Morgunblaðið - 27.01.2011, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
ErfiðákvörðunHæsta-
réttar sl. þriðju-
dag hefur mætt
skilningi. Rétt-
urinn átti ekki
annan kost en
þann er hann tók.
Stjórnlaga„þings“kosningin
var stórkostlega gölluð. Þar
skipti mestu að lagasetningin
var mjög ófullkomin, reyndar
meingölluð, og þeir, sem gert
var að framkvæma lögin,
höfðu ekki lagalegt umboð til
þeirra aðgerða sem þeir töldu
nauðsynlegar til að kosningin
gæti farið fram.
Forsætisráðherrann ber
stjórnskipulega ábyrgð á
undirbúningi málsins í
þinginu og því klúðri sem orð-
ið er og hefur að auki verið
ákafasti talsmaður þess að
hin skrítna uppákoma með yf-
irvirðulegu heiti sínu kæmist
á koppinn. Í þinginu á þriðju-
dag hrópaði ráðherrann að
ekki mætti „hafa stjórn-
lagaþingið af þjóðinni“. Össur
Skarphéðins var á sama róli,
þótt hann færi ekki með
hrópum. Hvaða veruleikafirr-
ing er þetta eiginlega? Hve-
nær hefur „þjóðin“ beðið um
þetta þing? Eru einhverjar
vísbendingar um að hún sé
spennt fyrir málinu? Ekki er
kosningaþátttakan merki um
slíkt. Hún var hin langléleg-
asta í sögu heimastjórnar
landsins í hundrað ár. Enginn
hvatti þó fólk til að hunsa
kosninguna. Tveir þriðju-
hlutar þeirra gerðu það þó.
Og fram hefur komið að
margir þeir sem voru í hópi
þriðjungsins sem kaus gerðu
það af skyldurækni, þótt þeir
væru með öllu ósammála því
að nokkur nauðsyn ræki
menn til hins merkingarlausa
þinghalds. Þess utan er öllum
fjöldanum misboðið að í
miðjum þrengingum þeim
sem þjóðin er í hefur hálfum
milljarði króna, fimm hundr-
uð milljónum, þegar verið
kastað á glæ. Og nú hrópar
forsætisráðherrann að pen-
ingabrennunni verði að halda
áfram vegna þess að þjóðin
vilji það. Og líka vegna þess
að „íhaldið“ sé „skíthrætt“
við að ráðgjafaþingið leggi til
að ákvæðum um eignarhald á
auðlindum verði bætt í
stjórnarskrá. Landsfundur
Sjálfstæðisflokksins, en við
hann mun Jóhanna eiga með
skætingi sínum, hefur sam-
þykkt slíka kröfu á lands-
fundi sínum og
fengið inn í
stjórnarsáttmála
ríkisstjórna sem
hann hefur leitt.
Lélegasta kosn-
ingaþátttaka í al-
mennum kosn-
ingum sem þekkt
er hér á landi er ekki til vitnis
um áhuga þjóðarinnar á hinu
rándýra gæluverkefni Jó-
hönnu Sigurðardóttur. Að-
eins tvö prósent þjóðarinnar
segjast í skoðanakönnunum
telja að þetta stjórnlaga-
bjástur hafi einhverja þýð-
ingu fyrir sig. Almenningur
er löngu hættur að kaupa
kenningar um að stjórn-
arskráin hafi eitthvað með
bankaþjófnaðinn að gera.
Af hverju getur samfylk-
ingarforystan ekki komið ær-
lega fram og viðurkennt að
þetta mál er þeirra eigin
meinloka en ekki þjóð-
arinnar, þótt hún verði að
lokum látin greiða nærri ein-
um milljarði króna fyrir
uppátækið?
En einnig þeir sem telja
endurskoðun stjórnarskrár-
innar nauðsynlega vöruðu við
skipulagslausum æðibunu-
gangi við framkvæmd svo
þýðingarmikils máls. Þannig
hafði Hjörleifur Guttorms-
son, fyrrverandi ráðherra,
bent á að „endurskoðun
stjórnarskrárinnar hefði
þurft lengri aðdraganda og
betri undirbúning …“ Í kjöl-
far þeirra miklu atburða sem
nú hafa orðið segir Hjörleifur
á vef sínum: „Nú eftir niður-
stöðu Hæstaréttar ætti Al-
þingi að taka sér góðan tíma
áður en næstu skref eru stig-
in. Lítil þátttaka í kosningum
til stjórnlagaþingsins bar
ekki vott um að meirihluti
þjóðarinnar teldi málið brýnt.
– Sjálfur notaði ég atkvæð-
isréttinn eins og í öllum al-
mennum kosningum til þessa
og er eftir sem áður þeirrar
skoðunar að endurskoða þurfi
stjórnarskrána í heild sinni.
