Morgunblaðið - 11.12.2010, Síða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2010
Elsku besta amma
mín. Það er svo sárt að
vita að þú sért ekki
lengur hjá okkur. Ég
vissi að þú værir veik en þetta gerðist
óvænt og allt of hratt. Ég hafði í
hjarta mínu þá von að þér myndi
batna. Að þú sért farin er svo óraun-
verulegt, en samt svo átakanlega
raunverulegt. Mig langaði svo að
segja þér frá öllu sem ég hef upplifað í
Ameríku. Við vorum eins og bestu
vinkonur við tvær, þessi tengsl sem
við höfðum eru svo dýrmæt. Það er
mikið að þakka sumrinu sem við átt-
um saman, eitt af þeim bestu í minn-
ingu minni. Ég var í unglingavinnunni
og hlakkaði alltaf til að koma heim í
hádeginu til þín. Við spjölluðum sam-
an, þú sagðir mér frá atburðum og
ævintýrum úr lífi þínu. Mér þykir
gleðilegt að vita hvað þú áttir
skemmtilega og spennandi ævi. Það
gladdi mig mikið að heyra hvað þér
þótti vænt um þetta sumar. Ég naut
hvers einasta dags með þér, elsku
amma mín. Ég er þakklát og stolt að
þú varst amma mín og allar minning-
ar sem við eigum saman eru mér
verðmætar. Ég sagði oft vinum mín-
um hvað ég átti góða og umhyggju-
sama ömmu. Bestu vinkonu minni í
Noregi, sem kom með mér til Íslands
í fyrra, þótti vænt um þig, hún kallaði
þig alltaf ömmu. Ég er glöð að hún
fékk að kynnast þér. Hún sendi mér
samúðarkveðjur með fallegum orðum
um þig. Þú varst alltaf svo góð við mig
og mér leið alltaf vel hjá þér. Við vor-
um alltaf velkomin til þín á Sjafnar-
götuna. Þar var siður á morgnana að
við systurnar fengjum Cocoa Puffs,
jafnvel þótt við værum orðnar hálf-
fullorðnar, meðan þú fékkst þér
hrökkbrauð og kaffi með sykurmola.
Var líka hefð hjá okkur að baka sam-
an lummur. Þú varst mér góð fyrir-
mynd, alltaf jákvæð, hress, spræk og
dugleg, þó orðin 87 ára gömul. Þú
kvartaðir sjaldan þótt þú værir orðin
lasin og þér liði ekki vel. Ég man vetr-
arfríið þegar við fórum á kaffistað og
þjónninn sagði við mig: „Sætt af þér
að fara út með ömmu þinni.“ Þetta
kom mér á óvart því að gleðin var
mín. Mér fannst alltaf huggulegt að
fara í kaffi með þér. Ég er líka fegin
að þú fékkst að vera sem lengst í hús-
inu þínu, þar sem þér leið best og
ánægð að dóttir þín sem þér þótti svo
vænt um var hjá þér síðustu vikurnar.
Það gleður mig að þú varst mikið með
okkur í ár og að Valur bjó hjá þér. Þú
varst svo mikil gleði í okkar lífi, oft
með í okkar ferðalögum og jólin voru
aldrei án þín. Við hlökkuðum alltaf til
að hitta þig. Ég vona að þú hafir vitað
hversu vænt okkur þótti um þig og
hversu þýðingarmikil þú varst í lífi
okkar. Ég finn mikið fyrir því að það
vantar einhvern í fjölskylduna þegar
Unnur Jónasdóttir
✝ Unnur Jón-asdóttir fæddist í
Reykjavík 23. maí
1923. Hún lést á líkn-
ardeild Landspítalans
á Landakoti 1. desem-
ber 2010.
Útför Unnar fór
fram frá Hallgríms-
kirkju 10. desember
2010.
þú ert ekki lengur hjá
okkur.
Ég elska þig ótrú-
lega mikið, amma mín,
ég er ekki tilbúin að
sleppa þér enn. En skil
að þú varst orðin
þreytt. Mér þykir svo
sárt að hafa ekki getað
verið hjá þér og haldið í
höndina þína þegar þú
kvaddir okkur. Mér líð-
ur þó betur að vita að
þú varst ekki ein og að
þú varst hamingjusöm
til síðustu stundar. Ég
vona að þú hafir heyrt mín síðustu orð
til þín þegar ég talaði við þig í símann
rétt fyrir andlátið. Þú ert í Guðs hönd-
um núna. Sofðu rótt, elsku yndislega
amma mín.
Þín
Elsa.
Fallin er frá elskuleg, kjarkmikil
kona, Unnur Jónasdóttir, eftir stutta
baráttu við hvítblæði. Hún lést á líkn-
ardeild Landspítala á Landakoti 1.
desember. Unnur var tengdamóðir
Gunnars sonar míns, sem er kvæntur
einkabarni hennar, Fríðu. Eiga þau 3
börn, Val Snæ, sagnfræðing og rithöf-
und, sem búið hefur í sama húsi og
amma hans og hefur verið mikill
styrkur fyrir hana og Fríðu, sérstak-
lega eftir að hún varð veik. Svo eru
ömmustelpurnar tvær, Unnur Björk
sem er í lýðháskóla í Noregi og Elsa
Lilja sem er skiptinemi hjá AFS í
Bandaríkjunum. Þær hafa heimsótt
ömmu sína í flestum skólafríum og
hefur öll fjölskyldan alltaf verið sam-
an um jólin hér á Íslandi eða í Noregi.
