Morgunblaðið - 04.01.2011, Side 24

Morgunblaðið - 04.01.2011, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2011 ✝ María BergmannHreggviðsdóttir fæddist í Keflavík 10. nóvember 1933. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja 14. desember 2010. Foreldrar hennar voru Hreggviður Bergmann, útgerð- armaður og fram- kvæmdastjóri, og Kar- ítas S. Karlsdóttir húsmóðir sem bæði eru látin. Systur Mar- íu voru Guðlaug Berg- mann, f. 17. okt. 1932, sem er látin, og Marta Þ. Bergmann húsmóðir, f. 30. júní 1952, gift Thyis Hofman tölvutækni og eru þau búsett í Hol- landi. María giftist eftirlifandi eig- inmanni sínum hinn 25. des. 1953, Kristjáni Geir Péturssyni og áttu þau tvö börn, 1) Pétur Fr. Krist- jánsson, hann á þrjá syni, a) Gestur Pétursson, giftur Bjarneyju Hall- mannsdóttur, þau eiga þrjá syni, b) Kristján Geir Pétursson, giftur Henný Hinz, þau eiga þrjú börn, og c) Sindri Pétursson, ókvæntur og barnlaus. 2) Karítas Bergmann, gift Kristni Eyjólfssyni, og eiga þau þrjú börn, a) María Kristinsdóttir, gift Jón Óskari Jóns- son Weat, þau eiga tvö börn, b) Eyjólfur Br. Kristinsson, í sambúð með Ástu Mjöll Ósk- arsdóttur, þau eiga einn son, og c) Thelma Rut Kristinsdóttir. María Bergmann var fædd og uppalin í Keflavík. Eftir hefð- bundna skólagöngu í Keflavík var hún í Reykholti í Borgarfirði tvo vetur og tók gagnfræðapróf. María vann öll sín ár við skrifstofustörf og var virk- ur þátttakandi í stjórnmálum bæj- arins í Sjálfstæðisflokknum og sat þar í mörgum nefndum og störfum á vegum hans. Var formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Sóknar í mörg ár. Hún hafði mikinn áhuga á tónlist, og spilaði á píanó og söng í Kvennakór Suðurnesja á sínum yngri árum. Hún var mjög trúuð kona og dul og trúði á æðra til- verustig. María var jarðsungin í kyrrþey í Keflavíkurkirkju 21. desember 2010. Kæra mamma. Mikið var erfitt að kveðja þig. Nú ertu farin á betri braut, þar sem þú finnur ekki lengur til, og þarft ekki að þjást lengur. Þetta er búinn að vera erfiður róður hjá þér sl. þrjú ár en aldrei vildir þú gefast upp, og við ekki heldur, og pabbi er búinn að standa þér við hlið eins og klettur allan tímann. Ég vil þakka þér fyrir allan þinn tíma sem þú gafst börnunum mínum sem sakna þín sárt í dag. Alltaf varst þú tilbúin að hlúa að þeim. Þið pabbi kynntust 15 ára gömul og hélduð alltaf tryggð við hvort annað, sama á hverju gekk, fram í andlátið, þvílík fegurð að sjá ykkur oft saman. Þið voruð alltaf eins og nýtrúlofuð, þótt þið væruð orðin 77 ára gömul, þegar kallið kom. Sumarbústaðurinn okkar allra, var þvílíkur sælureitur, og eigum við og börnin okkar og barnabörnin aldrei eftir að gleyma þeim góðu stundum sem við áttum þar. Einnig þegar þú varst að spila á píanóið þitt í stofunni heima, þá stundum vökn- aði manni um augun, þvílíkur tónlist- armaður sem þú varst, hvort sem þú spilaðir eftir nótum eða nótnalaust. Þitt líf snerist um pabba, Pétur og fjölskylduna okkar og börnin og barnabörnin. Oft léstu í þér heyra við ættingjana og stundum við vinina, ef þér mislíkaði eitthvað, en innst inni varstu með barnshjartað, sem ekk- ert illt mátti sjá. Þú stóðst alltaf við bakið á Pétri bróður, sem varð sjúk- lingur snemma, og þú gerðir allt sem í þínu valdi stóð til að hann fengi góða læknisþjónustu og velferð. Ég sagði nú oft við þig, þegar þú varst að berjast fyrir þeim sem minna máttu sín, að sumir hefðu nú fengið Fálka- orðuna fyrir minna en það sem þú reyndist honum Pétri í sínum veik- indum og sástu til þess að hann yrði á öruggum stað eftir þína daga. Elsku mamma mín, minning þín mun lifa hjá okkur og ættingjunum, og við Kiddi skulum hugsa vel um pabba fyrir þig. Ég kveð þig að sinni, kæra mútta mín. Kveðja frá dóttur þinni, Karítas Bergmann (Tasin). Ég kynntist Mæju fyrir um 36 ár- um þegar við Kaja kynntumst. Það er mér ofarlega í huga hversu vel hún og Kiddi tóku mér strax. Aldrei bar skugga á okkar samskipti eftir það, með örfáum undantekningum, Mæja var jú skapmikil og ákveðin kona sem sagði sínar skoðanir, oft umbúða- laust og ekki alltaf öllum til ánægju, en það veðraðist venjulega fljótt yfir slíkt. Ég minnist okkar ánægjulegu samverustunda í sumarbústaðnum við hin ýmsu störf, þar á meðal gróð- ursetningu trjáa. Hún var að vísu ekki mikil áhugamanneskja um gróð- ursetningu, en gladdist við hvert tré sem sett var í mold fyrir austan. En eitt mátti ég ekki gera, það var að byrgja fyrir útsýnið til Heklu. Hekla var hennar fjall. Mæja var mjög pólitísk og starfaði í Sjálfstæðisflokknum í mörg ár, var m.a. formaður Sjálfstæðiskvennafé- lags Keflavíkur um áraraðir. Tók þátt í nefndum á vegum bæjarins og sat landsfundi flokksins. Félags- málanefnd var held ég hennar uppá- haldsnefnd. Þar gat hún haft áhrif á að fátækt fólk fengi réttláta aðstoð. Hún var nösk á að greina þá sem voru hjálpar þurfi og svo hina sem reyndu að ná fé út úr kerfinu, án þess að þurfa þess með. Gegn því barðist hún og aflaði sér ekki alltaf vinsælda hjá öllum. Þannig var réttlætiskennd hennar. Ég sagði oft við Mæju að hún væri ekki í réttum flokki, hún væri í raun ekkert annað en sósíalisti. Ég held að hún hafi verið sammála mér í því. Hjálpsemi hennar og Kidda við okkur Kaju á erfiðleika- og uppbygg- ingarárum okkar litlu fjölskyldu var einstök. Alltaf gátum við leitað til þeirra ef eitthvað bjátaði á. Það sem stendur þó upp úr öllu er áralöng barátta þeirra og þó sérstaklega hennar við kerfið fyrir Pétur. Það var aðdáunarvert hversu hart hún lagði að sér til að hann fengi góðan stað til að vera á. Það tókst að lokum sem betur fer. Þessi fátæklegu orð segja ekki margt um Maríu Bergmann. Hún var stórbrotnari karakter en það, en læt þetta nægja með þökk fyrir allt og allt. Góður Guð blessi minningu hennar. Þinn tengdasonur, Kristinn Eyjólfsson. Ó elsku amma María mín, mikið hafa síðustu dagar verið mér þung- bærir. Tilhugsunin um það eitt að nú sjái ég þig ekki oftar er óþægileg og af eigingirni minni einni saman vildi ég hafa þig hjá okkur áfram. Það eitt sem róar huga minn er að nú þjáist þú ekki lengur af veikindum þínum og ég hef þá trú að nú vakir þú yfir okkur og verndir. Mikið óskaplega hafa síðastliðin tvö ár verið þér þung- bær og erfið, tala ég nú ekki um síð- ustu dagana áður en þú kvaddir þennan heim. Þú sýndir mikla bar- áttu, enda þitt helsta einkenni kraft- ur og dugnaður. Ég á svo ótal margar góðar minn- ingar með þér amma. Sérstaklega eru mér minnisstæðar ferðirnar okk- ar austur í Maríulundinn okkar. Stundum fórum við bara tvær og vor- um saman í nokkra daga. Þú hafðir einstaklega gaman af Boney M – Ri- vers of Babylon og Queen. Ferðin byrjaði alltaf á því að stinga kass- ettunni í tækið í bílnum í Langholt- inu, hækka vel upp og svo kom það, Boney M. Það var gaman í Bensan- um á leið austur, við sungum eins og við ættum lífið að leysa. Ég gleymi því aldrei þegar þú fékkst mig til að skríða undir bústað til að hjálpa þér við að taka spýtur undan pallinum, ég skreið undir, sótti spýtur og dótarí á meðan þú glottir skemmtilega í hvert sinn sem ég skreið undan og rétti þér það sem ég fann. Um kvöldið spurð- irðu mig hvort ég hefði séð einhverj- ar mýs undir bústaðnum, en þá varstu svo logandi hrædd við mýs að þú gast ekki skriðið undir af hræðslu við mýslu. Við rifjuðum oft upp þessa sögu og hlógum saman að henni. Bú- staðarferðirnar einkenndust af góðri samveru, við spiluðum ólsen og þú lagðir kapal, eldaðir góðan mat, fórst með mig um sveitina og sagðir mér sögur af sjálfri þér. Við vorum ekki alltaf sammála um alla