Morgunblaðið - 11.12.2010, Side 37

Morgunblaðið - 11.12.2010, Side 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2010 afi og amma bjuggu í Eyrargötu 27 en Stína fluttist með þeim til Siglu- fjarðar árið 1933 ásamt langömmu en til hennar kom Stína ung í fóst- ur. Í Eyrargötunni ríktu kyrrð og hefðir gamla tímans, þar var setið án malanda þegar messa var og fylgst af athygli með lestri fram- haldssögunnar á kvöldin, en útvarp- ið var í senn aðalsamband við um- heiminn og menningarafþreying þess tíma. Svo var það Lesbók Morgunblaðsins sem aldrei var hent og geymd sem gersemi. Stína var mjög minnug á þennan tíma og var því gaman að rifja upp eitt og annað sem var farið að fyrnast eða við ekki vissum. Það studdi við bernskuminningarnar og setti ým- islegt í skýrara ljós. Stína var hávaxin og myndarleg kona, einstaklega glaðlynd, bros- mild og hjálpsöm. Þess vegna var þægilegt og afslappandi að vera í návist hennar. Í heimsóknum til hennar löngu eftir að við urðum fullorðin fannst okkur eins og hún liti enn á okkur sem sömu krakkana og forðum og það var afskaplega notaleg tilfinning. Hún fylgdist einnig vel með börnum okkar og þau minnast hennar með hlýhug en heimsókn til hennar var fastur liður í ferðum til Siglufjarðar. Stína fór ekki varhluta af mótlæti í lífinu. Eiginmanninn, Baldur Ólafsson múrarameistara, missti hún á besta aldri. Baldur sem okkur fannst hreystin uppmáluð, mikill skíða- og útvistarmaður, lést af völdum hjartaáfalls aðeins 43 ára gamall. Eftir andlát Baldurs fór Stína að vinna utan heimilis, aðallega við verslunarstörf. Það voru töluverð viðbrigði fyrir hana og síðustu starfsárin voru henni ekki auðveld enda var hún ekki heilsuhraust. Stína kvartaði samt ekki undan hlutskipti sínu og bar sig vel og fylgdist vel með mönnum og mál- efnum. Hún naut mikils barnaláns og prýddu myndir af börnum, barnabörnum og barnabarnabörn- um borð og veggi hjá Stínu og var hún afar stolt af þeim. Við systkinin og fjölskyldur okk- ar kveðjum Stínu með þökk og eft- irsjá og vottum börnum hennar og fjölskyldum þeirra samúð okkar. Sigmundur, Kjartan og Sigríður. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Valdimar Briem.) Minningabrotin koma fram í hug- ann við andlát Kristínar Rögnvalds- dóttur eða Stínu eins og hún var jafnan kölluð. Hún var kona móð- urbróður okkar, Baldurs Ólafsson- ar, sem var okkur systkinum afar kær. Hann dó langt um aldur fram og var það mikill og sár missir fyrir Stínu og börnin hennar fimm. Það er dýrmætur arfur að eiga slíku barnaláni að fagna sem þeim hjón- um auðnaðist, börnin, tengdabörn og barnabörnin hafa verið hennar styrkur í öll þau ár sem liðin eru frá láti Baldurs. Hún var líka mjög stolt af sínum mannvænlega hópi. Í hennar vistarverum mátti sjá myndir af þeim allt í kringum hana. Allt frá því að við systkinin fórum að muna eftir okkur hefur Stína verið mikilvægur hlekkur í okkar stórfjölskyldu. Minningar okkar um hana eru ljúfar, hún var okkur alla tíð afar góð, allt frá því að við skokkuðum út á Hvanneyrarbraut til frænda þá tók hún okkur alltaf opnum örmum. Allar götur síðan er við komum sem gestir í fjörðinn kæra fagnaði hún okkur af sömu ljúfmennskunni. Mökum okkar og börnum tók hún jafnvel