Morgunblaðið - 11.12.2010, Side 54

Morgunblaðið - 11.12.2010, Side 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2010  Píanóljónið Víkingur Heiðar Ólafsson segir frá því á fésbók- arsíðu sinni að bandaríski útvarps- þátturinn Performance Today vilji útvarpa flutningi hans á verkinu Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns um jólin, á 260 útvarpsstöðvum víða um Bandaríkin. Um 1,5 milljónir manna hlusta á þáttinn að jafnaði og segir Víkingur það ylja sér um íslenskar hjartaræturnar. Víkingur Heiðar í Performance Today Fólk Sala á fyrsta ilmvatni íslenska hönnunarmerk- isins Gyðja Collection hefst um helgina og ber ilmvatnið heitið EFJ Eyjafjallajökull by Gyðja. Ilmvatnið verður kynnt í opnunarhófi í dag í De- benhams í Smáralind, milli kl. 15 og 17 og hafa forsvarsmenn Gyðju hafa ákveðið að stofna hvatningarsjóð sem ætlaður er konum í björg- unarsveitum. Mun hluti ágóða af allri sölu á ilm- vatninu renna í þann sjóð. Fulltrúar Gyðju og Slysavarnafélagsins Landsbjargar munu und- irrita samning um sjóðinn í hófinu í Debenhams. Um ilmvatnið segir í tilkynningu að það sé unnið beint úr vatni Eyjafjallajökuls og þá sé hraun- moli úr gosinu á hverri flösku. Sigrún Lilja Guðjónsdóttir gerir út Gyðju Col- lection og segir hún að þeir sem standa að baki ilmvatninu hafi haft sérstakan áhuga á að styrkja konur í björgunarsveitum vegna aðkomu Slysavarnafélagsins Landsbjargar að gosinu í Eyjafjallajökli sl. vor, meðlimir þess félags hafi unnið óeigingjart starf í þeim hamförum við að aðstoða þá sem áttu um sárt að binda. Markmið sjóðsins verði m.a. að veita konum í björgunar- sveitum styrk til að afla sér menntunar á sviði björgunarmála og vekja athygli á þátttöku kvenna í starfi björgunarsveita. Þá sé um leið verið að hvetja konur til að ganga í björgunar- sveitir. Í kvöld verður ilminum fagnað á veit- inga- og skemmtistaðnum Austur og mun sjón- varpskokkurinn Rikka gegna hlutverki veislustjóra og hljómsveitin BB & Blake skemmta veislugestum . helgisnaer@mbl.is Ilmvatn nefnt eftir Eyjafjallajökli Jökulilmur Kynningarmynd fyrir ilmvatnið.  Jólagleði Kramhússins verður haldin í kvöld í Íslensku óperunni og hefst gleðin kl. 20. Verður þar stiginn villtur dans eins og Kram- hússfólki eru einu lagið. Á fésbók- arsíðu jólagleðinnar segir að hún sé nú haldin í 27. sinn. Á gleðinni koma nemendur Kramhússins sam- an fyrir jól og sýna listir sínar, ár- angur námskeiðanna. Um 150 manns munu taka þátt í sýningunni og fjölbreytt atriði í boði og al- þjóðleg. Þá verða einnig óvæntar uppákomur. Miðar fást í Kramhús- inu og kosta 1.800 krónur stykkið en 1.000 fyrir börn yngri en 12 ára. Um 150 nemendur Kramhúss á jólagleði  Næstkomandi mánudag, 13. des- ember, ætla hljómsveitirnar Valdi- mar og Moses Hightower að halda tónleika í Slippsalnum á Mýrar- götu. Sveitirnar leika báðar sálar- innblásna tónlist og heita báðar mannanöfnum, eins og glöggir sjá og syngja auk þess á íslensku. Að auki gáfu báðar út sínar fyrstu plöt- ur á árinu. Húsið verður opnað kl. 20, tónleikar hefjast kl. 21. Valdimar og Moses í Slippsalnum Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan hefur gert það harla gott í dans- heimum undanfarin tvö ár, tilnefnd til Grímuverðlauna í tvígang, 2009 og 2010 sem danshöfundur ársins. Þessi ágæti hópur, skipaður fjórum dönsurum, leikara, leikstjóra, dramatúrg, búningahönnuði og framkvæmdastjóra, mun