hluti og þú lást ekki á skoðunum þínum og lést mig alveg vita af því sem þér líkaði ekki. Það var ákaflega gott að eiga þig að, oft hljóp ég til ykkar afa ef mér lá eitthvað á hjarta. Sama hvað það var. Þið tókuð alltaf á móti mér opnum örmum og ég fann alltaf öryggi og vellíðan í kringum ykkur. Þið skilduð mig alltaf. Þú varst mikill sælkeri og eitt það besta sem þú fékkst var Toblerone. Því stærra því betra, augu þín urðu að stórum demöntum þegar þú fékkst slíkt súkkulaði. Ég mun seint gleyma þeirri stundu sem við mamma áttum með þér uppi á spítala fyrir skemmstu, þá varstu að vakna eftir langan svefn, með næringu í æð, þú spurðir hvað væri í matinn, ávaxtagrautur, sem var ekki spenn- andi af svip þínum að dæma, ég spurði þig hvort ég ætti að kaupa handa þér KFC kjúkling, aftur sá ég þessa fallegu demanta í augum þín- um, já svaraðir þú, ég mataði þig, þú stundir með hverjum bita og naust vel. Það þurfti ekki mikið til að gleðja þig, elsku amma mín. KFC og Toble- rone var eitt af þínum uppáhalds. Ég er ákaflega hreykin af þér og þú varst einstakur karakter, sú allra besta amma sem hægt er að hugsa sér. Ég mun halda minningu þinni á lofti, amma. Ég mun standa við það sem ég hvíslaði í eyrað á þer á meðan þú lást á gjörgæslunni. Nú kveð ég þig í hinsta sinn, elsku amma Mara mín. Þín, María (Bæsa). Elsku amma mín, ég áttaði mig ekki á því að hinn 14. desember myndi ég upplifa erfiðasta dag lífs míns, en þann dag kvaddi ég þig. Þú varst búin að vera mikið veik í tvö ár en aldrei gafstu upp. María Bergmann ✝ Guðrún Álfsdóttirfæddist í Reykja- vík 6. mars 1926. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu DAS í Boðaþingi, Kópavogi, 11. desem- ber 2010. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Magnúsdóttir, f. 5. júní 1894, d. 5. mars 1969, og Álfur Arason, f. 9. október 1897, d. 22. maí 1983. Guðrún átti 11 systk- ini. Ingibjörg, f. 1916, d. 2009, Sigurður Ar- on, f. 1918, d. 1998, Sigríður, f. 1920, d. 2007, Ólöf, f. 1922, d. 2004, Magn- ea, f. 1923, d. 1987, Sveinbjörn Ósk- ar, f. 1927, d. 1927, Jón Óskar, f. 1927, Ágústa, f. 1932, Magnús, f. 1935, Sigurbjörg, f. 1935, d. 1935. Guðrún giftist 12.11. 1955 Jóni Antoni Stefánssyni prentmynda- smið, f. 11. apríl 1925, d. 17. apríl 1977. Foreldrar hans voru Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, f. 9. maí 1893, d. 7. nóvember 1973, og Stefán Sig- urðsson frá Hvítadal, f. 11. október 1887, d. 7. mars 1933. Guðrún og Jón eignuðust sex börn. 1) Ragnhildur Anna, f. 26. ágúst 1954, maki Ingi Þór Hafsteinsson. Börn þeirra eru a) Guðjón, maki Sigríður Agnes og eiga þau 2 börn, Arn- ór Inga og Önnu Rak- el, b) Hafsteinn Anton, c) Anna Guðrún. 2) Stefán Börkur, maki Helga Jóhannesdóttir, barn Stefáns a) Þórey Rósa. 3) Sighvatur Sturla Þorlákur, maki Erna Einarsdóttir, börn þeirra eru 3: a) Linda Hrönn, b) Hrólf- ur Leó, c) Jóhannes Leó. 4) Sigríður María, maki Árni And- erssen, barn Sigríðar: a) Pétur Már, barnsmóðir Nína Sif. Þau eiga 2 börn: Agnes Embla og El- ísa Ásta. 5) Álfhildur Agnes, maki Guðmundur Helgi Helgason, barn Álfhildar: a) Erla Agnes, maki Pétur Orri þau eiga eitt barn, Óðin Orra. 6) Guðrún Elísabet, maki Guðlaugur Helgason Friðjónsson, börn þeirra eru: a) Elva Rut, b) Friðjón. Guðrún vann við bókband sem ung kona en eftir að hún eignaðist börnin var hún heimavinnandi hús- móðir. Þegar börnin voru orðin stór þá fór hún aftur út á vinnumark- aðinn og vann þá að mestu við bók- band. Útför Guðrúnar fór fram í kyrr- þey. Elsku amma mín er fallin frá, 84 ára að aldri. Ég var svo lánsöm að fá að alast upp hjá henni og móður minni frá fæðingu og get sagt af mikilli sann- færingu að það hefur svo sannarlega auðgað líf mitt að hafa fengið að njóta svo mikilla samvista með ömmu minni á