Unnur ól að mestu leyti Val upp frá
14 ára aldri, þar sem foreldrarnir
fluttu frá Noregi til Riyadh í Sádi-Ar-
abíu, þar sem Elsa Lilja fæddist. Unn-
ur var glæsileg kona, fríð sýnum, bar
sig vel og var ávallt vel tilhöfð og fal-
lega klædd. Hún var mjög félagslynd
og dugleg. Hún var formaður Mæðra-
styrksnefndar í Reykjavík í 18 ár, var í
Sjálfstæðiskvennafélaginu Hvöt og
var fyrsti formaður Lionsklúbbsins
Ýrar í Kópavogi. Hún starfaði einnig
fyrir Sjálfstæðisflokkinn í mörg ár af
miklum dugnaði og sótti vel fundi í
þeim félögum sem hún var í.
Unnur heimsótti fjölskyldu sína í
Noregi á hverju ári. Þeirra söknuður
er mikill. Unnur var kjarkmikil og
dugleg kona, kvartaði aldrei yfir
neinu og var alltaf jákvæð. Hún fór
meðal annars ein alla leið til Riyadh í
Sádi-Arabíu og heimsótti litlu fjöl-
skylduna þegar þau bjuggu þar og
síðan til Kína með Fríðu og börnun-
um, þegar Gunnar vann þar.
Okkur Unni kom vel saman, fórum
oft í leikhús og á tónleika. Við fórum
saman til Moskvu 2001. Mjög eftir-
minnileg og skemmtileg ferð. Einnig
höfum við oft verið á sama tíma í Ósló
hjá börnunum okkar og notið samver-
unnar þar í góðu yfirlæti og nú síðast í
lok síðasta sumars. Fyrir rúmum 2
árum buðu Fríða og Gunnar okkur
ömmunum að fara með þeim til Egils-
staða og síðan að skoða Kárahnjúka-
virkjun, þar sem Gunnar hafði unnið í
tæp 2 ár, frá því að þetta risaverkefni
hófst og útskýrði hann allt mjög vand-
lega fyrir okkur. Mjög athyglisvert.
Ég mun sakna þín, elsku Unnur.
Elsku Fríða, Gunnar, Valur Snær,
Unnur Björk og Elsa Lilja, ég og
börnin mín og þeirra fjölskyldur vott-
um ykkur okkar innilegustu samúð.
Megi góður Guð vera með ykkur og
veita ykkur styrk í ykkar miklu sorg.
Heilsast og kveðjast,
svo er lífsins saga,
vegirnir skiljast svo fljótt, svo fljótt
áður en varir ævisól hnígur
og dimm er komin dauðans nótt
Ástvinum aðeins
augnablik má verða
samvista auðið í heimi hér,
þannig er lífsins þungbæri dómur
hver dagur oss nær dauða ber
Æ lifir andinn,
öll vor sorg er stundleg,
heimsböl með líkamans dauða deyr.
Hví skal þá gráta
genginn frá hörmum
vin, sem að ekkert amar meir
(Hannes S. Blöndal)
Valdís Blöndal.
Kveðja frá Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur
Unni Jónasdóttur kynntist ég fyrst
vegna starfa okkar hjá Landssíman-
um á síðustu öld. Unnur var afar hátt-
vís og glæsileg kona. Hún var mikil
félagsvera og var því gjarnan valin til
forystu á því sviði. Hún gekk til liðs
við Mæðrastyrksnefndina og var
fljótlega valin þar til formennsku.
Hún var vinsæl og farsæl sem for-
maður og gegndi starfinu í 25 ár.
Henni eru þökkuð störf hennar sem
mörkuðu djúp spor í baráttunni fyrir
réttarstöðu íslenskra mæðra og
barna.
F.h. Mæðrastyrksnefndar Reykja-
víkur,
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir
formaður.
Komið er að kveðjustund. Lions-
klúbburinn Ýr í Kópavogi horfir nú á
eftir einum af stofnfélögum sínum yfir
móðuna miklu. Unnur Jónasdóttir lést
þann 1. desember síðastliðinn og minn-
umst við hennar með söknuði, virðingu
og þakklæti. Við stofnun klúbbsins
okkar árið 1984 var hún valin til for-
mennsku fyrsta árið er við vorum að
stíga okkar fyrstu skref innan Lions-
hreyfingarinnar. Hún hefur starfað í
klúbbnum óslitið síðan og sinnt hinum
ýmsu nefndarstörfum, sem flest lúta
að líknar- og menningarmálum. Hún
ávann sér vináttu og virðingar innan
hópsins með sinni hógværð og prúð-
mannlegu framkomu, ávallt hlý og
traust í gegnum öll árin. Við þökkum
henni ljúfa samfylgd og sendum dóttur
hennar og fjölskyldu innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(Vald. Briem)
F.h. Lionsklúbbsins Ýrar, Kópa-
vogi.