Hugmynd forsætisráð-
herra um að Alþingi skipi þá
fulltrúa sem kjörnir voru á
stjórnlagaþingið sem eins
konar ráðgefandi nefnd án
þess að til kosninga komi tel
ég ótæka.“ Undir þessi orð
má taka. Og forsætisráð-
herrann getur ekki ýtt þeim
út af borðinu í vanstillingu
með óskiljanlegum upphróp-
unum sem endurspegla að-
eins andúð hennar og hatur á
„íhaldinu“.
Hvar í ósköpunum
hefur komið fram að
þjóðin sé að kalla á
að eyða einum millj-
arði í stjórnlaga-
bjástur?}
Þjóðin er á móti þessu
rándýra brölti
Þ
jóðin kallaði eftir stjórnlagaþingi.
Hún verður að fá sitt stjórnlaga-
þing. Það verður að svara ákalli
þjóðarinnar,“ sagði Jóhanna Sigurð-
ardóttir forsætisráðherra hvað eftir
annað eftir það álit Hæstaréttar að kosningar til
stjórnlagaþings væru ógildar. Svo fór Jóhanna
að tala um illu öflin sem vilja allt til vinna til að
koma í veg fyrir stjórnlagaþingið – þetta lýð-
ræðislega þing sem þjóðin bað um og hefur
brennandi áhuga á. Og til að leggja áherslu á
mál sitt setti hún ógnvekjandi tón í rödd sína og
laðaði þannig fram mynd af skrímslinu ógurlega
um leið og hún sagði vonda orðið: ÍHALDIÐ.
Ríkisstjórnin, jafn ósamheldin og hún nú er,
hefur fundið sér óvin. Þegar fólk sem kann ekki
vel hvað við annað neyðist til að vinna saman er
notadrjúg aðferð að finna óvin og kenna honum um allt
sem miður fer. Jóhanna er slyng við þetta og er farin að
segja orðið „ÍHALDIГ í hvert sinn sem hún kemst í
málefnalegt þrot. Ekki er ólíklegt að hún noti orðið líka
ótæpilega til að minna Vinstri græna á tilvist hins við-
urstyggilega auðvalds í Sjálfstæðisflokknum. Fátt veld-
ur Vinstri grænum jafn mikilli ógleði og tilhugsun um
stjórnmálaafl sem styður atvinnuuppbyggingu og einka-
væðingu og lítur á fjármagn sem sérlega blessun. Ríkis-
stjórnarflokkarnir lafa saman vegna ákafrar löngunar til
að halda í völd sín og andúðin á sameiginlegum óvini,
Sjálfstæðisflokknum, heldur þessu brothætta ríkis-
stjórnarsamstarfi gangandi.
Eftir úrskurð Hæstaréttar síðastliðinn
þriðjudag talaði forsætisráðherra fjálglega
um ákall þjóðarinnar eftir stjórnlagaþingi.
Enginn spurði forsætisráðherra hvaðan
það ákall hefði komið. Kannski kom ákallið
frá frambjóðendum til stjórnlagaþings en
ekki frá þjóðinni sem sagði pass og sat
heima á kjördag. Hvernig getur þessi æp-
andi fjarvera kjósenda hafa farið framhjá
forsætisráðherra allan þann tíma sem lið-
inn er frá þessum mislukkuðu kosningum?
En kannski lítur forsætisráðherra svo á að
félagshyggjuöflin hafi farið á kjörstað með-
an sjálfstæðismenn, andstæðingar lýðræð-
isins, sátu heima í fýlu. Ef það er raunin
hafa sjálfstæðismenn fjölgað sér eins og
kanínur á skömmum tíma og fylla nú land-
ið. Eru rúmlega 60 prósent landsmanna.
Staðreyndin er auðvitað sú að fjölmargir telja stjórn-
lagaþing ekki brýnt og mörgum finnst beinlínis rangt að
safna saman fólki af Reykjavíkursvæðinu með litla laga-
þekkingu til að koma saman tillögum um nýja stjórnar-
skrá. Þess vegna mætti þjóðin ekki á kjörstað.
Sennilega verður ekki farið fram á það að ríkisstjórnin
horfist í augu við raunveruleikann og viðurkenni að þjóð-
in hefur ekki áhuga á stjórnlagaþingi. Þjóðin hefur hins
vegar áhuga á því að skuldastaða heimilanna verði leið-
rétt. En í þeim málum snýr ríkisstjórnin sér undan. Þar
segist hún hafa gert allt sem hún geti gert – svo til ekki
neitt. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Óvinir stjórnlagaþings
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
A
thugasemdir voru gerð-
ar fyrirfram við nokkur
atriði við framkvæmd
kosninganna til stjórn-
lagaþings. Atriði sem
snúa að leynd kosninga komust þó
lítið í umræðuna enda stóðu kjör-
stjórnir úti um landið frammi fyrir
gerðum hlut þegar þær fengu gögn-
in í hendur og kjósendur kynntust
ekki aðstæðum fyrr en á kjörstað.
