Morgunblaðið - 27.01.2011, Side 12

Morgunblaðið - 27.01.2011, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 VIÐTAL Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Húni Heiðar Hallsson lögfræðingur, þjóðréttarfræðingur á sviði heim- skautaréttar og starfsmaður Norð- urslóðagáttar (Artic Portal) á Akur- eyri segir það mjög orka tvímælis að heimilt hafi verið að skjóta hvíta- björninn sem gekk á land við Hraun á Skaga í júní 2008. Þá telur hann af- ar brýnt að samin verði viðbragð- sáætlun vegna slíkra tilvika því enn sé allt í lausu lofti þar að lútandi. Í lokaritgerð sinni í lögfræði við Háskólann á Akureyri sl. vor fjallaði Húni um lagalega stöðu hvítabjarna á Íslandi, og flutti fyrirlestur með sama heiti á Lögfræðitorgi í HA í vikunni. „Hvítabirnir voru réttdræpir hér á landi fyrir 1994 en eru síðan alfrið- aðir skv. lögum. Ég bendi á það í minni ritgerð að svo virðist sem menn hafi almennt ekki gert sér grein fyrir því hvaða áhrif svona lög- gjöf hefur,“ sagði Húni í samtali við Morgunblaðið. „Þegar hvítabirnir gengu hér á land 2008 virtust menn hvorki skilja hvert efni laganna er né áttuðu stjórnvöld sig á hlutverki sínu eða valdheimildum. Það var mjög sér- stakt þegar Umhverfisstofnun vildi í raun ekkert gera þegar björninn gekk á land á Skaga í júní það ár en umhverfisráðherra vildi fanga hann; sem ráðherra getur ekki tekið ákvörðun um samkvæmt lögum. Umhverfisstofnun ein getur gert það.“ Húni ítrekar að hérlend stjórnvöld álíti almennt að hvítabirnir séu enn réttdræpir en hann sé á öndverðum meiði. Hann telji að skilyrði neyð- arréttar verði að vera uppfyllt til að fella megi björninn. Hvað neyðarréttinn varðar nefnir Húni t.d. að til þess að verkið geti talist nauðsynlegt verði þeir hags- munir sem fórnað er (þ.e.a.s. líf bjarnarins) að vera minni en það sem bjargað er. „Í lögunum segi að einu hagsmun- irnir sem séu rétthærri en björninn séu menn og búfé.“ Slíkar aðstæður hafi ekki verið uppi við Hraun á Skaga því hvorki fólki né dýrum hafi verið ógnað. Húni telur brýnt að ákveðnar reglur séu hafðar til grundvallar þegar metið er hvort fanga eigi björn. „Ef það er ekki gert getur Umhverfis- stofnun ekki fullnægt 2. málsgrein 16. greinar laganna þar sem segir að gangi hvítabjörn á land þar sem fólki eða búfénaði sé ekki talin stafa bráð hætta af sé Umhverfisstofnun heim- ilt að láta fanga björninn og flytja hann á stað þar sem ekki stafar hætta af honum. Það orkar því mjög tvímælis, í ljósi þess að hvítabirnir eru friðaðir, að það geti talist löglegt að skjóta hvítabjörn sem er á leið á griðasvæði, eða út í sjó eins og var í tilfelli bjarins við Hraun á Skaga.“ En hvað telur Húni að gera þurfi? „Ráðherra gæti samið reglugerð en ég myndi vilja sjá beina reglu- gerðarsetningu um hvítabirni þar sem öðrum viðkomandi ríkisstofnun- um yrði gert skylt að útbúa viðbún- aðaráætlun eða vísireglur vegna komu hvítabjarna.“ Gleymdist að þeir eru friðaðir?  Þjóðréttarfræðingur segir orka tvímælis hvort mátt hafi fella björninn við Hraun á Skaga í júní 2008  Skildu menn ekki lögin?  „Stjórnvöld virtust ekki átta sig á hlutverki sínu eða valdheimildum“ Morgunblaðið/RAX Bangsi Hvítabjörninn sem gekk á land á Skaga í júní 2008 hafði hægt um sig í æðarvarpinu í landi bæjarins Hrauns. Hvítabirnir » Um 500 skrásettar heimildir eru til hérlendis um komu hvítabjarna frá landnámi en komurnar eru örugglega miklu fleiri. » Eftir að birnirnir gengu á land 2008 var gefin út skýrsla um viðbrögð við slíkar að- stæður. Húni gagnrýnir mjög að höfundar skýrslunnar segi beinlínis að þeir vilji ekki leggja til viðbragðsáætlun. » Ef hvítabjarnarhúnn, sem ekki væri orðinn mannsbani, yrði skotinn hér á landi yrði skyttan að öllum líkindum ákærð á grundvelli laganna frá 1994 segir Húni. „Ég hef lesið margar skýrslur und- anfarið og mér finnst áberandi að stjórnsýslan tekur oft ákvarðanir án faglegrar ráðgjafar lögfræð- inga. Magma-málið er nýlegt dæmi; þar er sett á stofn stjórn- sýslunefnd sem á að meta gildi laga og enginn lögfræðingur situr í nefndinni. Mér finnst ég alltaf vera að rekast á þetta,“ segir Húni. „Mér finnst ótrúlegt að þegar settar eru saman svona skýrslur skuli lögfræðingar a.m.k. ekki fengnir til þess að fara yfir lagaleg atriði,“ segir hann og vísar til skýrslunnar vegna hvítabjarn- anna. „Fólkið í nefndinni er vant að fást við önnur málefni; dýralækn- ar, lögreglumenn og fleiri eru auð- vitað góðra gjalda verðir en hafa ekki þann djúpa skilning á lögum sem er nauðsynlegur. Mér sýnist að ákvarðanir séu oft á tíðum and- stæðar lögum eða látið undir höf- uð leggjast að taka á mikilvægum álitaefnum,“ segir Húni. Ákvarðanir andstæðar lögum UNDRANDI Á VINNU NEFNDA Húni Hallsson ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Hvernig er þetta með árstíðirnar? Er vetur eða er ekki vetur? Svar óskast sem fyrst.    Best að koma með eina tillögu enn að veðri. Nú mætti snjóa aðeins hér nyrðra. Ekki alveg jafn mikið og um daginn en þó nóg. Sem er teygj- anlegt hugtak, ég veit það. En sá sem skiptir máli ætti að skilja þetta.    Þau býsn af snjó sem glöddu og hrelldu bæjarbúa á dögunum eru að mestu horfin. Enda hefur verið hlýtt í höfuðstað Norðurlands síðustu daga. Í gær var t.d. níu stiga hiti laust eftir hádegi; heitara en í Barcelona og London og aðeins var örlítið hlýrra á Mallorca en á Ak- ureyri. Í New York og Kaupmanna- höfn var frost!    Finnbogi Marinósson ljósmynd- ari í Dagsljósi hefur sett upp sýn- ingu í verslunarmiðstöðinni Gler- ártorgi. Þar sýnir hann myndir sem hann hefur tekið á síðustu sex mán- uðum; Finnbogi brá sér reglulega út fyrir dyr vinnustofu sinnar í Gler- árhverfi og smellti mynd af fjallinu fallega, Súlum. Útkomuna má sjá á Glerártorgi.    Áhugamönnum um útvarp stendur til boða að horfa á þátt í beinni útsendingu á sunnudaginn. Alveg satt! Margrét Blöndal og Fel- ix Bergsson fara þá af stað með nýj- an þátt á Rás 2 og verður hann send- ur beint út af stóra sviðinu í menningarhúsinu Hofi. Þetta er þátturinn Gestir út um allt.    