Morgunblaðið - 06.12.2010, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2010
Þegar líður á jólamánuðinn
opna landsmenn hjarta sitt og
híbýli í sönnum jólaanda.
Einkum eru þeir opnir fyrir
gestum sem geta glatt börnin
því jólin eru jú hátíð barnanna.
Þetta notfæra sér ýmsir mis-
indismenn og skálkar til að
hrekkja saklausan almúgann
og ræna eigum hans. En nú
hefur útgáfan Orgvél gefið út
forvarnarlag gegn þessu hyski
og heitir það Jólaheimsókn. Lagið er í flutningi
Heiðu Árnadóttur og er eftir Benóný Ægisson en
Guðmundur Einarsson sá um hljóðvinnslu. Lagið
Jólaheimsókn er hægt að nálgast á vef Lýðveld-
isleikhússins http://www.this.is/great
Tónlist
Benóný veltir jóla-
sveinum fyrir sér
Benóný
Ægisson
Ljóðabókin Draumar eru lengi
að rætast eða … und Traume
brauchen langerer er heiti
nýrrar ljóðabókar eftir Önnu
S. Björnsdóttur. Bókin er á ís-
lensku og þýsku og annaðist
Eberhard Rumbke þýðingu
hennar. Bókin skiptist í þrjá
kafla er nefnast, Ást og fjötrar,
Birta og Kyrrð og hafa að
geyma 22 ljóð, á hvoru tungu-
máli. Myndskreytingar eru
gerðar af Önnu G. Torfadóttur myndlistarmanni.
Bókin fæst í helstu bókabúðum og á Listasafni
Íslands. Anna hefur gefið út fjölda bóka á löngum
og farsælum ferli en fyrsta bók hennar, Örugg-
lega ég, kom út árið 1988.
Ljóðlist
Ný ljóðabók Önnu
S. Björnsdóttur
Anna S.
Björnsdóttir
Strengjasveit Tónlistarskóla
Seltjarnarness leikur á tón-
leikum í röðinni Te og tónlist á
Bókasafni Seltjarnarness í
dagkl. 17.30. Hljómsveitin leik-
ur meðal annars nokkur lög úr
Töfraflautunni eftir Wolfgang
Amadeus Mozart (1756-1791)
og Jólakonsert eftir ítalska
fiðluleikarann og tónskáldið
Corelli (1653-1713). Stjórnandi
hljómsveitarinn er Helga Þór-
arinsdóttir víóluleikari. Helga hefur kennt við
Tónlistarskóla Seltjarnarness frá 1999. Hún
stundaði nám við Royal Northern College of Mu-
sic í Manchester og síðar hjá George Neikrug í
Boston.
Tónlist
Te og tónlist á
Seltjarnarnesi
Helga
Þórarinsdóttir
Ingvi Þór Kormáksson bókasafns-
fræðingur hefur starfað við músík
alla sína ævi og er nú í fimmta sinn
með lag í úrslitakeppni Evróvisjón.
Færri vita af rithöfundahæfileikum
mannsins en hann vann Gaddakylf-
una í fyrra sem eru verðlaun veitt
fyrir bestu glæpasmásögu ársins.
Hann gaf út sína fyrstu bók í ár,
smásagnasafnið Raddir úr fjarlægð.
Lestrarhólisti
„Ég hef alltaf verið með lestrarár-
áttu. Ég held að Guðmundur Andri
hafi kallað þetta að vera lestrarhól-
isti. Þessi bók sprettur af því. Ein-
hverjar sögurnar urðu til þegar ég
hafði verið að þýða bókina Whiskey
börnin sem er ævisaga fyllibyttu og
þegar því var lokið var ég orðinn svo
vanur að setjast við tölvuna á
morgnana að ég hélt því bara áfram
og skrifaði fimm eða sex smásögur á
þessum tíma. Svo söfnuðust hinar
upp með árunum.
Fyrri helmingur sagnanna tengist
mér að einhverju leyti á vissu ævi-
skeiði. Þar eru tengingar í músík.
Seinni hlutinn er sögur af ýmsu
tagi. Þar er meðal annars ein saga úr
Evróvisjón keppninni en hún fjallar
um mikinn stuðmann sem tekur þátt
í keppninni,“ segir Ingvi Þór.
Aðspurður hvort það megi búast
við fleiri bókum frá honum segir
Ingvi Þór að það sé óvíst.
„Reyndar er til hugmynd að
skáldsögu sem er nokkurskonar
glæpasaga en maður sér til hvort af
því verður að skrifa þá bók.“
borkur@mbl.is
Úr tónlist í
bókmenntir
Ingvi Þór sendir frá
sér smásagnasafn
Tengingar Ingvi Þór Kormáksson,
tónlistarmaður og rithöfundur.