frumsýna nýja sýningu 30. desember nk. í Kassanum í Þjóðleikhúsinu, sýn- inguna Kandíland sem hópurinn vann upp úr konungaverkum Willi- ams Shakespeare. Í verkinu rýnir hópurinn í valdaþörf mannsins, með líkama sína að vopni. Valdið skiptir um hendur og fætur í sýningunni, eins og hópurinn lýsir því. Á vel við nú til dags Ragnheiður Bjarnarson er einn dansaranna í hópnum. Hún segir meðlimi hópsins í raun ekki fara á svið í verkinu sem dansarar eða leik- arar, þeir séu einfaldlega mann- eskjur á sviði, „performerar“. En hvernig vinna listamennirnir úr kon- ungaverkum hins mikla leikskálds, Shakespeares? „Við notum þau sem innblástur í tengslum við hugmyndir um valdaþörf og valdasýki. Kon- ungaverkin lýsa valdabaráttu, risi og falli valdhafa og þetta á vel við í dag, við erum alltaf að verða vitni að þessari þörf mannsins fyrir að ráða yfir öðrum. Við gerðum verk í fyrra upp úr harmleikjum Shakespeare og ákváðum að vinna áfram með verkin hans og nú er komið að konunga- verkunum,“ segir Ragnheiður. Spunakennd aðferð Meðlimir hópsins lágu yfir kon- ungasögum Shakespeares í sumar, hittust á fundum, ræddu þau og mót- uðu verkið. „Við erum ekki að búa til konungaverk, við erum að búa til sýningu sem byggist á þeim hug- myndum sem kviknuðu við umræður og lestur,“ útskýrir Ragnheiður og kallar sýninguna „dansleik“, segir að leikhúsið skipi jafnstórt hlutverk í henni og dansinn. Í hugmyndavinnu notaði hópurinn s.k. „devised“ að- ferð sem Ragnheiður segir í raun tegund af spunavinnu til að skapa efnivið, en á seinni stigum notast hópurinn við leikstjóra og drama- túrg. Og verkið er enn í mótun, fram að frumsýningu eða þar um bil. – En hvaðan kemur þessi titill, Kandíland? „Nafnið kemur frá heimi verksins, en þetta er heimur græðgi og fallegs yfirborðs. Í þessum tilbúna græðgis- og gerviheimi, sem við kjósum að kalla Kandíland, heyjum við valda- baráttu upp á líf og dauða, Ef þú tapar völdum, týnir þú lífinu.“ Heimur græðgi og fallegs yfirborðs í Kandílandi  Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan rýnir í konungaverk Shakespeares Morgunblaðið/Ernir Valdagræðgi Valdið skiptir um hendur og fætur í sýningu Íslensku hreyfiþróunarsamsteypunnar, Kandíland, sem sýnd verður í Kassanum. Út er komin bókin Ritun kvik- myndahandrita eftir Önnu Th. Rögnvaldsdóttur sem hefur meðal annars kennt efnið í Kvikmynda- skóla Íslands. Meginhluti bókar- innar fer reyndar aðallega í það hvernig eigi að setja upp handritið en eitthvað er farið í hvernig skuli rita það. Svo er greinargott ensk- íslenskt orðasafn í lok bókarinnar þannig að þeir sem notast við enskar bækur um sama efni geta haft gagn af þeim hluta. Aðspurð hvert mark- mið bókarinnar hafi verið segir Anna að hún hafi viljað koma út bók sem hún gæti notað við kennslu handritsgerðar. „Ég sótti um styrk til Námsgagnasjóðs Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og út- hlutun þaðan gerði mér kleift að gera þetta að bók. Þetta er fyrsta kennslubók af þessu tagi sem er skrifuð á íslensku. Þarna er farið mjög nákvæmlega í textauppsetn- ingu handritsins. Nánast hálf bókin fjallar um það,“ segir Anna. borkur@mbl.is Undirstöðuatriðin skipta máli í handritsgerð Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kvikmyndalist Anna hefur skrifað bók um ritun kvikmyndahandrita.  Farið í textauppsetningu kvikmyndahandrits

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.