Morgunblaðið - 04.01.2011, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 04.01.2011, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2011 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Ofviðrið (Stóra sviðið) Lau 8/1 kl. 20:00 3.k Mið 19/1 kl. 20:00 Fim 3/2 kl. 20:00 9.k Sun 9/1 kl. 20:00 4.k Fös 21/1 kl. 20:00 7.k Fim 10/2 kl. 20:00 10.k Mið 12/1 kl. 20:00 5.k Þri 25/1 kl. 20:00 Sun 20/2 kl. 20:00 Fim 13/1 kl. 20:00 6.k Mið 26/1 kl. 20:00 Þri 18/1 kl. 20:00 Sun 30/1 kl. 20:00 8.k Ástir, átök og leiftrandi húmor Fjölskyldan (Stóra svið) Fös 7/1 kl. 19:00 Sun 23/1 kl. 19:00 Fös 4/2 kl. 19:00 auka Lau 15/1 kl. 19:00 Lau 29/1 kl. 19:00 auka "Stjörnuleikur sem endar með flugeldasýningu", BS, pressan.is Jesús litli (Litla svið) Fös 7/1 kl. 19:00 aukas Lau 8/1 kl. 19:00 aukas Gríman 2010: Leiksýning ársins Jesús litli - leikferð (Hof - Hamraborg) Lau 15/1 kl. 16:00 Sun 16/1 kl. 20:00 Mið 19/1 kl. 21:00 Lau 15/1 kl. 20:00 Þri 18/1 kl. 21:00 Fim 20/1 kl. 19:00 Sun 16/1 kl. 16:00 Mið 19/1 kl. 19:00 Fim 20/1 kl. 21:00 Sýnt í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í samstarfi við LA Faust (Stóra svið) Fim 6/1 kl. 20:00 Fim 20/1 kl. 20:00 Fös 28/1 kl. 20:00 aukas Fös 14/1 kl. 22:00 Lau 22/1 kl. 20:00 aukas Sun 16/1 kl. 20:00 Fim 27/1 kl. 20:00 aukas Aukasýningar vegna fjölda áskorana Elsku Barn (Nýja Sviðið) Fim 13/1 kl. 20:00 frums Mið 19/1 kl. 20:00 3.k Mið 26/1 kl. 20:00 5.k Fös 14/1 kl. 19:00 2.k Fös 21/1 kl. 20:00 4.k Sun 30/1 kl. 20:00 6.k Nístandi saga um sannleika og lygi Afinn (Litla sviðið) Mán 10/1 kl. 20:00 fors Mið 19/1 kl. 20:00 4.k Mið 26/1 kl. 20:00 9.k Þri 11/1 kl. 20:00 fors Fim 20/1 kl. 20:00 5.k Fim 27/1 kl. 20:00 10.k Mið 12/1 kl. 20:00 fors Fös 21/1 kl. 19:00 6.k Fös 28/1 kl. 19:00 11.k Fim 13/1 kl. 20:00 fors Fös 21/1 kl. 22:00 aukas Fös 28/1 kl. 22:00 aukas Fös 14/1 kl. 20:00 frums Lau 22/1 kl. 19:00 7.k Lau 29/1 kl. 19:00 Lau 15/1 kl. 20:00 2.k Lau 22/1 kl. 22:00 aukas Lau 29/1 kl. 22:00 Sun 16/1 kl. 20:00 3.k Sun 23/1 kl. 20:00 8.k Sun 30/1 kl. 20:00 Óumflýjanlegt framhald Pabbans Ofviðrið – „Ógleymanleg stund,“ B.S pressan.is Hátíðartilboð Gjafakort Þjóðleikhússins Miðasala Hverfisgötu I 551 1200 I leikhusid.is Hallgrímspassía SigurðarSævarssonar var frum-flutt á föstudaginnlanga í apríl 2007. Textinn er sóttur í Passíusálma Hallgríms Péturssonar enda virð- ast sálmarnir og inntak þeirra hafa haft sterk áhrif á tónskáldið strax á unga aldri. Í texta- bók geisla- disksins segir Sigurður frá minningum sínum af afa sínum, Skúla Oddleifssyni, sem hafði Pass- íusálmana í hávegum og voru hinir árlegu útvarpslestrar sveipaðir helgum virðingarblæ í hans ranni. Tónskáldið segir einnig, að hann hafi í upphafi viljað ná þessum anda útvarpslestranna inn í tón- listina en texti Hallgríms, reiði hans og sorg hafi einfaldlega kraf- ist dramatískari framvindu. Vissu- lega má það til sanns vegar færa að tónlistin er á köflum mjög dramatísk en slíkum meðulum er ávallt beitt í hófi og af smekkvísi. Útkoman verður heilsteypt verk, dramatíkin ólgar undir niðri en yf- irborðið