Morgunblaðið - 04.01.2011, Side 21

Morgunblaðið - 04.01.2011, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2011 ✝ Steinunn KristínGuðmundsdóttir fæddist að Hrollaugs- stöðum á Langanesi 14. mars 1923. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð á Akureyri 22. desember 2010. Steinunn var dóttir hjónanna Hólmfríðar Guðbrandsdóttur, f. 1888, d. 1980, og Guð- mundar Jósefssonar, f. 1892, d. 1966. Systkini Steinunnar eru: Steinunn Kristín, f. 1921, d. 1922, Aðalbjörg, f. 1925, Jóhann f. 1926, d. 2002, og Unnur Margrét, f. 1929, d. 1987. Steinunn giftist Kristjáni Hall- dórssyni, byggingameistara, f. 26. september 1912, d. 24. maí 1991, 7. febrúar 1944. Börn þeirra eru: a) Guðmundur Hólm, f. 12. ágúst 1943, kona hans er Sigríður Guðrún Sigurðardóttir, f. 1943, eiga þau 4 börn og 9 barnabörn. b) Halldór Sigvaldi, f. 8. ágúst 1944, kona hans er Kristín Magnússon, f. 1943, eiga þau 2 syni og 4 barnabörn. c) Aðal- björg, f. 27. nóvember 1945, d. 3. ágúst 2008, gift Sigurjóni Norberg Ólafssyni, eiga þau 2 börn og 7 barnabörn. d) Sigrún Björk, f, 31. janúar 1949, gift Sig- urði Garðari Valdi- marssyni, f. 1946, eiga þau 3 dætur, 9 barnabörn og 2 barnabarnabörn. e) óskírður sonur, f. 8. september 1951, d. 12. september 1951. f) Sigurveig Halldóra, f. 3. október 1952, gift Pétri Ármanni Jó- hannssyni, f. 1954, eiga þau 3 börn. g) Helena Rut, f. 23. nóv- ember 1954, gift Rögnvad Erlingssyni, f. 1957, eiga þau 3 börn. h) Ingibjörg, f. 15. októ- ber 1957, gift Hinriki Kristjánssyni f. 1954, eiga þau 3 börn og 4 barna- börn. j) Hólmfríður Sigríður, f. 16. janúar 1959, gift Unnari Þór Lár- ussyni, f. 1958, d. 7. júní 2010, eiga þau 3 dætur og 1 barnabarn. Steinunn og Kristján hófu bú- skap sinn á Þórshöfn en fluttust til Akureyrar árið 1946. Árið 1963 hóf Steinunn að vinna hjá verksmiðjum SÍS og starfaði sem verkakona all- an sinn starfsaldur ásamt því að vera húsmóðir á stóru heimili. Útför Steinunnar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 4. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 13.30. Elsku mamma ekki hvarflaði að mér að ég væri að heimsækja þig í síðasta sinn í byrjun aðventunnar. Við Pétur áttum ánægjulega sam- verustund með þér yfir kaffibollum og súkkulaði. Fríða systir kom líka með Ásthildi litlu. Þú varst hress og þér fannst ekkert plaga þig frekar en fyrri daginn. Síðustu daga hefur hugurinn reik- að til samverustundanna í gegnum árin. Eftir að ég flutti suður var nota- legt að koma norður í heimsókn með fjölskylduna og spjalla við þig um heim og geima. Síðastliðin ár færði ég þér helstu fréttir af fjölskyldunni, en talið barst oft að gömlu dögunum. Ég er glöð yfir því, að við Pétur fór- um sumarið 2004 á æskuslóðirnar ykkar pabba, tókum myndir af ýms- um stöðum sem tengdust ykkur. Eft- ir þessa ferð fannst mér ég betur geta spjallað við þig um uppvaxtarár- in ykkar pabba og fyrstu búskapar- árin. Þú sagðir mér svo margt sem ég mun geyma í huga mér. Takk fyrir þessar samverustundir sem gáfu mér óskaplega mikið og allt sem þú gerðir fyrir mig og mína. Ég mun ylja mér við góðar minn- ingar um sterka konu og hvunndags- hetju, mömmu