Morgunblaðið - 11.12.2010, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Prófessor Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari,
eiginkona hans Merete og Hjálmar Ragnarsson,
rektor Listaháskóla Íslands, líta á nótnasafn Er-
lings sem hann gaf bókasafni skólans í gær. Þar
með eru taldar nótur og handrit sem hann hefur
notað við æfingar og kennslu á löngum og glæsi-
legum ferli, alls fjórir stórir kassar af bókum.
Að sögn Hjálmars er um að ræða afar per-
sónulega gjöf og það sé mikill heiður að Erling
treysti skólanum fyrir því sem hann kallar börn-
in sín. „Þetta er fjöldi verka, bæði einleiksverk
og konsertar. Þetta eru íslensk verk sem hann
hefur frumflutt. Þarna eru allar helstu sellóbók-
menntirnar.“
Nótnabækur sellómeistara
Morgunblaðið/Golli
Listaháskólinn fær helstu sellóbókmenntirnar
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Sú mikla athygli sem Icesave-deila
Íslendinga við Hollendinga og Breta
vakti um heim allan eftir synjun for-
seta Íslands á Icesave-lögunum 5.
janúar síðastliðinn, og sú athygli sem
þjóðaratkvæðagreiðslan um samn-
inginn 6. mars fékk í kjölfarið, var
samningsstöðu Íslands í hag.
Fór yfir samningaferlið
Þetta er mat Lees Buchheits, for-
manns samninganefndar Íslands í
Icesave-deilunni, sem lýsti þessu yfir
að loknum fyrirlestri í Öskju, húsi
Háskóla Íslands, í gær.
Gengur þetta
þvert á það stöðu-
mat Steingríms J.
Sigfússonar dag-
inn eftir synjun
forsetans, 6. jan-
úar sl., að sú um-
ræða myndi reyn-
ast dýrkeypt, en
orðrétt sagði ráð-
herrann við það
tilefni: „Við höfum þurft að vinna
mjög hratt til að róa ástandið svo
ákvörðun forseta Íslands valdi sem
minnstum skaða.“
Aðspurður hvað taki við ef nýi
samningurinn verður líka felldur í
þjóðaratkvæðagreiðslu sagði Buch-
heit að þá færi málið fyrir dómstól
EFTA. Taldi hann sigurlíkur Íslands
góðar, þótt ekki væru þær afgerandi.
Greitt með krónum?
Tapi Ísland hins vegar málinu
kunni íslenska ríkið að þurfa að
greiða bótakröfuna í einu lagi og
kvaðst hann efast um að Bretar
og Hollendingar myndu sýna
nýrri samningsgerð áhuga. Þá
myndi dómur gegn Íslandi þýða
að lagalegri óvissu hefði ver-
ið eytt sem kynni að verða
Íslandi í óhag. Samninga-
nefndinni hefði tekist að
notfæra sér óvissuna í
samningum.
Umræðan reyndist Íslandi í hag
Formaður samninganefndar Íslands í Icesave-deilunni telur
ytri þætti eftir þjóðaratkvæðagreiðslu hafa þróast Íslandi í vil
Lee Buchheit
Stöð 2 Sport sýnir um 30 leiki beint frá heimsmeistara-
keppni karla í handbolta, sem verður í Svíþjóð 13. til 30.
janúar 2011, og verða flestir þeirra í læstri dagskrá.
Emilía Sighvatsdóttir dagskrárstjóri segir að allir
leikir í riðli Íslands, B-riðli, verði sýndir í beinni útsend-
ingu. Auk þess verði fyrsti leikur keppninnar sýndur
beint og þeir leikir sem sérfræðingar stöðvarinnar telja
að skipti máli með Ísland í huga. Ennfremur leikir í milli-
riðli, undanúrslitaleikirnir og leikirnir um verðlauna-
sæti.
