Morgunblaðið - 04.01.2011, Síða 4
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Kreppt hefur að hjá mörgum
sem byggt hafa útgerð að stórum
hluta á leigu aflaheimilda. Leigu-
markaður hefur nánast verið
frosinn síðustu mánuði og þau
litlu viðskipti, sem þó hafa orðið
hafa að mestu byggst á skiptum
á tegundum.
Óli Björn Björgvinsson í
Grindavík er einn þeirra útgerð-
armanna, sem hafa treyst á
leigukvóta. Í haust ákvað hann
að selja bát og kvóta og fara að
vinna fyrir aðra. „Maður þarf þá
ekki að hafa áhyggjur af kvóta
morgundagsins,“ segir Óli Björn.
Hann segist hafa gert út frá
Grindavík í um tíu ár og róið á
15 tonna krókabát með beiting-
arvél síðustu þrjú árin. Kvótinn
var 20 tonn af þorksi, 25 tonn af
ýsu og rúmlega 40 tonn af ufsa.
„Við afgreiddum þorskinn og ýs-
una á 3-4 vikum í september,
fyrsta mánuði fiskveiðiársins,“
segir Óli Björn.
Þarf ekki sérfræðing til að
sjá að slíkt gengur ekki
„Þá var ómögulegt að fá
nokkrar heimildir leigðar og eftir
að hafa staðið í þessu útgerðar-
brasi í tíu ár fannst mér þetta
ekki ganga upp lengur. Ég er því
hættur útgerð, í bili að minnsta
kosti, og er að leita að plássi hjá
öðrum.
Ef einhver kvóti kemur inn á
markaðinn þá er verðið svo rosa-
lega hátt að það er eiginlega ekki
smuga að standa í þessu. Þessar
kvótalitlu útgerðir hafa aðallega
sóst eftir ýsunni sem var til-
tölulega hagstæð í leigunni og yf-
irleitt á um 40 krónur kílóið
þangað til fyrir tæpum tveimur
árum. Þá rauk hún upp í um 210
krónur kílóið á leigumarkaði. Á
fiskmarkaði fást síðan oft um 250
krónur fyrir kílóið þannig að það
þarf ekki sérfræðing til að sjá að
slík útgerð gengur ekki upp.“
Óli Björn segir marga í
vandræðum vegna
lítils kvóta og
þeir séu að
skoða sína
stöðu. Hann
nefndi dæmi um út-
gerð sem reynt hefði fyrir sér á
lúðuveiðum, en 15 tonna bátar
væru tæpast nógu stórir til
slíkra veiða yfir háveturinn.
Völusteinn keypti bát og kvóta
af Óla Birni, en báturinn var síð-
an seldur til Nesfisks í Garði.
Aðeins smáræði á
uppsprengdu verði
Á aðalfundi Samtaka fisk-
framleiðenda og útflytjenda um
miðjan nóvember var lýst
áhyggjum af stöðunni á leigu-
markaði aflaheimilda, sem var
sagður frosinn og verðið gríð-
arlega hátt. „SFÚ hvetur sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra
til að leita úrræða sem allra fyrst
til að leysa vandann og hvetur
ráðherra til að beita þeim úrræð-
um sem fyrir hendi eru í núver-
andi lögum um stjórn fiskveiða,“
sagði í ályktuninni.
Jón Steinn Elíasson, formaður
SFÚ, segir að það hljóti að vera
þröngt í búi hjá mörgum kvóta-
litlum útgerðum þar sem enginn
leigukvóti hafi verið falur „nema
eitthvert smáræði á uppsprengdu
verði“. Þeir aðilar sem gert hafi
út á leigumarkað hafi verið meira
og minna stopp síðustu mánuði.
Viðskipti á þessum markaði
hefðu verið blómleg mörg und-
anfarin ár, en nú hefðu aflaheim-
ildir dregist saman í mörgum
tegundum og fyrirtæki sem
hefðu verið stór á leigumarkaði
leigðu ekkert frá sér.
Margir eru að verða búnir
með sínar heimildir
„Þetta ár lítur illa út og
margir eru að verða búnir með
sínar heimildir,“ segir Jón
Steinn. „Þetta snertir mjög
marga og ekki er eingöngu um
kvótalaus fyrirtæki ræða, held-
ur einnig fyrirtæki sem eru
kannski með aflaheimildir upp á
2-300 tonn og hafa síðan leigt
annað eins til sín. Á þann hátt
hafa þau getað gert út báta sína
og jafnvel verið með verkun í
landi. Svo voru vonir bundnar
við hugmyndir sjávar-
útvegsráðherra um að auka
kvóta í þorski, ýsu og fleiri teg-
undum um 15-20 þúsund tonn og
setja inn á leigumarkaðinn. Þær
tillögur hefðu breytt miklu en
þær virðist hafa dagað uppi hjá
stjórnvöldum,“ sagði Jón Steinn.
