Morgunblaðið - 04.01.2011, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 04.01.2011, Qupperneq 11
Fjölbreytt Hægt er að einblína á alla vöðvahópana í TRX. á liði og liðamót. Þú færð ekki högg í bakið eða hnén og það hefur mikið að segja.“ Sveinbjörn segir æfingarnar vera skemmtilegar en jafnframt verulega krefjandi. „Þú ert alltaf að vinna með óstöðugleika í böndunum. Þú ert aldrei í fullkomnu jafnvægi þannig að þú þarft að nota allan lík- amann. Æfingarnar styrkja kjarn- vöðvana en þú þarft að nota kvið og bak þegar þú ert að gera flestar æf- ingar. Þú þarft að finna stöðugleik- ann í líkamanum og gera æfing- arnar svo,“ segir Sveinbjörn en til eru yfir 400 mismunandi æfingar sem hægt er að gera í TRX. „Svo er alltaf verið að búa til nýjar æfingar. Fólk sendir inn myndbönd af sér þar sem það kemur með hugmyndir að nýjum æfingum.“ Fjölbreyttir tímar Að sögn Sveinbjörns er hægt að einblína á alla vöðvahópana í TRX og styrkja æfingarnar sér- staklega litlu vöðvana og auka þar með jafnvægi. Aðspurður segir hann hefðbundinn tíma vera 45 mín- útur. „Það er byrjað á upphitun og svo eru tekin sett í keyrslu. Tímarn- ir eru mismunandi og einblína ýmist á þol eða styrk. Svo í endann keyr- um við okkur niður og teygjum. Áherslurnar í tímunum geta verið á fætur, efri part, kvið, bak eða jafn- vægi. Svo einblína sumir á að æfa sprengikraftinn. Við reynum að hafa tímana sem fjölbreyttasta.“ Sveinbjörn kynntist TRX æf- ingakerfinu þegar hann tók þátt í Crossfit heimsleikunum í Banda- ríkjunum árið 2009 ásamt Annie Mist Þórisdóttur. „Við Anníe fórum til San Francisco þar sem höf- uðstöðvar Fitness Anywhere, sem á TRX æfingakerfið, eru. Þar kynnt- umst við þessu og prófuðum þetta. Þegar við komum aftur heim sáum við að Hreysti var að selja TRX vörur og þeir voru einnig með nám- skeið í kennsluréttindum,“ segir hann og ákváðu þau að skella sér ásamt Ástu Ósk Stefánsdóttur, eig- inkonu Sveinbjörns, og Ómari Óm- ari Ágústssyni. Í kjölfarið fóru þau að kenna TRX í húsnæði Bootcamp við Suðurlandsbraut. „Við erum líka öll með Bootcamp þjálfararéttindi og flest með margra ára reynslu í kennslu.“ Sveinbjörn segir fólk láta vel af TRX æfingunum. „Það hefur verið mjög góð sókn í tímana og fólk hef- ur verið virkilega ánægt. Fólk á öll- um aldri og í öllu mögulegu lík- amlegu ásigkomulagi kemur til okkar og yfirleitt allir segja eftir fyrsta tímann að þetta sé miklu erf- iðara en þeir héldu.“ Morgunblaðið/Ernir TRX „Með því að nota böndin geturðu stjórnað hve mikinn hluta af þinni lík- amsþyngd þú notar,“ segir Sveinbjörn um æfingarnar. Góð æfing Staðið á höndum. trx.is DAGLEGT LÍF 11Hreyfing og útivist MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2011 Eftir allt konfektið, eftirréttina og súkkulaðið yfir jólin er kannski kom- inn tími til að draga dálítið úr syk- urneyslunni. Þetta getur tekið dálít- inn tíma þar sem sykurpúkinn getur verið ótrúlega harður húsbóndi sem minnir á sig reglulega. Best er að skrifa niður það sem maður borðar til að fylgjast með neyslunni en hér eru nokkur góð ráð til að koma sér af stað og hrekja sykurpúkann smám saman út í horn. 1. Ef þú ert vön/vanur því að fá þér oftast eitthvað sætt eftir kvöldmat- inn er strax betra að leyfa sér slíkt annað hvert kvöld eða sleppa í það minnsta úr einu eða tveimur kvöld- um. Þannig getur þú smám saman vanið þig á að fá þér frekar ávexti eða popp eða barasta ekki neitt og látið kvöldmatinn duga. 2. Það getur þvælst ótrúlega fyrir manni að hætta að drekka gos en yf- irleitt eru fyrstu dagarnir erfiðastir. Hér á það sama við um kvöldsnarlið, best er að trappa sig smám saman niður. Fá sér diet gos til jafns við sykrað eða það sem best er, að koma til móts við gosið með vatni og skipta gosinu svo smám saman út fyrir það. 3. Ef þú ert hrifin/n af sykruðu morgunkorni getur verið ágætis ráð að blanda því saman við gróft morg- unkorn og trappa sig smám saman niður í þessari neyslu eins og hinni annari. Í morgunkorni getur leynst ótrúlegt magn af sykri og því mik- ilvægt að vera þar á varðbergi. 4. Loks er mikilvægt að halda blóð- sykrinum stöðugum yfir daginn til að maður falli ekki í sykurpyttinn. Til þess er mikilvægt að borða vel á morgnana og í hádeginu og fá sér orkuríka hressingu inn á milli eins og ávexti, hrökkbrauð, jógúrt og annað slíkt. Þannig verður þú síður svöng/svangur og blóðsykurinn rokkar ekki upp og niður. maria@mbl.is Heilsa Sælgæti Það eru margir komnir með nóg af því eftir jólin. Dregið úr sykurneyslu Veitt eru verðlaun fyrir frumleg- ustu búningana og mættu margir hlauparar í skemmti- legum bún- ingum eins og myndirnar bera með sér. Teygjur Veðrið var gott fyrir hálfbera hlaupara sem og jólasveina. Heilagur Þetta þótti besti bún- ingurinn í karlaflokki. © 20 10 Ot ic on In c. Al lR ig ht sR es er ve d. Pantaðu tíma í heyrnarmælingu í síma 568 6880 og prófaðu Agil G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w . h e y r n a r t æ k n i . i s Komdu út úr skelinni... ...og njóttu þess að heyra með Agil heyrnartækjum Áttu í erfiðleikum með að heyra í fjölmenni eða klið? Finnst þér aðrir tala lágt eða óskýrt? Tekur þú sjaldnar þátt í hópumræðum en áður? Allt þetta getur verið merki þess að heyrn þín sé farin að versna. Agil eru byltingarkennd ný heyrnartæki sem hjálpa þér að heyra betur með minni áreynslu. Tölvuörflagan í Agil er helmingi öflugri en áður hefur þekkst en tækin eru samt um helmingi minni en hefðbundin heyrnartæki og búa þar að auki yfir þráðlausri tækni. Ekki draga þig í hlé vegna heyrnarskerðingar. Komdu út úr skelinni og njóttu þess að heyra eins vel og mögulegt er með Agil heyrnartækjum. „Að geta heyrt tónlistina sína aftur eins og hún á að hljóma er lítið kraftaverk - ég heyri aftur söng fuglanna“ Bubbi Morthens

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.