Morgunblaðið - 11.12.2010, Side 26

Morgunblaðið - 11.12.2010, Side 26
Reuters Hylltur Formaður Nóbelsnefndarinnar, Thorbjørn Jagland, flytur ræðu sína í ráðhúsinu í Ósló. Varpað var upp stórri mynd af Liu Xiabao á vegg í salnum. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Nóbelshátíðin í sal ráðhússins í Ósló í gær var óvenjuleg að því leyti að sjálfur friðarverðlaunahafinn, Liu Xiabao frá Kína, var ekki viðstaddur og enginn fulltrúi hans heldur, stóll hans var því auður. Liu hefur barist fyrir mannréttindum í landi sínu og afplánar nú 11 ára fangelsisdóm fyr- ir að brjóta gegn lögum landsins. Eiginkona hans, Liu Xia, fékk ekki að fara til Óslóar til að veita verð- laununum viðtöku fyrir hönd hans. Verðlaunahafinn fjarstaddi var hylltur með löngu lófataki. Formað- ur norsku nóbelsnefndarinnar, Thorbjørn Jagland, hvatti til þess í ræðu sinni að Liu yrði þegar í stað látinn laus. „Hann hefur ekki gert neitt af sér,“ sagði Jagland sem þótti mælast vel. Hann hrósaði stjórn- völdum í Peking fyrir að hafa með stefnu sinni síðustu áratugi frelsað milljónir manna úr greipum fátækt- ar en stórveldið yrði að „líta gagn- rýni jákvæðum augum“. Kínversk stjórnvöld komu í veg fyrir að fréttir erlendra fjölmiðla frá athöfninni í Ósló bærust óritskoðað- ar til almennings í Kína og höfðu uppi mikinn öryggisviðbúnað við heimili eiginkonu Liu. Einnig hafa um 20 stjórnarandstæðingar verið handteknir að undanförnu. Verðlaunaafhendingin var í Kína kölluð „pólitískur skrípaleikur“ og stuðningsmenn Liu „trúðar“. Einnig eru vestræn ríki og þá einkum Bandaríkin sögð vilja troða vestrænum gildum upp á Kínverja og skipta sér af innan- landsmálum þeirra. Ríki sem styddu ákvörðun norsku nóbelsnefndarinn- ar með því að senda fulltrúa sína til Ósló- ar yrðu að „taka af- leiðingunum“. Ekki hefur verið útskýrt nánar hvað átt sé við en giskað er á að þau verði ef til vill beitt viðskiptalegum refs- ingum. 16 ríki höfn- uðu boði um að senda fulltrúa til Óslóar. Nasistar veittu ekki heldur fararleyfi Þetta er í annað sinn í 109 ára sögu verðlaunanna sem ekki er hægt að veita þau, síðast var það er Carl von Ossietzky, rithöfundur er barðist gegn harðstjórn nasista Adolfs Hitl- ers, hreppti verðlaunin. Hann fékk ekki fararleyfi. Leikkonan Liv Ullman las í gær yfirlýsingu frá Liu Xiaobo, var hún rituð 23. desember í fyrra er réttað var í máli hans í Kína. Hann segist þar vera vonglaður og hlakka til þess að Kína verði frjálst land. „Af því að ekkert afl getur bundið enda á þrá manna eftir frelsi og Kína mun að lokum verða land réttarríkisins þar sem mannréttindi eru í hásætinu.“ Liu segir 4. júní 1989 hafa verið vendipunkt í lífi sínu en þá voru mót- mæli námsmanna á Torgi hins himn- eska friðar í Peking kæfð í blóði. Liu tók þátt í andófinu gegn kommún- istastjórninni, var dæmdur í fangelsi og sviptur starfi sínu. Auður stóll í Óslóborg  Kínverski andófsmaðurinn Liu Xiabao fyllti salinn með fjarveru sinni  Stjórnin í Peking segir Vesturlönd vilja troða sínum gildum upp á Kínverja 26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2010 Nokkrir