uppvaxtarárunum. Það eru forrétt- indi að fá að hafa ömmu sína svona ná- lægt sér. Amma mín var einstaklega dugleg kona. Hún vann úti þar til ég var orðin unglingur en var líka alltaf svo mikil húsmóðir. Hún bakaði mikið, yfirleitt fyrir hádegi á laugardögum, og alltaf voru til kökur heima hjá okkur. Þá tíðkaðist það líka að hafa heitan mat í hádeginu á sunnudögum, iðulega lambalæri í brúnni sósu með öllu mögulegu meðlæti. Svo voru afgangar á mánudögum þegar ég kom heim úr skólanum. Þvílíkur munaður að hafa fengið að alast upp á þennan hátt. Amma sagði mér oft sögur, bæði frá uppvaxtarárum sínum og þegar her- mennirnir voru hér á landi. Hún átti skemmtilegar sögur í gagnabankan- um sem tengdust hinum ýmsu lögum og frösum frá þessum árum. Ein saga sem amma sagði mér oft, var sagan af Þórdísi, kölluð Dísa, fimm ára. Ná- kvæmlega á þennan hátt hófst sagan í hvert einasta sinn sem amma sagði hana. Upphafið var alltaf hið sama, þótt innihaldið breyttist örlítið frá einni sögustund til þeirrar næstu. Eftir því sem barnabörnunum fjölg- aði, heyrðist sagan af Þórdísi, kölluð Dísa, fimm ára, oftar og oftar og ég varð vitni að því hvernig öll barna- börnin og barnabarnabörnin hennar ömmu hlustuðu af miklum áhuga í hvert sinn. Við eigum eflaust hvert sína útgáfu af sögunni en hún fjallaði í stórum dráttum um Þórdísi sem týndist og fékk aðstoð lögreglu til að rata aftur heim. Amma hafði alltaf tíma til þess að sitja og rabba. Amma hefur skilið eftir sig spor í mótun þeirrar manneskju sem ég er í dag. Ég fékk oft að heyra það sem barn og unglingur að ég skildist ekki af vinkonunum og að ég talaði „eins og gamall kall“. Ég hló yfirleitt að þessum athugasemdum og átti erfitt með að skilja hvernig þær gátu ekki hafa heyrt þessi orð sem voru í dag- legri notkun á mínu heimili. Í dag veit ég hversu ákaflega lánsöm ég hef ver- ið. Amma var ákaflega hænd að litla gullmolanum mínum, honum Óðni Orra. Við reyndum að kíkja í heim- sókn til hennar allavega einu sinni í viku og í hvert sinn sem við komum fannst henni hann hafa vaxið um heil- an helling og eins fannst henni hún ekki hafa séð hann í heila eilífð. Óðinn Orri var líka ákaflega hrifinn af lang- ömmu sinni og fannst alltaf gaman að vera hjá henni, hún átti líka svo skemmtilegan staf sem hann fékk að leika sér með. Ég er svo fegin að hann hafi fengið að kynnast langömmu sinni og mun halda minningu hennar á lofti með því að tala um hana, hversu góð og yndisleg hún hafi verið og hversu mikið hún elskaði börnin sín, barnabörn og langömmubörn. Hvíldu í friði elsku amma mín, við yljum okkur við minningarnar sem eru svo margar og yndislegar og gleðjumst yfir því að hafa fengið að hafa þig hjá okkur. Erla Agnes Guðbjörnsdóttir, Pétur Orri Brynjarsson og Óðinn Orri Pétursson. Guðrún Álfsdóttir ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HALLDÓRU BJARNEYJAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Gógó, Lyngholti 13, Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir hlýhug og góða umönnun. Haraldur Hafsteinn Ólafsson, Þorsteinn Haraldsson, Jan Haraldsson, Guðmundur Sighvatsson, Sigrún Haraldsdóttir, Björn Oddgeirsson, Ólöf Haraldsdóttir, Ásgeir Þórisson, Sigurður Halldór Haraldsson, Steinunn Una Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA KATRÍN HJARTARDÓTTIR, Lóa, frá Fremri-Hrafnabjörgum, Dalabyggð, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 28. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. janúar kl. 15.00. Jarðsett verður í Snjóksdal laugardaginn 8. janúar. Ólafía Bjargmundsdóttir, Ólafía Magnea Hinriksdóttir, Halldóra G. Hinriksdóttir, Páll L. Sigurðsson, Bjargey Una Hinriksdóttir, Róbert Einar Jensson, Hinrik Ingi Hinriksson og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.