Morgunblaðið - 11.12.2010, Side 52

Morgunblaðið - 11.12.2010, Side 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2010 ÍListasafni ASÍ við Freyjugötustendur nú yfir óvenjulegsýning. Þar hafa hjónin ogmyndlistarmennirnir Áslaug Thorlacius og Finnur Arnar og börn þeirra, Salvör, Kristján, Hallgerður og Helga, efnt til sýningargjörnings undir yfirskriftinni „Þar spretta laukar“. Listrænir hæfileikar allra fjölskyldumeðlima fá notið sín á sýn- ingunni þar sem renna saman list- sköpun og fjölskyldulíf. Á sýningunni skarast einnig einkarými og opinbert safnrýmið því fjölskyldan tók sig til og bjó í safninu í vikunni fyrir sýningaropnun. Þess má geta að safnið var eitt sinn heim- ili og vinnustofa hjónanna og lista- mannanna Ásmundar Sveinssonar og Gunnfríðar Jónsdóttur. Ummerki um veru fjölskyldunnar sjást á neðri hæð safnsins; „hjarta“ hins tíma- bundna heimilis, eldhúsið, er á við- eigandi stað í Arinstofu. Eldhúsið er jafnframt innsetning eftir fjölskyld- una eða eins konar kyrralífsverk sem felur í sér minnisvarða um líf í samhengi safnastofnunarinnar. Í Gryfjunni eru eftirstöðvar svefn- byrgis; dýnur, sængur, koddar og og tilfallandi föt auk þess sem ljós- myndir (sjálfsmyndir) af fjölskyldu- föðurnum hanga þar á vegg. Verkin í Ásmundarsal eru af ýms- um toga. Þar eru sýndar skemmti- legar og fjörugar kvikmyndir eftir yngri fjölskyldumeðlimina en í einni þeirra, Flugferð, er unnið skemmti- lega með rými safnsins. Í myndröð eftir Finn Arnar sést hvar dagsbirta „teiknar“ skuggamyndir á pappírs- örk sem stillt hefur verið upp á mis- munandi stöðum í heimahúsi. Mynd- bandsverki hans Eins og barn, eins og tungl er varpað á vegg en þar, eins og í verkinu Frjór-ófrjór í Gryfjunni, birtast vangaveltur um sköpun er öðlast margræða merk- ingu í samhengi sýningarinnar. Áslaug á einnig verk á sýning- unni; í myndum af foreldrum og tengdaforeldrum njóta eiginleikar vatnslitarins sín vel. Í vatns- litaverkum sem máluð eru eftir ljós- myndum frá slóðum forfeðra leitast hún á vissan hátt við að mála sig inn í forsögu fjölskyldunnar í landinu. Blekmyndir sem sýna húsgögn úr nánasta umhverfi fjölskyldunnar – heimilinu – setja skemmtilegan svip á sýninguna og kallast á við ljós- myndir Finns af pappírsörkinni. Pottaplöntur í salnum undirstrika kyrralífsþemað; áminningu um framrás lífsins og forgengileikann. Ljósasería og ljósmynd af Áslaugu barnungri ásamt eldri systur sinni Ingileif, sem lést fyrir aldur fram fyrr á þessu ári, er tileinkuð minn- ingu hennar. Þessi hjartnæma til- einkun er jafnframt óður til sakleys- is barnæskunnar og hún fjallar um fjölskyldubönd og minningar: líf tek- ur enda en lifir að einhverju leyti áfram í afkomendum, í minningum og þegar fram líða stundir í ætt- arsögunni. Og sú saga er spunnin úr mörgum þráðum eins og sýning- argestir eru minntir á í hljóðverki þar sem raddir ættingja hljóma úr gömlu útvarpi, líkt og væru þær kveðjur frá löngu liðnum tíma. Þar spretta laukar er frjó sýning þar sem öll fjölskyldan leggur skap- andi hönd á plóg, ýmist í sam- vinnuverkum eða með framlagi hvers og eins. Úr verður lítil hvers- dagssinfónía þar sem hljóma hug- leiðingar um listina og tilveruna, og um merkingu og tilgang lífsins. List og fjölskyldulíf Listasafn ASÍ Þar spretta laukar – fjölskyldusýning bbbmn Til 19. desember 2010. Opið þri. til su. kl. 13-17. Aðgangur ókeypis. ANNA JÓA MYNDLIST Morgunblaðið/Eggert Frjó sýning „Úr verður lítil hversdagssinfónía þar sem hljóma hugleiðingar um listina og tilveruna, og um merkingu og tilgang lífsins.“ Dagur kvennanna erkostuleg nóvella í fjór-um hlutum sem flokkastundir gróteskar karni- valbókmenntir. Það sem er „gró- teskt“ er allt í senn kynlegt, af- káralegt, forljótt, hlægilegt og skrautlegt, svo maður grípi nú til orðabókarskýringar og sú lýsing smellpassar við þessa nóvellu. Í Degi kvennanna er gert hressilegt og kolsvart grín að kvennafrídeg- inum árið 1975, þegar þúsundir kvenna söfnuðust saman á Austur- velli og kröfðust jafnréttis kynjanna. Inn í mergjaðar lýsing- ar á því kvennahafi og uppveðr- uðum „erkigrybbum“ fléttast sak- leysisleg ástarsaga pilts og stúlku, Dags (sem kallaður var Himin- hrjóður af afa sínum og líkist Clint Eastwood að margra áliti og