Morgunblaðið - 27.01.2011, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Borið hefur á streptókokkasýkingum
í hálsi barna og fullorðinna að und-
anförnu. Læknar segja að slíkar sýk-
ingar komi í bylgjun og ekki sé meira
um þær nú en oft áður.
„Nei, við höfum ekki orðið varir við
sérstaka aukningu á því. Þetta kem-
ur alltaf í bylgjun, sérstaklega á vet-
urna þegar meira er um smitsjúk-
dóma,“ segir Michael Clausen,
barnalæknir á Barnalæknaþjónust-
unni í Domus Medica. Sama segir
Haraldur Briem sóttvarnalæknir.
Hann vekur athygli á því að þúsundir
manna fái streptókokkasýkingu á
hverju ári og ennþá fleiri hafi þær án
þess að verða varir við einkenni.
„Þetta er hluti af okkar flóru,“ segir
Haraldur.
Streptókokkasýkingar valda háls-
bólgu og geta valdið heilahimnu-
bólgu og fleiri sýkingum. Michael
segir að fullorðnir fái kvef og börnin
kvef og hósta. Þriðjungur lítilla barna
fái svokallaða hvæsiöndun sem er
astmaeinkenni. Hann segir að RS-
veiran valdi því oftast.
Haraldur segir að það gerist ein-
stöku sinnum að streptókokkar valdi
ífarandi sýkingu, fari í blóð og berist
á milli líffæra. Hún valdi sjaldan hast-
arlegum ígerðum. Nefnir hann að eitt
barn hafi dáið á þrjátíu ára tímabili.
Haraldur og Michael hafa báðir
orðið varir við ótta hjá foreldrum við
afleiðingar streptókokkasýkingar
vegna tveggja ára barns sem nýlega
lést. „Foreldrar verða áhyggjufullir,
eðlilega, og leita fyrr til lækna. En
þetta gerist sem betur fer sjaldan,“
segir Michael.
Pensilín upprætir sýkingu
Haraldur segir að hægt sé að nota
pensilín til að meðhöndla börn og full-
orðna sem fá einkenni. Þá þurfi lækn-
irinn að vita fyrir víst að um streptó-
kokkasýkingu sé að ræða. „Sem
betur fer gengur þetta yfir í flestum
tilvikum,“ segir Haraldur.
Besta ráðið til að forðast sýkingu
er, eins og við inflúensufaraldra, að
þvo sér vel um hendur og gæta hrein-
lætis að öðru leyti og hósta ekki hvert
framan í annað.
Sýkingar koma í bylgjum
Foreldrar hræddir við streptókokkasýkingar í hálsi barna Læknar segja ekki
meira um slíkt en oft áður Veikindin ganga í flestum tilvikum yfir án erfiðleika
Morgunblaðið/Sverrir
Veikindi Borið hefur á streptókokkasýkingum í hálsi fólks að undanförnu.
Góð stemning var á frumsýningu hnefaleika-
myndarinnar „Fighter“ í Háskólabíói í gær en
Mjölnir og Hnefaleikafélag Reykjavíkur buðu fé-
lagsmönnum sínum á sýninguna. Hitað var upp
með sýningarbardaga á milli félaganna Arnars
Más Kristjánssonar og Gísla Rúnars Gunnars-
sonar, en þeir eru báðir í Hnefaleikafélagi
Reykjavíkur. Dómari var Ólafur Gunnlaugsson.
Í sýningarbardaga er enginn sigurvegari.
Hitað upp fyrir bardagamynd með bardaga
Morgunblaðið/Ernir
Þráinn Freyr Vigfússon, aðstoðaryfirmatreiðslumaður
á Grillinu á Radisson Blu Hótel Sögu, hafnaði í 7. sæti í
matreiðslukeppninni Bocuse d’Or sem fram fór Lyon í
Frakklandi en úrslit voru kunngerð í gærkvöldi.
„Ég stefndi að sjálfsögðu hærra og yfirleitt hefðu 910
stigin, sem ég fékk, nægt í efstu sætin en mótið var með
sterkara móti,“ segir Þráinn Freyr, en Bjarni Siguróli
Jakobsson var honum til aðstoðar.
Alls tóku 24 þjóðir þátt í keppninni. Í 1. sæti varð
danski matreiðslumaðurinn Rasmus Kofoed, í öðru sæti
Svíinn Tommy Myllymaki og í því þriðja Norðmaðurinn
Gunnar Hvarnes.
Á vefsvæði Bocuse d’Or segir að um sé að ræða allra
virtustu matreiðslukeppni sem haldin er í heiminum.
Keppnin hefur verið haldin síðan árið 1987 og komast
færri þjóðir að en vilja.
Þráinn Freyr sjöundi á
Bocuse d’Or í Frakklandi
Ljósmynd/Guðjón Þór Steinsson
Góður Þráinn Freyr Vigfússon reiðir hér fram réttina á
Bocuse D’Or í Lyon, en hann hafnaði í sjöunda sæti.
Fékk 910 stig sem hefðu
yfirleitt nægt í efstu sætin
Hegðunarvandi sem talinn er byggður
á geðröskun er algeng ástæða tilvís-
unar til barna- og unglingageðdeildar
Landspítalans (BUGL) að sögn Ólafs
Ó. Guðmundssonar yfirlæknis. Mál
sem talin eru krefjast bráðra við-
bragða eru ekki látin bíða heldur fá
strax þjónustu.
„Við metum það út frá því hvers eðl-
is vandinn er hvort barnið fer á venju-
legan biðlista, er tekið með forgangi
eða er skoðað strax. Við erum sífellt að
skoða mál og meta og veita bráða-
meðferð í málum sem geta ekki beð-
ið,“ sagði Ólafur.
Staða biðlista hjá BUGL er svipuð
nú og hún hefur verið lengi, að sögn
Ólafs. Hann sagði að allan síðastliðinn
áratug hefði verið mislöng bið, að öllu
jöfnu sex til níu mánuðir varðandi ný
mál.
„En við erum með bráðaþjónustu
og við forgangsröðum málum. Ef er
hættuástand, t.d. sjálfsvígshætta eða
slíkt, þá bíður málið ekki heldur fær
þjónustu strax,“ sagði Ólafur. Hann
sagði að stuðst væri við ákveðið vinnu-
lag og reglur þegar hvert mál væri
metið.
Ólafur sagði að hvaða fagaðili sem
er gæti vísað málum til BUGL. Þang-
að berast m.a. tilvísanir frá þjónustu-
miðstöðvum, barnaverndum, skólasál-
fræðingum og heilsugæslustöðvum.
Þetta fyrirkomulag er frábrugðið því
sem gerist hjá barna- og unglingageð-
deildum í nágrannalöndum þar sem
einungis læknar geta vísað málum til
deildanna.
Málið er í eðlilegum farvegi
Mál sjö ára nemanda í Rimaskóla
sem veist hefur að skólafélögum sín-
um, eins og Morgunblaðið sagði frá í
gær, er í eðlilegum farvegi, að sögn
Helga Árnasonar skólastjóra.
„Við vinnum að málinu í samráði við
foreldra drengsins og sérfræðinga í
þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í
hverfinu,“ sagði Helgi.
Hann sagði að foreldrum barna í
bekkjardeild drengsins, sem í hlut á,
hefði verið sent bréf um málið.
gudni@mbl.is
Bráð tilvik
fá strax
þjónustu
BUGL Viðvarandi biðlisti er á barna-
og unglingageðdeild Landspítalans.
BUGL segist meta
hvert nýtt mál