Gestir eru velkomnir í Hof á meðan þátturinn er sendur út, frá klukkan 13 til 15, og aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis. Þátturinn verður á dagskrá síðasta sunnudag í hverj- um mánuði fram á vor.    Margrét og Felix verða áfram með þáttinn Bergsson og Blöndal á laugardagsmorgnum á Rás 2; sá nýi er hrein viðbót.    Fyrstu gestir þáttarins verða Sigríður Thorlacius, Sigurður Guð- mundsson og Guðmundur Kristinn Jónsson – Kiddi Hjálmur. Þau skemmta gestum og öðrum hlust- endum með söng og óvæntum uppá- komum að sögn Margrétar. Félagarnir úr Hjálmum verða líka í Hofi annað kvöld þegar þessi snjalla sveit heldur tónleika undir yfirskriftinni Frá Keflavík til Kings- ton, sem var nafn síðustu plötu hennar, sem kom út rétt fyrir jólin. Nokkrir sérstakir gestir verða með í för á þessum spennandi reggí- tónleikum í Hofi.    Hluti hópsins verður svo á Græna hattinum á laugardagskvöldið þegar Baggalútur fagnar þorranum með söng og hljóðfæraslætti.    Sigrún Björk Jakobsdóttir, fyrr- verandi bæjarstjóri á Akureyri, hef- ur verið ráðin í starf hótelstjóra nýja Icelandair-hótelsins sem opnað verður í vor í gamla húsnæði Iðn- skólans. Hún er menntuð hót- elrekstrarfræðingur. Horft á Súlur og útvarpsþátt Súlur Tvær ljósmynda Finnboga Marinóssonar á sýningunni á Glerártorgi. „Þetta er eitt af þessum stóru og virðulegu húsum við miðborgina. Það er um 600 fermetrar að stærð, með glæsilegum stofum á miðhæð- inni og óvenju glæsilegu stigaholi. Húsinu fylgir líka mikil lóð,“ segir Sverrir Kristinsson, framkvæmda- stjóri Eignamiðlunar, um húseign- ina Túngötu 7, hús Geðhjálpar, sem fasteignasalan hefur fengið í sölu, og fram kemur í fylgiblaði Morg- unblaðsins í dag, finnur.is „Það er sjaldgæft að svona glæsi- legt hús fari í sölu. Það eru orðin nokkur ár síðan við fengum í sölu einbýlishús af þessari stærðar- gráðu í nágrenni Landakotstúns. Húsið er byggt 1944 en það var Gísli J. Johnsen, konsúll og kaup- sýslumaður frá Vestmannaeyjum, sem lét reisa það. Arkitekt var Ein- ar Erlendsson. Ásett verð er 130 milljónir. Húsið getur verið glæsi- legt einbýlishús en líka hentað und- ir félagsstarfsemi og skrifstofur. Það mætti hugsa sér að lögmenn hefðu áhuga á því, enda stutt í dóm- stóla. Svo mætti nefna sendiráð.“ Aðspurður hvort eftirspurn sé eftir eign í þessum verðflokki í dag bendir Sverrir á að fleiri en einn hafi lýst áhuga á að kaupa eign við Fjölnisveg í Reykjavík sem hann var með í sölu fyrir örfáum vikum. Var ásett verð yfir 100 milljónir króna. „Það seldist strax.“ Húsið var gefið ríkinu í minningu Gísla og fór svo að Geðhjálp fékk húsið. Lárus Rögnvaldur Haralds- son, gjaldkeri Geðhjálpar, segir fé- lagið hafa augastað á eign við mið- borgina sem sé á einni hæð og með betra aðgengi fyrir fatlaða. Hann segir húsið hafa reynst afar vel. Morgunblaðið/Ernir Túngata 7 Húsið er auglýst í fylgiriti Morgunblaðsins, Finnur.is, í dag. Eitt reisulegasta hús borgarinnar  Geðhjálp flytur úr glæsilegri villu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.