Morgunblaðið/RAX
Yrkisefni bókarinnar
er á yfirborðinu ver-
öld hins hversdagslega,
nægjusama manns 29
»
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Tóta tíkarspeni, barnabók Þóris S.
Guðbergssonar, hefur verið gefin út
að nýju en hún kom fyrst út árið
1978 hjá Almenna bókafélaginu. Í
bókinni segir frá Tótu tíkarspena
sem hleypur einn dag inn í skóg og
finnur þar óvæntan vin og hugarfar
hennar breytist.
Með börn í kringum sig
„Bókin seldist upp á sínum tíma
og það hefur verið spurt talsvert
mikið um hana í þessi rúmlega þrjá-
tíu ár. Nú kemur hún út að nýju og
textinn er örlítið styttur og breytt-
ur,“ segir Þórir.
Þórir á langan feril sem rithöf-
undur og langmest hefur hann
skrifað fyrir börn. Af hverju valdi
hann að skrifa fyrir börn?
„Það má segja að ég hafi verið al-
inn upp í KFUM, ég vann í Vatna-
skógi á sumrin sem leiðtogi í sum-
arbúðunum, valdi mér starf sem
kennari og var alla daga allt árið
með börn í kringum mig, svo þau
urðu mér afar hugleikin. Svo tók
annað tímabil við eftir að ég fór í fé-
lagsráðgjafanám því þá fór ég að
vinna við öldrunarmál. Það var líka
feikilega spennandi og ég skrifaði
þrjár bækur fyrir aldraða og tíu
bækur í bókaflokknum Lífsgleði
sem eru samtöl við aldraða.“
Sérkennileg viðbrögð
Hvað finnst þér að eigi að prýða
góða barnabók?
„Ég hef alltaf viljað leggja
áherslu á góða íslensku. Á und-
anförnum árum hef ég verið að þýða
mikið fyrir Setberg og í þeim bók-
um hef ég leitast við að þýða á nú-
tímaíslensku þannig að textinn verði
ekki framandi og aldargamall en
gleyma samt ekki fortíðinni og öllu
því auðuga máli sem við eigum.“
Má ekki segja að það sé sterkur
siðferðisboðskapur og trúarþráður í
flestum bóka þinna?
„Þegar ég byrjaði að skrifa lang-
aði mig í langflestum bókum mínum
að verða eins og séra Friðrik. Hann
sagði stundum við mig: „Ég var
ekki að skrifa af því ég héldi að ég
væri rithöfundur heldur vegna
þess að mig langaði til að koma
boðskap á framfæri.“ Ég hugsa
að það hafi verið svipað með mig í
upphafi. Ég fékk nokkuð sér-
kennileg viðbrögð við fyrstu
barnabókunum mínum. Vinstri-
sinnaðir menn settu mikið út á
það hversu mjög væri talað um
Guð en þeim fannst bækurnar
samt skemmtilegar að öðru
leyti. Mörgum af trúbræðrum mín-
um fannst ég hins vegar skrifa alltof
lítið um Guð. En auðvitað verður
maður alltaf að fara þann veg sem
manni finnst réttastur, bestur og
sanngjarnastur hverju sinni.“
Fer þann veg sem mér
finnst réttur hverju sinni
Barnabókin
vinsæla, Tóta tík-
arspeni, hefur ver-
ið endurútgefin
Morgunblaðið/Ernir
Þórir S. Guðbergsson „Bókin seldist upp á sínum tíma og það hefur verið
spurt talsvert mikið um hana í þessi rúmlega þrjátíu ár.“
Þórir S. Guðbergsson er fæddur
í Reykjavík 7. maí 1938 og alinn
þar upp. Hann er sonur
hjónanna Guðbergs Jónasar
Konráðssonar verkamanns og
Herdísar Þóru Sigurðardóttur
verkakonu. Eftir stúdentspróf
fór hann í Kennaraskólann.
Hann stundaði framhaldsnám í
Osló og Stafangri. Hann starf-
aði lengi við kennslu og skóla-
stjórn og síðan sem fé-
lagsráðgjafi í Reykjavík. Hann
sat í ýmsum nefndum á vegum
ríkis og bæjar. Hann starfaði
einnig sjálfstætt við kennslu
fullorðinna,
ráðgjöf og
námskeið
hjá stofn-
unum,
stétt-
arfélögum
og fyr-
irtækjum
vegna und-
irbúnings
efri ára og
starfsloka.
