Morgunblaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 11
more hjört. Af því var mikil og
góð lynglykt og sopinn bara þræl-
góður. Það var ákveðinn léttir.
Þegar Elvar lýsti upplifun sinni af
sopanum sem hann tók af sama
viskíi voru lýsingarorðin fjöl-
breyttari enda maðurinn vanur að
greina bragð og koma því í orð.
Og hann fann að þetta viskí hafði
greinilega eingöngu verið í bour-
bon-tunnum.
Viskí númer tvö (Highland
Park) var allt öðruvísi en líka
gott, lýsing mín á því var að það
væri ljúft, en Elvar bætti um bet-
ur, honum fannst í því svolítill sjór
og reykur og hann gat fundið að
það hafði komið nálægt sherrý-
tunnu.
Síðan fórum við úr einni teg-
und í aðra (með vatnsdrykkju á
milli) og lýsingarorðum mínum
fjölgaði, ég skynjaði sveitalykt,
læknalykt, kökubakstur og hvað
eina. Ég endaði á að smakka
yngsta viskíið í hópnum, Quarter
cask 48% frá Laphroaig, en það
var bragðsterkast. Lýsingarorð
Elvars voru fjölbreytt: „Svakalega
reykt, olíusoðinn viður eins og í
slippnum, feiknalegur haugur og
ofboðslegt harðreykt hangiket.
Gott að drekka þetta með hangi-
keti og skötu.“
Kúgaðist næstum því
Af þeim sjö tegundum sem ég
smakkaði fannst mér aðeins eitt
vont, Glengoyne 12 ára 57%,
hrásíað, cask strength. Mér fannst
groddalegt ilmvatnsbragð af því
og ég kúgaðist næstum. Allra best
fannst mér 21 árs viskí, Balvenie
Port Wood, sem kennt er við lax-
veiðiána Speyside. Við að smakka
það uppgötvaði ég allt aðra vídd,
það bráðnaði í munni eins og
hvert annað sælgæti.
Næst best var Oban limited
edition 16 ára, 55%, sem hafði
endað í tunnum skoluðum upp úr
manzanillo sherry. Af því hafa að-
eins verið gerðar 6000 flöskur og
þær er eingöngu hægt að kaupa í
eimingarstöðinni.
Mest kom mér á óvart hversu
mikill munur var á þessum sjö
tegundum. Mig hafði ekki órað
fyrir að svo mikill munur gæti
verið á viskí og viskí.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skál Þetta er nú bara fjandi gott svei mér þá.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2010
Elvar er í viskíklúbbi ásamt um fjörutíu öðrum og er þar mikil aldurs-
breidd. Hittast meðlimir ævinlega fyrsta laugardag í mánuði milli klukk-
an 16 og 19 í galleríinu á Hótel Holti. Allir sem vilja taka þátt eða fræðast
eru velkomnir í hópinn. Næsti hittingur er 8. janúar. Feikilega góð stemn-
ing er í hópnum og klúbbmeðlimir verða sér ævinlega úti um nýtt viskí í
utanlandsferðum sínum, koma svo saman til að smakka og skrá hjá sér
hvað þeim finnst. Auk þess fer klúbburinn stundum til útlanda í píla-
grímsferðir að heimsækja viskíverksmiðjur. Innan klúbbsins hefur því
safnast mikil þekking.
Pílagrímsferðir til Skotlands
KLÚBBURINN
ÍCafé Flóru í Grasagarðinum íLaugardal er nú opið um helg-ar fram að jólum. Þar hefur
Marentza Poulsen skapað jóla-
stemningu sem ætti að gleðja alla.
„Stemningin í garðskálanum er
svipuð og að labba inn í tívolí. Við er-
um að brenna möndlur, þú getur
fengið jólaglögg, heita lifrarkæfu,
smurt brauð og smákökur og svo er-
um við með lítinn markað þar sem
við seljum afurðirnar okkar og þrír
hönnuðir selja vörur sínar. Síðan er-
um við með upplestur, í dag les Guð-
rún Helgadóttir upp kl. 15.30 og
Skólahljómsveit Austurbæjar spilar
bæði fyrir og eftir. Á sunnudaginn
mun Helga Thorberg lesa upp úr
bókinni sinni Sexbomba á sextugs-
aldri og þá leikur gítarleikari suð-
ræna tónlist,“ segir Marentza. Þetta
er í fyrsta sinn sem hún er með opið í
Café Flóru fyrir jólin. Opið er nú um
helgina og þá næstu frá kl. 13 til 18.
„Mig hefur alltaf langað til að gera
eitthvað með Café Flóru á aðvent-
unni. Fjölskyldu- og húsdýragarð-
urinn er alltaf með sína jóladagskrá
og Skautahöllin með jólatré en við
höfum bara verið í myrkrinu svo við
ákváðum núna að taka þátt í þessu
og gleðja alla þá sem hafa gaman af
því að koma í garðinn. Svo er Flug-
björgunarsveitin að selja jólatré í
Grasagarðinum,“ segir Marentza
sem lætur líka gott af sér leiða. „Á
Café Flóru erum við með góðgerð-
artré þar sem allur ágóði rennur til
langveikra barna. Fólk getur keypt
efni í jólaskraut á 100 kr. föndrað
skrautið og hengt á tréð.“
ingveldur@mbl.is
Jólastemning í Laugardalnum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Huggulegt Marentza Poulsen hefur gert Café Flóru heldur betur jólalega.