Morgunblaðið - 27.01.2011, Síða 6

Morgunblaðið - 27.01.2011, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 FRÉTTASKÝRING Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Íbúðalánasjóður og stóru viðskipta- bankarnir þrír leystu til sín alls 1.641 fasteign á árinu 2010. Samtals eiga þessar stofnanir nú 1.951 fasteign, en þar af teljast 1.518 vera íbúðarhús- næði sem allt er ýmist til sölu eða í út- leigu. Fasteignasafn bankanna og Íbúðalánasjóðs hefur því vaxið mjög síðustu tvö ár því í lok árs 2009 áttu þeir 575 íbúðarhús. Allar fasteignir sem bankarnir eignast fara beint í söluferli og öll fasteignaviðskipti fara fram í gegnum fasteignasölur, samkvæmt upplýsing- um frá bönkunum. Fólki sem missir heimili sín er þó gefinn aðlögunartími til þess að gera ráðstafanir og leigja húsnæðið þar til það hefur verið tæmt. Fólki sem er með börn í skóla er þannig t.a.m. gefið tækifæri til að leyfa börnunum að klára skólaönnina áður en það flytur út. Mest í eigu Íbúðalánasjóðs Íbúðalánasjóður leysti til sín 846 eignir árið 2010, samanborið við 321 eign árið á undan, og á í dag lang- flestar fasteignanna sem um ræðir, alls 1.075. Þar af standa 412 eignir auðar og 214 eignir eru fokheldar eða óíbúðarhæfar. Í útleigu eru 359 eignir og þessa stundina liggja fyrir 22 kauptilboð í eignir sjóðsins. Hér eftir mun Félag fasteignasala (FF) verða milligönguaðili um eignasölu sjóðsins skv. samstarfssamningi. Að sögn Ingibjargar Þórðardóttur, formanns félagsins, felst það ein- göngu í því að FF miðli upplýsingum um eignir sjóðsins til félagsmanna og hver sem vilji geti þá tekið að sér sölu þeirra. Með samningnum er ætlunin að skapa gagnsætt söluferli. Landsbankinn leysti til sín 326 eignir í fyrra og á nú næstflestar eignir eða alls 384, að lóðum og jörð- um meðtöldum. Áætlað verðmæti þessara eigna er um 10 milljarðar króna. Að undanskildum 50 íbúðum sem eru í útleigu er allt íbúðarhús- næði Landsbankans til sölu, en með- alsala árið 2010 var 12 eignir á mán- uði. 61% fasteigna Landsbankans eru á höfuðborgarsvæðinu. Arion banki með fæstar eignir Íslandsbanki leysti til sín 288 fast- eignir í fyrra, samanborið við 86 árið 2009, og um áramót voru alls 299 fullnustueignir í eigu bankans, þar af 168 íbúðarhúsnæði, en 51 atvinnu- húsnæði, 67 lönd og lóðir, 3 hesthús, 1 bújörð og 9 sumarbústaðir. Allar eignir bankans eru í söluferli nema 76 sem eru í útleigu. Íslandsbanki er ekki með eignir sem hann hefur leyst til sín í uppboðsferli. 181 fasteign bættist í eignasafn Arion banka á síðasta ári og á bank- inn nú alls 193 fasteignir, sem er talsvert minna en hinir bankarnir. Að sögn bankans var 101 eign keypt vegna skuldaskila en 80 eignir keyptar á nauðungarsölum. Bankinn hefur þó sjálfur ekki verið uppboðs- beiðandi síðan í október 2009. Tæp- lega helmingur eignanna er á höf- uðborgarsvæðinu. Leystu til sín 1.641 fasteign í fyrra  Um 2.000 eignir eru nú í eigu bankanna og Íbúðalánasjóðs VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við höfum ekki getað hækkað taxt- ana