Morgunblaðið - 27.01.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.01.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Póstsendum Útsala 40-70% afsláttur Geggjuð útsala Str. 38-56 40-70% afsláttur www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið: mán.-fös. kl. 11-18 | lau. 10-16 | sun. 10-16 Laugavegi 63 • S: 551 4422 MÖGNUÐ ÚTSALA ALLT AÐ 60% AFSLATTUR! Á klassískum og vönduðum kvennfatnaði frá þekktum framleiðendum. Síung í 70 ár laxdal.is Gréta Boða kynnir nýju vorlitina í CHANEL, fimmtudag, föstudag og laugardag. Verið velkomin. Glæsibæ, s. 568 5170 Útsala Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard. Hæðasmára 4 – Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind Símar 555 7355 og 553 7355 30-60% afsláttur af völdum vörum Bonito ehf. | Friendtex | Faxafen 10 | 108 Reykjavík sími 568 2870 | www.friendtex.is Opið í dag frá kl. 11:00 -19:00 2 fyrir 1 2 fyrir 1 2 fyrir 1 2 fyrir 1 Útsölulok í dag Kíktu inn - það borgar sig Peysur Buxur Jakkar KjólarNotkun fjölfosfata er á dagskrá vís- indaráðs stjórnarnefndar Evrópu- sambandsins (ESB) um heilbrigðis- og neytendamál (DG SANCO) á fundi hennar 17. og 18. febrúar næstkomandi. „Við munum að sjálfsögðu senda vísindamenn þangað og reyna að ná í gegn með okkar rök,“ sagði Guð- bergur Rúnarsson, verkfræðingur og starfsmaður Samtaka fisk- vinnslustöðva (SF) og stjórnarmaður Íslenskra saltfiskframleiðenda. Hann var í sex manna sendinefnd Ís- lenskra saltfiskframleiðenda og stjórnvalda, ásamt Atla Gíslasyni, formanni sjávarútvegsnefndar Al- þingis, sem hitti fulltrúa ESA og ESB í síðustu viku vegna banns ESB við notkun fjölfosfata í saltfiskfram- leiðslu. „Saltfiskur er svo sérstakur,“ sagði Guðbergur. Hann sagði að málið strandaði á reglugerð ESB um aukaefni í matvælum. Hún miðast við aukaefni sem eru í matvælunum þegar þeirra er neytt. Íslenskir saltfiskframleiðendur benda hins vegar á að fjölfosfötin séu einungis tæknileg hjálparefni við framleiðsluna og skolist úr við útvötnun. Guðbergur sagði að Ís- lendingar leituðu nú leiða til að koma sínum sjónarmiðum að hjá ESA og ESB. „Fjölfosföt, salt og fleira fer úr fiskinum við útvötnun, áður en hans er neytt. Í því felst munurinn,“ sagði Guðbergur. Saltfiskframleiðendur berjast fyrir því að fá fjölfosfötin viðurkennd sem tæknilegt hjálp- arefni. „Viðræður sem við áttum við Eft- irlitsstofnun EFTA og stjórnarnefnd ESB um heilbrigðis- og neytendamál voru mjög góðar. Menn hlustuðu vel á okkur og okkar sjónarmið mættu skilningi. En á meðan þetta er skil- greint sem aukaefni erum við í slæmum málum,“ sagði Guðbergur. Ný reglugerð ESB um aukaefni í matvælum er að mestu tilbúin. Guð- bergur reiknar með að hún taki gildi í kringum næstu áramót. Ekki er ljóst hvort fjölfosföt í saltfiski verða skilgreind sem aukaefni eða tækni- legt hjálparefni. Hann sagði að áfram yrði unnið að málinu af hálfu Íslendinga bæði hér innanlands og innan ESB. gudni@mbl.is Fjölfosföt í salt- fiski rædd í vís- indaráði ESB  Það sjónarmið kynnt fyrir ESB að efnin séu tæknileg hjálparefni í saltfiski Morgunblaðið/RAX Saltfiskur Búið er að banna notkun fjölfosfata við saltfiskverkun. Vísitala neysluverðs miðuð við verð- lag í janúar lækkaði um 0,9% frá fyrra mánuði. Þetta er umfram það sem greiningardeildir bankanna höfðu gert ráð fyrir, en þær höfðu flestar spáð um 0,6%-0,8% hjöðnun. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 1,8%, en var 2,5% í desember. Greiningardeild Arion banka segir þó að búast megi við talsverðri verð- bólgu í febrúar og mars. Arion banki spáir því nú til bráða- birgða, að vísitala neysluverðs hækki um 0,7% í febrúar og 0,5% í mars. Gangi sú spá eftir verður ársverð- bólgan komin í 1,4% í apríl 2011 en ef horft er framhjá skattahækkunum ríkisstjórnarinnar þá verður verð- bólgan 1,2%. Ákveðnir áhættuþættir eru fyrir hendi hvað verðlagsþróun varðar, þar á meðal árstíðabundnar hækk- anir í kjölfar útsalna og gengisveik- ing krónunnar, sem getur skilað sér út í verðlagið. Útvarpsgjaldið skattur Hagstofan segir, að síðastliðna tólf mánuði hafi vísitala neysluverðs hækkað um 1,8% en vísitala neyslu- verðs án húsnæðis um 2,4%. Und- anfarna þrjá mánuði hafi vísitala neysluverðs lækkað um 0,5% sem jafngildi 2,1% verðhjöðnun á ári (1,8% verðhjöðnun fyrir vísitöluna án húsnæðis). Þetta er í fyrsta skipti frá því í mars 2004 sem 12 mánaða verðbólga er undir 2% en þá var verðbólgan einnig 1,8%. Þar áður gerðist það í júní 2003 þegar árshækkun vísitöl- unnar var 1,6% en verðbólga var mjög lítil það ár. Kostnaður vegna eigin húsnæðis minnkaði um 1,8% í janúar, aðallega vegna lægra markaðsverðs. Far- gjöld í utanlandsflugi lækkuðu um 15%. Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 1,4% og verð á bensíni og olíum hækkaði um 3,1%. Áhrif hækkunar áfengis-, tóbaks-, olíu- og kolefnisgjalda á vísitölu neysluverðs voru 0,21%. Nú er litið á útvarpsgjald sem beinan skatt í stað þjónustugjalds. Breytingin hafði 0,41% áhrif til lækkunar á vísitölunni. Verð á ann- arri opinberri þjónustu hækkaði um 3,4%. Búist við verðbólgu í febrúar og mars Verðlag lækkaði um 0,9% í janúar, meira en spáð var Verðbólga frá janúar 2010 9% 8% 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0% Jan. 2010 Jan. 2011 6,6% 8,5% 1,8% AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.