Morgunblaðið - 27.01.2011, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 27.01.2011, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 VIÐTAL Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Skólastjórar grunnskólanna í Reykjavík leita nú allra leiða til að mæta kröfum borgaryfirvalda um niðurskurð og hagræðingu í skól- unum. „Þetta er mikill niðurskurður og skerðing á þeirri þjónustu sem við erum að veita nemendum okk- ar,“ segir Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla og formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík. Stöðugildum breytt Um áramótin bárust skólastjórn- endum leiðbeinandi reglur mennta- sviðs Reykjavíkurborgar um áfram- haldandi niðurskurð innan skólanna. Nú er skólunum til dæmis í fyrsta skipti gert að breyta stöðugildum al- mennra starfsmanna í grunnskól- unum, annarra en kennara. Þessi hagræðingarkrafa tekur meðal annars til starfsmanna á bókasöfnum skólanna, húsvarða, rit- ara, námsráðgjafa, tölvuumsjón- armanna og skólaliða, kaffiþjónustu, ræstinga og baðvörslu í íþrótta- húsum auk starfsfólks í mötuneyt- um. Ingibjörg segir að skólastjórn- endum beri í raun og veru að grípa strax til samdráttaraðgerða en að sjálfsögðu verði að taka tillit til kjarasamninga. Aðstæður í skól- unum séu líka mismunandi til að bregðast við þessum niðurskurði. Skólastjórar fara yfir stöðuna með menntasviði borgarinnar Skólastjórar grunnskólanna í Reykjavík eru í þessari viku að hefja vinnu með menntasviði þar sem farið verður yfir stöðuna vegna niðurskurðar sem skólastjórnendum er ætlað að framfylgja og á þeirri vinnu að vera lokið 3. febrúar. „Allir skólastjórar munu funda með starfsmannastjóra og fjár- málastjóra menntasviðs og leggja fram hugmyndir um hvernig við sjáum fyrir okkur að við getum framkvæmt þessa fjárhagsáætlun. Að því búnu ættum við að sjá hver staðan raunverulega er í grunnskól- unum í borginni,“ segir Ingibjörg. Fimm ára leikskólabörn fái þjónustu inni í grunnskólum Starfshópur um greiningu tæki- færa til samrekstrar og/eða samein- ingar leikskóla, grunnskóla og frí- stundaheimila sem starfa á vegum Reykjavíkurborgar á að skila nið- urstöð um sínum og tillögum í byrj- un febrúar. „Ég bind miklar vonir við að þá verði ljóst til hvaða aðgerða verður gripið. Þar er verið að tala um sam- rekstur, sameiningar og samvinnu á milli grunnskóla, leikskóla og frí- stundaheimila,“ segir hún. Ingibjörg bendir á að leikskól- arnir í borginni eru sprungnir og fyrirsjáanlegur mikill skortur á leikskólaplássi og að hennar mati væri skynsamlegt að fimm ára börn í leik- skólunum myndu fá þjónustu inni í grunnskólum í sam- vinnu leik- og grunn- skólans. Þannig væri hægt að taka fleiri ung börn inn í leikskólana. Leita allra leiða Rætt er um allar mögulegar leiðir til að mæta niðurskurðinum í skóla- kerfinu til að komast hjá upp- sögnum og að samdrátturinn bitni sem minnst á sjálfu skólastarfinu. ,,Það er verið að leita allra leiða en það er óneitanlega mikið óöryggi í skólunum vegna þess að á meðan við bíðum eftir tillögum starfshóps- ins hafa skólastjórar að undanförnu verið að kynna þessar upplýsingar og fjárhagsáætlunina fyrir starfs- fólki. Þetta skapar kvíða og óöryggi hjá fólki,“ segir Ingibjörg. Spurð hvaða áhrif samdráttur og lækkun starfshlutfalla hafi bendir Ingibjörg á að starfsmenn skólanna eigi sinn kjarasamningsbundna rétt. Þeir skólastjórar sem ekki sjái fram á að geta fært starfsmenn til neyðist til að grípa til uppsagna inn- an tíðar. „Við skólastjórar eru mjög ósáttir við þennan mikla niðurskurð á menntasviðinu,“ segir hún. Draga úr ræstingu Niðurskurðartilmæli menntasviðs koma meðal annars niður á ræst- ingu í skólunum. „Þetta þýðir að ég mun nú ganga til samninga við það fyrirtæki sem sinnir ræstingu í Hagaskóla því við þurfum að draga verulega úr ræstingu í skólanum. Það verður ekki lengur hvert ein- asta rými ræst á hverjum degi,“ segir Ingibjörg. Niðurskurður á kennslumagni „Það er ljóst að þær forsendur sem skólastjórnendum er gert að byggja rekstraráætlanir sínar á gera ráð fyrir skerðingu á kennslu- magni um 6% sem hefur til dæmis þau áhrif að nemendahópar verða stærri, skerða þarf list- og verk- greinakennslu, val í 8.