því að það er rólegt að gera og fólk hefur lítið fé á milli handanna. Áhrifin eru þau að við nánast skiljum bílinn eftir þar sem við losnum, til að spara olíu. Við setjum bílana ekki í gang nema meðan á verkefnum stendur. Það er allt skorið niður við nögl. Það er munur að geta sest upp í heitan bíl ef það er kalt í veðri en slíkur munaður heyrir nú sögunni til,“ segir Kristján Árni Kristjáns- son, framkvæmdastjóri flutningafyr- irtækisins Flutningur.is, um erfiðan rekstur á tímum hás olíuverðs. Tugir þúsunda í skatta á dag Kristján Árni segir að á jafnvel góðum dögum fari stærstur hluti teknanna í eldsneyti og önnur gjöld. „Ég var svo heppinn að fá verkefni í vikunni. Það var í Þjórsárdal en alls fóru 90 lítrar í aksturinn. Það fóru rúmar 20.000 krónur í eldsneyti en að auki þarf að taka þungaskatt og veggjald með í reikninginn. Ég fékk 85.000 krónur fyrir ferðina, sem fel- ur í sér leigu á flutningabíl í heilan dag. Að viðbættum olíukostnaði fóru um 17.000 krónur í virðisaukaskatt og þá standa um 48.000 krónur eftir. Þá bætist við tekjuskattur og önnur gjöld. Það þarf því ansi marga slíka daga í mánuði til að hafa fyrir af- borgunum af bílnum, en þær eru 200.000 krónur á mánuði. Við þetta bætast afskriftir, viðhald og bifreiða- gjöld, en þau hafa hækkað.“ Afborganirnar eru erfiðar Kristján Árni segir að lítið sé því að hafa upp úr akstrinum. „Síðustu tvö árin hef ég nánast verið launalaus. Stór hluti veltunnar fer í afborganir af flotanum.“ Hann segir fá tækifæri fyrir ungt fólk til að hasla sér völl í greininni. „Við erum tveir bræðurnir með reksturinn. Við vorum með nokkra stráka í vinnu en þeir eru löngu farn- ir. Það nennir enginn að standa í þessu. Inn á milli koma hins vegar góðir dagar, t.d. vegna búslóðaflutn- inga. Ég sé hins vegar ekki fram á annað en að taxtar muni hækka.“ Nær launalaus við stýrið í tvö ár  Olíuverð íþyngir flutningabílstjórum Morgunblaðið/Kristinn Bílstjóri Kristján Árni segir tímana erfiða fyrir flutningabílstjóra. Allar fasteignir sem Arion banki eignast eru strax verðmetnar og upplýsingar um þær sendar á þær fasteignasölur sem bank- inn hefur samið við, en á síð- asta ári voru þær 23 talsins, að sögn Guðmundar G. Arthúrs- sonar hjá Arion banka. Félag fasteignasala gagn- rýndi í vikunni hvernig staðið væri að sölu og verðmati eigna bankans þar sem örfáum fast- eignasölum væri hleypt að borðinu. Guðmundur segir eðli- legt að bankinn velji sér þá fast- eignasala sem hann treysti best og vilji vinna með. Áður hafi fyr- irkomulagið verið slíkt að hvaða sala sem var mátti selja eignir bankans en 2008 var ákveðið að gera samning við valda aðila. Reyndist það mikið hagræði og leiddi til þess að fleiri eignir seldust. Aðspurður hvort til greina komi að Arion banki taki upp samstarfssamning við Fé- lag fasteignasala, líkt og Íbúða- lánasjóður hefur gert, segist Guðmundur ekki sjá fyrir sér að svo verði. Allar eignir beint á sölu SKIPTA VIÐ 23 SÖLUR Fasteignir í eigu bankanna Íbúðalánasjóður Alls: 299 eignir Alls: 193 eignir