Morgunblaðið - 04.01.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.01.2011, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 4. J A N Ú A R 2 0 1 1  Stofnað 1913  2. tölublað  99. árgangur  WE MADE GOD MEÐ FYRSTU PLÖTUNA KARLARNIR VILJA EKKI HÆTTA HANNA LÁRA SYNGUR MEÐ SINFÓNÍUNNI SKÓLAR OG NÁMSKEIÐ 30 VÍNARTÓNLEIKAR 28 ERT ÞETTA ÞÚ? 30 Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is „Sá sem vaknaði fyrstur segist hafa rumskað í rúminu við hljóðið frá reykskynjaranum en hann vaknaði ekki almennilega fyrr en hann áttaði sig á því að verið var að lemja húsið að utan. Þá hljóp hann af stað, óð um húsið og reyndi að vekja okkur hin. Það er ekki séns að við hefðum vakn- að sjálf,“ segir Hreggviður Harð- arson, einn þeirra sem björguðust naumlega úr húsi við Eiðsvallagötu á Akureyri á sunnudagsmorgun eftir að eldur kom upp í kjallara. Hreggviður, sem er 21 árs, leigir húsið ásamt fjórum vinum sínum. Hann svaf einn á jarðhæðinni, tveir íbúanna voru sofandi á efri hæð sem og stúlka sem var gestkomandi. Íbú- ar í kjallaranum voru hvorugur heima. „Sem betur fer,“ segir Hregg- viður í samtali við Morgunblaðið. Eldurinn kviknaði í kjallaranum og mikinn reyk lagði þaðan um húsið. Talið var að annar íbúa kjallarans væri þar sofandi og leituðu reykkaf- arar þar, en sá hafði ákveðið um nótt- ina að fara heim til móður sinnar og sofa þar. Sá sem vaknaði fyrstur, á efri hæð- inni, komst út af sjálfsdáðum ásamt Hreggviði en reykkafarar náðu að vekja piltinn og stúlkuna, einnig á efri hæðinni, og koma þeim út. »2 „Við hin hefðum ekki vaknað sjálf“  Rumskaði við reykskynjara en vaknaði við barsmíðarnar  Íbúi í kjallara ákvað síðla nætur að sofa annars staðar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Heppinn Hreggviður segist varla hafa áttað sig fyrr en í gær. Tími hins hagsýna neytanda er runninn upp í verslunum landsins því eins og jafnan eftir áramót eru útsölur nú hafnar af fullum krafti. Í Kringlunni var opið til kl. 21 í gærkvöldi á fyrsta degi útsölunnar og þar jafnt sem í Smáralind var talsvert annríki enda geta útsjónarsamir gert góð kaup því dæmi eru um að vörur séu boðnar á 50% og allt upp í 90% afslætti. Margir gera góð kaup Morgunblaðið/Golli Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Allt bendir til þess að hart verði tekist á um ýmis mál á þingflokksfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns fram- boðs á morgun. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er ekki búist við því að til per- sónulegs uppgjörs komi á fundinum á milli flokksforystunnar og þeirra þriggja þingmanna VG sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um fjárlaga- frumvarp Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra í desember. Viðmælendur úr röðum VG telja að sennilega verði hart tekist á um Evr- ópusambandsmál, bæði aðildarum- sókn Íslands og ekki síður um það að- lögunarferli að regluverki Evrópusambandsins, sem stór hluti VG telur að sé þegar komið á fulla ferð, þvert á það sem lagt var upp með, þegar VG samþykkti með sem- ingi að sækja um aðild að ESB. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur myndast nokkuð breið samstaða um það innan VG, bæði í þingflokknum og meðal hins almenna félagsmanns, að nauðsynlegt sé að ljúka þeirri umræðu um stefnu VG í Evrópusambandsmálum, sem hófst fyrir alvöru á flokksráðsfundi VG í nóvember sl. og henni verði að ljúka með því að breytt verði um kúrs. Það verði aldrei nein samstaða um það innan VG að halda áfram á sömu braut. Viðmælendur Morgunblaðsins úr röðum VG gagnrýna vinnubrögð Öss- urar Skarphéðinssonar utanríkisráð- herra fyrir harðfylgi í aðlögunarferl- inu og þeir eru jafnframt gagnrýnir á eigin forystu sem þeir segja taka allar helstu ákvarðanir án þess að hafa samráð við þingflokk og aðrar stofn- anir flokksins. Átökin verða mest um ESB- stefnu VG  Búist við hörðum deilum um mörg ólík mál á þingflokksfundi VG á morgun MMikill átakafundur »6  Skilanefnd Glitnis keypti um 3,3% af nýju hlutafé Icelandair sem selt var milli jóla og nýárs. Þetta staðfestir Árni Tómas- son, formaður skilanefnd- arinnar, í samtali við Morgun- blaðið. Glitnir á rúmlega 4,6% í Icelandair, en eftir fjárhagslega endurskipulagningu félagsins eignaðist skilanefndin forkaups- rétt í fyrirhuguðu hlutafjár- útboði. „Okkur bárust engin við- unandi tilboð í þennan forkaupsrétt. Því mátum við stöðuna þannig að við værum að verja eignir kröfuhafa Glitnis með því að taka þátt í hlutafjár- útboðinu, án þess þó að fara út í nýjar fjárfestingar,“ segir Árni. thg@mbl.is » 14 Skilanefnd keypti í hlutafjárútboði  Viðvörunarljós kviknaði í flug- stjórnarklefa vélar frá Flugfélagi Íslands á leið til Bergen í Noregi vegna reyks í farangursklefa. Um falska viðvörun reyndist vera að ræða en hæsta viðbúnaðarstig var þó á flugvellinum í Bergen við lendingu. Árni Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir að flugmennirnir hafi brugðist hárrétt við en þegar opnað var inn í hólfið við lend- ingu kom í ljós að þar var enginn eldur. Vélin hafði viðkomu á Eg- ilsstöðum frá Reykjavík og að sögn eins farþega var ausandi rigning þar. Kenning farþegans var sú að kviknað hefði á rof- anum vegna raka í farang- ursrýminu í kjölfarið en Árni segir ótímabært að segja til um orsökina. Flugvirkjar munu yfir- fara vélina á morgun. una@mbl.is Viðvörunarljós kviknaði um borð Flugvél Ekki reyndist vera eldur um borð. Tillaga um að samninganefnd Íslands sæki um styrki til ESB vegna samninga og aðlögunar Ís- lands að ESB hefur ekki verið afgreidd í rík- isstjórn. Málið er viðkvæmt innan VG. „Það er alveg skýrt að við munum ekki taka við aðlögunarstyrkjum frá ESB, sem er greinilega mjög áfram um að smyrja samningaferlið með fégjöfum. Hins vegar hefur verið rætt um að báðir aðilar leggi eitthvað af mörkum til að þýða gögn og skjöl, enda er það eðlilegur hluti af þessu samningaferli,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tekur undir þetta og segir málið enn í mótun. Báðir aðilar leggi fé til þýðinga STYRKIR VEGNA UMSÓKNAR ERU VIÐKVÆMT MÁL  Frumvarp um breytingu á vörugjöldum sem lögð eru á bíla breyttist nokkuð í meðförum Al- þingis. Við loka- afgreiðslu máls- ins var ákveðið að fara hægar í gjaldtöku en ráðgert var í upphafi. Innheimta vörugjalda af eyðslu- frekari bílum hefst því ekki af full- um þunga fyrr en árið 2013. Vöru- gjöld af eyðsluminni bílum lækka við breytingarnar. »12 Farið hægar í breyt- ingar á vörugjöldum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.