og vildi ávallt vita um þeirra hagi. Fyrir það viljum við þakka og fyrir áralanga vináttu sem aldrei hefur borið skugga á. Blessuð sé minning mætrar konu. Börnum, tengdabörnum og öðrum afkomendum vottum við okkar dýpstu sambúð. Sólveig Helga Jónasdóttir, Ás- geir Jónasson og fjölskyldur. Nú sit ég heima við kertaljós og stjörnu- bjartan himininn, pabbi, eftir fallega kyrrðarstund í Skálholti með staðar- fólkinu þínu og systur Victoriu, og kirkjuna vildi ég hafa upplýsta síð- ustu nóttina. Börnin sofa og það er allt í fínasta lagi. Við tölum saman og ég elska þig en skrifa hér til að þakka þér aftur. Og þakka þér nú einnig frammi fyrir öllum þeim sem elska þig líka, það er best fyrir alla núna. Svo raula ég áfram lagið okkar, pabbi, og man hvað við gleymdum okkur, það var það besta, pabbi minn. Við verðum og pössum hvort annað, í anda og hjarta. Náð Guðs er stórkostleg og enn læri ég og þakka. Logandi bjartur í hans nafni, pabbi minn, og hjá öllum sem meðtaka. Það var starf þitt og elska. Ég er svo heppin að vera þín stelpa með greiðan aðgang, sem hlustaði, vakti og lærði. Sofnaði með koddann minn við skrifborðsfæturna Sigurður Sigurðarson ✝ Sigurður Sigurð-arson fæddist 30. maí 1944 í Hraun- gerði í Flóa, hann lést í Landspítalanum í Reykjavík 25. nóv- ember 2010. Sigurður var jarð- sunginn frá Skál- holtskirkju 4. desem- ber 2010. þegar þú vannst næt- urlangt, vaknaði svo í rúminu mínu. En mátti alltaf koma til þín. Þar var allra best að vera, enda gafstu mér mína fyrstu ritvél þegar ég var fimm ára gömul og hjálpaðir mér við fyrstu bókina. Seinna gafstu börnunum mín- um þennan dýrmæta aðgang, elsku hjartans pabbi minn. Kærleikur sá sanni sem er sigur þinn. Áður með í fóta- taki þínu fallega, höndum þínum bestu og augum þínum sem alltaf sögðu satt. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (HP) Takk, minn pabbi og afi, Stefanía Sigurðardóttir og börn. Með herra Sigurði Sigurðarsyni er genginn einn áhrifamesti kennimaður þjóðkirkjunnar. Háttvís og skarp- greindur maður sem miklu hafði að miðla til samferðafólks síns. Hann hafði um árabil verið í forystusveit prestastéttarinnar, sat í stjórn Prestafélags Íslands og var formaður þess um tíma. Sem vígslubiskup í Skálholti beitti hann sér fyrir sí- menntun presta og guðfræðinga, einkum á sviði kennimannlegrar guð- fræði. Fyrir hans tilstilli fengu ís- lenskir prestar og guðfræðingar að njóta fyrirlestra og samtals við nokkra fremstu helgisiðafræðinga samtímans, ógleymanlegar stundir fyrir þau sem þess nutu. Hr. Sigurði var afar annt um kirkjusiði og helgihald, að það væri vandað í alla staði. Sjálfur var hann tilgerðarlaus og blátt áfram í þjónust- unni. Predikanir hans látlausar, vand- aðar og áhrifamiklar. Kollegum sín- um var hann ráðagóður og örlátur á fyrirhöfn til að hjálpa og leiðbeina þeim er leituðu til hans. Hann naut mikillar virðingar og trausts, einnig af þeim sem ekki voru honum alltaf sam- mála. Heimili hr. Sigurðar og frú Arndís- ar í Skálholti var ávallt gestrisið og reyndu það margir prestar í tengslum við fundi, fyrirlestra og hátíðir þar á staðnum. Þjóðkirkjan hefur misst mikilhæf- an leiðtoga með fráfalli hans, en á líka mikið þakkarefni fyrir hann. Frú Arndísi, börnum