Morgunblaðið - 27.01.2011, Side 2

Morgunblaðið - 27.01.2011, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Gísli Baldur Gíslason gislibaldur@mbl.is Hugmyndir um afsögn stjórnar- manna landskjörstjórnar báru á góma á fundi landskjörstjórnar í gær. Á fundinum var hins vegar ekki tekin ákvörðun um hvort stjórnarmenn myndu segja upp stöðu sinni í kjörstjórninni. Landskjörstjórn sá um fram- kvæmd kosninganna til stjórnlaga- þings í nóvember á síðasta ári sem hafa nú verið dæmdar ógildar af Hæstarétti. Landskjörstjórn hefur verið gagnrýnd í kjölfar dómsins og í opinberri umræðu hefur verið lagt til að stjórnarmenn landskjör- stjórnar segi af sér. „Við ræddum auðvitað um þær hugmyndir sem einhverjir menn hafa sett fram um það en það voru ekki teknar neinar ákvarðanir af því tilefni,“ segir Ástráður Har- aldsson, formaður landskjörstjórn- ar. Ástráður kveðst ekki vilja tjá sig um gagnrýni á störf landskjör- stjórnar við kosningarnar til stjórn- lagaþings. Landskjörstjórn kom saman í húsnæði nefndarsviðs Alþingis klukkan fimm síðdegis í gær. Fund- inum lauk um tveimur tímum síðar. Allir aðalmenn í landskjörstjórn voru viðstaddir, nema Bryndís Hlöðversdóttir. Sigurjón Sveinsson kom í hennar stað. „Það var rætt um niður- stöðu Hæstaréttar í kærun- um út af stjórnlagaþings- kosningunum og um afgreiðslumál sem nefndin þarf að ákveða,“ segir Ástráð- ur. „Það var um spurninguna um ógildingu kjörbréfa sem nefndin gaf út í desember og frágang vegna kosninganna.“ Ástráður segir að afskiptum landskjörstjórnar af kosningunum sé nú lokið. Í ræðu sinni á Alþingi á þriðju- dag sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra: „Mikilvægt er að forsætisnefnd Alþingis fundi svo fljótt sem auðið er með landskjör- stjórn og innanríkisráðuneytinu, en þessir aðilar fóru með framkvæmd kosninganna.“ Ástráður Haraldsson segir enga fundi vera á dagskrá landskjör- stjórnar á næstunni með ráðherr- um eða þingmönnum. „Ekki svo mér sé kunnugt,“ segir Ástráður. „Landskjörstjórn er þannig apparat að hún annast bara fram- kvæmd kosninga eftir því sem lög mæla fyrir um - og það er allt og sumt.“ Morgunblaðið/Ernir Landskjörstjórn F.v. Þórður Bogason, Sigurjón Sveinsson, Ástráður, Þórhallur Vilhjálmsson, ritari, Hervör Lilja Þorvaldsdóttir og Þuríður Jónsdóttir. Fram kom í máli Ástu Ragnheið- ar Jóhannesdóttur, forseta Al- þingis, við upphaf þingfundar í gær að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra myndi gefa þinginu skýrslu um stöðu málsins í dag, fimmtudag. „Hér hafa mikil tíðindi orð- ið og það er skylda okkar að nálgast málið af virðingu við kjósendur, læra af því og bæta um betur ef okkur hefur orðið á,“ sagði hún og lýsti yfir þeirri skoðun sinni að eyða þyrfti óvissu um fram- haldið. Skýrsla í dag RÆTT Á ALÞINGI Þrátt fyrir erfitt umhverfi á fast- eignamarkaði eru 52 af 57 íbúðum Samtaka aldraðra við Sléttuveg seldar. Ákvörðun um framkvæmdina var tekin í október 2008 og var lagt að samtökunum að hætta við sökum hrunsins. Ákveðið var að halda áfram og segir formaður samtak- anna rétta ákvörðun hafa verið tekna. Í október 2008 var undirbún- ingi lokið. Tvær samstæður til viðbótar standa við Sléttuveg og eru íbúðir þar alls um 180 talsins. Samtökin hafa byggt á fimmta hundrað íbúðir á