kyrrlátt og íhugult og hæfir mjög vel því 17. aldar and- rúmslofti, sem textinn var saminn í. Tónlistarflutningurinn í passí- unni er allur óaðfinnanlegur. Jó- hann Smári syngur burð- arhlutverkið og hæfir hans breiða, volduga bassarödd hans hlutverk- inu ákaflega vel. Aðrir einsöngv- arar eru meðlimir kórsins, sem eykur enn á heildarsvip verksins og standa þeir sig allir með ein- stakri prýði, enda vel skólaðar raddir. Caput-hópurinn er skip- aður einvalaliði, sem hefur fyrir löngu skipað sér í fremstu röð flytjenda nýrrar kammertónlistar og veldur ekki vonbrigðum að þessu sinni, hver tónn á sínum stað og flutningurinn úrvalsgóður. Utan um allt heldur síðan Hörður Áskelsson stjórnandi og er þessi úrvalsútkoma væntanlega ekki síst honum og hans vinnu að þakka. Umslagið er fallegt og látlaust en ríkt að innihaldi. Flytjendum og öðrum aðstandendum eru gerð góð skil og einnig fylgir ensk þýð- ing á textum Passíusálmanna í þýðingu Michael Fell. Hljóðritun var í höndum Sveins Kjart- anssonar og er með miklum ágæt- um, skýrleiki mikill og gott jafn- vægi milli hljóðfæra og söngs. Það var haft á orði eftir frum- flutning verksins árið 2007 að það hefði alla burði til þess að verða sígildur þáttur í íslenskri kirkju- tónlistarhefð og er ég því, ekki síst í ljósi þessarar afbragðs- útgáfu, hjartanlega sammála. Geisladiskur Hallgrímspassíabbbbn Sigurður Sævarsson: Hallgrímspassía. Jóhann Smári Sævarsson B, Hafsteinn Þórólfsson Bar., Benedikt Ingólfsson B, Guðmundur Vignir Karlsson T, Örn Arn- arson T, Guðrún Edda Gunnarsdóttir A, Schola Cantorum og Caput. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. SNORRI VALSSON TÓNLIST Töfrar hófseminnar Morgunblaðið/Einar Falur Tónskáld og einsöngvari Bræðurnir Sigurður og Jóhann Smári Sævars- synir. Rýnir segir passíuna „heilsteypt verk“ og flutninginn „úrvalsgóðan.“ Freedom - Jonathan Franzen Freedom var bók ársins og um leið umdeildasta bók ársins. Í bókinni, sem er frábær- lega vel skrifuð, segir Franzen sögu fjölskyldu undir lok nýlið- innar aldar og fram á þessa, rekur örlög frjálslyndra hjóna og barna þeirra tveggja, brestina í hjónabandinu sem fara sífellt stækkandi og það hvernig frelsið er ekki alltaf frelsandi. A Visit from the Goon Squad - Jennifer Egan Á yfirborðinu er þetta bók um gamlan pönkara og plötuútgef- anda og unga konu sem vinnur hjá honum. Þeg- ar grannt er skoða er þó mun meira undir, ekki síst það hvernig vald og valdbeiting tærir sálina, bylting verður að iðn- aði og það hvernig maður eldist ekki, heldur verður maður skyndi- lega aldraður. Egan stekkur fram og aftur í tíma til að gefa okkur mynd af söguhetjunum og gefur okkur færi á að greina flækjurnar í samskiptum þeirra, en sjálf skilja þau hvorki upp né ofan í hvað það er sem knýr þau áfram. Hitch-22 - Christopher Hitc- hens Christopher Hitchens er bráð- skemmtilegur penni, fróður og fær, og greinar hans og bækur skemmtun hvort sem maður er sammála honum eða ekki. Hann skautar reyndar yfir margt í bókinni, segir lítið af sínum nánustu og er mjög upptekinn af því hvað hann hafi