Eyjablaðið


Eyjablaðið - 28.05.1970, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 28.05.1970, Blaðsíða 1
EYJABLA 30. árgangur Vestmannaeyjum 38. maí 1870. 6. tölublað. ÞAÐ SEM MEST ER AÐKALLANDI Um það geta rrienn auð- veldlega orðið sammála, að þegar rætt er um framtíð byggðarlagsins, ber fyrst og fremst að hafa í huga það sem bæjarbúar byggja aí'komu sína á, en það er, fiskveiðar og fiskvinnsla. Ekki verður horf framhjá því, að nokkuð uggvænlega horfi í okkar fiskveiðimálum. Og eftir þeim tölum sem fiskifræðing ar láta okkur í té má álykta að e'kki verði lengi haldið áfram á þeirri braut sem við ervm nú á, þar eð þær benda til, að um ofveiði sé að ræða á flestum okkar nytjafisk- um. Ef til vill stöndum við fyrr en varir frammi fyrir þeirri köldu staðreynd að verða að láta okkur nægja sí- minnkantíi veiði. Við höfum að vísu um langt skeið mætt minnkandi fiskigengd, með meiri og fuli'komnari veiðar- færum, en hvað getum við gert það lengi? Ýmislegí bendir til að önnur bæjarfé- lög hafi einnig velt þessari spurningu fyrir sér í fu.lri al- vöru ,og komizt að þeirri niö urstöðu, að ekki sé allt feng- ið með því að drepa sem allra mest af fiski. Hinu beri að stefna að, það er að segja fullkomnari nýtingu aflans. Fyiri skömmu barzt mér í hendur málgagn alþýðubanda lagsmanna í Neskaupsstað, „Austurland“ en þar greinir framkvæmdstjóri Síldarvinnsl unnar h. f. frá því ,að byrjað sé á nýrri byggingu 280 fer- metra að flatarmáli en rúm- mál 1322 rm. Þetta er fyrir huguð verksmiðjubygging sem áætlað er að kosta muni fullbúin, 9 millj. kr. Þesari verksmiðju er ætl- að að leggja niður í dósir, sjó lax, gaffalbita og reykt síld- arflök. Með 50 manna starfs- liði mun afkastageta orðið 10 þúsund dósir á dag. Ef um sjólax er að ræða þarf til þess IV2 tonn af söltuðum ufsa- flökum. Útflutningsverðmæti eins og hálfs tonns er nú 53- 54 þúsundir ,en útflutnings- verðmæti dósa af sjólaxi er um 180 þúsund 'krónur. Var- an meir en þrefaldast í verði. Aukinn þrifnaður. Svo snar þáttur sem þrifn aður allur er í umgengni við matvælaiðnaðinn, þá tel ég ekki ástæðu til að gera hann að neinu feimnismáli og ekki get ég í fljótu bragði komi ðauga á það sem með rökum gæti andmælt stórá- taki í þeim efnum, ef við ætl um að halda áfram að búa í þessum bæ og lifa á fisk- iðnaði. Ósóminn verður ekki leng- ur falinn. Eru nokkrar líkur til þess, að fólk geti gengið frá óskemmtíri matvöru þótt henni sé pakkað inn í snyrti- legar umbúðír, ef það er stað sett í því umhverfi, að það óttast um sína eigin heilsu, vegna þess, að andrúmsloftið sem það andar að sér er, svo ekki sé meira sagt, viðbjóðs- ’legt. Eða hvað mæti segja um hreinsun bátanna eftir lönd- un, eða þá útlit þeirra eftir að hafa legið við landfestar smátima. Þess ber að gæta, iað bátax-nir eru þau ílát, sem matvælin eru flutt í til lands, því er mikið í húfi að sú aðstaða skapist, sem auðveld ar sjómönnum að halda bát- um sínum hreinum yzt sem innst. Almennur skilningur virðist hafa vaknað hjá fólki fyrir því að láta ekki lengur Framhald á (>. síðu - A i oí dreif - Nú, þegar samningar vei’ka lýðsfélaganna, við atvinnu- rekendur eru að falla úr gildi og verkalýðsfélögin eru að ganga frá þeim kröfum, er þau setja fram ,þá er ekki óeðlilegt þó verkafólk teljist eiga fyllstu kröfu á all ríf- legum kjarabótum, ekki sízt fyrir það, að aflabrögð hafa aukizt mjög. Og svo hefur verið gífurleg verðhækkun á öllum útfluttum afurðum. Þá er það. ekki til neins fyrir atvinurekendur eða rík isvaldið, að halda að almenn- ingi þeim kjafthætti, að at- vinnuvegirnir þoli ekki hærra kaugjald. Enda hafa tvö stór menni þjóðarinnar lýst yfir því opinberlega, að nú sé hægt að veita ver'kafólki verulegar kjarabætur ,og eru það þeir, Bjai'ni Ben. og Guð mundur Karlsson. Að vísu hefur almeningur aðra reynslu af þeim fyi’rnefnda, um beina orðheldni, ,en á heilindi hins síðarnefnda mun brátt reyna. Það er ömurleg staðreynd, að atvinurekendur skuli æ ofan í æ og alla tíð vera í stríði við verkafólkið, það fólk til lands og sjávar, sem ber hita og þunga að þeirri verðmætasköpun, sem þjóðin lifii' á. Væri það ekki meiri mann tíómur af atvinurekendum, að snúa sér gegn þeim öflum, sem ekki eru einungis að mergsjúga atvinnuvegina, Frh. á 2. síðu. Sjálfstæðisílokksins og meðíerð þess á sannleikanum í næstum hverjum Fylki stendur klausa um það að hann sé málgagn Sjálfstæðis- flokksins. Einnig ei’u nefnd þar nöfn þeirra er í’itstýra blaðinu, Björn Guðmunds- sonar, Sigurðar Jónssonar og Sigurgeirs, Þorlaugargerðis- undursins, Björn hefur séð um hinn ágæta þátt, Neðan frá sjó, Sig urður sá fljótt að sér og hætti, en S.J. hélt lengi út með pistla sína, sem hann heldur einn fram, að hafi ver ið misjafnir að gæðum. Eg vil halda því fram, að gæðaflo'kkunin hafi reynzt heldur fábreytileg, ef ekki á einn veg. Hinsvegar vil ég vekja at- hygli á því, að greinar eftir ritstjóra eru venjulega álitn- ar túlka skoðun þeirra sem telja blaðið málgagn sitt- í Fylki frá 15. maí s.l. er á forsíðu grein, þar sem S.J. fer frjálslega með staðreynd- ir, svo sem hans er vandi, en þar sem hann hefur opinber- lega stungið upp tánum sem ritstjóri og ritsóði mun ég .aðeins bera saman, það sem hann segir, og svo staðreynd- irnar. Sigurgeirskan og sannleikurinn. S J segir orðrétt:„Á fram- boðsfundinum fyrir kosning- ar saAð'j Garðar, aS í stað þess að byggja sundhöll fyrir æskulýð bæjarins, hefði Guð laugur Gíslason byggt einka- sundstað handa sjálfum sér til að þvo sér um fæturna, og átti Garðar þar við fiskasafn- ið.“ Framhald á 2. síðu

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.