Morgunblaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 1
Tveir miðlar, ein auglýsing, tvöföld áhrif. Auglýsingin birtist líka á mbl.is20. janúar 2011 Á SKÍÐI FYRIR AUSTAN - Flug, skíðapassi og gisting á Icelandair Hótel Héraði Egilsstöðum >> Flogið til Egilsstaða á fimmtudegi. >> Skíðapassi á skíðasvæðið Stafdal, Seyðisfirði. >> Tilboðsverð á flugi og gistingu janúar – apríl 2011.25.700 kr. Bókaðu hjá hópadeild í síma 570 3075 eða hopadeild@flugfelag.is Verð frá á mann í tveggja manna herbergi. Reglulegt viðhald á hurðum og glugg- um, póstum, fögum og læsingum er mikilvægt til að þau endist vel og gegni hlutverki sínu, segir Þórður Árnason húsasmíðameistari. 4 Gluggar og fög fasteignir Audi A1 er gullfallegur og kippir í kynið. Stuttur og snagg- aralegur með mjög sportlegar línur. Vel fer um farþega jafnt sem ökumann í þessum fjör- lega en þó eyðslugranna bíl. 16 bílar Audi A1 er eðalbíll Nær 13% félaga í Eflingu eru án vinnu og kjör margra hafa verið skert. Margir þora ekki að sækja rétt sinn af ótta við uppsögn, segir Harpa Ólafsdóttir, hag- fræðingur stéttarfélagsins. 10 Ótti í Eflingu Á vegum Slysavarnafélags- ins Landsbjargar er nú unnið að því að kortlegga sprungna jökla landsins með tilliti til slysahættu. Jöklarnir eru fjölfarnir en ferðir geta endað illa sé óvarlega farið. 15 Kortleggja jöklana Húsið var byggt árið 1765 sem íbúðarhús fyrir danska einok- urnarkaupmenn sem höndluðu á Eyrarbakkanum. Húsið telst til elstu bygginga landsins og var lengi vel merkt menning- arsetur þar sem erlendra áhrifa gætti. 4 Húsið á Eyrarbakka Íkvikmyndinni Roklandi leikurElma Lísa Gunnarsdóttir Döggu,ástkonu Bödda, sem leikinn er afÓlafi Darra Ólafssyni. Elma orðar það sjálf sem svo að Döggu mætti kalla bæjarglyðruna. Og nei, ástaratriðin voru ekkert sér- staklega erfið. „Það eru þarna nokkur nektaratriði í myndinni, en líka til- finningalegar senur sem voru töluvert krefjandi. Raunar má segja að þetta sé stærsta og mest krefjandi hlutverk sem ég hef leikið og veruleg áskorun að ljá henni Döggu ákveðna dýpt og marg- brotinn persónuleika,“ segir Elma. „Hún er stelpan sem allir í plássinu hafa sofið hjá, og meira að segja starfandi sérstakt Dögguvinafélag í bænum, en umfram allt er hún saklaus sál í leit að ástinni, og telur sig hafa fundið í Bödda það sem hún er að leita að.“ Ádeila á græðgisvæðingu Handrit kvikmyndarinnar byggist á samnefndri skáldsögu Hallgríms Helga- sonar. Böddi er kominn aftur í sinn litla heimabæ eftir langa námsdvöl í evr- ópskri heimsborg. Hann hefur allt á hornum sér og miklar skoðanir á hvert samfélagið stefnir. Áhorfendur fylgjast með hvernig smám saman strekkist meira á taugum Bödda uns ekki er leng- ur með öllu ljóst hvort hefur gengið af göflunum: Böddi eða íslenskt samfélag. Elma segir efni kvikmyndarinnar eiga erindi við landsmenn nú sem aldrei fyrr. „Óhætt er að segja að myndin komi út á hárréttum tíma. Sagan gerist árið 2005 og upplifir Böddi allt í kring- um sig að græðgistímabil er runnið upp. Fólkið í sjávarþorpinu, sem hann hefur þekkt allt sitt líf, hefur allt í einu eign- ast helling af peningum, ekur um á flottum bílum og græðir bara og græðir án þess að hafa nokkuð fyrir því.“ Elma hefur fjarri því setið auðum höndum síðan tökum lauk. Hjá Borgarleikhúsinu lék hún t.d. í 50 sýningum á Fólkinu í kjallaranum og útlit er fyrir áframhald- andi sýningar næsta haust. Núna standa yfir æfingar fyrir farsaverkið Nei ráðherra sem frumsýnt verður um miðjan febrúar. „Fyrir jólin vorum við svo að ljúka tökum á bíómynd Rúnars Rúnarssonar, Eldfjalli. Er um að ræða mikið drama um uppgjör innan fjöl- skyldu og ég held að útkoman veki örugglega athygli, en frumsýning er í haust.“ ai@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Óhætt er að segja að myndin komi út á hárréttum tíma, segir Elma Lísa um Rokland. Krefjandi að leika bæjarglyðruna Elma Lísa fer með eitt af aðalhlutverkunum í Roklandi atvinna finnur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.