Morgunblaðið - 27.01.2011, Side 11

Morgunblaðið - 27.01.2011, Side 11
Tækniþróunarsjóður Úthlutun og áhrif Dagskrá l Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra flytur ávarp l Nýtt merki Tækniþróunarsjóðs kynnt l Úthlutun 2010 l Áhrifamat Tækniþróunarsjóðs l Kynning á fjórum nýjum verkefnum sem hafa aðstöðu í Kím: • Heima heilasíriti. Garðar Þorvarðsson, Medical Algorithms • Hagkvæmt svefnskráningartæki. Kolbrún E. Ottósdóttir, Nox Medical • Markaðssókn í Kanada. Perla Björk Egilsdóttir, SagaMedica • Krabbameinslyfjanæmispróf. Finnbogi Þormóðsson, ValaMed Fundarstjóri er Sigríður Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Boðið upp á kaffiveitingar og tækifæri gefst til að líta inn hjá sprotafyrirtækjum í setrinu. Allir núverandi, fyrrverandi og tilvonandi styrkþegar hvattir til að mæta! Skráning á rannis@rannis.is Tækniþróunarsjóður kynnir úthlutun og nýtt áhrifamat föstudaginn 28. janúar kl 15-17 í Kím frumkvöðlasetri, Vatnagörðum 18 www.rannis.is Morgunblaðið/RAX Selir Voru mikið borðaðir áður fyrr en hafa ekki verið vinsælir til matar undanfarna áratugi. segir Pétur það hafa verið með breyttu mataræði Íslendinga. Mjúkt mjólkurkópakjöt Guðmundur Ragnarsson veit- ingamaður ætlar að tala um hvernig má nýta selaafurðir á nýstárlegan hátt en hann hefur meðal annars boðið upp á selasteikur á veit- ingastað sínum Lauga-ási. „Ég veiði útselskópana. Það er aðeins einn tími á ári sem útsels- kópar eru veiddir, í byrjun október, þá er kópurinn að verða mán- aðargamall og kom- inn í kjörstærð. En ég veiði aðeins örfáa kópa, ekki meira en ég þarf í Selaveisluna og smá til að bjóða hér upp á á Lauga- ási,“ seg- ir Guðmundur. Hann segist nýta hverja örðu af selnum. „Skinnin fara á markað, sel- spikið saltað og kjötið er notað í selaveislu og smá hluti er í boði hér á Laua-ási. Ég læt svíða hreifana, sýð þá og bý til sviðasultu. Það er enginn munur á þeirri sultu og úr kindakjöti nema það kemur aðeins sjáv- arkeimur í lokin þegar búið er að borða hana. Ég reyki svo hluta á gamla mátann í reykkofa, það er svolítið eins og að borða hangikjöt. Ég er líka með soðinn saltaðan sel eins og gert var í gamla daga. Svo steiki ég kjötið eins og nautalundir,“ segir Guðmundur. „Ég nota bara út- selskópa og þetta er mjólk- urkópakjöt, hann hefur aldrei borð- að fisk. Fitan á þessum eina mánuði verður 5cm og bara af móðurmjólk- inni. Þetta er eins og fræga kálfa- kjötið í Frakklandi, mýksta kjöt sem ég hef komið við.“ Guðmundur sér ekki fyrir sér að það verði borðað meira af selnum í framtíðinni. „Við veiðum eins lítið og við komumst upp með, bara rétt til að halda í gamlar hefðir. Ég sé ekki að það aukist að fullorðinn selur verði borðaður, það er svo sterkt villibráðarbragð af honum.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 Íslenskt hráefni og ítalskar aðferðir eiga oft einstaklega vel saman. Hér eldum við íslenskan þorskhnakka, sem er eitthvert magnaðasta hráefni íslenskrar náttúru, með íslensku byggi, eldað á sama hátt og ítalskt risotto. Bygottó 3 dl íslenskt bygg 1 laukur, saxaður 1 gulrót söxuð í litla teninga 2-3 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir 1,5 dl kjúklingasoð (sjóðandi vatn og 1 tsk. Oscar-kjúklingakraftur) ½ steinseljubúnt, fínsaxað 2 dl nýrifinn Parmesan-ostur ólívuolía Hitið olíuna á stórri pönnu. Mýkið lauk, gulrót og hvítlauk í olíunni. Bætið bygginu við og veltið um í olíu- nni í 2-3 mínútur. Haldið soðinu við suðustig í potti og bætið smám sam- an við, ausu og ausu í einu. Látið byggið malla í 45-50 mínútur eða þar til það er orðið mjúkt en enn með smábiti. Bætið steinseljunni og Par- mesan-ostinum saman við og látið standa í nokkrar mínútur. Þorskhnakki 600-700 