Morgunblaðið - 04.01.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.01.2011, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ÁÍslandi erorkunnieytt í að takast á um mögu- lega aðild að Evr- ópusambandinu, aðallega vegna þess að einhverjir telja mikið snjallræði að taka upp evr- una. Sömu aðilar telja ekkert sérkennilegt að halda því fram í sömu andrá að Íslandi hafi farnast betur en flestum öðrum ríkjum í kreppunni sem gengið hefur yfir heims- byggðina. Þó eru þeir þá í raun um leið að fagna því að Ísland skuli ekki hafa farið að ráðum þeirra og kastað krón- unni. Þeir sem sjá ekkert sér- kennilegt við þennan mál- flutning hafa ekki heldur látið sér bregða vegna umræðunn- ar sem fer fram erlendis um stöðu evrunnar og möguleika hennar til framtíðar. Í þessu er út af fyrir sig ágætt sam- ræmi, en það gerir málflutn- inginn engu skárri. Eitt nýtt dæmi um efa- semdir um evruna kemur frá sérfræðingum hugveitunnar Centre for Economics and Business Research, CEBR. Sérfræðingarnir telja að 20% líkur séu á að evran verði enn í óbreyttri mynd eftir áratug. Í spá sem CEBR gaf út fyrir næsta ár er fyrst nefnt að vænta megi annarrar kreppu evrunnar í vor, eða jafnvel fyrr, þegar Spánn og Ítalía þurfi að fjármagna samtals 400 milljarða evra af skulda- bréfum. Vitaskuld er ástæða til að vona að betur fari, en enginn getur leyft sér að horfa fram hjá spádómum af þessu tagi eða annarri umfjöllun af sama meiði um framtíð evrunnar. Þeir sem horfðu á ávarp kanslara Þýskalands á gaml- ársdag hafa vafalítið tekið eft- ir því með hvaða hætti hún ræddi stöðu efnahagsmála og evrunnar. Angela Merkel var afar sátt við stöðu efnahags- mála í Þýskalandi, en ræddi með allt öðrum hætti um evr- una. Ólíkt sumum kollegum sínum áttar hún sig aug- ljóslega vel á vanda evrunnar, en vill ekki gefa hana upp á bátinn, enda er evran „meira en gjaldmiðill“ í hennar huga. Evran hentar Þýskalandi ágætlega af ýmsum ástæðum, jafnt efnahagslegum og póli- tískum, enda ræður Þýska- land að verulegu leyti ferðinni þegar evran og Evrópusam- bandið eru annars vegar. Þess vegna kýs Merkel að tala upp evruna um leið og hún við- urkennir vanda hennar. Það er ömurlegt að núver- andi ráðamenn á Íslandi skuli ekki enn hafa áttað sig á því sem sérfræðingar í efnahags- málum og ráðamenn í öðrum löndum vita, að evran á við mikinn vanda að stríða og að framtíð hennar er afar óviss. Hér er enn talað eins og eitt- hvert vit sé í að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu til að taka upp evru. Hér eru ráðamenn alveg í eigin heimi, fullkomlega ólæsir á það sem gerist í kringum þá. Íslenskir ráðamenn eru alveg ólæsir á það sem er að gerast í veröldinni} Vaxandi óvissa um framtíð evrunnar Reyndur er-lendur útgef- andi sagði að það tæki sig aðeins ör- skotsstund að ráða tugi blaða- eða fréttamanna, sem gætu komið frá sér frambærilegu efni um hvað sem væri, sem fjölmiðill yrði að bjóða fram. En það væri á hinn bóginn flókið mjög að ná til manns, svo ekki sé talað um heilan hóp, sem gæti að staðaldri verið fynd- inn og skemmtilegur á fjöl- miðli. Þó hefur það víðast þótt fínt að vera fúll og leiðinlegur, gott ef ekki gáfumerki og iðu- lega meginforsenda fyrir frama og lífvænlegum launum. Hin sundurþykka síþrefandi íslenska þjóð sest öll í einn sófa skömmu fyrir áramót og horfir á skaupið sitt. Það er svo helsta við- fangsefni dagana á eftir að úrskurða hvort það hafi ver- ið gott eða vont. Tvö síðustu skaup voru í meginatriðum góð, og það er það lengsta sem skaup geta náð, því þriðjungur þess, þó ekki sá sami, fer í að fara í taugarnar á þeim sem þurfa að láta eitthvað fara í taug- arnar á sér, sem er