er því kallaður Clint Himinhrjóður Eastwood) og Máneyjar „ösku- busku“. Hasarkroppurinn Máney er sakleysið uppmálað og botnar ekkert í baráttukonunum sem krefjast þess að hún hafi hemil á dýrslegri löngun sinna til karl- punga, hugur Máneyjar verður „sár og sviðinn af ofbirtu systra- lagsins“. Himinhrjóður og Máney hittast á Hótel Borg, „súper- alfaapi“ mætir þar næturdrott- ningu og þau finna líf kvikna neðan beltis, flýja undan kvennastóðinu upp í þakherbergi Himinhrjóðs og hefst þar lostafullur kynlífsleikur með lýsingum sem minna á Tíg- ulgosann sáluga. Þó langtum betur skrifaðar en í þeim ágæta gosa, Megas og Þórunn fara á mikið flug í blautlegum og sprenghlægilegum kynlífslýsingum sínum. Á meðan æsast kvenréttindakonur fram úr öllu hófi á Hótel Borg, úthrópa alla karlmenn sem rembusvín og nauðgara, stofna Kvenna- kirkjugarðinn og samþykkja út- gáfu barátturitsins Láttu mig vera!. En náttúran lætur ekki að sér hæða og jafnvel hörðustu erki- grybbur finna til losta í bar- áttugleðinni og draga óttaslegin karldýrin á tálar. Allt leysist upp í einn allsherjar, glundroðakenndan lostaleik þegar líður á bókina. Dagur kvennanna fékkst hvergi út gefin fyrir einum átján árum, þótti of klúr líklega enda er hún það en skemmtilega klúr, nota bene. Það er greinilegt á safarík- um og súrrealískum textanum að Megas og Þórunn hafa skemmt sér konunglega við skrifin, líklega hef- ur ískrað í þeim yfir kvikindis- skapnum á köflum. Gallinn er þó sá að bókin heldur manni ekki fyllilega við efnið, hugurinn fer að reika um miðbik hennar (er mjólk- in búin, þarf að kaupa skyr?) og hún endar með fullsætum keim, að mati undirritaðs. En bráðfyndin er hún og bleksvartur húmorinn. Þannig er hann nú alltaf bestur. Morgunblaðið/Eggert Höfundarnir Megas og Þórunn. Ærslafullur lostaleikur Skáldsaga Dagur kvennanna – ástarsaga bbbnn Eftir Megas Erlu Þórunn Valdimars. Uppheimar 2010. 85 bls. HELGI SNÆR SIGURÐSSON BÆKUR Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf háskólakennara í kennslufræði sjónlista Laust er til umsóknar starf háskólakennara í kennslufræði sjónlista við listkennsludeild. Umsækjandi skal vera listkennari á sviði sjónlista og hafa lokið meistaragráðu eða sambærilegri gráðu á sínu sviði. Gerð er krafa um að hann hafi yfirgripsmikla þekkingu á straumum og stefnum í sjónlistum og listkennslu, og hafi umtalsverða kennslureynslu á háskólastigi. Starf háskólakennara í listkennslu skiptist í kennslu, rannsóknir og stjórnun. Auk kennslu í fræðigreinum hefur hann umsjón með meistaraverkefnum nemenda og stýrir ýmsum verkefnum sem lúta að skólastarfinu. Hann vinnur að eigin rannsóknum og skal vera virkur þátttakandi í því fræðasamfélagi sem skólinn byggir upp. Rektor ræður í starfið í samráði við deildarforseta listkennsludeildar. Sérstök dómnefnd dæmir um hæfi umsækjenda, sbr. reglur skólans um veitingu akademískra starfa. Ráðningin gildir frá 1. ágúst 2011. Umsóknum og meðfylgjandi gögnum skal skila ekki síðar en mánudaginn 17. janúar næstkomandi til Listaháskóla Íslands, skrifstofu, Skipholti 1, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar um kröfur til umsækjenda, umsóknargögn, meðferð umsókna, og eðli starfsins, er að finna á heimasíðu skólans www.lhi.is www.tskoli.is Nám í rekstri og stjórnun fyrir framsækna nemendur! Flugrekstrarfræði 45 ein. Námið er sniðið að þörfum starfsmanna í flugtengdum rekstri og tekur tvö ár í dreifnámi með staðbundnum lotum. Útvegsrekstrarfræði 45 ein. Námið er sniðið að þörfum sjávarútvegarins og tekur tvö ár í dreifnámi með staðbundnum lotum. Útvegsrekstrarfræði hentar þeim sem hafa starfsmenntun og reynslu úr sjávarútvegi. Rekstur og stjórnun, almenn lína 45 ein. Námið er opið öllum sem lokið hafa starfsmenntun eða sambæri- legri menntun og hafa reynslu úr atvinnulífinu. Námið tekur tvö ár í dreifnámi með staðbundnum lotum. Allar námslínurnar eru þróaðar af Tækniskólanum í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og er til viðurkenndra háskóla- eininga. Inntökuskilyrði eru starfsmenntun, stúdentspróf eða sambærilegt nám. Nánari upplýsingar fást í Endurmenntunarskólanum, s. 514 9601 eða á ave@tskoli.is Innritun stendur yfir!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.