Alls: 384 eignir Alls: 1.075 eignir Íbúðarhúsnæði Alls: 1.518 eignir Atvinnuhúsnæði Alls: 234 eignir Annað Alls: 199 eignir Samtals: 1.951 eign 168 51 80 98 40 55 177 143 64 1.075 Skipting eigna eftir staðsetningu Höfuðborgarsvæðið og Suðurnes Landsbyggðin 161 138 93 100 78* 99* 467 608 *Tölur frá Landsbankanum um skiptingu eigna eftir staðsetningu eiga aðeins við um íbúðarhúsnæði Fram til nýliðanna áramóta tók að meðaltali tíu mánuði að afgreiða beiðni um greiðsluaðlögun, sam- kvæmt upplýsingum frá umboðs- manni skuldara. Nú er meðalaf- greiðslutími átta mánuðir og stefnt er að því að hann verði þrír mánuði í júlí. Um 1.500 manns bíða nú eftir að komast í greiðsluaðlögun hjá emb- ættinu. Svanborg Sigmarsdóttir, upplýs- ingafulltrúi umboðsmanns skuldara, segir einkum þrjár ástæður fyrir styttri afgreiðslutíma; vinnureglum embættisins hafi verið breytt, starfsfólki hafi fjölgað og með auk- inni reynslu verði starfsmönnum auðveldara að vinna úr umsóknum. „Við erum að afgreiða um það bil jafn mörg mál á viku og við gerðum áður á einum mánuði,“ segir Svan- borg. Leiðrétt um greiðsluskjól Í Morgunblaðinu í gær kom fram að svonefnt greiðsluskjól væri til þriggja mánaða en það er ekki rétt. Fólk kemst í greiðsluskjól með um- sókn um greiðsluaðlögun. Því lýkur ef aðlögun er synjað en heldur áfram þangað til búið er að semja um greiðsluaðlögun. Afgreiðslutími fari í þrjá mánuði  Um 1.500 manns bíða eftir greiðslu- aðlögun hjá umboðsmanni skuldara Morgunblaðið/Ernir Umboðsmaður Ásta S. Helgadóttir í nýjum húsakynnum embættisins. „Sólin var á sveimi á sól- ardaginn hérna í Sólgötunni,“ seg- ir Ísfirðingurinn og sjómaðurinn Kristján Valdi- mar Arnórsson, en hinn eiginlegi sólardagur á Ísa- firði er 25. jan- úar. Sólardagurinn miðast við þann dag er sól sleikir Sólgötu við Eyr- artún, ef veður leyfir, eftir langa vetursetu handan fjalla. Ísfirðinga- félagið í Reykjavík hefur löngum samfagnað íbúum Ísafjarðar með árlegu Sólarkaffi til að fagna rís- andi sól og heldur það á Hilton Nor- dica Reykjavík annað kvöld. Sólin á sveimi á tíma í Sólgötunni Ísafjörður sjá til sólar á ný. Kristján Árni fer hörðum orðum um Landsbankann og fullyrðir að bankinn niðurgreiði flutninga hjá Flytjanda, flutningaarmi Eimskips, í krafti eignarhalds á félaginu. Máli sínu til stuðnings bendir Kristján Árni á að Flytjandi bjóði upp á vörusendingu með stórum bíl fyrir 1.500 kr. Slíkar ferðir kalli á einn til einn og hálfan tíma í út- seldri vinnu bílstjóra og telur Kristján Árni því einsýnt að ekki fáist upp í kostnað. „Þeir eru að vaða inn á okkar markað. Eimskip fær peninga í æð frá Landsbank- anum, af því að ríkið á Landsbank- ann og Landsbankinn á Eimskip. Ég fæ ekki betur séð en að bankinn sé að reyna að bola keppi- nautum út af markaðnum með undirboðum. Það er svona sem elítan í bönkunum hagar sér. Einkaaðilar eins og ég geta ekki keppt við slíkar niðurgreiðslur.“ Banki niðurgreiðir keppinaut REYNT AÐ BOLA SMÆRRI AÐILUM AF MARKAÐNUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.