ómissandi hluti í skaupsáhorfi. Sem sagt gott skaup. Spaugstofumenn voru í opinni dagskrá á sínum stað og stóðu sig með ágæt- um, enda afburðamenn á sínu sviði. Úthald þeirra, frjór hugur og frumlegur er þakk- arefni og aðdáunar. Þetta virðist enn allt, leikur og efni, leika í höndum þeirra og huga. Hinir ómissandi gleðigjafar stóðu sig vel} Skaup og spaug S á sem þetta ritar hefur hér á þess- um vettvangi reynt að benda á þau vandamál sem að þjóðarbúinu steðja. Mikil skuldasöfnun rík- issjóðs, gjaldeyrishöft sem koma í veg fyrir að hagkerfið lagi sig að aðstæðum, ábyrgð ríkissjóðs á krónueignum erlendra að- ila á Íslandi, skuldir þjóðarbúsins í erlendri mynt sem ekki er til gjaldeyrir til að standa straum af, skortur á erlendri fjárfestingu vegna stjórnmálaóvissu og hafta; allt eru þetta aðkallandi vandamál sem núverandi stjórnvöld virðast ekki ráða við. Til þess að finna varanlegar lausnir þarf að grípa til róttækra og sársaukafullra aðgerða. Í fyrsta lagi þarf að gera upp við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn og segja upp samvinnunni við sjóðinn. Seðlabankinn skuldar honum 140 milljarða króna í gjaldeyri. Þessa fjárhæð þarf að reiða af hendi og einnig gera upp við erlend ríki. Hætt er við að gjaldeyrir Seðlabankans fari langleiðina með að klár- ast við þetta útflæði. Í annan stað þarf að afnema gjaldeyrishöftin í einu vetfangi, um leið og ríkið neitar að nota gjaldeyrisforð- ann til að bjarga erlendum krónueigendum. Líklega yrði þetta til þess að gengi krónunnar lækkaði umtalsvert, með tilheyrandi verðbólguskoti og hækkun erlendra lána. Það er sársauki sem við verðum að þola. Ef bank- arnir þola ekki afnám haftanna verða þeir að fara á haus- inn, sem myndi þýða að fjölmargir töpuðu innistæðum. Í þriðja lagi þarf að leita nauðasamninga hjá öðrum er- lendum lánardrottnum íslenska ríkisins – einkaaðilum sem eiga skuldabréf á ríkið – og gera þeim ljóst að ekki sé til fé til endur- greiðslu samkvæmt skilmálum. Í fjórða lagi þarf að tilkynna Bretum og Hollendingum að ríkið muni ekki greiða Ice- save-skuld þrotabús Landsbankans. Ef þeir telji sig eiga kröfu á íslenska ríkið geti þeir leitað réttar síns fyrir íslenskum dómstólum. Í fimmta lagi þarf að vinda almennilega of- an af hallarekstri ríkissjóðs, því skuldir rík- isins eru nú 109% af landsframleiðslu. Hætt er við því að vaxtagreiðslur verði ríkissjóði ofviða, hækki vextir svo nokkru nemi. Lækka þarf skatta og hefja alvöru niðurskurð, þrátt fyrir þrýsting sérhagsmunahópa. Víst væru ofangreindar aðgerðir harkaleg- ar. Grundvallarhugsunin á bakvið þær er hins vegar sú, að með öllu er óréttlætanlegt að láta skatt- greiðendur standa straum af óráðsíu einkaaðila. Þeir, sem skuldsetja sig of mikið í erlendri mynt, verða að gjalda þess með því að verða gjaldþrota. Með höftunum höldum við gengi krónunnar óeðlilega háu og flytjum meira inn og minna út en ella. Skuldasöfnunin heldur áfram, og eftir því sem við bíðum lengur verður höggið þyngra sem við þurfum óhjákvæmilega að taka á okkur. Ef við förum þessa leið fullyrði ég að við yrðum skot- fljót að ná okkur á strik á ný. Fjárfesting myndi snar- aukast, útflutningur (í krónum talið) sömuleiðis og lífs- kjör yrðu betri á Íslandi en víðast annars staðar. ivarpall@mbl.is Ívar Páll Jónsson Pistill Leiðin út úr vandanum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Bandaríkin eru að drukkna í skuldum FRÉTTASKÝRING Baldur Arnarson baldura@mbl.is Á hverjum degi aukast skuldir bandaríska rík- isins um fjóra milljarða dala, um 460 milljarða króna, og þarf því þrjá daga og sex og hálfri klukkustund betur til jafna þjóðarframleiðsluna á Íslandi. Aukningin