Morgunblaðið - 20.01.2011, Page 17

Morgunblaðið - 20.01.2011, Page 17
20. janúar 2011 17 bílar svo að bjóða hann fimm dyra. Hann má fá með þremur mismunandi vél- um 1,2 lítra og 1,4 lítra bensínvélum og 1,2 lítra dísilvél, allar með túrbínu og beinni strokkinnsprautun. Bens- ínvélarnar eru 86 og 122 hestafla og dísilvélin 105. Bíllinn sem reynsluekið var er með stærri bensínvélinni og sjö gíra frábærri sjálfskiptingu. Þetta eru ekki háar hestaflatölur en skoða verður þær í ljósi þess að bíllinn veg- ur ekki nema rétt ríflega tonn og er því eyðslugrannur í samræmi við það. A1 er mjög sprækur með 122 hestafla vélinni og hendir þessum fima kubbi vel áfram og virðist aldrei skorta afl þó að upptakan sé ekki eins og í hreinræktuðum sportbílum. Hann er 8,9 sek. í hundraðið, sem er þokkalegt en eyðir ekki nema 5,3 l. í blönduðum akstri. Það sem mest kemur á óvart við akstur A1 er hversu stíf fjöðrun hans er og þætti mörgum nóg um. Öku- maður finnur vel fyrir öllum ójöfnum og það að fara yfir hraðahindrun er ekki tilhlökkunarefni. Það sama má þó ekki að segja um að taka beygjur. Allur þessi stífleiki leyfir fantaakst- ur og kvikar hreyfingar án þess að yfirbyggingin hreyfist mikið og veg- gripið er ansi gott. Það gæti reyndar haft sitt að segja að prufuakst- ursbíllinn var á 17 tommu álfelgum sem þýðir að lítið pláss er eftir í hjólskálunum fyrir gúmmí, sem ger- ir aksturinn enn harðari. Audi A1 er með svo til sama und- irvagn og í VW Polo, sem og bremsur, vélar og skiptingu og kem- ur það nokkuð á óvart en er alls ekki slæmt þar sem VW er margverð- launaður bíll og sérstaklega góður í akstri. En þannig vinnur Volkswagen- fjölskyldan með sín tíu undirmerki: margt er samnýtt á milli merkja og tryggir það bara gæði og lægra verð. Fyrir kröfuharða ökumenn Skottrými í A1 kemur á óvart, það er heilir 290 lítrar í ekki stærri bíl. Rými í aftursæti er merkilega gott og dugar fullorðnum bæði hvað varð- ar höfuð- og fótarými. Frábærlega fer um þá sem sitja í framsætunum sem geta dáðst að ótrúlega flottri innréttingunni, sem aldrei hefur sést áður í bíl í þessum flokki og ætti frekar heima í bíl sem er helmingi eða þrisvar sinnum dýrari. A1 er eins og aðrir Audi-bílar með LED- ljós og það bæði að framan og aftan og gefur þessum eigulega bíl enn meiri klassa. Í staðalbúnaði er einnig að finna Start/Stop búnað, 15“ ál- felgur, 6,5“ litaskjá í mælaborði, 8 hátalara mjög gott hljóðkerfi og margt annað sem vanalega finnst ekki í svo litlum bíl. Audi A1 er sannarlega fjörmikill bíll. Hann er talsvert frá því að vera með sömu akstursgetu og hjá stærri og öflugri bílum Audi, en er samt hrikalega skemmtilegur í akstri með sínar kviku og snöggu hreyfingar. Hann ætti að falla í góðan jarðveg hjá þeim kaupendum sem krefjast mikillar aksturshæfni og sportlegra eiginleika en býður að auki upp á mjög litla eyðslu. Eitthvað sem skiptir máli í ríkjandi árferði. finnur@reykjavikbags.is Audi A1 árg. 2011 •1,4 l. bensínv.m. túrbínu •122 hestöfl/142 Nm •7 gíra sjálfskipting •5 sæti •LED díóðuljós •6,5” litaskjár •Eyðsla innanb: 6,2 •Eyðsla utanb: 4,4 •CO2 g/km: 122 •Stop/start búnaður •15”álfelgur •8 hátalara hljómkerfi •0-100: 8,9 sek. •Hámarkshr.: 203 km •Framhjóladrif •Verð: 3.890.000 kr. •Umboð: Hekla Snaggaralegur með sportlegar línur Mercedes-Benz ML 320 CDI árg. 2006, ekinn 130 þús. 3000cc, dísil, sjálfsk. Verð 6.200.000 Volkswagen Golf árg. 2008, ekinn 61 þús. 1600cc, bensín, beinsk. Verð 1.980.000 Hyundai Getz árg. 2008, ekinn 50 þús. 1400cc, bensín, beinsk. Verð 1.480.000 KIA Rio árg. 2007, ekinn 50 þús. 1500cc, dísil, beinsk. Verð 1.590.000 Mercedes-Benz Vito sendibíll árg. 2005, ekinn 71 þús. 2200cc, dísil, sjálfsk. Verð 3.750.000 KIA Sorento EX Classic árg. 2007, ekinn 78 þús. 2500cc, dísil, sjálfsk. Verð 3.740.000 KIA cee’d árg. 2008, ekinn 59 þús. 1600cc, dísil, beinsk. Verð 2.190.000 Við eigum toppeintök af notuðum bílum. Komdu í ÖSKJU á Krókhálsi 11 eða farðu á www.askja.is og finndu bíl að þínu skapi. Nýlegir bílar Verð KIA cee’d árg. 2009, ekinn 52 þús. 1600cc, dísil, sjálfsk. 2.590.000 og í toppstandi Skoda Octavia 4x4 árg. 2008, ekinn 81 þús. 1900cc, dísil, beinsk. Verð 2.750.000 5 ár eft ir af ábyr gð 4 ár eft ir af ábyr gð Opnunartími söludeildar: Mánudaga - föstudaga frá 10-18. Laugardaga frá 12-16. Mercedes-Benz A 170 árg. 2005, ekinn 88 þús. 1700cc, bensín, beinsk. Verð 1.790.000 ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Óska eftir að kaupa Ford F350 / F250 eða Dodge Ram, pallbíl, árgerð um 2008. Sendið upplýsingar (á ensku) á netfangið kennetwikholm@yahoo.com. Bíll óskast til kaups

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.