Morgunblaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2010 Fyrir níu mánuðum var Icesave-samningur felldur með rúmum 98% atkvæða gegn tæpum 2%.    Þegar af þessariástæðu er sú hugmynd að hægt sé að afgreiða nýja Ice- save-samninga án þjóðaratkvæða- greiðslu, full- komlega fjar- stæðukennd.    Á þetta benti Ólafur RagnarGrímsson, forseti Íslands, á dögunum og fékk fyrir skammir frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sem ætla sér aftur að reyna að fara með málið framhjá þjóðinni.    Á þetta benti líka SigmundurDavíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sem telur að leggja eigi samninginn fyrir þjóð- ina, burtséð frá efni hans, í ljósi þess að þjóðin hafnaði fyrri samningi.    Ríkisstjórnarflokkarnir munuhins vegar áfram berjast um á hæl og hnakka til að halda þjóðinni frá því að fá að taka afstöðu til máls- ins. Þetta gera þeir þrátt fyrir að ríkisstjórnin þykist vera fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslum og hafi sett í stefnulýsingu sína að „sett verði almenn lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna“.    Samfylkingin lætur það ekki held-ur trufla sig að hún segist í stefnuskrá sinni vilja breyta stjórn- arskrá til að tryggja „rétt almenn- ings til þjóðaratkvæðagreiðslna“.    Yfirlýst stefna ríkisstjórnar ogstjórnarflokka mun ekki breyta því að allt verður gert til að koma í veg fyrir að þjóðin fái að þvælast fyrir nýja Icesave- klafanum. Ólafur Ragnar Grímsson Þjóðin má ekki þvælast fyrir STAKSTEINAR Veður víða um heim 10.12., kl. 18.00 Reykjavík 6 skýjað Bolungarvík 6 alskýjað Akureyri 7 skýjað Egilsstaðir 4 skýjað Kirkjubæjarkl. 6 léttskýjað Nuuk 1 snjókoma Þórshöfn 8 þoka Ósló -12 skýjað Kaupmannahöfn -2 léttskýjað Stokkhólmur -12 heiðskírt Helsinki -8 heiðskírt Lúxemborg 0 þoka Brussel 5 þoka Dublin 5 alskýjað Glasgow 7 skýjað London 7 skýjað París 2 skýjað Amsterdam 7 skýjað Hamborg 1 skýjað Berlín -2 léttskýjað Vín 0 skýjað Moskva -2 alskýjað Algarve 18 heiðskírt Madríd 15 heiðskírt Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 12 heiðskírt Róm 8 heiðskírt Aþena 7 skýjað Winnipeg -20 léttskýjað Montreal -10 alskýjað New York -1 alskýjað Chicago 0 heiðskírt Orlando 16 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 11. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:10 15:33 ÍSAFJÖRÐUR 11:53 14:59 SIGLUFJÖRÐUR 11:37 14:41 DJÚPIVOGUR 10:48 14:54 Ester Kláusdóttir, fyrrverandi kaupmaður, lést á heimili sínu í Hafnarfirði aðfaranótt miðvikudags, 88 ára að aldri. Ester var ötull baráttumaður slysavarna alla sína starfsævi. Hún starfaði í hálfa öld með slysavarna- deildinni Hraunprýði í Hafnarfirði og var formaður hennar samfellt í sjö ár. Frá árinu 1982 til 1990 gegndi hún embætti varaforseta Slysa- varnafélags Íslands og var á þeim árum einn af helstu frumkvöðlum stofnunar unglingadeildarinnar Björgúlfs. Ester tók virkan þátt í bæjar- málum í Hafnarfirði og var m.a. bæj- arfulltrúi Alþýðubandalagsins um skeið. Hún átti og rak verslunina Búsáhöld og leikföng við Strandgötu í Hafnarfirði í tvo áratugi, lengst af í félagi við vinkonu sína Sjöfn Magn- úsdóttur. Eftir að því tímabili lauk var hún starfsmaður Hafnarborgar – Lista- og menningarstofnunar Hafnarfjarðar – um nokkurra ára skeið. Ester fæddist í Viðey þrítugasta apríl árið 1922. Móðir hennar var Pálína Björgólfsdóttir frá Eyrar- bakka og faðir hennar Kláus Hann- esson vélstjóri. Ester giftist Árna Gíslasyni árið 1944. Árni var í fjölda ára verkstjóri og síðar framkvæmdastjóri fiski- mjölsverksmiðjunnar Lýsi&Mjöl hf. Hann lést 24. júlí 1987. Þau eign- uðust 6 börn. Andlát Ester Kláusdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.