-10. bekk og stuðning við nemendur. Þessi nið- urskurður mun birtast í skólum borgarinnar á ólíkan hátt og mun hafa áhrif,“ segir hún. Skorið niður í skólunum  Skerðing á þjónustu við nemendur  Gert að breyta stöðugildum almennra starfsmanna  Kennslumagn skorið niður um 6%  „Skapar kvíða og óöryggi“ Morgunblaðið/RAX „Fólk veit ekki almennilega hvað verður. Við höfum verulegar áhyggjur af því að [niðurskurð- urinn í skólum] bitni á okkar fé- lagsmönnum. Við komum til með að eiga fljótlega fund með menntasviði borgarinnar um þessa stöðu og hvað á að gera,“ segir Garðar Hilmarsson, for- maður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Fjölmargir starfsmenn grunnskólanna eru félagar í starfsmannafélaginu, þ.e.a.s. skólaliðar, stuðnings- fulltrúar og matreiðslumenn. Óöryggið er mikið að sögn Garðars. „Við höfum áhygg- ur af því ef skera á niður starfs- hlutfall hjá fólki sem er ekki á háum launum fyrir.“ Áhyggjur og óöryggi ÓVISSA UM AÐGERÐIR Á skólalóðinni Skólastjórnendur grunnskóla fengu leiðbeinandi reglur menntasviðs Reykjavíkurborgar um áframhaldandi niðurskurð. BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is Dæmi eru um að dómstólar hafi kom- ist að annarri niðurstöðu um sakhæfi sakbornings en sérfræðingar. Sak- hæfi er lögfræðilegt hugtak og sér- fræðiálit aðeins dómara til hliðsjón- ar. Fjallað var um sakhæfi í íslenskum refsirétti á málþingi Ora- tors, félags laganema við Háskóla Ís- lands, í gær. Þrjú framsöguerindi voru flutt og hóf leikinn Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti við lagadeild Háskóla Ís- lands. Jón Þór sagði að um mjög við- kvæman málaflokk væri að ræða sem illa hefði verið sinnt af íslenska ríkinu á umliðnum árum. „Jafnvel þegar góðæri var í landinu, bankamenn borðuðu gull og fólk ferðaðist á Saga Class fór lítill peningur í þennan málaflokk.“ Hann benti jafnframt á að ítrekað hefðu verið gerðar athuga- semdir við íslenska kerfið, en ekkert gert til að breyta því til batnaðar. Að öðru leyti fór Jón Þór almennt séð yfir sakhæfi og til að mynda þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að sakborningur sé dæmdur ósakhæf- ur, m.a. að almenn og sérstök varn- aðaráhrif refsinga hafi ekki áhrif þar sem viðkomandi beri ekki skyn á eðli verknaðar og afleiðingar. Þá minnt- ist hann á að þegar ósakhæfur ein- staklingur komi fyrir dómstóla beri ávallt að sýkna hann. Því sé viðkom- andi ekki í skuld við samfélagið þrátt fyrir að hafa framið afbrot. Hins veg- ar sé hægt að beita ýmsum refsi- kenndum viðurlögum, s.s. úrræði um öryggisgæslu. Þegar kemur að því að meta sak- hæfi sakbornings þarf ekki að skipta máli hvort afbrotið sé alvarlegt eða smávægilegt, og engu skiptir þó að verknaðurinn hafi verið skipulagður í mörg ár. Einfaldlega sé eitthvað sem verði til þess að viðkomandi geti ekki stjórnað aðgerðum sínum. Ástandið þarf hins vegar að hafa ver- ið fyrir hendi á verknaðarstundu og orsakatengsl milli vanheilsu og verknaðar, þannig að sakborningur hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum. Jafnframt fór Jón Þór yfir dóma sem hafa fallið og fjallað er um sak- hæfi í. Hann sagði frumkvæði geta komið frá sakborningi sjálfum að láta gera mat á sakhæfi, og einnig að til séu dómar þar sem dómstólar lögðu sérstakt mat á sakhæfið og komust að annarri niðurstöðu en sér- fræðingar. Það gerist sjaldnar en staðreyndin sé sú að dómstólar