Morgunblaðið - 11.12.2010, Page 40

Morgunblaðið - 11.12.2010, Page 40
Upplýsingatækni Landsbankans telur 114 manns og ber ábyrgð á framþróun og nýtingu Upplýsingatækni hjá Landsbankanum. Innan deildarinnar eru þrjár einingar: Hugbúnaður, Rekstur og Arkitektúr & gæðamál. Yfirmaður Upplýsingatækni ber ábyrgð á þessum einingum og framþróun þeirra. Upplýsingatækni er hluti af Þróunarsviði bankans. Hugbúnaðarvinna er unnin samkvæmt SCRUM aðferðafræði í náinni samvinnu við Verkefnastofu bankans sem einnig er á Þróunarsviði. Hugsjónir Agile eru hafðar að leiðarljósi í allri þróunarvinnu og leggur hópurinn áherslu á að afhenda virði til annarra eininga bankans. Innan hugbúnaðar- einingarinnar eru þróuð umfangsmikil vöruhús bankans, auk þess sem ráðgjöf er veitt um nýtingu og aðlaganir á stærri kerfum. Rekstur ber ábyrgð á miðlægum búnaði bankans og gagnaverum, runuvinnslum, útstöðvum og almennri notendaþjónustu. Ferli einingarinnar eru byggð á ITIL og mikil áhersla er lögð á stöðugleika og hátt þjónustustig við starfsmenn og viðskipta- vini bankans. Almenn hönnun kerfa og ferla fer fram hjá Arkitektúr & gæðamálum sem er stoðeining við framleiðsludeildirnar. Landsbankinn hefur verið virkur þátttakandi í framþróun tæknimála á Íslandi og staðið að baki fjölmörgum verkefnum á þeim vettvangi. Yfirmaður upplýsingatækni er kyndilberinn í þessum verkefnum fyrir hönd bankans og andlit hans í ýmiss konar samstarfi. Yfirmaður Upplýsingatækni Upplýsingatækni Landsbankans er einstaklega vel mönnuð metnaðarfullu og hæfu tæknifólki. Landsbankinn leggur áherslu á að efla starfsfólk sitt og birtist það meðal annars í öflugu menntunar- og fræðslustarfi innan Upplýsingatækni. Laust er til umsóknar starf yfirmanns Upplýsingatækni hjá Landsbankanum. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera: • Afar fær í mannlegum samskiptum og geta leitt krefjandi mál til lykta með farsælum hætti • Lausnamiðaður og hafa skilning á þeirri tækni sem bankinn býr yfir • Trúaður á öguð ferli í daglegri starfsemi • Fær um að marka starfseminni stefnu með hliðsjón af stefnumótun bankans • Með háskólamenntun sem nýtist í starfi Æskilegt er að viðkomandi hafi: • Skilning á undirliggjandi starfsemi bankans • Víðtæka reynslu af rekstri og þróun kerfa og nýtingu upplýsingatækni almennt • Skilning á Agile hugmyndafræði og þeim aðferðum sem þar er beitt Helstu verkefni: • Dagleg umsjón með starfsfólki. • Móta stefnu og sýn deildarinnar. Tryggja að verkefnin fylgi stefnu og að unnið sé að þeim málum sem fyrir liggja. • Þátttaka í þróunarstarfi annarra deilda bankans og ráðgjöf um nýtingu tækni. • Þátttaka í verkefnum utan bankans sem eru þjóðfélaginu til framfara og bankanum til heilla. Nánari upplýsingar veita: Baldur G. Jónsson mannauðsstjóri í síma 410 7904, netfang: baldur.g.jonsson@landsbankinn.is og Jensína Böðvarsdóttir framkvæmdarstjóri Þróunar í síma 410 7011, netfang: jensina.k.bodvarsdottir@ landsbankinn.is. Umsókn fyllist út á vef bankans www.landsbankinn.is merkt „Yfirmaður Upplýsingatækni“. Umsóknarfrestur er til og með 22. desember nk. Íslenskir Fjallaleiðsögumenn ehf. leita að hugmyndaríkum og metnaðarfullum starfsmanni í skipulagningu og framkvæmd ferða í hvata- og alferðadeild. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í vaxandi fyrirtæki. Leitað er að einstaklingi með góða kunnáttu í frönsku og ensku og reynslu úr ferðaþjónustu. Umsóknarfrestur er til 17. desember 2010 Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Íslenskra Fjallaleiðsögumanna www.fjallaleidsogumenn.is Sérfræðingur á viðskiptaþróunarsvið Ríkiskaup óska eftir að ráða sérfræðing í fullt starf á viðskiptaþróunarsvið. Um er að ræða nýtt starf, sem er í senn fjölbreytt, spennandi og krefjandi. Verkefni sviðsins eru einkum fræðslu- og kynningarmál og rekstur rammasamningakerfis Ríkiskaupa. Meðal helstu verkefna sérfræðings verða:  Ráðgjöf og greining á þörfum og mark- miðum fyrir útboð á rammasamningum  Miðlun og öflun upplýsinga um ramma- samninga til viðskiptavina  Greining á þörfum fyrirtækja og stofnana ríkisins m.t.t. vöru- og þjónustu- framboðs í gegnum rammasamninga  Áætlanagerð og mat á árangri samninga Menntunar- og hæfniskröfur:  Háskólamenntun, sem nýtist í starfi helst á sviði viðskipta eða rekstrar  Krafist er 3-5 ára reynslu úr atvinnulífinu  Þekking á innkaupum og reynsla af verk- efnastjórnun er kostur Við leitum að einstaklingi sem sýnir frum- kvæði, er agaður, sjálfstæður og nákvæmur í vinnubrögðum og vel skipulagður.Tungu- málakunnátta auk íslensku er að lágmarki enska og/eða eitt Norðurlandamál. Ríkiskaup er þjónustufyrirtæki í fremstu röð þar sem vilji er til að alltaf séu við störf vel þjálfaðir og hæfir starfsmenn sem sinna starfi sínu af fagmennsku, alúð og ánægju. Ríkiskaup eru ef- tirsóttur vinnustaður fyrir metnaðarfulla einstaklinga með menn- tun, reynslu og hæfni til að takast á við áhugaverð og krefjandi verkefni. Ríkiskaup gera gott fólk betra. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt samn- ingum fjármálaráðuneytisins og viðkom- andi stéttarfélags. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhanna E. Hilmarsdóttir, forstöðumaður Viðskipta- og þróunarsviðs, í síma 530-1410 eða á netfanginu: johanna@rikiskaup.is. Áhugasamir leggi inn umsókn í afgreiðslu Ríkiskaupa eða sendi póst á ofangreint netfang fyrir 23. desember nk. Smáauglýsingar augl@mbl.is Farðu inn á mbl.is/smaaugl atvinna - nýr auglýsingamiðill bílar leiga atvinna fasteignir raðauglýsingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.