Ljósmynd/Þorsteinn Gunnarsson
Góður afli Óli Björn Björgvinsson og Haukur Einarsson á bryggjunni í
Grindavík með myndarlega lúðu sem þeir veiddu sumarið 2009.
Erfitt líf á leigumarkaði
Seldi bátinn og „þarf þá ekki að hafa áhyggjur af kvóta morgundagsins“
Þröngt í búi hjá mörgum kvótalitlum útgerðum, segir formaður SFÚ
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2011
Alfreð Gíslason,
þjálfari Þýska-
landsmeistara
Kílar í hand-
knattleik og einn
fremsti hand-
boltaþjálfari
heims, heldur er-
indi á hádegis-
verðarfundi
Þýsk-íslenska
viðskiptaráðsins
á Hilton-hóteli föstudaginn 7. janúar
nk. „Alfreð, sem sjálfur segist vera
krónískur bjartsýnismaður, mun
m.a. ræða hvernig hægt er að nýta
aðferðafræði íþrótta við rekstur fyr-
irtækja. Þá mun hann ræða um
markmiðssetningu, uppbyggingu
liðsanda, leiðina að árangri, hvatn-
ingu í hóp og hvernig hægt er að
halda sér á toppnum þrátt fyrir gríð-
arlega harða samkeppni,“ segir í til-
kynningu frá Þýsk-íslenska við-
skiptaráðinu.
Alfreð hefur þjálfað óslitið í
Þýskalandi frá árinu 1997.
Fundurinn hefst klukkan 12 og
nánari upplýsingar er að finna á
www.germany.is. sisi@mbl.is
Alfreð mun
messa á
Hilton
Blæs keppnisanda
í viðskiptalífið
Alfreð
Gíslason
Alls komu 44.120
viðskiptavinir í
vínbúðir ÁTVR
föstudaginn 30.
desember. Það
eru fleiri en árin á
undan, en 2009
voru þeir 43.659
þennan dag og
2008 voru þeir
41.998. Áfengis-
salan í vínbúðum
dagana 30. og 31. desember var 359
þúsund lítrar og dróst saman um
7,3% í magni frá fyrra ári þegar sal-
an var 388 þúsund lítrar. Viðskipta-
vinum fækkaði hins vegar einungis
um 1,2%, voru nú 64.500 en 65.300
sömu daga fyrir ári. Alls var áfengis-
sala í desember 4% minni en sama
mánuð í fyrra. Sala á rauðvíni dróst
saman um 4,8% og á hvítvíni um
2,6%. Sala á freyðivíni jókst hins
vegar á milli ára um rúm 15% en sala
á lagerbjór dróst saman um 3,8%.
Keyptu 359
þúsund lítra
af áfengi
Vín Víða drukkið á
gamlárskvöld.
hefur staðið að miklum áróðri um
notkun flugeldagleraugna og á annað
hundrað þúsund gleraugum hefur ver-
ið dreift til almennings. Það gilda mjög
strangar reglugerðir um flugelda. Ég
velti fyrir mér hvort setja þurfi það í
reglugerð að vera með hlífðargler-
augu.“
Óvíst er að maðurinn sem tilbúinn
var að tjá Morgunblaðinu sögu sína
haldi sjón á vinstra auga. Hann segist
ekki hafa verið að reyna kveikja í ann-
Andri Karl
andri@mbl.is
„Ég hef ákveðna tilfinningu fyrir því
að kakan hafi verið gölluð. Ég var að
bera eld að henni og þá fór eitt skot á
undan öllum öðrum og í vinstra augað
á mér,“ segir karlmaður á fimmtugs-
aldri sem varð fyrir alvarlegum
augnskaða á gamlárskvöld. Hann set-
ur spurningarmerki við gæðaeftirlit
með skoteldum. Framkvæmdastjóri
Landsbjargar segir meira bera á
rangri meðhöndlun og umgengni, og
það veki athygli.