og ömmu sem gekk til allra verka án þess að kveinka sér. Allt var svo sjálfsagt, hvort sem það var fjölskyldan eða aðrir. Takk fyrir uppeldið og góða leiðsögn, en lífið brosti ekki alltaf við þér. Þú horfðir á eftir nokkrum af þínum nánustu ætt- ingjum svo sem nýfæddum syni, pabba, barnabarni, Æju systur og Unnari Þór, tengdasyni þínum. Allt þetta tók mjög á þig. Ég veit að þú varst orðin þreytt og þráðir hvíldina. Elsku mamma, megi Guð varð- veita sálu þína. Pabbi hefur tekið á móti þér með opnum örmum. Þín dóttir, Sigurveig (Veiga). Undanfarna daga hafa minningar frá æskuárum mínum á Akureyri streymt gegnum huga minn. Hér er af mörgu að taka. Ég var alin upp í stórri fjölskyldu, alls átta börn. Pabbi vann mikið, því marga munna þurfti að metta. Hlutverk mömmu voru þessi hefðbundnu heimilis- og upp- eldisstörf. Það þurfti ákveðna og duglega manneskju til að stýra svo stóru heimili. Móðir mín var skipu- lögð, afkastamikil og skynsöm kona. Heimilið var alltaf snyrtilegt og allt í röð og reglu, matur á ákveðnum tím- um. Við vissum að hverju við geng- um. Eins og tíðkaðist á þessum árum saumaði hún fötin á okkur. Minnist ég sérstaklega fallegu náttkjólanna sem hún saumaði á okkur systurnar fyrir ein jólin, ljósbláir og allir pífu- lagðir. Mikil vinna var lögð í sauma- skapinn. Fyrstu árin var hún heima- vinnandi húsmóðir, en síðan breyttust aðstæður og hún þurfti að fara út á vinnumarkaðinn. Það breytti litlu. Hún bara skipulagði sig. Það var oft að hún eldaði mat, bakaði og gekk frá þvotti, allt á sama tím- anum. Aldrei heyrði ég hana kvarta yfir þreytu eða sýna á annan hátt að henni fyndist þetta erfitt. Hún gekk í verkin. Eitt er mér sérstaklega minnis- stætt þegar ég á unglingsárum veikt- ist og taldi mig ekki geta klárað ákveðinn áfanga sem ég stefndi að. Ég ætlaði að gefast upp og hætta. Þá sagði mamma við mig: „Þú gefst ekki upp, heldur klárum við þetta saman.“ Og það var gert. Fyrir þetta er ég henni ævinlega þakklát. Í þessu sam- eiginlega verkefni okkar tók ég eftir að hún var greind kona og átti auð- velt með að setja sig inn í málin. Menntavegurinn hefði verið henni greiður. Elsku mamma, ég veit að þú varst orðin leið og þreytt og þráðir hvíld. Pabbi tekur vel á móti þér. Hann er búinn að bíða lengi. Hvíl í friði. Helena Rut. Elskuleg amma okkar kvaddi þennan heim þann 22. desember síð- astliðinn. Við systurnar viljum minn- ast ömmu Steinunnar með nokkrum orðum. Við urðum þeirrar gæfu að- njótandi að alast upp á Akureyri ná- lægt ömmu og afa. Kristín sem er elst okkar systranna ólst upp á heimili þeirra fyrstu tvö æviárin sín. Þar naut hún mikillar umhyggju frá ömmu og auðvitað afa líka. Við systurnar heimsóttum þau hjónin reglulega í Birkilundinn þar sem þau höfðu byggt sér fallegt heimili. Þar hafði afi einnig smíðað gróðurhús og þau hjónin ræktuðu þar m.a. tómata sem við systurnar fengum að gæða okkur á. Einnig fór- um við systur oft með þeim í sveitina, lítinn landskika í Eyjafirði, þar sem þau hjónin ræktuðu m.a. kartöflur. Margar minningar og ævintýri tengj- ast þeim ferðum, settar voru niður kartöflur og sullað í læknum. Oftar en ekki