Kona Þóris er Rúna Gísla-
dóttir, myndlistarkona og kenn-
ari og eru börn þeirra Kristinn
Rúnar, Hlynur Örn, Þóra Bryndís
og Hrafn Þorri.
Kennari og
félagsráðgjafi
MAÐURINN
Tónleikar Sinfóníuhljóm-sveitar Íslands á fimmtu-dag voru í svokallaðrirauðri röð sem einkum er
helguð stærstu klassísku grein
hljómsveitarverka – sinfóníunni,
er frá auðhöndlanlegri stærð
ítalskra óperuforleikja á 18. öld óx
svo í sniðum á rómantíska skeiði
hinnar nítjándu að um tíma –
þ.e. í nýklassíkinni upp úr 1920 –
leit jafnvel út fyrir að flestir tón-
höfundar myndu hunza hana.
Dagskráin var þannig, sjaldan
þessu vant, einleikaralaus. Í
staðinn veitti hún í hnotskurn
hlustendum kærkomna þróun-
arinnsýn með því að bjóða upp á
tvö gjörólík verk, með nærri 80
ára millibili frá upphafi stækk-
unarferils rómantíkur til loka
síðrómantíkur. Alltjent má efast
um hvort Schubert – eða jafnvel
Beethoven fram að Níunni – hafi
órað fyrir hvað verða skyldi 80
árum síðar, þegar greinin tók að
teygjast upp fyrir klukkustundar
lengd.
8. sinfónía Franz Schuberts í
h-moll D759 frá 1822 lá að
undrabarninu látnu eftir sem
„torsó“ í aðeins tveim þáttum, og
ku enn ókunnugt hvað því olli.
Það hefur þó aldrei dregið úr
vinsældum þessa fagra verks, og
í syngjandi tærri túlkun Petren-
kos og SÍ stóð það vel fyrir sínu.
Þótt hérverandi hlustandi heyrði
útkomuna aðeins í „mónó“,
staddur yzt við húsvegg, virtist
samvægi hljóðfæradeilda samt
furðugott, þótt óhjákvæmilega
yrði manni hugsað til betri óm-
vistaraðstæðna í Hörpu að vori,
þegar smágerðari strengjaatriði
eiga vonandi eftir að koma betur
fram en hér var að heilsa.
Hinn lygilega snemmþroska
Vasily Petrenko, ef aðeins má
marka hvernig hann fyrst birtist
í viðtali á Gufunni fyrr um dag-
inn, kvað þrátt fyrir ungan aldur
(f. 1976) þegar kominn á bekk
með fremstu Mahlertúlkendum
okkar tíma. Vonir voru því mikl-
ar þegar 5. sinfónía Mahlers í
cís-moll var flutt eftir hlé í tilefni
af 150 ára fæðingarafmæli þessa
síðasta rómantíska hljómkviðu-
snillings frá 1902. Sú fyrsta, að
nr. 1 undanskilinni, sem nýtur
engra söngradda, eða að öllu
leyti „instrúmentöl“.
Sem fyrr var að ýjað tekur
sinfónían drjúgan tíma eða um
70 mín. og er að því leyti með
stærri bitum en aðrir en Mahler-
aðdáendur torga með góðu móti.
Þeim hefur hins vegar fjölgað
svo um munar eftir 1960, þegar
Mahler var enn tiltölulega
óskrifað blað í vestrænum tón-
leikasölum. Mátti svo raunar sjá
af nærri uppseldu húsi, eða um
920 af 970 sætum.
Verkið er óendanlega ríkt að
inntaki og fjölbreytni, og gegndi
sannast sagna furðu hvað stjórn-
andinn frá St. Pétursborg náði
að laða fram mikla litadýrð, seið-
andi epískan unað og svarrandi
snerpu úr Sinfóníuhljómsveitinni
í jafnvíðfeðmum ópus eftir aðeins
fjórar venjubundnar æfingar.
Manni varð fljótt sama þótt
hljómsveitin hefði leikið stykkið
alls fjórum sinnum fyrr. Öllu
skipti að nú gat að heyra stór-
innblásna túlkun sem veitti
hlustendum kvöldsins upplifun í
ótvíræðum sérflokki.
Að halda manni stálnegldum á
stólkanti í heilar 72 mínútur –
ýmist í yndismóki eða aftaka-
spennu – er a.m.k. eitthvað sem
gerist ekki á hverjum degi.
Innblásin Mahlerfimma
Háskólabíó
Sinfóníutónleikarbbbbm
Schubert: Ófullgerða sinfónían. Mahler:
Sinfónía nr. 5. Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands. Stjórnandi: Vasily Petrenko.
Sunnudaginn 2. desember kl. 19:30.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST