Morgunblaðið - 11.12.2010, Side 27

Morgunblaðið - 11.12.2010, Side 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2010 Þú færð e-kortið í Arion banka. Farðu á arionbanki.is og kynntu þér kosti e-kortsins. Alltaf í desember. Á hverju ári fá handhafar e-korta endurgreiðslu í beinhörðum peningum. Sæktu um e-kort í næsta útibúi Arion banka eða á arionbanki.is Viðskiptavinir e-kortsins fá samtals rúmlega 98 milljónir í endurgreiðslu í desember. Hvernig greiðslu færð þú? Hægt er að draga úr hungurtilfinn- ingu með því að beita ímyndunar- aflinu, að sögn vísindamanna við Carnegie Mellon-háskóla í Penn- sylvaníu. Þeir sem ímynda sér að þeir séu að skófla í sig súkkulaði eða öðru fitandi hnossgæti borða minna af því sé það borið á borð eft- ir sæludrauminn. Fram kemur í frétt vefsíðu The Guardian að könnuð hafi verið við- brögð 300 sjálfboðaliða. Sumir þeirra voru beðnir að ímynda sér að þeir væru að borða frá þrjá og upp í 30 gómsæta M&M-súkku- laðimola eða litla bita af feitum og heillandi cheddar-osti. Annar hópur var látinn ímynda sér að hann væri bara að ýta við molunum en sleppti því alveg að borða þá. Síðan fengu allir þátttak- endur færi á að borða í raun sæl- gætið. Í ljós kom að þeir sem höfðu ímyndað sér át fengu sér 50% minna en hinir sem bara þóttust leika sér að molunum. kjon@mbl.is Sýndarát minnkar matarlyst Draumar um súkku- laði slógu á hungur Nammi Ímyndað súkkulaði er sagt geta verið nokkuð saðsamt. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Breska lögreglan varði í gær frammistöðu sína í miklum óeirðum sem urðu á fimmtudagskvöld í Lond- on í kjölfar þess að þingið samþykkti naumlega heimild til háskóla um að hækka mjög skólagjöld. Háttsettur lögreglumaður segir að minnstu hafi munað að hans menn gripu til skot- vopna þegar ráðist var á bíl Karls Bretaprins og Camillu, eiginkonu hans, í Oxford Street, rúða brotin í bílnum og slett á hann málningu. Gagnrýnt var að lögreglan skyldi ekki stöðva mótmælin áður en þau fóru úr böndunum. 34 voru hand- teknir og minnst 43 mótmælendur og 12 lögreglumenn særðust. Mót- mælendur voru mörg þúsund þegar mest var, flestir úr röðum friðsamra stúdenta en ljóst að ofbeldisseggir höfðu slegist í hópinn. Brotnar voru m.a. rúður í húsakynnum hæstarétt- ar og fjármálaráðuneytisins í mið- borginni, örskammt frá þinghúsinu og kveiktir eldar. Einnig var stytta af Winston Churchill skemmd. Áform stjórnvalda um að hækka skólagjöldin voru afar umdeild, ekki síst vegna þess að annar stjórnar- flokkurinn, Frjálslyndir, hét því fyr- ir kosningar að berjast gegn hækk- unum. Stjórnarliðar benda á að brýnt sé að draga úr ríkisútgjöldum. Réðust á bíl Karls Reuters Óeirðir Lögreglumenn kljást við stúdenta við þinghúsið á fimmtudag.  Breska lögreglan gagnrýnd fyrir sein viðbrögð í óeirðum í London vegna mikilla hækkana á skólagjöldum Sjónvarpsstöð í Íran segist hafa tek- ið upp nýja játningu Sakineh Mo- hammadi Ashtiani, konu sem dæmd var til að verða grýtt til bana fyrir hjúskaparbrot og aðild að morði. Það er því ljóst að fregnir um að hún hafi verið látin laus í fyrradag voru rangar. Fyrirhugað var að sjón- varpa játningu hennar í gær. Á vefsíðu BBC kemur fram að sjónvarpsstöðin Press TV, sem er írönsk ríkisstöð fyrir enskumælandi áhorfendur, hafi farið með Ashtiani á heimili hennar þar sem hún bjó áð- ur með eiginmanninum. Ashtiani er sökuð um að hafa látið myrða hann. Ljóst er að klerkastjórnin er í vanda vegna málsins. Harðlínumenn vilja að beitt sé grimmilegustu refs- ingu sharia-laga íslams gegn Ashti- ani en æðstu ráðamenn hafa forðast að verja grýtingu beinum orðum. Þeim finnst slæmt fyrir ímynd Írana að hampa miðaldalegum refsingum af þessu tagi. kjon@mbl.is Segja Ashtiani hafa játað aft- ur sekt sína

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.