urðum við systurnar „sjop- pusvangar“, aðallega þó sú yngsta, þegar við nálguðumst Leirurnar og stoppuðu þau þá alltaf og gáfu okkur bláan Opal. Okkur þótti alltaf spennandi að heimsækja ömmu á haustin í skó- verksmiðjuna Gefjun, þar sem amma vann svo lengi, þá fengum við nýja vetrarskó. Þegar kom að öskudegi lá leiðin alltaf til ömmu á Gefjun þar sem við sungum fyrir hana og hún gladdist yfir því. Jólaboðin hennar ömmu voru mjög spennandi. Var hún þá búin að vélrita málshætti og setja inn í kökur. Var mikill spenningur þegar allir settust við borðið og hver las upp sinn málshátt. Amma átti það til að tala svolítið mikið og þegar við komum á fund hennar, lagði hún oft fyrir spurningar og svaraði þeim jafnharðan sjálf. Jákvæðni einkenndi Steinunni ömmu og lét hún aldrei styggðaryrði falla um nokkurn mann. Núna hefur amma fengið hvíld eft- ir vinnusama ævi og við vitum að það hefur verið tekið vel á móti henni hin- um megin. Þar sem afi og Æja dóttir þeirra hjóna og litli drengurinn þeirra hafa tekið á móti henni með opnum örmum. Hvíldu í friði, elsku amma. Kristín Björg, Kolbrún og Elva Dröfn. Það er alltaf sárt þegar einhver deyr sem er manni mikils virði. Nú er komið að því að hún elsku amma mín hefur kvatt þennan heim. Það er gott að eiga góðar minningar sem ylja um hjartarætur og hjálpa manni að tak- ast á við sorgina. Ég man þegar ég var lítil stelpa og fór til Akureyrar með fjölskyldu minni að heimsækja ömmu og afa í Birkilundinn. Það var alltaf tekið vel á móti manni og á þeirra heimili leið mér vel. Þau áttu svo fallegt og hlý- legt heimili þar sem voru húsgögn sem afi hafði smíðað og dúkar og púð- ar sem amma hafði gert. Enn fleiri minningar á ég samt frá því þau bjuggu í Einilundi, þangað kom ég oft. Þegar ég var orðin nógu gömul fékk ég að fljúga ein til Akureyrar til ömmu og afa. Ég man að ömmu fannst ég nú ekki borða nóg og samdi við mig um að ef ég yrði dugleg að borða fengi ég heitt kakó og kringlur annað hvert kvöld. Þessi samningur var auðvitað mjög spennandi og stóð ég við mitt til að fá mitt kakó og kringlu. Bernskuminningarnar eru margar ljúfar og góðar frá ömmu og afa. Þær minningar sem standa mér samt næst þegar ég hugsa um ömmu eru minningar frá því að amma opn- aði heimili sitt fyrir mig og Atla þeg- ar við hófum nám við Verkmennta- skólann á Akureyri. Amma bauð okkur að búa hjá sér í Einilundinum og þáðum við það. Amma gerði auð- vitað allt sem hún gat til þess að okk- ur liði sem best. Eldaði hangikjöt eða saltkjöt ansi oft þar sem ég hafði ein- hvern tímann sagt henni að mér þætti það ósköp gott. Stakk upp á því að panta pítsu annað slagið og stóð föst á því að sér þættu þær góðar. Okkur leið mjög vel á hennar heimili og erum við henni mjög þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með henni og fengum að kynnast henni ömmu enn betur. Við horfðum á bíómyndir fram eftir kvöldi og hún fylgdist með okkur læra við borðstofuborðið. Hún sýndi öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur mikinn áhuga. Amma upplifði með mér bæði gleði og sorg meðan á námi mínu á Ak- ureyri stóð. Það er ógleymanlegt að hafa verið hjá