Morgunblaðið - 27.01.2011, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011
Til átaka kom milli lögreglumanna
og mótmælenda í Kaíró og hafnar-
borginni Súez í Egyptalandi í gær,
annan daginn í röð.
Efnt var til götumótmælanna þótt
innanríkisráðuneyti landsins hefði
bannað öll mótmæli. Embættismenn
í Kaíró sögðu að a.m.k. 500 manns
hefðu verið handtekin vegna mót-
mælanna.
Lögreglan beitti táragasi og kylf-
um gegn hundruðum mótmælenda
sem söfnuðust saman í miðborg
Kaíró til að krefjast þess að Hosni
Mubarak léti af embætti forseta.
Daginn áður biðu þrír mótmælendur
og einn lögreglumaður bana í átök-
um.
Embættismaður í Kaíró sagði
þetta mestu mótmæli í landinu frá
„brauðóeirðunum“ svonefndu á
árinu 1977 þegar hundruð þúsunda
manna mótmæltu afnámi niður-
greiðslna ríkisins á matvælum að
fyrirmælum Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins og Alþjóðabankans. Um 800
manns biðu bana í óeirðunum sem
lauk ekki fyrr en hernum var beitt
gegn mótmælendunum.
Nýleg uppreisn í Túnis er kveikj-
an að mótmælunum nú og skipu-
leggjendur þeirra segja að þeim
verði ekki hætt fyrr en Mubarak láti
af völdum. Skipuleggjendurnir hafa
notað samskiptasíður á netinu, m.a.
Facebook og Twitter, til að hvetja til
mótmælanna, en fregnir hermdu að
síðurnar hefðu verið lokaðar í
Egyptalandi í gær.
Hundruð mótmælenda
handtekin í Egyptalandi
Reuters
Átök Lögreglumenn í Kaíró beittu kylfum gegn mótmælendum sem krefj-
ast afsagnar Hosnis Mubaraks forseta sem hefur verið við völd frá 1981.
Danmörk er það land sem tapar
hlutfallslega mestu á aðild að
Evrópusambandinu ef litið er á mis-
muninn á því hversu mikið aðildar-
löndin greiða í sjóði sambandsins og
því sem þau fá í staðinn.
Þetta er í fyrsta skipti sem Dan-
mörk tapar mestu á aðildinni miðað
við stærð ESB-landanna, að því er
fram kemur á fréttavef danska dag-
blaðsins Politiken. Danmörk greiðir
7 milljörðum danskra króna meira í
sjóði ESB en landið fær úr þeim, eða
jafnvirði tæpra 150 milljarða króna.
Danska ríkisstjórnin hefur lofað
að beita sér fyrir því að þessi mis-
munur minnki. Peter Nedergaard,
prófessor í stjórnmálafræði við
Kaupmannahafnarháskóla, telur lík-
legt að það takist vegna þess að það
sé „nánast óskiljanlegt“ hversu lítið
Danmörk beri úr býtum. „Það er
eins og við höldum að þetta snúist
aðeins um að vera í hlutverki dúxins
og höfum alveg gleymt að þetta
snýst líka um að hvert land gæti
hagsmuna sinna,“ hefur Politiken
eftir Nedergaard.
Prófessorinn telur eina af helstu
skýringunum á þessu vera þá að
Danmörk fái sífellt minna af land-
búnaðarstyrkjum frá ESB. Rann-
sókn hafi leitt í ljós að Danmörk fái
tíu sinnum minna en Bretland í land-
búnaðarstyrki á hvern bónda.
Styrkja auðugar þjóðir
Hagsmunasamtök danskra bænda
og matvöruframleiðenda telja að
Danmörk eigi að geta fengið 1,5
milljarða danskra króna (32 millj-
arða íslenskra) meira í landbún-
aðarstyrki en landið fær nú.
Politiken bendir ennfremur á að
Danmörk tapar einnig á afsláttum
sem auðug lönd á borð við Bretland
og Svíþjóð hafa fengið af árlegum
gjöldum sem aðildarlöndin greiða í
sjóði ESB. Afslættir Breta og Svía
kosti Dani eina um milljarð danskra
króna (rúman 21 milljarð íslenskra).
Nedergaard segir það fáránlegt að
Danir skuli þannig styrkja aðrar
auðugar þjóðir í Evrópusambandinu.
Danir tapa
mestu fé á
ESB-aðild
Tapa m.a. á af-
sláttum Breta og Svía
Reuters
Fé Danir eru sagðir geta fengið
meiri landbúnaðarstyrki frá ESB.
K
O
R
T
E
R
.
I
S