Morgunblaðið - 11.12.2010, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.12.2010, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2010 Fyrir níu mánuðum var Icesave-samningur felldur með rúmum 98% atkvæða gegn tæpum 2%.    Þegar af þessariástæðu er sú hugmynd að hægt sé að afgreiða nýja Ice- save-samninga án þjóðaratkvæða- greiðslu, full- komlega fjar- stæðukennd.    Á þetta benti Ólafur RagnarGrímsson, forseti Íslands, á dögunum og fékk fyrir skammir frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sem ætla sér aftur að reyna að fara með málið framhjá þjóðinni.    Á þetta benti líka SigmundurDavíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sem telur að leggja eigi samninginn fyrir þjóð- ina, burtséð frá efni hans, í ljósi þess að þjóðin hafnaði fyrri samningi.    Ríkisstjórnarflokkarnir munuhins vegar áfram berjast um á hæl og hnakka til að halda þjóðinni frá því að fá að taka afstöðu til máls- ins. Þetta gera þeir þrátt fyrir að ríkisstjórnin þykist vera fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslum og hafi sett í stefnulýsingu sína að „sett verði almenn lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna“.    Samfylkingin lætur það ekki held-ur trufla sig að hún segist í stefnuskrá sinni vilja breyta stjórn- arskrá til að tryggja „rétt almenn- ings til þjóðaratkvæðagreiðslna“.    Yfirlýst stefna ríkisstjórnar ogstjórnarflokka mun ekki breyta því að allt verður gert til að koma í veg fyrir að þjóðin fái að þvælast fyrir nýja Icesave- klafanum. Ólafur Ragnar Grímsson Þjóðin má ekki þvælast fyrir STAKSTEINAR Veður víða um heim 10.12., kl. 18.00 Reykjavík 6 skýjað Bolungarvík 6 alskýjað Akureyri 7 skýjað Egilsstaðir 4 skýjað Kirkjubæjarkl. 6 léttskýjað Nuuk 1 snjókoma Þórshöfn 8 þoka Ósló -12 skýjað Kaupmannahöfn -2 léttskýjað Stokkhólmur -12 heiðskírt Helsinki -8 heiðskírt Lúxemborg 0 þoka Brussel 5 þoka Dublin 5 alskýjað Glasgow 7 skýjað London 7 skýjað París 2 skýjað Amsterdam 7 skýjað Hamborg 1 skýjað Berlín -2 léttskýjað Vín 0 skýjað Moskva -2 alskýjað Algarve 18 heiðskírt Madríd 15 heiðskírt Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 12 heiðskírt Róm 8 heiðskírt Aþena 7 skýjað Winnipeg -20 léttskýjað Montreal -10 alskýjað New York -1 alskýjað Chicago 0 heiðskírt Orlando 16 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 11. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:10 15:33 ÍSAFJÖRÐUR 11:53 14:59 SIGLUFJÖRÐUR 11:37 14:41 DJÚPIVOGUR 10:48 14:54 Ester Kláusdóttir, fyrrverandi kaupmaður, lést á heimili sínu í Hafnarfirði aðfaranótt miðvikudags, 88 ára að aldri. Ester var ötull baráttumaður slysavarna alla sína starfsævi. Hún starfaði í hálfa öld með slysavarna- deildinni Hraunprýði í Hafnarfirði og var formaður hennar samfellt í sjö ár. Frá árinu 1982 til 1990 gegndi hún embætti varaforseta Slysa- varnafélags Íslands og var á þeim árum einn af helstu frumkvöðlum stofnunar unglingadeildarinnar Björgúlfs. Ester tók virkan þátt í bæjar- málum í Hafnarfirði og var m.a. bæj- arfulltrúi Alþýðubandalagsins um skeið. Hún átti og rak verslunina Búsáhöld og leikföng við Strandgötu í Hafnarfirði í tvo áratugi, lengst af í félagi við vinkonu sína Sjöfn Magn- úsdóttur. Eftir að því tímabili lauk var hún starfsmaður Hafnarborgar – Lista- og menningarstofnunar Hafnarfjarðar – um nokkurra ára skeið. Ester fæddist í Viðey þrítugasta apríl árið 1922. Móðir hennar var Pálína Björgólfsdóttir frá Eyrar- bakka og faðir hennar Kláus Hann- esson vélstjóri. Ester giftist Árna Gíslasyni árið 1944. Árni var í fjölda ára verkstjóri og síðar framkvæmdastjóri fiski- mjölsverksmiðjunnar Lýsi&Mjöl hf. Hann lést 24. júlí 1987. Þau eign- uðust 6 börn. Andlát Ester Kláusdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.