henni þegar ég gekk í gegnum erfiða tíma þegar snjóflóð féll á heimabæ minn. Þá lá ég í fangi ömmu og beið fregna og fann fyrir hlýju og umhyggu. Við Atli kláruðum okkar nám á Ak- ureyri og útskrifuðumst og amma var auðvitað þátttakandi í þeim gleði- dögum, enda átti hún svo sannarlega sinn þátt í því að við kláruðum námið. Síðustu stundir mínar með ömmu hafa líka verið gleðilegar. Í fyrra eignaðist ég mitt fyrsta barn og fór ég við fyrsta tækifæri til ömmu til að kynna hana fyrir dóttur minni. Amma hafði fylgst vel með þeim langa tíma sem það tók að eignast hana og gleðin leyndi sér ekki þegar hún hitti loks litlu stelpuna mína. Um leið og ég syrgi ömmu og hugsa til baka þá er ég þakklát fyrir svo margt. Ég er þakklát fyrir að hafa átt góðan tíma með ömmu og safnað saman mörgum minningum. Minningum sem munu ylja mér um hjartarætur ásamt þeim myndum sem ég á og þá sérstaklega þeim sem teknar voru í síðustu heimsóknum mínum til ömmu. Minning þín lifir elsku amma. Kristjana Hinriksdóttir. Steinunn Kristín Guðmundsdóttir ✝Yndislegi pabbi okkar, sonur og bróðir, HILMAR TÓMASSON, Valagili 21, Akureyri, er lést af slysförum mánudaginn 27. desember, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 7. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á styrktarreikning sem opnaður hefur verið í nafni dætra hans, kt. 020599-2869, reikningsnúmer 1145-05-251530. Helena Dögg og Hildur Jana, S. Jóna Hilmarsdóttir, Ari Már Torfason, Tómas Leifsson, Sigríður Gunnarsdóttir, Árni Þór, Ragnheiður Tinna, Salome og Gunnar Elís. ✝ Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, DÓRÓTHEA ANTONSDÓTTIR frá Vík í Mýrdal, sem lést laugardaginn 1. janúar, verður jarðsungin frá Stórólfshvolskirkju, Hvolsvelli, föstudaginn 7. janúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjálfsbjargarheimilið, Hátúni 12. Fyrir hönd aðstandenda, Charlotte Guðlaugsson, Anton Karl Þorsteinsson, Hanna Valdís Garðarsdóttir, Helga Þorsteinsdóttir, Baldur Þór Bjarnason, Þorbjörg Sif Þorsteinsdóttir, Hreimur Örn Heimisson og barnabörn. ✝ Elsku maðurinn minn og faðir okkar, HELGI MARKÚS KRISTÓFERSSON, Silfurteigi 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum föstudaginn 31. desember. Anna M. Jensdóttir, Guðný Á. Helgadóttir, Áslaug Helgadóttir, Hulda Helgadóttir, Jens B. Helgason. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, vinur, afi og lang- afi, HALLDÓR RÓSMUNDUR HELGASON, Pósthússtræti 3, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 2. janúar. Magnea Halldórsdóttir, Kristján Ingi Helgason, Ragnar Helgi Halldórsson, Þórunn Friðriksdóttir, Halldóra Halldórsdóttir, Erlingur Rúnar Hannesson, Guðrún Bjarnadóttir, afa- og langafabörn. ✝ Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTRÚN SIGURRÓS Á. LUND, lést á Hrafnistu miðvikudaginn 29. desember. Jarðsungið verður frá Landakotskirkju föstudaginn 7. janúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningar- kort Hrafnistu eða kaþólsku kirkjunnar. Stefán Lund, Gunnar Lund, Marianne Lund, Lucia Lund, Ragnar Helgi Róbertsson, Thorben Lund, Marion Herrera, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.