er stjarnfræðileg. Á kjörtímabilinu sem nú er lokið, þ.e. á tímabilinu frá janúar 2009 til janúar 2011, hafa skuldir ríkisins aukist um 3,2 billjónir dala – um 3.200 milljarða dala – í 13,9 billjónir dala. Það jafn- gildir ríflega tvöföldun frá þinglokum 2002 er skuldirnar voru komnar í 6,3 billjónir. Sagan er ef til vill betri mæli- kvarði. Þannig hefur fréttastofa CBC News bent á að úr gögnum banda- ríska fjármálaráðuneytisins megi lesa að þessi aukning sé meiri en sem nemur samanlagðri skuldasöfnun fyrstu 200 áranna í sögu þingsins, aft- ur til ársins 1786. Ekki ein á báti Tekið skal fram að fleiri ríki sitja í skuldasúpunni. Samtals skulda- klukku tímaritsins Economist námu heildarskuldir þjóðríkja heimsins 18 billjónum dala árið 2002. Sex árum síðar sprakk fjármálabólan með hvelli og spáir tímaritið því að skuld- irnar fari í 44,13 billjónir dala á næsta ári. Til samanburðar er heimsfram- leiðslan í ár áætluð frá 70 til 74 billj- ónum dala og að hún hafi verið 33,3 trilljónir 2002. Skuldir aukast því hraðar en hagkerfin. Skuldabyrðinni er mjög mis- skipt. Kínverska ríkið er talið skulda 16,9% þjóðarframleiðslunnar, rúss- neska ríkið aðeins 8,3% hennar og Ástralía, svo dæmi sé tekið, 22%. Bandaríkin stökkva hins vegar úr 55% hlutfalli árið 2010 yfir í 71% íhlutfall á næsta ári, á árinu 2012, að því er Economist áætlar. Ekki komist hjá sársauka Slík skuldasöfnun bandaríska ríkisins kallar á aukið aðhald í ríkis- fjármálum, staðreynd sem kemur ef til vill skýrast fram í því að ef Banda- ríkjaþing samþykkir ekki að hækka skuldaþröskuld ríkisins í vor, þ.e.a.s. það hlutfall skulda af þjóðarfram- leiðslu sem heimilt er samkvæmt lög- um, mun ríkisstjórn Baracks Obama forseta neyðast til þess að rifa seglin og loka stofnunum. Slík aðgerð yrði róttæk en þó ekki einsdæmi því sama gerðist árið 1995 á fyrra kjörtímabili Bills Clin- tons forseta, þegar demókratar og repúblikanar komu sér ekki saman um aðgerðir í efnahagsmálum. Vaxtabyrðin þyngist frekar Með því að hækka skuldaþrösk- uldinn myndi ríkið fá heimild til að taka meira fé að láni og það lánsfé myndi enn auka á vaxtabyrðina. Eins og rakið er hér til hliðar hefur hagkerfið ekki rétt eins mikið úr kútnum og ráðgjafar Obama í efnahagsmálum áætluðu. Afleiðingin er sú að verðmæta- sköpun hefur ekki aukist nógu mikið til að skapa þær skatttekjur sem rík- ið verður að fá til að geta byrjað að greiða niður skuldirnar. Þá standa eftir tveir kostir. Ann- ars vegar rýrnun skulda með verð- bólgu þar sem verðmæti peninga í umferð minnkar með tilheyrandi her- kostnaði fyrir einstaklinga og fyr- irtæki. Síðari kosturinn virðist blasa við en hann felur í sér strangt aðhald í ríkisfjármálum og uppsagnir á opin- berum starfsmönnum, líkt og sveit- arfélög vestanhafs hafa þegar neyðst til að grípa til af sömu sökum. Við það fækkar störfum enn frekar í landi þar sem íbúunum fjölgar ár frá ári. Reuters Haldi sömu launum Starfsmaður General Motors mótmælir áformum um hagræðingu í rekstri fyrirtækisins sem ríkisstjórnin á nú meirihluta í. Haustið 2008 hét Obama því í kosningabaráttunni að stjórn hans myndi skapa 2,5 milljónir starfa, markmið sem var upp- reiknað í 3,5 milljónir undir lok ársins þegar teikn voru á lofti um að atvinnuleysi væri að minnka. J.D. Foster, sér- fræðingur hjá hugveitunni Heritage Foundation, bendir á þetta í pistli og hvernig störf- um hefði þurft að fjölga um 7,3 millj. til að markmið um raunfjölgun starfa um 3,5 millj. hefði náðst, m.t.t. til aukins atvinnuleysis. Þarf 7,3 millj- ónir starfa OBAMA OG LOFORÐIÐ Reuters Mótmælandi Krafan er skýr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.