Morgunblaðið - 27.01.2011, Page 1

Morgunblaðið - 27.01.2011, Page 1
F I M M T U D A G U R 2 7. J A N Ú A R 2 0 1 1  Stofnað 1913  22. tölublað  99. árgangur  –– Meira fyrir lesendur fylgir með Morgu nblaði nu í da g BOÐ Í VEISLU FAXAÐ FRÁ HÖLLINNI ÓVISSA UM ÁLVER Í HELGUVÍK HÚNI RÆÐIR UM STÖÐU HVÍTABJARNA VIÐSKIPTABLAÐ OG FINNUR.IS VILL VIÐBRAGÐSÁÆTLUN 12VANGAVELTUR UM BRÚÐKAUP 37 Morgunblaðið/Árni Sæberg Ómar Friðriksson Baldur Arnarson Skólastjórnendur grunnskóla í Reykjavík leita nú allra leiða til að mæta kröfum borgaryfirvalda um niðurskurð í skólunum. „Þetta er mikill niðurskurður og skerðing á þeirri þjónustu sem við veitum nemendum okkar,“ segir Ingibjörg Jósefsdóttir, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík og skólastjóri Hagaskóla. Dregið verður úr kennslu Hún segir ljóst að þær forsendur sem skólastjórnendum er gert að byggja rekstraráætlanir sínar á geri ráð fyrir skerðingu á kennslu- magni um 6%, „sem hefur til dæm- is þau áhrif að nemendahópar verða stærri, skerða þarf list- og verkgreinakennslu, val í 8.-10. bekk og stuðning við nemendur. Þessi niðurskurður mun birtast í skólum borgarinnar á ólíkan hátt og mun hafa áhrif,“ segir hún. Fram kemur í samantekt Sam- taka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, vegna fundar með fulltrúum foreldra í síðustu viku, að „nú þegar [sé] talsverð ring- ulreið í skólunum vegna fækkunar í gangavörslu og frímínútna- gæslu“. Aukið álag á kennara Margrét Gylfadóttir, formaður foreldrafélags Vesturbæjarskóla, segir niðurskurðinn áhyggjuefni. „Það hlýtur alltaf að koma niður á gæðum skólastarfs ef börnum á hvern kennara fjölgar með stærri bekkjum,“ segir Margrét. Ekki náðist í Oddnýju Sturlu- dóttur, formann menntaráðs borg- arinnar, í gær. » 14 „Talsverð ringulreið í skólunum“  Nemendahópar verða stærri, skerða þarf list- og verk- greinakennslu, val í 8.-10. bekk og stuðning við nemendur Tónmennt Frá Vesturbæjarskóla.  Áfram er óvissa um fram- tíð stjórnlaga- þings eftir ógild- ingu Hæsta- réttar. Kemur málið til kasta Alþingis í dag þar sem Ög- mundur Jónas- son innanríkis- ráðherra mun gefa skýrslu. Landskjörstjórn kom saman til fundar síðdegis í gær þar sem niðurstaða réttarins var rædd. Ástráður Haraldsson, formaður landskjörstjórnar, var fámáll að fundi loknum en sagði að m.a. hefðu „hugmyndir“ verið ræddar um að stjórnarmenn segðu af sér en ekkert verið ákveðið. »2 og 15 Enn óvissa um stjórnlagaþingið Ástráður Haraldsson  Til greina kemur að selja höfuð- stöðvar Orkuveitu Reykjavíkur til að hagræða í rekstri fyrirtækisins. Þetta segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, í samtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins. „Mér er kunnugt um að slíkir möguleikar hafi verið viðraðir við stjórnendur OR,“ segir Haraldur Flosi. Bókfært virði höfuðstöðva OR er um það bil fjórir milljarðar króna. Óljóst er hver seljanleiki slíkra fasteigna er. »Viðskipti Sala höfuðstöðva OR inni í myndinni OR Höfuðstöðvarnar við Bæjarháls. Voðalega er hann sætur, gæti unga konan verið að segja við vinkonu sína um krakkann í kerrunni. Já, og svo er hann svo áhyggjulaus, gæti sú síð- arnefnda hafa svarað að bragði og endurspeglað þannig viðhorf kvennanna til umhverfisins í góða veðrinu í miðbæ Reykjavíkur í gær. Morgunblaðið/Kristinn Á röltinu í góða veðrinu Tilmæli menntasviðs Reykja- víkurborgar um niðurskurð í grunnskólum borgarinnar kveða meðal annars á um að dregið skuli úr ræstingu í skól- unum, að sögn Ingibjargar Jós- efsdóttur, skólastjóra Haga- skóla. „Þetta þýðir að ég mun nú ganga til samninga við það fyrirtæki sem sinnir ræstingu í Hagaskóla því við þurfum að draga verulega úr ræstingu í skólanum. Það verður ekki lengur hvert einasta rými ræst á hverjum degi.“ Ekki er ljóst hvernig þetta samræmist heilbrigðiskröfum. Minni þrif SKÚRAÐ SJALDNAR Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Íbúðalánasjóður (ÍLS) og stóru við- skiptabankarnir þrír leystu til sín alls 1.641 fasteign á síðasta ári. Sam- tals eiga þessar stofnanir nú 1.951 fasteign en þar af teljast 1.518 vera íbúðarhúsnæði sem allt er ýmist til sölu eða í útleigu. Eiga þessir aðilar 234 eignir sem teljast til atvinnuhús- næðis. Fasteignasafn bankanna og Íbúðalánasjóðs hefur því vaxið mjög síðustu misserin en í lok árs 2009 áttu þeir 585 íbúðarhús. Allar fasteignir sem bankarnir eignast fara beint í söluferli og öll fasteignaviðskipti fara fram í gegn- um fasteignasölur, samkvæmt upp- lýsingum frá bönkunum. Fólki sem missir heimili sín er þó gefinn aðlög- unartími til þess að gera ráðstafanir og leigja húsnæðið þar til það hefur verið tæmt. Fólki sem er með börn í skóla er þannig t.a.m. gefið tækifæri til að leyfa börnunum að klára skóla- önnina áður en það flytur út. Íbúðalánasjóður á flestar eignir Íbúðalánasjóður leysti til sín 846 eignir árið 2010 en 321 eign árið á undan, og á í dag langflestar fast- eignanna sem um ræðir, eða alls 1.075. Þar af standa 412 eignir auðar og 214 eru fokheldar eða óíbúðar- hæfar. Í útleigu eru 359 eignir og í dag liggja fyrir 52 kauptilboð í eignir sjóðsins. Félag fasteignasala mun hér eftir verða milligönguaðili um eignasölu sjóðsins samkvæmt sér- stökum samstarfssamningi þar um. Miðlar félagið upplýsingum til fé- lagsmanna um eignirnar. MLeystu til sín 1.641 fasteign »6 Bankar og ÍLS eiga um 2.000 eignir  Leystu til sín 1.641 fasteign í fyrra 193 fasteignir í eigu Arion banka 299 fasteignir í eigu Íslandsbanka 384 fasteignir í eigu Landsbankans 1.075 fasteignir í eigu Íbúðalánasjóðs ‹ BANKAÍBÚÐIR › »

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.