fyrrver- andi lykilmenn á bak við upp- ljóstrarasíðuna WikiLeaks hyggjast nú hleypa af stokk- unum nýrri síðu sem nefnd verð- ur Openleaks, að sögn vefsíðu Da- gens Nyheter í Svíþjóð. Ástæðan er sögð óánægja með Julian Ass- ange, hinn ástralska stofnanda WikiLeaks. Aðstandendur Openleaks vildu ekki koma fram undir nafni í sam- talinu við Dagens Nyheter. Lang- tímamarkmiðið með nýja vefnum er m.a. sagt vera að „byggja upp öfl- ugan, gegnsæjan vettvang til að að- stoða uppljóstrara, bæði tæknilega og á pólitískan hátt“. Assange er nú í gæsluvarðhaldi í Bretlandi meðan fjallað er um framsalskröfu frá Svíþjóð, Assange er sakaður um kynferðisafbrot þar í landi. Margir liðsmenn hans hafa gegnum tíðina yfirgefið hann og sakað hann um einræðistilburði. Talsmenn Openleaks segja að koma verði í veg fyrir að einstaklingar og persónuleg vandamál þeirra trufli starf nýju síðunnar. Rússneskir ráðamenn hafa lýst yfir aðdáun sinni á Assange. Náinn starfsmaður Dímítrís Medvedevs Rússlandsforseta sagði í gær að til- nefna ætti Assange til friðar- verðlauna Nóbels. kjon@mbl.is Openleaks til höfuðs Assange Julian Assange Samstarfsmenn ósáttir við Ástralann Fram kemur í skjölum WikiLeaks að sendimenn Bandaríkjastjórnar í Búrma óttist að herforingjastjórnin sé að koma sér upp kjarnorkuvopn- um í frumskógi í Magway-héraði með aðstoð Norður-Kóreumanna. Um sé að ræða orðróm en talið að markmið Búrmamanna sé að reisa kjarnakljúf. Einnig er sagt að þar sé eldflaugaverksmiðja og þar starfi um 300 Norður-Kóreumenn, segir í frétt Aftenposten í Noregi. Vitað sé að stöðugt sé verið að senda margs konar efnivið á staðinn. Sendiráðsmennirnir hvetja þó til þess að menn fullyrði ekki of mikið um málið en segja að það komi á óvart hvað sögusagnirnar um kjarnakljúfinn séu sjálfum sér sam- kvæmar. kjon@mbl.is Búrma með kjarnakljúf? Sumir furða sig á því hve hörð viðbrögð ráðamanna í Peking hafa verið vegna friðarverðlaunanna. Sér- fræðingar í málefnum Kína segja margir að viðbrögðin sýni að nób- elsnefndin hafi hitt í mark. Aðrir benda einnig á að valdabar- átta fari nú fram bak við tjöldin í komm- únistaflokknum, manna- skipti séu framundan. Allir vilji nú sýna að þeir séu ákafir ættjarð- arsinnar og láti ekki einhverja útlendinga segja sér fyrir verkum. Barist um völd í Peking ÞJÓÐREMBAN VEL METIN Heilsa & hreyfing Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Heilsu og hreyfingumánudaginn 3. janúar. –– Meira fyrir lesendur S ÉR B LA Ð Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, þriðjudaginn 21. desember. Í þessu blaði verða kynntir fullt af þeimmöguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífstíl í byrjun ársins 2011. Meðal efnis verður: • Hreyfing og líkamsrækt • Vinsælar æfingar • Bætt mataræði • Heilsusamlegar uppskriftir • Andleg vellíðan • Bætt heilsa • Ráð næringarráðgjafa • Hugmyndir að hreyfingu • Jurtir og heilsa • Hollir safar • Ný og spennandi námskeið • Bækur um heilsurækt • Skaðsemi reykinga • Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi viðtölum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.