélaganna á Seltjarn-
arnesi að leiðrétta þessa hugs-
unarvillu okkar fólks í bæjar-
stjórn. Það er öllum ljóst að
bakland bæjarfulltrúanna hefur
veikst til muna við þessa vondu
ákvörðun.
Svikin loforð á Seltjarnarnesinu
Eftir Magnús Örn
Guðmundsson » Tillagan er í besta
falli glórulaus. Það
er ekkert svigrúm til
frekari skattahækkana í
heimilisbókhaldi fólks!
Magnús Örn
Guðmundsson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
fyrrverandi bæjarfulltrúi sjálfstæð-
ismanna á Seltjarnarnesi.
Kvótakerfið er og
hefur verið á milli
tannanna á fólki, það
eru skiptar skoðanir
um hvort það eigi að
vera til staðar, hvern-
ig það eigi að vera og
hverjir eigi að fá að
nota það. Árið 1984
var þetta kerfi sett á
laggirnar. Þarna var
kominn rammi um
veiðarnar sem áður
höfðu verið frjálsar, þetta var gert
með það í huga að styrkja nytja-
stofnana og gæta þess að ekki yrði
hrun í þeim. Kvótanum var út-
hlutað samkvæmt veiðireynslu og
áfram héldu menn að veiða. Síðar
var sett hið frjálsa framsal á kvót-
anum, þetta var gert til að auka
hagræðingu í útgerð og að þeir
veiddu fiskinn sem best gætu nýtt
hann. Kvótinn fór nú kaupum og
sölu og hafa margir aðilar selt sig
frá kerfinu og lifa nú þokkalegu lífi
í ró og næði.
Nú er ráðist á útgerðarmenn,
þeir kallaðir glæpahundar, sægreif-
ar og ýmislegt þaðan af verra,
menn sem enn starfa í þessum
geira eru svívirtir á opinberum
vettvangi og það virðist í fínu lagi
að níða þetta fólk sem stendur í
þessu. En hvaða glæp hefur þetta
fólk framið? Líkt og áður segir þá
var settur ákveðinn rammi utan
um fiskveiðarnar, ef þú vilt fara í
útgerð þá er í raun tvennt sem þú
getur gert, þú getur leigt og þú
getur keypt. Talað er um að um
90% af kvótanum hafi skipt um
hendur, það er mikið búið að fjár-
festa í þessari grein og menn þurfa
að kaupa kvóta ef þeir ætla sér að
starfa í þessum geira. Menn kaupa
kvóta, og hvað svo, jú þeir eru
kallaðir glæpamenn, fyrir það að
fylgja lögum og fara eftir einu leið-
inni sem þeim er fært til að starfa
á þeim vettvangi sem þeir vilja.
Það voru jú ekki útgerðarmenn
sem settu kvótann á laggirnar, en
þeim var gert að lifa með honum.
Ísland er ein af fáum þjóðum
sem hafa arðbæran sjávarútveg,
sjávarútvegurinn greiðir skatta,
veitir fólki vinnu og gerir viðskipti
við fjöldann allan af fyrirtækjum
sem hafa stóran part af sinni inn-
komu frá sjávarútveginum. En það
eru ávallt einhverjir sem ekki eru
sáttir, margir telja að útgerðinni
beri að greiða meira en öðrum at-
vinnuvegum til þjóðfélagsins og
virðist það ekki skipta máli að það
gerir hann nú þegar í dag með
ýmsum gjöldum sem ekki eru sett
á önnur fyrirtæki svo sem hærra
tryggingargjald vegna sjómanna,
veiðigjald sem sett er á skipin, og
svo ýmis önnur gjöld svosem sér-
stakt gjald vegna úthlutunar í
skötusel, gjald vegna makríls og
svo mætti áfram telja. Talandi um
jafnræði í þjóðfélaginu. Endilega
mismunum þeim fyr-
irtækjum sem skapa
yfir 40% af útflutn-
ingsverðmæti þjóð-
arinnar, það er örugg-
lega vænlegast til
vinnings.