eigi síðasta orðið og hafa frjálsar hendur um hæfismatið. Flókin og krefjandi mál Þá kynnti Tómas Zoëga, yfirlæknir í geðlækningum á Landspítala, nið- urstöður 50 geðrannsókna sem gerð- ar hafa verið á síðustu tíu árum og hann komið að. Að mati geðlæknis átti 15. gr. almennra hegningarlaga við um sjö einstaklinga eða 14% og 16. gr. sömu laga um 15 einstaklinga, eða 30%. Í 28 tilvikum, eða 56%, átti hvorki 15. grein né 16. grein við. Meðal þess sem hrjáði viðkomandi einstaklinga sem metnir voru ósak- hæfir voru geðklofasjúkdómar, fram- heilaskaði og hugvilluröskun. Síðast- nefnda greiningin er eiginlega einnig sú flóknasta því þá hefur viðkomandi afmarkaðar ranghugmyndir en getur utan þess virkað þokkalega eðlilegur. Þá er ekki augljóst að viðkomandi sé veikur og getur mat á slíkum mönn- um valdið vandamálum og ágreiningi. Tómas sagði sakhæfismöt oft á tíð- um flókin, krefjandi og erfið mál. Um væri að ræða matsatriði fyrir geð- lækna og sálfræðinga og svo einnig fyrir dómara. Auk þess sem nær ávallt fylgir þeim mikill harmleikur. Mál sem illa hefur verið sinnt  Lektor í refsirétti segir athugasemdir ítrekað gerðar við það hvernig fjallað er um ósakhæfi í íslenska réttarkerfinu  Dæmi eru um að íslenskir dómstólar hafi komist að annarri niðurstöðu en sérfræðingar Morgunblaðið/Ernir Dæmt Dómstólar hafa lokaorðið þegar kemur að mati á sakhæfi. Lagagreinarnar » 15. gr. Þeim mönnum skal eigi refsað, sem sökum geðveiki, andlegs vanþroska eða hrörnunar, rænuskerðingar eða annars samsvarandi ástands voru alls ófærir á þeim tíma, er þeir unnu verkið, til að stjórna gerðum sínum. » 16. gr. Nú var maður sá, sem verkið vann, andlega miður sín, svo sem vegna vanþroska, hrörnunar, kynferðilegs misþroska eða annarrar truflunar, en þetta ástand hans er ekki á eins háu stigi og 15. gr. getur, og skal honum þá refsað fyrir brotið, ef ætla má eftir atvikum og eftir að læknisumsagnar hefur verið leitað, að refsing geti borið árangur. » 17. gr. Refsingu skal beita, þótt brot hafi verið framið í ölæði eða undir áhrifum annarra nautnalyfja. Hafi verið um fullkomið rænuleysi að ræða, skal þó ekki refsað, nema sakborningur hafi fyrirfram vitað um eða haft fullkomna ástæðu til að ætla, að hann myndi fremja brot- ið, meðan á áhrifunum stæði, eða að það myndi leiða af þessu ástandi hans. „Ef af þessum niðurskurði verður hljótum við að horfa fram á skóla- starf sem er annars eðlis en sú kennsla sem hefur verið í boði hing- að til. Það er klárt mál. Það hlýtur alltaf að koma niður á gæðum skóla- starfs ef börnum á hvern kennara fjölgar með stærri bekkjum,“ segir Margrét Gylfadóttir, formaður for- eldrafélags Vesturbæjarskóla, um áhyggjur foreldra af fyrirhuguðum niðurskurði í skólastarfinu. Kennslan liði fyrir stærri bekki „Við höfum búið svo vel að því í Vesturbæjarskóla að hafa góðan fjölda nemenda í bekkjum sem kennarar hafa náð að halda vel utan um. Ef það á að fara að sameina bekki og fjölga í þeim mun það koma niður á kennslunni. Þá hljóta bókleg- ar greinar að líða fyrir það ef dregið verður úr framboði listgreina og val- greina, valfaga sem bóklegi hlutinn nýtur án efa góðs af,“ segir Margrét og bendir á að foreldrar barna í öðr- um skólum hafi einnig áhyggjur. Þannig vísar hún til samantektar á fundi Samtaka foreldra grunn- skólabarna í Reykjavík (SAMFOK) í síðustu viku, þar sem því er haldið fram að samskipti foreldra og full- trúa menntasviðs borgarinnar á hverfafundum hafi einkennst af „sýndarsamráði“. Margrét átelur þessi vinnubrögð og segir málið þannig vaxið að foreldrar verði að vera með í málum, enda varði það velferð barna í skólunum. Morgunblaðið/Árni Torfason Skólastarf Ungir drengir að leik á lóð Vesturbæjarskólans. Hlýtur að bitna á kennslunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.