Morgunblaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 40
Upplýsingatækni Landsbankans telur 114 manns og ber ábyrgð á framþróun og nýtingu Upplýsingatækni hjá Landsbankanum. Innan deildarinnar eru þrjár einingar: Hugbúnaður, Rekstur og Arkitektúr & gæðamál. Yfirmaður Upplýsingatækni ber ábyrgð á þessum einingum og framþróun þeirra. Upplýsingatækni er hluti af Þróunarsviði bankans. Hugbúnaðarvinna er unnin samkvæmt SCRUM aðferðafræði í náinni samvinnu við Verkefnastofu bankans sem einnig er á Þróunarsviði. Hugsjónir Agile eru hafðar að leiðarljósi í allri þróunarvinnu og leggur hópurinn áherslu á að afhenda virði til annarra eininga bankans. Innan hugbúnaðar- einingarinnar eru þróuð umfangsmikil vöruhús bankans, auk þess sem ráðgjöf er veitt um nýtingu og aðlaganir á stærri kerfum. Rekstur ber ábyrgð á miðlægum búnaði bankans og gagnaverum, runuvinnslum, útstöðvum og almennri notendaþjónustu. Ferli einingarinnar eru byggð á ITIL og mikil áhersla er lögð á stöðugleika og hátt þjónustustig við starfsmenn og viðskipta- vini bankans. Almenn hönnun kerfa og ferla fer fram hjá Arkitektúr & gæðamálum sem er stoðeining við framleiðsludeildirnar. Landsbankinn hefur verið virkur þátttakandi í framþróun tæknimála á Íslandi og staðið að baki fjölmörgum verkefnum á þeim vettvangi. Yfirmaður upplýsingatækni er kyndilberinn í þessum verkefnum fyrir hönd bankans og andlit hans í ýmiss konar samstarfi. Yfirmaður Upplýsingatækni Upplýsingatækni Landsbankans er einstaklega vel mönnuð metnaðarfullu og hæfu tæknifólki. Landsbankinn leggur áherslu á að efla starfsfólk sitt og birtist það meðal annars í öflugu menntunar- og fræðslustarfi innan Upplýsingatækni. Laust er til umsóknar starf yfirmanns Upplýsingatækni hjá Landsbankanum. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera: • Afar fær í mannlegum samskiptum og geta leitt krefjandi mál til lykta með farsælum hætti • Lausnamiðaður og hafa skilning á þeirri tækni sem bankinn býr yfir • Trúaður á öguð ferli í daglegri starfsemi • Fær um að marka starfseminni stefnu með hliðsjón af stefnumótun bankans • Með háskólamenntun sem nýtist í starfi Æskilegt er að viðkomandi hafi: • Skilning á undirliggjandi starfsemi bankans • Víðtæka reynslu af rekstri og þróun kerfa og nýtingu upplýsingatækni almennt • Skilning á Agile hugmyndafræði og þeim aðferðum sem þar er beitt Helstu verkefni: • Dagleg umsjón með starfsfólki. • Móta stefnu og sýn deildarinnar. Tryggja að verkefnin fylgi stefnu og að unnið sé að þeim málum sem fyrir liggja. • Þátttaka í þróunarstarfi annarra deilda bankans og ráðgjöf um nýtingu tækni. • Þátttaka í verkefnum utan bankans sem eru þjóðfélaginu til framfara og bankanum til heilla. Nánari upplýsingar veita: Baldur G. Jónsson mannauðsstjóri í síma 410 7904, netfang: baldur.g.jonsson@landsbankinn.is og Jensína Böðvarsdóttir framkvæmdarstjóri Þróunar í síma 410 7011, netfang: jensina.k.bodvarsdottir@ landsbankinn.is. Umsókn fyllist út á vef bankans www.landsbankinn.is merkt „Yfirmaður Upplýsingatækni“. Umsóknarfrestur er til og með 22. desember nk. Íslenskir Fjallaleiðsögumenn ehf. leita að hugmyndaríkum og metnaðarfullum starfsmanni í skipulagningu og framkvæmd ferða í hvata- og alferðadeild. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í vaxandi fyrirtæki. Leitað er að einstaklingi með góða kunnáttu í frönsku og ensku og reynslu úr ferðaþjónustu. Umsóknarfrestur er til 17. desember 2010 Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Íslenskra Fjallaleiðsögumanna www.fjallaleidsogumenn.is Sérfræðingur á viðskiptaþróunarsvið Ríkiskaup óska eftir að ráða sérfræðing í fullt starf á viðskiptaþróunarsvið. Um er að ræða nýtt starf, sem er í senn fjölbreytt, spennandi og krefjandi. Verkefni sviðsins eru einkum fræðslu- og kynningarmál og rekstur rammasamningakerfis Ríkiskaupa. Meðal helstu verkefna sérfræðings verða:  Ráðgjöf og greining á þörfum og mark- miðum fyrir útboð á rammasamningum  Miðlun og öflun upplýsinga um ramma- samninga til viðskiptavina  Greining á þörfum fyrirtækja og stofnana ríkisins m.t.t. vöru- og þjónustu- framboðs í gegnum rammasamninga  Áætlanagerð og mat á árangri samninga Menntunar- og hæfniskröfur:  Háskólamenntun, sem nýtist í starfi helst á sviði viðskipta eða rekstrar  Krafist er 3-5 ára reynslu úr atvinnulífinu  Þekking á innkaupum og reynsla af verk- efnastjórnun er kostur Við leitum að einstaklingi sem sýnir frum- kvæði, er agaður, sjálfstæður og nákvæmur í vinnubrögðum og vel skipulagður.Tungu- málakunnátta auk íslensku er að lágmarki enska og/eða eitt Norðurlandamál. Ríkiskaup er þjónustufyrirtæki í fremstu röð þar sem vilji er til að alltaf séu við störf vel þjálfaðir og hæfir starfsmenn sem sinna starfi sínu af fagmennsku, alúð og ánægju. Ríkiskaup eru ef- tirsóttur vinnustaður fyrir metnaðarfulla einstaklinga með menn- tun, reynslu og hæfni til að takast á við áhugaverð og krefjandi verkefni. Ríkiskaup gera gott fólk betra. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt samn- ingum fjármálaráðuneytisins og viðkom- andi stéttarfélags. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhanna E. Hilmarsdóttir, forstöðumaður Viðskipta- og þróunarsviðs, í síma 530-1410 eða á netfanginu: johanna@rikiskaup.is. Áhugasamir leggi inn umsókn í afgreiðslu Ríkiskaupa eða sendi póst á ofangreint netfang fyrir 23. desember nk. Smáauglýsingar augl@mbl.is Farðu inn á mbl.is/smaaugl atvinna - nýr auglýsingamiðill bílar leiga atvinna fasteignir raðauglýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.