Erla Sigurðardóttir.
Unnur Jónasdóttir er fallin frá. Þar
hverfur á braut góður félagi og kona
sem lét sig málefni kvenna og fjöl-
skyldna varða. Unnur var virk í starfi
Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í
Reykjavík. Hún sat í stjórn félagsins
um árabil þar sem unnið var að ýms-
um uppákomum og hugsjónum sem
skiptu félagskonur máli. Félagið
Hvöt er aðili að Mæðrastyrksnefnd
og fljótt var ljóst að styrkur Unnar
átti eftir að nýtast Mæðrastyrks-
nefndinni vel og lengi.
Svo fór að Unnur var kosin í nefndina
árið 1978 og sinnti starfinu ötullega.
Þremur árum seinna eða 1981 var hún
kjörin formaður Mæðrastyrksnefndar
og gegndi því embætti í meira en tvo
áratugi. Árið 2001 var Unnur Jónas-
dóttir sæmd riddarakrossinum, heið-
ursmerki hinnar íslensku fálkaorðu,
fyrir störf að líknarmálum.
Í starfi Mæðrastyrksnefndar fóru
hugsjónir Unnar vel með starfinu en
þar var unnið í sjálfboðavinnu að því
að aðstoða þær konur og barnafjöl-
skyldur sem við sárustu fátæktina
bjuggu með matargjöfum og fataút-
hlutunum.
Unnur er dæmi um öfluga konu
sem lét gott af sér leiða, skipti sér af
samfélagsmálum og tók þátt í starfi
sem skipti miklu máli fyrir fjölskyld-
ur í neyð í Reykjavík og víðar.
Við félagar hennar í Hvöt, félagi
sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, þökk-
um fyrir samfylgdina og óeigingjarnt
starf. Fjölskyldu Unnar sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
Áslaug María Friðriksdóttir, for-
maður Hvatar, félags sjálfstæðis-
kvenna í Reykjavík.
MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík
sími 587 1960 - www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir
Vönduð vinna og frágangur
Yfir 40 ára reynsla
Sendum myndalista
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Sendum innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður
okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa,
VÍGLUNDAR GUÐMUNDSSONAR,
Greniteigi 53,
Keflavík.
Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar og Sigrúnar
Ólafsdóttur hjúkrunarfræðings á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja.
Guð blessi ykkur öll.
Guðbjörg Kristín Víglundsdóttir, Guðmundur Ingi Guðjónsson,
Magnea Inga Víglundsdóttir, Gunnar Magnússon,
Hafrún Ólöf Víglundsdóttir,
Sverrir Víglundsson, Hallfríður Anna Matthíasdóttir,
Jóhann Sigurður Víglundsson, Halla Sjöfn Hallgrímsdóttir,
Íris Víglundsdóttir, Böðvar Bjarnason,
Lilja Víglundsdóttir, Njáll Karlsson,
Ragnheiður Víglundsdóttir, Kristján Valur Guðmundsson,
afabörn, langafabörn og langalangafabarn.
✝
Ömmusystir okkar,
AÐALHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
Skólastíg 14 a,
Stykkishólmi,
lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi
miðvikudaginn 1. desember.
Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju þriðjudaginn
14. desember kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Orgelsjóð
Stykkishólmskirkju Í Heimahorninu, sími 438 1110.
Jófríður Sveinbjörnsdóttir,
Aðalheiður Sveinbjörnsdóttir,
Stefán Þór Sveinbjörnsson.
✝
Móðursystir okkar,
BRYNDÍS JÓHANNSDÓTTIR,
áður Hlaðhömrum 3,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 15. desember kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
líknarstofnanir.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jóhann Ólafsson,
Bryndís Fanný Guðmundsdóttir.
✝
Elskulegur faðir, tengdafaðir og afi,
ÞÓR INGÓLFSSON,
Suðurtúni 5,
Álftanesi,
áður til heimilis að,
Goðatúni 13,
Garðabæ,
lést á líknardeild Landakotsspítala miðvikudaginn
8. desember.
Útför hans fer fram frá Garðakirkju fimmtudaginn 16. desember kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Kiwanis-
klúbbsins Setbergs, (banki 318, hb. 13, reikningur 700103,
kt. 610983-1469).
Karl Rúnar Þórsson,
Þórunn Erla Ómarsdóttir,
Dagrún Birta Karlsdóttir,
Rannveig Þóra Karlsdóttir.
✝
Ástkær faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur,
HAUKUR KARLSSON
Brúasmiður,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju
mánudaginn 20. desember kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en bent
á Umhyggju (félag til stuðnings langveikum
börnum).
Hafdís Hauksdóttir Kjærgaard, Mikkel C. Kjærgaard
Eva Kjærgaard
Marinó Bóas Karlsson, Sigfríð Elín Sigfúsdóttir,
Íris Karlsdóttir, Guðmundur Haraldsson.