Morgunblaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2010
„Óvenjulegheit eru alla vega það mikil þessa
dagana að veðurnördar gleðjast mjög,“ skrif-
aði Trausti Jónsson veðurfræðingur á blogg-
síðu sína um miðja vikuna. Dægurhitamet
var slegið á veðurstöðinni á Kvískerjum í
fyrrakvöld er hitinn fór þar í 17,3 stig og þar
var einnig mjög hlýtt í gærmorgun. Einar
Sveinbjörnsson skrifaði á veðurblogg sitt að
þá hefði þurft að fara suður til Sikileyjar eða
til Spánar við Gíbraltarsund til að finna
áþekkan hita.
„Það verður hlýtt á sunnudaginn en spurn-
ing hvort það verður nógu hvasst til að hitinn
nái sér á strik,“ segir Trausti Jónsson. „Það
er mjög hlýtt í háloftunum en sjórinn og land-
ið fyrir neðan er kalt og kælir miskunnar-
laust þannig að það þarf vind til að hræra
upp í þessu. Það sem af er desember er með-
alhitinn í Reykjavík 1,4 stigum undir með-
allagi. Hlýtt verður að mestu fram á þriðju-
dag en síðan er gert ráð fyrir
norðaustanþræsingi með eitthvað kaldara
veðri. Spár sem komu í dag gera ráð fyrir
slíku veðri nánast út árið, en þær sem komu á
fimmtudag gerðu ekki ráð fyrir slíku nema
fram á föstudag. Spárnar eru mjög breyti-
legar, eiginlega skemmtilega breytilegar.“
Á meginlandi Evrópu er enn frekar kalt,
en hins vegar var tiltölulega milt á Bretlands-
eyjum í gær eins og á Íslandi. „Þó að það sé
aðeins skárra veður í Evrópu í dag þá eru
þeir ekki alveg búnir að bíta úr nálinni með
kuldakastið,“ segir Trausti. „Þar er spáð
mjög miklum kuldum upp úr helgi og alveg
suður undir Miðjarðarhaf. Ef þessar tölur eru
réttar verða einhver vandræði vegna snjó-
komu á Ítalíu og jafnvel í Grikklandi, en
kannski er fullsnemmt að fullyrða um það.
Sömu sögu er að segja um Bandaríkin, en
þar er spáð býsna miklum kuldum næstu
daga. Búast má við mikilli snjókomu í norð-
austurríkjunum og í miðausturríkjunum
gætu einnig orðið einhver vandræði í sam-
göngum.“ aij@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skotland Þegar flogið var yfir Aberdeen um miðja vikuna var snjór yfir öllu og sögðu heima-
menn að svo mikið hefði ekki snjóað í um 20 ár. Ekki sér fyrir endann á kuldakastinu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ísland Snjólétt var á sama tíma austan Mýrdalsjökuls og í Skaftártungum. Hér verður hlýtt
áfram fram yfir helgi, en þá má búast við norðaustanþræsingi í einhverja daga a.m.k.
Óvenjulegheit og veðurnördar gleðjast
Skemmtilega breytilegar spár, segir veðurfræðingur Snjókoma í Evrópu og Bandaríkjunum
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Ríkissjóður þarf að greiða 15-17
milljarða vegna Icesave-samnings-
ins á næsta ári, auk þeirra 20 millj-
arða sem eru í Tryggingasjóði inni-
stæðueigenda. Steingrímur J.
Sigfússon fjármálaráðherra segir að
það ráðist í viðræðum formanna
flokkanna hversu langan tíma Al-
þingi muni taka sér til að fjalla um
samninginn.
Samkvæmt samningnum felur
fyrsta greiðsla í sér greiðslu vaxta
frá október 2009 til næstu áramóta.
Gert er ráð fyrir að hún sé 26-27
milljarðar króna. Um 20 milljarðar
eru til í Tryggingasjóði innistæðu-
eigenda og sex milljarðar koma því
úr ríkissjóði. Til viðbótar þarf rík-
issjóður að greiða ársfjórðungslegar
greiðslur á næsta ári og samtals
gætu þessar greiðslur numið 16-17
milljörðum. Steingrímur sagði að
þrotabúið gæti vonandi farið að
greiða út um mitt næsta ár.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra sagðist ekki telja að sam-
anburður við fyrri samninga skipti
meginmáli heldur hitt að samstaða
tækist um þessa niðurstöðu. „Þetta
hefur verið mikill þröskuldur fyrir
endurreisninni sem við erum í og ef
hann er frá og ef það næðist sam-
staða um að ná þessu máli í gegn um
þingið, þá er það mjög mikill áfangi í
endurreisninni.“
Ísland í annarri stöðu nú
Steingrímur sagði að þetta sam-
komulag væri mjög hagstætt. „Við
erum í allt annarri stöðu til að gera
þessa samninga núna. Ein ástæða
þess að þeir eru jafnhagstæðir og
raun ber vitni er sú staðreynd að
núna getum við ráðið við samtíma-
greiðslur á vöxtum, sem auðvitað var
lykilatriði í því að ná vaxtakjörunum
niður. Vorið 2009 vorum við ekki í
þeirri aðstöðu að geta tryggt slíkt.