þeirra og fjöl- skyldu votta ég samúð fyrir hönd prestastéttarinnar og bið minningu hans blessunar. Guðbjörg Jóhannesdóttir, for- maður Prestafélags Íslands. Góðvinur okkar hjónanna, Sigurð- ur Sigurðarsson vígslubiskup, er lát- inn langt um aldur fram eftir að hafa greinst með illvígan og ólæknandi sjúkdóm fyrir rúmu ári. Svo þungbært sem okkur var að fylgjast með hversu heilsu hans hrak- aði þar til yfir lauk, er okkur auk hryggðar og eftirsjár efst í huga þakklæti fyrir að hafa mátt njóta vin- áttu hans og samneytis við hann og fjölskyldu hans um áratuga skeið. Hjá honum var einungis gæsku og gleði að sækja þannig að aldrei bar á skugga. Fyrstu kynni okkar Sigurðar tók- ust fyrir meira en 40 árum þegar hann var við guðfræðinám við Há- skóla Íslands. Tókst með okkur góð vinátta sem varað hefur æ síðan. Þegar við hjónin stofnuðum fjöl- skyldu nokkrum árum síðar gaf Sig- urður eldri okkur saman. Við Ingi- björg og synir okkar vorum tíðir gestir á heimilum feðganna og þeirra góðu eiginkvenna og ævinlega tekið á móti okkur með elskusemi og rausn. Til marks um hlýhug og vinarþel hins látna vinar okkar kemur okkur í hug að þegar Þóroddur sonur okkar útskrifaðist úr menntaskóla talaði Sigurður hlýlega til hans og afhenti honum skírnarvottorð hans, en það hafði hann fundið í fórum föður síns, sem skírði alla drengina okkar. Fyrir rúmum þremur árum skírði hann svo sonarson okkar hér heima með mikilli alúð og hlýju. Sigurður var hamingjumaður góð- viljaður, skyldurækinn og vammlaus embættismaður. Var almælt hversu fagra söngrödd hann hafði, rödd sem naut sín svo vel sem verða mátti í pré- dikunum hans og tóni. Að leiðarlokum kveðjum við og minnumst góðs og gegnheils manns með ríku þakklæti. Sverrir og Ingibjörg. Elsku besti stóri bróðir minn Mig langar ekkert til að kveðja þig, ég er ekki tilbúin í það ennþá. Hugurinn reikar og fullt af minningum streym- ir, ég litla skottið sem var svo stolt af stóra bró sem dekstraði systur sína með alls kyns gjöfum og góðgæti. Góðar minningar úr æsku, heima hjá litlu ömmu, þegar þú kynntist Sigur- veigu, þegar María litla fæddist og erfði prinsessuhlutverk stóru frænku, Steinar sem lærði alla dyntina þína og svo fengum við alveg frábæra viðbót seinna meir með Anettu þinni. Þú varst svo flottur með svarta hárið þitt, stoltur, alltaf fínn og glæsi- legur. Mér er illt í hjartanu og ég á eftir að sakna þín. Ég á eftir að sakna þess að sjá þig ekki, heyra ekki röddina þína, stríðnina, brandarana sem þú sagðir alltaf, þó svo þeir væru nú ekkert allt- af fyndnir, matarboða, golfsins, kaffi- boða, já, allra þeirra stunda sem áttu að vera en verða ekki. Ég vil að þú vitir að þú verður alltaf hjá mér, brósi, þú átt stað í hjartanu mínu og hann hverfur aldrei. Um leið og ég bið Guð að blessa þig og vernda, sendi ég knús og kram og kossa til þín, brósi, elska þig. Litla systir, Ragnheiður Ragnarsdóttir. Bjarni er fallinn frá. Það var enn myrkur að morgni 25. nóvember sl. þegar mér barst símtal og viðmæl- andi minn bar mér þessi tíðindi. Nokkru síðar tók að birta og þar sem á mig sóttu fjölmargar minningar um samskipti okkar Bjarna tók sólin að skína, ég trúði því að með þessum sól- argeislum væri Bjarni að senda okkur