Morgunblaðið - 27.01.2011, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.01.2011, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 Vikudagur á Akureyri ræddi ádögunum við Guðmund Hann- esson, sölu- og markaðsstjóra hjá Kælismiðjunni Frosti, sem er að setja nýtt frystikerfi í norskan togara. Guðmundur segir verkefnastöðu Frosts góða vegna þessa verkefnis, en ekki séu allir svo heppnir:    Það er alveg ljóst að á meðan rík-isstjórnin ætlar að halda ís- lenskum sjávarútvegi í gíslingu, þá skapast fá verkefni hér innanlands. Við köllum eftir því að þeir sem hér stjórna, axli sína ábyrgð og fari að gera eitthvað. Þótt verkefnastaðan hjá okkur sé góð um þessar mundir er staðan almennt í landinu mjög lé- leg og það eru mörg fyrirtæki sem þjást vegna ástandsins. Það vantar ekki peninga í sjávarútveginn hér heima en á meðan þessi óvissa ríkir, halda menn að sér höndum.“    Ríkisstjórnin hefur skapað óvissuí sjávarútveginum með því að hanga á eigin fordómum en hafna öllum sátta- og samningaleiðum sem henni eru boðnar.    Nú síðast lýsti velferðarráðherr-ann svokallaði því meira að segja yfir að hann sæi ekki teng- inguna á milli sjávarútvegsins og annarra þátta í atvinnulífi landsins. Aðrir ráðherrar hafa reynst jafn blindir.    Allir aðrir sjá tenginguna á millisjávarútvegsins og annarra greina í íslensku atvinnulífi. Sjávar- útvegurinn er helsta undirstöðugrein atvinnulífsins og æskilegt væri ef ráðherrar, ekki síst velferð- arráðherrar, áttuðu sig á því að ef þeir sauma áfram að sjávarútveg- inum og halda afganginum af at- vinnulífinu áfram í frosti, þá fer vel- ferðin minnkandi. Allt í frosti STAKSTEINAR Veður víða um heim 26.1., kl. 18.00 Reykjavík 7 skýjað Bolungarvík 8 súld Akureyri 8 skýjað Egilsstaðir 4 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 5 léttskýjað Nuuk -2 snjókoma Þórshöfn 3 skýjað Ósló -15 heiðskírt Kaupmannahöfn -2 léttskýjað Stokkhólmur -7 heiðskírt Helsinki -12 heiðskírt Lúxemborg 1 skýjað Brussel 3 léttskýjað Dublin 5 skýjað Glasgow 5 léttskýjað London 5 skýjað París 3 skúrir Amsterdam 2 skýjað Hamborg 1 skýjað Berlín 0 slydda Vín 1 snjókoma Moskva -12 heiðskírt Algarve 13 skýjað Madríd 7 léttskýjað Barcelona 8 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 7 skýjað Aþena 6 léttskýjað Winnipeg -12 skýjað Montreal -12 snjókoma New York -1 snjókoma Chicago -3 alskýjað Orlando 16 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 27. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:24 16:58 ÍSAFJÖRÐUR 10:48 16:44 SIGLUFJÖRÐUR 10:32 16:26 DJÚPIVOGUR 9:58 16:23 Í dag, fimmtudag, verða haldnir tveir fyrirlestrar við Háskóla Ís- lands. Annars vegar mun Ástríður Stefánsdóttir flytja fyrirlestur und- ir heitinu „Frelsi eða höft? Stað- göngumæðrun og staða kvenna.“ Fyrirlesturinn fer fram í stofu 132 í Öskju og stendur kl. 12-13. Þá mun Debbie Epstein flytja fyr- irlestur kl. 15.00 í Bratta, fyr- irlestrarsal í húsnæði mennta- vísindasviðs undir heitinu „Gagn-, sam- eða hinsegin? Kynferði og kynvitund í breskum háskólum 1990-2010“. Fyrirlestrar í HÍ Fuglavernd hvet- ur fólk til að telja fugla í garðinum hjá sér, eða ein- hverjum garði, í einn klukkutíma um næstu helgi. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma á föstudag, laugardag og sunnudag nk., eða á mánudag nk. og skrá hjá sér hvaða fuglar sjást og mesta fjölda af hverri tegund á meðan at- hugunin stendur yfir, þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir. Að lokinni athugun skal skrá nið- urstöðurnar á Garðfuglavefnum, www.fuglavernd.is. Fuglatalning um næstu helgi Rúmlega 100 ökumenn voru stöðv- aðir í umferðareftirliti lögregl- unnar í miðborginni í fyrrakvöld. Tveimur þeirra var gert að hætta akstri sökum þess að þeir höfðu neytt áfengis en voru þó undir leyfi- legum mörkum. Sérstaka athygli vakti að ljósabúnaði margra öku- tækja var áfátt. Ýmist vantaði ljós að framan eða aftan en ökumönn- unum var góðfúslega bent á að skipta um perur, öryggi eða annað það sem bilað var. Lögreglan telur öruggt að ástandið sé svipað annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og eru ökumenn því hvattir til að huga sérstaklega að ljósabúnaðinum. Yfir 100 ökumenn stöðvaðir í eftirliti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.