Við vorum þá enn í mjög veikri
stöðu, höfðum enga endurskoðun
fengið í gegn á áætlun Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins og höfðum ekkert í
gjaldeyrisvaraforðanum nema upp-
hafslán frá AGS. Við fengum ekki að-
gang að hinum lánunum vegna þess
að samstarfið var stoppað út af Ice-
save. Landið var því ekki í stöðu til
að tryggja samtímagreiðslur á vöxt-
um. Það þýðir ákveðin útgjöld núna,
en til lengri tíma er ég ekki í vafa um
að það er hagstætt fyrir landið.“
Steingrímur sagði að ef það væri
hægt að treysta því að góðar líkur
væru á að Ísland þyrfti ekki að
greiða nema 47-50 milljarða væri það
miklu lægri upphæð en menn hefðu
reiknað með. „Þetta mun hafa geysi-
lega góð áhrif út á við á mat manna á
stöðu Íslands. Auðvitað er viss
áhætta í þessu ennþá, en hún hefur
minnkað verulega. Það er ævintýra-
legt að sjá æfingar í fjölmiðlum um
að það geti verið mörg hundruð
milljarða óvissa í þessu máli. Það er
afar ólíklegt að nokkuð slíkt geti
gerst einfaldlega vegna þess að nú er
búið komið með miklu meira laust fé
og horfurnar hafa batnað jafnt og
þétt. Að teknu tilliti til verðmætustu
eignarinnar, sem er bréf frá nýja
Landsbankanum yfir í gamla Lands-
bankann að viðbættum 340 milljörð-
um í lausu fé, þá liggur þegar fyrir að
endurheimturnar verða umtalsverð-
ar og líkurnar á verulegu fráviki eru
minnkandi og minnkandi.“
Ríkið greiðir 15-17
milljarða á næsta ári
Afgreiðsla Icesave á þingi ræðst af vilja formanna flokkanna
Morgunblaðið/Ernir
Ríksstjórnarfundur Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir
ræddu við blaðamenn að loknum ríkisstjórnarfundi í gær.
Dýrir sérfræðingar
» Fram kom á blaðamanna-
fundi í gær að ríkið þyrfti að
greiða nokkur hundruð millj-
ónir til sérfræðinga sem komið
hafa að samningum fyrir hönd
Íslands.
» Jóhanna Sigurðardóttir
sagðist vera hlynnt þjóðar-
atkvæðagreiðslum, en teldi að
fjárlög og milliríkjasamningar
væru mál sem ekki hentuðu í
þjóðaratkvæðagreiðslur.
Ríkisstjórnin ætlar að óska eftir að
Alþingi samþykki sex milljarða
heimild til framkvæmda í vega-
málum á næsta ári. Fyrstu útboðin
gætu farið fram innan tveggja mán-
aða. Þetta var ákveðið eftir að slitn-
aði upp úr samningum við lífeyris-
sjóðina um fjármögnun vega-
framkvæmdanna vegna ágreinings
um vaxtaprósentu.
Viðræður um aðkomu lífeyrissjóð-
anna að fjármögnun vegafram-
kvæmda hafa staðið í níu mánuði. Í
júní voru samþykkt lög á Alþingi þar
sem gert var ráð fyrir að farið yrði í
vegagerð á næstu fjórum árum fyrir
38 milljarða með sérstakri verkefna-
fjármögnun. Kristján L. Möller,
fyrrverandi samgönguráðherra, hef-
ur leitt þessar viðræður við lífeyris-
sjóðina. Síðustu tvo mánuði hafa rík-
ið og lífeyrissjóðirnir tekist á um
vaxtakjör og lauk
þeim viðræðum í
fyrradag án þess
að menn næðu
saman.
Steingrímur J.
Sigfússon fjár-
málaráðherra
sagðist vera arg-
ur yfir þeim tíma
sem hefði farið í
þetta en nú væri ákveðið að farið
yrði út í hefðbundið skuldabréfaút-
boð á vegum ríkisins. Hann sagðist
hafa trú á að í því fengjust hagstæð-
ari vextir en lífeyrissjóðirnir kröfð-
ust í viðræðum við ríkið. Þeir hefðu
farið fram á fasta vexti og hlutdeild í
hagnaði ef umferð yrði meiri en um-
ferðarspá gerði ráð fyrir. Hann
sagðist telja áhættu af framkvæmd-
unum litla. egol@mbl.is
Fara í vegagerð
fyrir sex milljarða
Slitu viðræðum við lífeyrissjóðina
Kristján Möller
Ljóðabók í sérflokki
salka.is
„Segja má að hér
hafi skáldkonan náð
að helga sér sitt
eigið land.“
Úlfhildur Dagsdóttir,
Bókmenntir.is
eftir Guðrúnu Hannesdóttur