Morgunblaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 11
more hjört. Af því var mikil og góð lynglykt og sopinn bara þræl- góður. Það var ákveðinn léttir. Þegar Elvar lýsti upplifun sinni af sopanum sem hann tók af sama viskíi voru lýsingarorðin fjöl- breyttari enda maðurinn vanur að greina bragð og koma því í orð. Og hann fann að þetta viskí hafði greinilega eingöngu verið í bour- bon-tunnum. Viskí númer tvö (Highland Park) var allt öðruvísi en líka gott, lýsing mín á því var að það væri ljúft, en Elvar bætti um bet- ur, honum fannst í því svolítill sjór og reykur og hann gat fundið að það hafði komið nálægt sherrý- tunnu. Síðan fórum við úr einni teg- und í aðra (með vatnsdrykkju á milli) og lýsingarorðum mínum fjölgaði, ég skynjaði sveitalykt, læknalykt, kökubakstur og hvað eina. Ég endaði á að smakka yngsta viskíið í hópnum, Quarter cask 48% frá Laphroaig, en það var bragðsterkast. Lýsingarorð Elvars voru fjölbreytt: „Svakalega reykt, olíusoðinn viður eins og í slippnum, feiknalegur haugur og ofboðslegt harðreykt hangiket. Gott að drekka þetta með hangi- keti og skötu.“ Kúgaðist næstum því Af þeim sjö tegundum sem ég smakkaði fannst mér aðeins eitt vont, Glengoyne 12 ára 57%, hrásíað, cask strength. Mér fannst groddalegt ilmvatnsbragð af því og ég kúgaðist næstum. Allra best fannst mér 21 árs viskí, Balvenie Port Wood, sem kennt er við lax- veiðiána Speyside. Við að smakka það uppgötvaði ég allt aðra vídd, það bráðnaði í munni eins og hvert annað sælgæti. Næst best var Oban limited edition 16 ára, 55%, sem hafði endað í tunnum skoluðum upp úr manzanillo sherry. Af því hafa að- eins verið gerðar 6000 flöskur og þær er eingöngu hægt að kaupa í eimingarstöðinni. Mest kom mér á óvart hversu mikill munur var á þessum sjö tegundum. Mig hafði ekki órað fyrir að svo mikill munur gæti verið á viskí og viskí. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skál Þetta er nú bara fjandi gott svei mér þá. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2010 Elvar er í viskíklúbbi ásamt um fjörutíu öðrum og er þar mikil aldurs- breidd. Hittast meðlimir ævinlega fyrsta laugardag í mánuði milli klukk- an 16 og 19 í galleríinu á Hótel Holti. Allir sem vilja taka þátt eða fræðast eru velkomnir í hópinn. Næsti hittingur er 8. janúar. Feikilega góð stemn- ing er í hópnum og klúbbmeðlimir verða sér ævinlega úti um nýtt viskí í utanlandsferðum sínum, koma svo saman til að smakka og skrá hjá sér hvað þeim finnst. Auk þess fer klúbburinn stundum til útlanda í píla- grímsferðir að heimsækja viskíverksmiðjur. Innan klúbbsins hefur því safnast mikil þekking. Pílagrímsferðir til Skotlands KLÚBBURINN ÍCafé Flóru í Grasagarðinum íLaugardal er nú opið um helg-ar fram að jólum. Þar hefur Marentza Poulsen skapað jóla- stemningu sem ætti að gleðja alla. „Stemningin í garðskálanum er svipuð og að labba inn í tívolí. Við er- um að brenna möndlur, þú getur fengið jólaglögg, heita lifrarkæfu, smurt brauð og smákökur og svo er- um við með lítinn markað þar sem við seljum afurðirnar okkar og þrír hönnuðir selja vörur sínar. Síðan er- um við með upplestur, í dag les Guð- rún Helgadóttir upp kl. 15.30 og Skólahljómsveit Austurbæjar spilar bæði fyrir og eftir. Á sunnudaginn mun Helga Thorberg lesa upp úr bókinni sinni Sexbomba á sextugs- aldri og þá leikur gítarleikari suð- ræna tónlist,“ segir Marentza. Þetta er í fyrsta sinn sem hún er með opið í Café Flóru fyrir jólin. Opið er nú um helgina og þá næstu frá kl. 13 til 18. „Mig hefur alltaf langað til að gera eitthvað með Café Flóru á aðvent- unni. Fjölskyldu- og húsdýragarð- urinn er alltaf með sína jóladagskrá og Skautahöllin með jólatré en við höfum bara verið í myrkrinu svo við ákváðum núna að taka þátt í þessu og gleðja alla þá sem hafa gaman af því að koma í garðinn. Svo er Flug- björgunarsveitin að selja jólatré í Grasagarðinum,“ segir Marentza sem lætur líka gott af sér leiða. „Á Café Flóru erum við með góðgerð- artré þar sem allur ágóði rennur til langveikra barna. Fólk getur keypt efni í jólaskraut á 100 kr. föndrað skrautið og hengt á tréð.“ ingveldur@mbl.is Jólastemning í Laugardalnum Morgunblaðið/Árni Sæberg Huggulegt Marentza Poulsen hefur gert Café Flóru heldur betur jólalega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.