alltaf haft rétt fyrir sér, en hann er bara svo skemmtilega leið- inlegur að það er alveg frábært. Ilustrado - Miguel Syjuco Sagan hefst með því að lík filippseyska rit- höfundarins Cri- spins Salvadors er veitt upp úr Hudson-á í New York. Smám saman kemur í ljós að þetta er þó enginn venju- legur reyfari heldur er sögu- maður, Miguel, sem er læri- sveinn Salvadors, að leita að handriti að síðustu bók átrún- aðargoðs sín og lýsir um leið fil- ippseysku samfélagi síðustu ára- tuga með öllum sínum mótsetningum. Life - Keith Richards Að mínu viti er Keith Richards það eina sem skiptir máli þeg- ar Rolling Stones eru annars veg- ar, tónlistarheil- inn á bak við allt saman. Víst má halda því fram að hann sé alltaf að semja sama lag- ið, en það verður ekki af honum tekið að Richards er erkitýpa rokk- arans, svalastur allra. Frásögnin rennur vel þó fátt komi á óvart í bókinni, en sjálfsagt hafa einhverjir gaman af því að velta því fyrir sé hvernig svo miklir kjánar, sem þeir félagar óneitanlega voru (og eru sumir enn), gátu búið til svo fína músík. Parrott and Olivier in America - Peter Carey Þessi pík- areska frásögn segir frá því er þeir John Larrit, írskur æv- intýramaður, og Olivier-Jean- Baptiste de Cla- rel de Barfleur de Garmont, snobbaður franskur aðalsmaður, halda til Ameríku að kynna sér fangelsismál. Bókin er þó ekki eig- inleg ferðasaga, heldur þroskasaga og hugleiðing um vináttu og lýð- ræði. Room - Emma Donoghue Á yfirborðinu er þetta ekki skemmtileg saga; fimm ára drengur býr með móður sinni í níu fermetra her- bergi og hafa bú- ið þar alla ævi, fangelsuð af óþokkanum Nick sem kemur í heimsókn á nótt- unni. Vissulega óhugnarlegt, en bókin er þó ekki um óhugnað heldur um það hvernig finna má gleði og fegurð hvarvetna. The Emperor of All Maladies - Siddhartha Mukherjee Þó þeim sjúk- dómum sem draga menn til dauða hafi fækk- að á und- anförnum öldum er krabbameinið það sem erfiðast er að glíma við og það sem vek- ur mestan ugg. Siddhartha Muk- herjee, sem er meinasérfræð- ingur, rekur 4.000 ára sögu krabbameins, segir sjúkrasögur og af þeim sem glíma við sjúk- dóminn. The Passage - Justin Cronin Mér þykir lík- legt að fólk sé al- mennt búið að fá ógeð á vamp- írubókum og eins á heimsenda- bókum, en kannski er ein- hver stemmning fyrir bókum sem sameina þetta, vampírur sem valda heimsendi, eða í það minnsta enda- lokum siðmenningar okkar. Þannig bók er The Passage, hnausþykkur vampíruvísindaskáldskaparreyfari (um 800 síður) sem er einkar skemmtileg lesning. The Thousand Autumns of Jacob De Zoet - David Mitchell Mitchell nýtir sem sögusvið sérkennilega skipan á sam- skiptum Japana við umheiminn á átjándu öld, á tímum Edo- ríkisins, þegar Japan var lokað land og evr- ópskir kaupmenn þurftu að hafast við í Dejima, tilbúinni eyju í Naga- saki-flóa. Dvöl á tilbúinni eyju und- irstrikar forboðna ást sem er burð- arás sögunnar, en í henni er líka hellings hamagangur. (Bókum er skipað í stafrófsröð, nema bók ársins.) Bestu erlendu bækur ársins 2010 Árni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.