sína hinstu kveðju. Ég kynntist Bjarna fyrir um einum og hálfum áratug er hann hóf störf í verslun Egils Árnasonar en á þeim ár- um starfaði ég sem verktaki við að þjónusta viðskiptavini fyrirtækisins. Strax á fyrstu starfsdögum Bjarna Bjarni Ragnarsson ✝ Bjarni Ragn-arsson fæddist í Reykjavík 27. nóv- ember 1950. Hann lést á krabbameins- deild Landspítalans i 25. nóvember 2010. Útför Bjarna fór fram frá Digra- neskirkju 7. desem- ber 2010. gerði ég mér grein fyrir því að þar hafði bæst við góður félagi í annars góða liðsheild sem þar starfaði. Næstu ár átt- um við Bjarni mikið og gott samstarf sem aldr- ei bar skugga á. Alltaf ljúfur í viðmóti og ein- lægur. Síðar er ég sneri mér að öðrum h lutum í starfi kom ekkert ann- að til greina en að leita til Bjarna með kaup á hurðum, hvort heldur það var í húsnæði sem ég var að framleiða eða önnur verk- efni. Í þeim viðskiptum stóð Bjarni alltaf eins og klettur, alveg sama hvað upp kom, alltaf voru mál leidd til lykta með farsælum hætti. Nú hin síðari misseri hittumst við Bjarni því miður allt of sjaldan, fyrir utan að hittast á vinnustað hans rák- umst við hvor á annan á golfvellinum í Öndverðanesi eða á hinum árlega ára- mótafagnaði á Selfossi. Þá var spjall- að um allt milli himins og jarðar, gamlir tímar rifjaðir upp eða rætt um golfíþróttina. Oft í okkar spjalli bar fjölskyldumál á góma. Honum var greinilega fjölskyldan ofarlega í huga og velferð hennar, þeirra missir er sárastur. En nú er komið að leiðarlokum, alltof snemma. Bjarna mun ég ætíð muna sem hlýjan og einlægan mann. Fjölskyldu hans sendi ég mínar hjart- ans samúðarkveðjur og bið ykkur guðsblessunar á erfiðum tímum. Ágúst Pétursson. Nú er kvaddur vinur og Oddfellow- bróðir, sem lést eftir stutta sjúkrahús- legu. Margar góðar minningar koma upp í hugann eftir meira en 30 ára kynni. Þegar við Bjarni kynntumst varð okkur strax vel til vina. Við áttum margt sameiginlegt eins og félagsmál og golf. Golfið átti hug hans allan á sumrin og mörgum stundum eyddum við saman á golfvellinum. Hann var mikill keppnismaður en hlýddi golf- reglunum út í ystu æsar. Bjarni og Sig- urveig ráku vefnaðarvöruverslun í Hamraborg í Kópavogi um tíma, þar sem ég er með mitt fyrirtæki og voru samskipti okkar mikil þá. Við vorum í sömu Oddfellowstúku sem hélt fundi á föstudögum. Er mér minnisstætt þegar við fórum, eftir skemmtifund í stúkunni, á Hótel Borg í kjólfötum. Við þóttumst auðvitað bera af í myndarskap og nutum at- hyglinnar frá kvenfólkinu og höfðum gaman af kvöldinu. Ræddum við um að endurtaka þetta þegar við værum komnir á eftirlaun. Bjarni hafði smit- andi hlátur og skemmtilega kímni- gáfu og sá oft skoplegar hliðar á mál- unum. Við unnum saman að stofnun nýrr- ar Oddfellowstúku og átti Bjarni stór- an þátt í því að það tókst. Höfum við starfað þar saman sl. tíu ár þar af í sex ár í stjórn stúkunnar og var einstak- lega gott að starfa með honum. Bjarni var mjög skipulagður og hélt öllu til haga, þannig að hægt var að fletta upp í honum til upplýsinga þegar á þurfti að halda. Hann gaf sér alltaf tíma til þess að hlusta á skoðanir ann- arra. Það leið ekki sá dagur sem við vorum ekki í sambandi og áttum við löng samtöl þar sem við skipulögðum stúkustarfið