Morgunblaðið - 20.01.2011, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.01.2011, Qupperneq 2
2 20. janúar 2011finnur.is VILT ÞÚ VITA HVERS VIRI EIGNIN ÞÍN ER Í DAG? PANTAU FRÍTT SÖLUVERMAT ÁN SKULDBINDINGA! HRINGDU NÚNA Bær820 8081 Sylvia Walthers // best@remax.is Brynjólfur Þorkelsson // 820 8080 Rúnar S. Gíslason Lögg. fasteignasali. Tannbursti er ekki bara tannbursti og það vita Japanir manna best. Þaðan kemur þessi stórglæsilegi ferðatannbursti, frá hönnunarfyr- irtækinu Metpahys. Brillo folding to- othbrush heitir sköpunarverkið á ensku. Útlitið minnir helst á gamaldags rak- arahníf og til að setja punktinn yfir i-ið er hægt að fá burstann í ótal litum svo allt smellpassi nú saman í snyrtitöskunni. Það má meira að segja kaupa sérstaka viðhafnarútgáfu með þremur útskiptanlegum hausum og sérsmíðaðri ferðahulsu úr leðri. Maður veit að mönnum er alvara þegar þeir eru með tannburstann sinn í hulsu! Tannburstinn góði kostar frá 1.680 jenum fyrir allra einföldustu útgáfuna og upp í 3.465 jen fyrir íburðarmeiri pakkann. Í dag eru um 1,4 krónur í jeninu svo seint er hægt að tala um að tannburstinn sé sá ódýrasti sem finna má, en hann er alveg örugglega einhver sá allra smekklegasti. Versla má á www.metaphys.jp og víðar. ai@mbl.is Er tannburstinn nógu flottur? 1920 – Ítalski kvikmyndaleikstjórinn Fe- derico Fellini fæddist. 1930 – Geimfarinn Buzz Aldrin fæddist. 1934 – Ljósmyndavörufyrirtækið Fujif- ilm stofnað í Tókýó í Japan. 1947 - Þórhallur Sigurðsson (Laddi), skemmtikraftur, fæddist. 1956 - Vilhjálmur Einarsson var kosinn íþróttamaður ársins á Íslandi fyrstur allra. 1961 – John F. Ken- nedy tekur við embætti forseta Bandaríkjanna, yngstur þeirra sem kjörnir hafa verið til embættisins. 1981 – Ronald Reagan tekur við embætti forseta Bandaríkj- anna, elstur þeirra sem kjörnir hafa verið til embættisins, þá 69 ára. 1991 - Skíðaskálinn í Hvera- dölum brann. 1993 – Leikkonan Audrey Hepburn lést. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannes- sen Umsjón Birta Björnsdóttir birta@mbl.is Bílar Sigurður Bogi Sævarsson sigurdurbogi@ mbl.is Blaða- menn Ásgeir Ingvarsson, Finnur Thorlacius. Auglýsingar finnur@mbl.is, sími 5691107 Prentun Landsprent ehf. Rússar og Íslendingar deila að mörgu leyti svipuðum smekk á mat, og því alveg ógalið að gefa matargerðarlist okkar fjarskyldu frænda betri gaum. Góður vodki og kavíar er aldrei of oft á borðum, en fleira kemur gott frá Rússlandi: Sirok er ostasnarl sem Rússar háma í sig, sérstaklega á heitum sumrum. Um er að ræða ysting (þ.e. hleypta mjólk) sem mót- aður er í stöng og hjúpaður með súkkulaði. Sirok er yfirleitt selt kælt eða fryst og er út- koman eins konar blanda af ostaköku og íspinna. Þetta er ódýrt sælgæti og selt í alls kyns afbrigðum þar sem bætt er við t.d. ávaxtabragði, rúsínum eða sultu. ai@mbl.is Hefurðu smakkað … sirok? Ef ostakaka og íspinni eignuðust barn Hópurinn taldi rúmlega hundraðmanns þegar þjálfunin hófst fyrirum einu og hálfu ári. Eftir þvísem tímar líða fram heltist fólk úr lestinni. Æfingarnar eru vissulega strembnar. Og til þess er leikurinn líka gerð- ur því