Margir tala um að
um réttlætismál sé að
ræða þegar rædd eru
sjávarútvegsmál, sum-
ir segja að það sé
réttlætismál að kvót-
inn sé eign þjóð-
arinnar og allir hafi
aðgang að því að
veiða. Það er svo sem enginn að
banna fólki að stofna útgerð og
fara að veiða, þeir verða þá bara
að greiða fyrir það og fara að lög-
um eins og allir þeir sem eru í út-
gerð í dag. Hvaða réttæti er fólgið
í því að fólk sem hefur fjárfest í
kvótanum og sinnir sínu starfi eins
og best verður kosið, verði svipt
sínum atvinnurétti og hann færður
á annarra manna hendur? Hvað
þarft þú að gera ef þú ætlar þér
útí einhvern atvinnurekstur, þú
þarft að leggja til fé í reksturinn,
ef þú stofnar búð t.d. þá þarftu að
kaupa eða leigja húsnæði, þú þarft
að kaupa vörur og auglýsingar.
Það er ekkert ókeypis í þessum
heimi og að stofna atvinnurekstur
kostar peninga, mismikinn, en þú
þarft fjármagn. Ef menn æsa sig
svona yfir kvótanum, þá geta menn
litið til landbúnaðarins eða leigubíl-
areksturs. Í báðum þessum grein-
um er kvóti til staðar, það er tak-
mörkun á fjölda leigubíla í
Reykjavík, ekki heyrir maður talað
um skerðingu atvinnufrelsis þar.
Þú þarft svo ekki að vera útgerð-
armaður til að geta farið út á sjó,
þú ræður þig einfaldlega í vinnu til
sjós, ótal margir hafa sína atvinnu
af sjómennsku, þar ráða sömu lög-
mál og í öðrum atvinnugreinum,
framboð og eftirspurn, ef það er
vinna í boði, þá getur þú sótt um.
Rætt er um að það verði að vera
þjóðaratkvæðagreiðsla um áfram-
hald kvótakerfisins, en hver heldur
fólk að niðurstaðan verði, hvað
heldur þú lesandi góður að fólk
muni segja þegar það er spurt:
hvort vilt þú, að þú og þjóðin eigi
kvótann eða einhverjir örfáir
kvótagreifar. Hver er annars hugs-
unin að baki þegar fólk vill ráðast
að atvinnustétt sem skapar 40% af
útflutningsverðmætum Íslendinga,
skapar fjöldann allan af störfum,
gerir viðskipti við fjöldann allan af
innlendum fyrirtækjum og greiðir
skatta og gjöld til ríkisins. Menn
vilja kannski frekar að sjávar-
útvegurinn sé ekki sjálfbær og rík-
ið þurfi að greiða styrki til að við-
halda sjávarútveginum líkt og
gerist í mörgum öðrum löndum.
Fólk gerir sér kannski ekki
grein fyrir því að allt þetta tal um
að breyta kvótakerfinu og þessi
óstöðugleiki sem það ber með sér
þegar ríkisstjórnin tekur þátt í því,
gerir lítið annað en að grafa undan
þessum grunnatvinnuvegi þjóð-
arinnar og stuðlar að því að við
verðum lengur að koma okkur úr
þeim vanda sem við stöndum
frammi fyrir. Það ætti kannski að
gefa ríkistjórninni klapp á bakið,
það eru ekki margir sem geta skot-
ið sig í annan fótinn og halda svo
enn að það sé góð hugmynd að
skjóta sig í hinn fótinn líka.
Réttlæti
Eftir Ólaf
Hannesson »Ef menn æsa sig
svona yfir kvót-
anum, þá geta menn lit-
ið til landbúnaðarins eða
leigubílareksturs. Í báð-
um þessum greinum er
kvóti til staðar ...
Ólafur
Hannesson
Höfundur er nemi í stjórn-
málafræði við HÍ.
Nú hefur „skaparinn“ alltaf verið
nokkuð umdeildur og margir viljað
eigna sér hans verk. Hámenntaðir
exel-fræðingar í „skapandi listum“
hafa nú varpað ljósi á mikla veltu í
„skapandi listum“. Mörgum sem
komið hafa að málefnum listamanna
hefur þó verið þetta ljóst um árarað-
ir.