og töluðum um framtíð- ina. Hann var góður og traustur Odd- fellowbróðir og vakinn og sofinn í starfi sínu í þágu stúkunnar. Hinn 20. október sl. hlaut hann Fornliðamerki Oddfellow fyrir 25 ára starf í regl- unni. Bjarni var mikill fjölskyldumaður og unni fjölskyldu sinni mikið. Sigur- veig var hans stoð og stytta, hún var sú sem hann treysti alltaf á og elskaði svo mikið. Ég kveð vin minn Bjarna með söknuði og sendi fjölskyldu hans sam- úðarkveðjur og fyrir hönd okkar bræðra í stúkunni er honum þökkuð samfylgdin. Stefán R. Jónsson. Fallinn er frá kær vinur og sam- starfsmaður Bjarni Ragnarsson eftir stutta og hetjulega baráttu við illvíg- an sjúkdóm. Leiðir okkar Bjarna lágu saman þegar ég réð hann framleiðslu- og sölu- stjóra hurðadeildar Egils Árnasonar hf. í desember 1994. Bjarni hafði mikla og góða þekkingu úr tréiðnaði, hafði áður starfað sem framleiðslustjóri hjá Kristjáni Siggeirssyni og TréX. Það var því happafengur að fá hann í hóp stjórnenda fyrirtækisins. Bjarni var áræðinn, samviskusamur, duglegur, skipulagður, ábyrgur og nákvæmur. Allir þessir góðu kostir urðu til þess að hann var fljótur að öðlast virðingu og traust hjá samstarfsmönnum, birgjum og viðskiptavinum. Hann var mikill keppnismaður og setti sér háleit mark- mið, undir hans stjórn jókst salan á Ringo-innihurðum jafnt og þétt og vörumerkið Ringo varð þekkt á Ís- landi. Bjarni var góður golfari. Hann byrjaði að leika golf fyrir rúmum 30 árum hjá GR. (Golfklúbbi Reykjavík- ur ) og sat í stjórn klúbbsins frá 1984- 1989 auk þess að gegna ýmsum trún- aðarstörfum. Hann varð síðar félagi í Golfklúbbi Öndverðarness, en þar var tengdafaðir hans og vinur, Hafsteinn Júlíusson múrarameistari, einn af frumkvöðlum og stofnendum. Síðustu árin hefur Bjarni verið félagi í GO. Hjá Golfklúbbnum Oddi var hann í öldungasveit klúbbsins og tók virkan þátt í starfi LEK (Landssambands eldri kylfinga.) Þegar haldið var golfmót á vegum fyrirtækisins var allt skipulag í hönd- um Bjarna. Hann skipulagði t.d. heimsókn verktaka og arkitekta til Ringo í Þýskalandi. Ferðinni lauk með ógleymanlegu golfmóti. Allt var skipulagt í þaula. Við hjónin nutum þess að leika golf með Bjarna og Sigurveigu, þrátt fyrir getumun, sýndi hann okkur getuminni umburðarlyndi og hvatti okkur til dáða, „æfingin skapar meistarann,“ sagði hann, og reglurnar verðið þið að hafa á hreinu þetta er heldrimanna íþrótt. Eftir að Sigurveig og Dóra byrjuðu að stunda golfið fyrir ca 5 árum, naut Dóra góðs af tilsögn Bjarna. Hann var duglegur að segja þeim til og fara með þær hringi á Lúflingnum í Oddi. Stundir okkar með ykkur hjónum á golfvellinum í Borgarnesi og í Birkil- undi í Skorradal eru ógleymanlegar. Fyrir allar okkar góðu stundir saman verðum við ætíð þakklát. Kæri vinur, okkur langar að þakka trygglyndi, traust og góða vináttu. Þú varst drengur góður og framúrskar- andi starfskraftur með stórt kærleiks- ríkt hjarta. Þín verður sárt saknað. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Sigurveig, María, Steinar og Anetta og fjölskylda, við biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni. Blessuð sé minning Bjarna Ragn- arssonar. Dóra og Birgir Þórarinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.