Sjö þurftu á hjálp augnlækna að
halda eftir flugeldaslys á gamlárskvöld
eða nýársnótt, sex karlmenn og ein
kona, á aldrinum 45-55 ára. Ekkert
þeirra var með flugeldagleraugu, og
það kemur Kristni Ólafssyni, fram-
kvæmdastjóra Landsbjargar, á óvart.
„Við skiljum þetta ekki. Landsbjörg
að skipti eða skoða þráðinn þegar
skotið hljóp af. „Ég var að bogra yfir
henni til að kveikja en ekki til að
skoða þráðinn eða vegna þess að ekki
kviknaði. Þetta var bara fyrsta til-
raun með eldspýtuna og þá skaut hún
frá sér þessu skoti. Síðan leið einhver
tími þar til kakan fór af stað.“
Tryggð fyrir gölluðum vörum
Maðurinn tekur fram að auðvitað
hefði hann átt að vera með gleraugu
„en maður spyr sig hvað hefði gerst
ef skotið hefði farið í munninn á mér
eða ennið. Þetta snýst um það hvort
varan er gölluð eða ekki, hvort eitt-
hvað er að gæðaeftirlitinu.“ Hann var
með köku frá Landsbjörgu, svo-
nefndan Örlygsstaðabardaga.
„Kannski ætti að taka kaupandann
einnig í smá kennslustund, því þetta
er engin smávegis kaka. Þetta eru
fimmtán kíló af sprengiefni sem sett
eru í hendurnar á Jóa úti í bæ.“
Kristinn segist harma öll þau slys
sem verða. Hann geti aðeins svarað
fyrir sínar vörur og ekki hafi orðið vart
við meira galla í þeim en áður. Hins
vegar verði farið yfir öll slysin og
reynt að finna orsökina, hvort það var
galli í vörunni eða röng meðhöndlun.
„Við erum með tryggingar og ef varan
hefur verið gölluð og veldur slysi þá
gilda okkar tryggingar. En ef menn
ganga óvarlega um vöruna og eru að
bogra yfir hana, þá veit ég ekki hvort
menn fá það bætt, jafnvel þó varan sé
gölluð. Ég þekki það ekki.“
Kristinn tekur fram að um sé að
ræða sprengiefni og það þurfi að nálg-
ast það með virðingu og varúð. „Þess
vegna kemur okkur á óvart að þessir
sjö einstaklingar sem koma á slysa-
varðstofu skuli allir hafa meðhöndlað
flugelda án þess að vera með gleraugu.
Það þykir mér merkilegast.“
Nálgast þarf sprengiefni af varúð og virðingu
Karlmaður sem slasaðist í flugeldaslysi á gamlárskvöld telur vöruna sem hann keypti gallaða
Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir að farið verði yfir öll slysin og reynt að komast að orsök
Morgunblaðið/Eggert
Villuljós Flottir en varasamir.
Björn Jónsson hjá Kvótamiðlun
LÍÚ segir leigumarkað varla hafa
verið virkan undanfarna mánuði.
„Það er ekkert framboð og alla
vantar meiri heimildir,“ segir
Björn. „Viðskiptin undan-
farið hafa að mestu verið
skipti á tegundum,
fiskur fyrir fisk, það er ekkert
flóknara. Ef það kæmi eitthvað
til leigu þá myndu heimildir í
flestöllum tegundum leigjast
eins og skot. Flotinn er of stór til
að veiða það sem er úthlutað,
það eru of mörg skip að veiða
allt of fáa fiska. Ég held að
það sé ekki grundvöllur fyrir
útgerð kvótalausra skipa og
það kemur mér ekki á óvart
að þessir kvótalausu bátar
gefist upp,“ segir Björn
Jónsson.
Að mestu skipti á tegundum
OF MÖRG SKIP AÐ VEIÐA ALLT OF FÁA FISKA
Í bæklingi Landsbjargar um bar-
dagaterturnar segir að ef menn
ætli að vera flugeldasérfræð-
ingar þá þurfi þeir að vita
hvernig bera á sig að. „Kveik-
urinn er oftast límdur ofan á
tertuna. Mjög mikilvægt er að
losa hann og færa hann út fyrir
áður en kveikt er í. Það má alls
ekki kveikja í kveiknum þegar
hann liggur ofan á tertunni! [...]
Verið eins langt frá tertunni
og hægt er þegar kveikt er í og
tilbúin að víkja vel frá. Berið eld
að kveiknum og víkið strax frá í
örugga fjarlægð.“
Losa kveikinn
LEIÐBEININGAR MEÐ TERTU