undanförnum 30 árum. Erling Garðar Jónsson, formaður Samtaka aldraðra, segir að samtökin hefðu þurft að greiða um 40 milljónir króna á ári í vaxtakostnað hefðu þau hætt við framkvæmdina. Þegar ákvörðun var tekin um að ráðast í framkvæmdir voru aðeins fáar íbúð- ir óseldar en síðan var mörgum íbúð- um skilað, sem þurfti að endur- greiða. „Það voru stanslausir erfiðleikar í um 21 mánuð sem þetta stóð yfir,“ segir Erling, en síðan hafi farið að rætast úr. Aðeins sé núna eftir að selja fimm íbúðir. Hann segist full- viss um að samtökin hafi tekið rétta ákvörðun, eftir vel á annan tug funda með bönkum, lífeyrissjóðum og fé- lagsmálaráðherra. andrikarl@mbl.is 52 af 57 íbúðum við Sléttuveg seldar Morgunblaðið/G.Rúnar Sléttuvegur Sala á íbúðum aldr- aðra hefur tekið kipp undanfarið.  Samtök aldr- aðra héldu fram- kvæmdum áfram Starfsmenn í fiskimjölsverksmiðjum í verkalýðsfélögunum Afli á Austur- landi og Drífanda í Vestmannaeyjum hafa samþykkt boðun verkfalls 7. febrúar nk. Já við verkfallsboðun sagði 61, eða 83,% félagsmanna, en nei sögðu fimm, eða 6,8%. Sjö seðlar voru auðir og ógildir. Á kjörskrá voru 73 starfsmenn í loðnubræðslum á Vopnafirði, Seyðisfirði, Norðfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Hornafirði og í Vestmannaeyjum. Á verkfallið í fyrstu að standa í þrjá daga og verða svo endurtekið 14. febrúar hafi samningar ekki tekist. Og hafi ekki samist 21. febrúar er boðað verkfall í ótilgreindan tíma. Samtök atvinnu- lífsins hyggjast láta reyna á verk- fallsboðunina fyrir félagsdómi. Telja SA að kröfur félagsmanna séu úr takti við raunveruleikann. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Verkfall í félagsdóm Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það hafa fjórir starfsmenn unnið að undirbúningi stjórnlagaþings, að við- bættum starfsmanni á vegum stjórn- laganefndar. Við erum öll með ráðn- ingarsamning þannig að við bíðum róleg og sjáum hvað setur. Það er mismunandi hversu lengi ráðning- arsamningarnir gilda en það er að minnsta kosti út febrúar,“ segir Þor- steinn Fr. Sigurðsson, rekstrarhag- fræðingur og framkvæmdastjóri und- irbúningsnefndar stjórnlagaþings. Aðspurður um launagreiðslur til handa þeim 25 einstaklingum sem hlutu kosningu til stjórnlagaþings segir Þorsteinn að launagreiðslur hafi átt að hefjast við þingsetningu 15. febrúar. Möguleiki á framlengingu Þingið átti að starfa í tvo mánuði með fyrirvara um að hægt væri að framlengja þingtímann í allt að fjóra mánuði. Þorsteinn segir ráðning- arsamninga hafa tekið mið af þessu. „Samningar við þrjá af starfs- mönnunum eru háðir samþykki for- sætisnefndar stjórnlagaþings, sem nú liggur fyrir að mun ekki taka til starfa. Þá kemur til fyrirvari ef þingið starfar í fjóra mánuði. Það er engin óvissa um ráðningarsamninga. Þeir liggja ljósir fyrir en verkefnið er í óvissu. Ef þingið verður blásið af verður verkefni okkar að ganga frá,“ segir Þorsteinn og bætir því við að starfsmenn á skrifstofu stjórnlaga- þings muni halda störfum sínum áfram að óbreyttu. Morgunblaðið/Ernir Umdeilt Frá undirbúningi kosning- anna í Ráðhúsi Reykjavíkur. Laun skyldu greidd frá þingsetningu  Óvissa um laun á stjórnlagaþingi Landskjörstjórn ræddi hugmyndir um afsögn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.