g af þykku þorsk- hnakkastykki salvía olía smjör salt og pipar Hitið ofninn í 200 gráður. Skerið hnakkastykkið í fjórar „steikur“. Hit- ið smjör og ólívuolíu saman á pönnu. Bætið salvíu (ferskri fínsaxaðri eða þurrkaðri) saman við. Steikið þorsk- sneiðarnar um eina mínútu á hverri hlið. Saltið og piprið. Látið pönnuna í ofninn í um 10 mínútur. Þorskhnakki er hráefni sem ber að meðhöndla eins og góðar steikur og það ber að varast að ofelda þær. Setjið byggotó á disk, þá skammt af klettasalati og loks þorsksneiðina ofan á salatið. Hellið smá af hágæða ólívuolíu yfir þorskinn og berið strax fram. Steingrímur Sigurgeirsson Uppskriftin Þorskhnakki með byggottó Fleiri uppskriftir má finna á Matur og vín-vef Morgunblaðsins: mbl.is/ matur og á www.vinotek.is Fræðslufundurinn í kvöld er sá þriðji í röð fræðslufunda á veg- um félagsins Matur-saga- menning. Fjalla þeir allir um nytjar á villtum dýrum úr ís- lenskri náttúru, bæði fyrr og nú. Í kvöld verður fjallað um hvernig Íslendingar nytjuðu seli til matar. Pétur Guðmundsson frá Ófeigsfirði, formaður Sam- taka selabænda, og Guðmundur Ragnarsson veitingamaður munu flytja erindi. Fundurinn verður haldinn í sal Reykjavík- urakademíunnar, Hringbraut 121, 4. hæð, kl. 20 til 22. Aðgangur er ókeypis. Nytjar á sel til matar MATUR-SAGA-MENNING Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Íslendingasögunámskeiðin eru sí- vinsæl og við höfum bætt við morg- untímum. Við erum með þrjá hópa á Njálunámskeiði núna og það eru um 90 manns í hverjum hópi,“ segir Thelma Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Nú á vorönn eru fjöl- mörg afar áhugaverð námskeið í boði hjá Endurmenntun, t.d. um tónlistar- heim Gana, djass, súkkulaði, Jesú, Sikiley, búddisma, jólabækurnar, þjóðgildin, Sade markgreifa, tungu- mál, eflingu sjálfstrausts og um sam- skipti foreldra og barna. Fjögur nám- skeið eru tengd garðyrkju; ræktun matjurta, kryddjurta, trjárækt og hagnýt jarðgerð, molta og aðrir líf- rænir áburðargjafar. „Um þau nám- skeið sjá nokkrir sérfræðingar í græna geiranum, í Horticum mennta- félagi,“ segir Thelma og bætir við að námskeið sem séu vel sótt séu gjarn- an endurtekin en stundum hvíli þau líka námskeið og taki þau svo upp aftur. „Það á til dæmis við um nám- skeiðið um Jakobsveginn, pílagríms- ferðina til Santiago de Compostela, sem Jón Björnsson, sálfræðingur og rithöfundur, stýrir, en það er alltaf fullt á það námskeið. Jón hefur verið með fjölmörg önnur námskeið hjá okkur, t.d. um engla, en núna á vor- önn er nýlega farið af stað námskeið hans um illskuna, víti og fjandann.“ Leikhúsnámskeiðin segir Thelma einnig afar vinsæl, en þá fær fólk fyrst fræðslu um leikritið og höfund- inn, síðan er farið á æfingu þar sem spjallað er við leikstjórann og leik- arana, og loks farið á sýninguna og eftir hana spjallað um hana. Eitt af námskeiðunum kallast Yndislestur með Einari Kárasyni en þá verða nokkrar bækur sem komu út á síð- asta ári lesnar og höfundarnir koma í heimsókn. Thelma segir aldrei hægt að segja fyrirfram hvaða námskeið ganga vel, til dæmis hefur nýja námskeiðið um Guðrúnu frá Lundi, Mátti kerlingin ekki skrifa í friði, fengið mjög góða skráningu. Námskeið Jóhanns Inga Gunnarssonar um eflingu sjálfs- trausts hafa líka notið mikilla vin- sælda. „Úr neista í nýja bók, þar sem farið er yfir ýmis atriði við ritun skáldsagna, hefur slegið í gegn, við virðumst eiga mikið af skúffu- skáldum.“ Thelma tekur fram að námskeið Endurmenntunar séu opin öllum. www.endurmenntun.is. Námskeið Djass, súkkulaði, Jesús og Sikiley hjá Endurmenntun HÍ Namm Súkkulaði … matur guðanna er eitt af námskeiðum Endurmenntunar. www.matarsetur.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.