Morgunblaðið - 11.12.2010, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2010
Helstu verkefni
Í Endurskipulagningu eigna:
• Lögfræðileg ráðgjöf í tengslum við fjárhagslega
endurskipulagningu fyrirtækja
• Skjala- og samningagerð
Í Fyrirtækjabanka:
• Lögfræðileg ráðgjöf tengd fjármögnun stærri fyrirtækja
• Gerð flóknari lána- og tryggingaskjala
Hæfniskröfur og eiginleikar
• Háskólamenntun á sviði lögfræði, málflutningsréttindi eru kostur
• Þekking og/eða reynsla af fjármálamarkaði eða lögmennsku skilyrði
• Framúrskarandi færni í talaðri og ritaðri íslensku og ensku
• Frumkvæði og fagmennska í starfi
• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
• Færni í samskiptum og þægilegt viðmót
Nánari upplýsingar veita:
Jón Þór Grímsson, forstöðumaður
Endurskipulagningar eigna í síma
410 6667, Einar Kristján Jónsson,
forstöðumaður Fyrirtækjabanka í síma
410 6454 og Ingibjörg Jónsdóttir,
Mannauði í síma 410 7902.
Umsókn fyllist út á vef bankans,
www.landsbankinn.is, merkt
„Lögfræðingur”.
Umsóknarfrestur er til og með
22. desember nk.
Lögfræðingar
Endurskipulagning
eigna og Fyrirtækjabanki
Fyrirtækjabankinn sér um málefni stórra fyrirtækja, annast málefni sveitarfélaga og
tekur að sér stærri fjármögnunarverkefni. Endurskipulagning eigna er nýtt svið sem mun
tímabundið annast úrlausn erfiðra lánamála fyrirtækja.
Við leitum að reynslumiklum og metnaðarfullum lögfræðingum til liðs við lögfræðideild
Endurskipulagningar eigna og lögfræðiþjónustu Fyrirtækjabanka.
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Útibússtjóri Landsbankans á Ísafirði
Landsbankinn auglýsir laust til umsóknar starf útibússtjóra á Ísafirði.
Leitað er að áhugasömum og kraftmiklum einstaklingi sem hefur góða
þekkingu á fjármálamörkuðum og reynslu af stjórnun.
Helstu verkefni:
• Yfirumsjón með rekstri útibúsins, m.a. hvað varðar arðsemi og
áhættustjórnun
• Ákvarðanataka er varðar starfsemi útibúsins,
s.s. útlánaákvarðanir
• Þjónusta og fjármálaráðgjöf til einstaklinga, félaga og fyrirtækja
• Virk þátttaka í markaðsstarfi og þjónustumálum
• Eftirlit með vanskilum, eftirfylgni og ákvarðanataka
• Gerð rekstraráætlana, endurmat þeirra og eftirfylgni
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði viðskipta og/eða
yfirgripsmikil reynsla sem nýtist í starfi
• Reynsla og/eða góð þekking á starfsemi
fjármálafyrirtækja
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði og fagmennska í starfi
• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Upplýsingar veita:
Þórir Þorvarðarson,
thorir@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með
22. desember nk.
Umsóknir óskast fylltar út á
www. hagvangur.is
Landsbankinn er stærsta fjármála-
fyrirtæki landsins og veitir alhliða
fjármálaþjónustu til einstaklinga,
fyrirtækja og stofnana. Starfsmenn
eru um 1100 talsins og útibúanet
bankans telur 35 útibú og
afgreiðslur um land allt.
Barnagæsla Garðabæ
Fjölskylda í Garðabæ óskar eftir aðstoð við
barnagæslu (1 árs og 7 ára) og heimili a.m.k. 3
daga í viku jan. - maí. Viðkomandi þarf að vera
barngóð og samviskusöm. Meðmæli óskast.
Vinsamlega sendið upplýsingar og ferilskrá á
netfangið barnagaeslagbae@gmail.com.
www.tskoli.is
Endurmenntunarskóli Tækniskólans leitar að
kraftmiklum, hugmyndaríkum og samviskusömum
einstaklingi til að sjá um endur- og símenntunar-
námskeið á vegum skólans v/barnsburðarleyfis
starfsmanns.
Starfssvið og hæfniskröfur:
· Frumkvæði að þróun námskeiða og viðhald
annarra
· Markaðssetning, vefumsjón og útgáfa fréttabréfs
· Almenn þjónusta við viðskiptavini – innheimta og
bókun námskeiðsgjalda
· Menntun og metnaður sem nýtist í starfið
Umsókn ásamt ferilskrá sendist á netfangið
ave@tskoli.is. Upplýsingar veitir Anna Vilborg
Einarsdóttir skólastjóri Endurmenntunarskólans
í s. 514 9601.
Umsóknarfrestur er til og með 20. des.
Verkefnastjóri!