fólk sem gefur sig að björgunarstarfi þarf að vera vel á sig komið, bæði til líkama og sálar,“ segir Kristján Friðrik Sigurðsson sem fer fyrir öðrum af tveimur nýliðaflokkum Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. Fjöl- margir nýir félagar ganga til liðs við sveitina á hverju hausti en tveggja vetra þjálfun þarf svo nýliðar teljist fullgildir björgunarsveit- armenn og séu kallaðir í leit eða björgunar- aðgerðir. Í fáförnum fjallasal Um fimmtíu manns tóku þátt í æfingaferð nýliðasveita flugbjörgunarsveitarinanar um sl. helgi, þegar farið var í Tindfjöll. Um þrjá- tíu manns voru þar í æfingum undir merkj- um flokksins B-1 sem er þjálfun björgunarsveitarmanna sem komu inn í starf- ið nú í haust en í B-2, sem er sá flokkur sem Kristján leiðir, voru um tuttugu manns. Í æf- ingum helgarinnar var lögð áhersla á fjalla- klifur og göngu um harðfenni jökla. Óvíða eru betri aðstæður til þess en einmitt í Tind- fjöllum þar sem sveitin á sæluhús enda hefur hún stundað æfingar í þessum fáfarna fjalla- sal um langt árabil. „Við byrjum æfingar hvers hausts á bók- legri fræðslu,“ segir Kristján. „Erum með fræðslukvöld á þriðjudögum í annarri hverri viku þar sem tekin eru fyrir ákveðin atriði sem síðan er fylgt eftir í æfingaferðum helgina á eftir. Þar byrjum við gjarnan í ferð- um um Heiðina há hér suður á Reykjanesi og eftir þá ferð sést mjög fljótt hvaða úthald fólk hefur og hvort það á erindi í þetta starf.“ Í bóklegri fræðslu björgunarsveitarmanna er víða komið við. Farið er yfir atriði í ferða- mennsku, skyndihjálp, rötun, leitartækni, björgun úr snjóflóðum, öryggi við ár og vötn og fleira. Einnig kennt hvernig hnýta skuli nauðsynlega hnúta og festingar og bera sig almennt að í björgunarstörfum. Ævintýraþrá og góður vilji „Það er mjög mikilvægt að björgunar- sveitarmenn hafi öll helstu atriði ferða- mennsku á takteinum. Við sáum í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi sl. vetur að stundum rataði fólk í ógöngur sakir þess að það hafði ekki þessi grunnatriði á hreinu. Sumir gengu ekki rétt frá búnaði sínum og aðra þraut örendið vegna næringarskorts – en voru fljótir að ná sér á strik aftur eftir að hafa fengið þá stað- góðu næringu sem er svo mikilvæg í ferða- lögum,“ útskýrir Kristján. Hann segir fólk sem gengur til liðs við björgunarsveitirnar komi úr ýmsum áttum. Talsvert sé um að fólk sem hafi verið í íþrótt- um velji að finna kröftum sínum viðnám í björgunarsveitastarfi. Eins sé algengt að fólk sem sinnir ýmsum kyrrsetustörfum gangi til liðs við sveitirnar – bæði af ævintýraþrá og eins viljanum til þess að láta gott af sér leiða. sbs@mbl.is Öflugt nýliðastarf hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík Nýliðarhóparnir voru um sl. helgi við æfingar í Tindfjöllum, en í þann fáfarna fjallasal hefur flugbjörgunarsveitin í áraraðir sótt til margvíslegra æfinga. Strembnar æfingar en til þess er leikurinn gerður Fjallamennirnir Guðjón Benfield og Helgi Egilsson vígalegir að sjá í Tindfjallaferðinni góðu. 20. janúar Brillo-tannburstinn frá Metphys er í sérflokki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.