Að sögn Emilíu er stöðin ekki skuldbundin til þess að
sýna leiki í opinni dagskrá, þar sem leikirnir séu keyptir
fyrir læsta dagskrá, en samt verði einhverjir leikir öllum
opnir. Hins vegar hafi ekki verið tekin ákvörðun um
hvaða leikir það verði, en hún liggi væntanlega fyrir
fljótlega.
Þorsteinn Joð verður með upphitunarþætti fyrir leik-
ina og síðan samantekt á misjöfnum tíma.
steinthor@mbl.is
Flestir leikirnir í læstri dagskrá
Stöð 2 Sport sýnir beint alla leikina í riðli Íslands á HM í
handbolta Einhverjir leikir verða í opinni dagskrá
Morgunblaðið/Golli
Landslið Ísland tekur þátt í HM í handbolta.
Unglingspiltur á grunnskólaaldri
var barinn, m.a. í höfuðið, með golf-
kylfu við Arnarhól í liðinni viku.
Hann meiddist nokkuð og var flutt-
ur á slysadeild en ekki þurfti að
leggja hann inn á spítala.
Tveir réðust að honum og eru
meintir árásarmenn á svipuðu reki
og hann. Fram hefur komið við
rannsóknina að árásin hafi verið
vegna deilna um veggjakrot en til-
drögin eru ekki að fullu ljós enda er
málið enn í rannsókn, að sögn lög-
reglu.
Unglingur laminn
með golfkylfu
Samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðherra hefur enn framlengt
starfstíma fjárhaldsstjórnar Álfta-
ness, í þetta skipti til 1. febrúar. Er
þetta þriðja framlengingin.
Fjárhaldsstjórnin vinnur að því
að greiða úr skuldaflækju sveitar-
félagsins. Samkvæmt upplýsingum
úr ráðuneytinu er von á að til tíð-
inda dragi á allra næstu dögum.
Sveitarfélög eiga að tilkynna breyt-
ingar á útsvari fyrir 1. desember en
ráðuneytið lítur svo á að í undan-
tekningartilfellum sé hægt að gera
breytingar á því eftir að sá frestur
er runninn út.
Snorri Finnlaugsson, forseti bæj-
arstjórnar á Álftanesi, vonar að
endurskipulagningu skulda með
aðkomu lánardrottna og leigusala
sveitarfélagsins ljúki fyrir þann
tíma. baldura@mbl.is, runarp@mbl.is
Fjárhaldsstjórn
Álftaness fær enn
eitt framhaldslíf
Buchheit kom að samningaferlinu í febrúar eða áður en íslenska þjóðin
felldi síðasta samning með mjög afgerandi hætti í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Hann sagði að sá samningur hefði verið meira í ætt við lána-
samninga fyrirtækja en tvíhliða milliríkjasamning. Því hefði þurft að fella
úr gildi ýmis ákvæði til að skapa skilyrði fyrir samningnum sem nú hefur
verið kynntur. Þá hefði hann frá upphafi leitast við að tryggja sem víð-
tækastan stuðning við samningaferlið á þingi.
Buchheit vék að þætti fjármálaráðherra og hrósaði honum fyrir að
hafa stuðlað að því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hætti að beita sér
gegn Íslandi í deilunni.
Athygli vakti hversu fáir sáu tilefni til að mæta og hlýða á
skýringar lykilmanns í einni mestu milliríkjadeilu Íslands fyrr
og síðar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðis-
flokks, var eini fulltrúi stjórnmálaflokka og þekktir prófess-
orar í hagfræði sem hafa tjáð sig um deiluna mættu ekki.
Fella þurfti ákvæði brott
FÁIR SÝNDU FYRIRLESTRINUM ÁHUGA
Ólafur Ragnar
Grímsson
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
A
T
A
R
N
A
Þvottavél
WM 10A163DN
á hreint
frábærum kjörum!
Tekur mest 5 kg, vindur
upp í 1000 sn./mín.
Með íslensku stjórnborði.
Orkuflokkur A.
Jólaverð:
84.900 kr. stgr.