Það er gott og blessað að „skap-
andi listir“ velti miklum peningum.
Hins vegar er það umhugsunarefni
út frá hinni klassísku skilgreiningu á
listum í „skapandi listir“ og „túlk-
andi listir“ hve langt er hægt að
teygja sig án þess að ganga á rétt
hinna skapandi greina.
Skapandi greinar eru myndlist,
ritlist og tónlist. Þessar listgreinar
hafa verið skilgreindar „skapandi“
vegna þess að á bak við þær er lista-
fólk sem fæst við „sköpun“ þ.e.a.s.
myndlistarmaður skapar myndlist,
rithöfundurinn skrifar ritlist og tón-
skáldið semur tónlist.
Starf listafólks er margrætt og
starfsumhverfi í vitundariðnaðinum
er margbreytilegt. Undirgreinar eru
margar og ekki er alltaf hægt að
koma auga á „skapandi“ þátt list-
greina við fyrstu sýn. Margir telja
t.d. starf leikarans eingöngu túlk-
andi starf, þar sem læra þarf rullu
sem höfundurinn hefur hugsað upp
og skrifað. Vinur minn einn segir að
ef það sé skapandi sé það í eðli sínu
skapandi að sitja heima hjá sér og
lesa bók eða leikrit.
Aðrir telja það ekki vera „skap-
andi“ að sitja í hljómsveit og spila
nótu fyrir nótu verk sem tónskáldið
hefur mótað sem sitt hug og tónverk.
Myndlist er nokkuð sér á báti
varðandi einstaklingshyggju og
sköpun, því ekki er vitað til þess að
menn sitji sveittir í fullri alvöru að
mála upp það sem áður hefur verið
málað.
Vissulega skal fara varlega í nær-
veru sálar, listafólk skyldi ætíð móta
sig út frá faglegum markmiðum og
gæta góðvildar og umburðarlyndis
hvað í annars garð. Til eru leikarar
sem skrifa leikrit, dansarar sem
semja dansverk og hljóðfæraleik-
arar sem semja tónlist, því ber að
fagna, það er sköpun.
Því fjölbreyttara sem listalífið er,
því innihaldsríkara er samfélagið.
Undanfarin ár hafa miklar tækni-
framfarir átt sér stað í og kringum
listir en það breytir ekki því að
listina þarf að skapa. Heilladrýgst er
að vinna að framgangi lista með opn-
um og jákvæðum hætti.
PJETUR STEFÁNSSON,
tón-, texta- og myndhöfundur.
Skaparinn
og fagurfræðin
Frá Pjetri Stefánssyni
Morgunblaðið birtir alla út-
gáfudaga aðsendar umræðugrein-
ar frá lesendum. Blaðið áskilur
sér rétt til að hafna greinum,
stytta texta í samráði við höfunda
og ákveða hvort grein birtist í um-
ræðunni, í bréfum til blaðsins eða
á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki
greinar, sem eru skrifaðar fyrst
og fremst til að kynna starfsemi
einstakra stofnana, fyrirtækja
eða samtaka eða til að kynna við-
burði, svo sem fundi og ráð-
stefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Formið er
undir liðnum „Senda inn efni“ of-
arlega á forsíðu mbl.is. Einnig er
hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein.
Ekki er lengur tekið við grein-
um sem sendar eru í tölvupósti og
greinar sem sendar eru á aðra
miðla eru ekki birtar.
Í fyrsta skipti sem formið er
notað þarf notandinn að nýskrá
sig inn í kerfið, en næst þegar
kerfið er notað er nóg að slá inn
netfang og lykilorð og er þá not-
andasvæðið virkt.
Ekki er hægt að senda inn
lengri grein en sem nemur þeirri
hámarkslengd sem gefin er upp
fyrir hvern efnisþátt en boðið er
upp á birtingu lengri greina á
vefnum.
Nánari upplýsingar gefur
starfsfólk greinadeildar.
Móttaka aðsendra greina