Hæstiréttur ógilti kosningarnar
vegna þess að kosningaleynd var
ekki tryggð. Þar var um að ræða
vankanta á kjörseðlum, kjörklefum
og kjörkössum. Fyrirkomulagið
varð lýðum ekki ljóst fyrr en á kjör-
dag, þegar fólk mætti á kjörstað.
Kjörstjórnir fengu atkvæðaseðla og
kjörkassa með tilheyrandi leiðbein-
ingum skömmu fyrir kjördag. Áður
hafði þeim borist bréf með leiðbein-
ingar um uppsetningu pappaskil-
rúma í stað kjörklefa.
Rætt fyrir kosningar
Hæstiréttur taldi verulega ann-
marka á framkvæmd kosninganna
með því að frambjóðendum var ekki
gefinn kostur á að hafa umboðs-
menn viðstadda kosningu og taln-
ingu og að talningin hefði ekki farið
fram fyrir opnum dyrum. Umræða
var um þetta fyrir kosningar. For-
maður landskjörstjórnar taldi ekki
unnt að koma því við að hafa um-
boðsmannakerfi vegna fjölda fram-
bjóðenda en viðurkenndi að með því
væri á vissan hátt verið að skerða
réttindi frambjóðenda.
Breytingar voru gerðar á lög-
unum um stjórnlagaþing í sept-
ember. Breytt var um form á kjör-
seðli og veitt heimild til að falla frá
ákvörðun um rafræna kjörskrá, auk
annars. Ekki hefur komið fram að
landskjörstjórn eða dómsmálaráðu-
neytið hafi óskað eftir breytingum á
lögum, til að auðvelda framkvæmd
kosningarinnar, eftir að ljóst varð
hversu margir buðu sig fram.
Í munnlegum málflutningi í
Hæstarétti vakti einn kærenda,
Skafti Harðarson, athygli á því að
hægt hefði verið að bjóða frambjóð-
endum upp á að tilnefna saman um-
boðsmenn eða óska eftir því við þá
að falla frá þessum rétti sínum, til
að fækka umboðsmönnum. Við
sama tækifæri spurði Garðar Gísla-
son hæstaréttardómari formann
landskjörstjórnar hvort landskjör-
stjórn hefði íhugað aðrar leiðir sem
framkvæmanlegar þóttu, svo sem að
bjóða frambjóðendum að sameinast
um ákveðinn fjölda umboðsmanna
eða draga með slembiúrtaki þá um-
boðsmenn sem framkvæmanlegt
var að hafa viðstadda talningu.
Fram kom að þessir kostir höfðu
ekki verið teknir til sérstakrar um-
fjöllunar.
Á sér enga hliðstæðu
Nokkru fyrir kjördag gerðu
nokkrir einstaklingar athugasemdir
við það að blindum og sjónskertum
kjósendum væri ekki gefinn kostur
á leynilegri kosningu þar sem
fulltrúi kjörstjórnar ætti að fylgja
þeim inn í kjörklefann. Á síðustu
stundu breytti dóms- og mannrétt-
indaráðuneytið leiðbeiningum sínum
þannig að blindir og sjónskertir
gætu kosið með hjálp eigin aðstoð-
armanns.
Kosningarnar voru flóknar fyrir
kjósendur. Einnig var á það bent
fyrir kosningar, meðal annars af
Gunnari Helga Kristinssyni prófess-
or í stjórnmálafræði við HÍ, að per-
sónukjör með slíkum fjölda fram-
bjóðenda og sæta ætti sér ekki
neina hliðstæðu í heiminum.
Misbrestur varð á því að bækl-
ingur þar sem allir frambjóðendur
voru kynntir bærist inn á öll heimili
landsins. Nokkuð var kvartað undan
því. Þá lýsti hluti frambjóðenda
óánægju með litla kynningu á fram-
boðum í fjölmiðlum, meðal annars í
Ríkisútvarpinu.
Fyrirkomulagið var
ekki lýðum ljóst
Morgunblaðið/Golli
Talning Atkvæði í stjórnlagaþingskosningunum voru talin í Laugardalshöll.
Talning atkvæða í kosningunum
til stjórnlagaþings fór fram á
vegum landskjörstjórnar. Er
þetta í fyrsta skipti sem hún
hefur það hlutverk því í öðrum
kosningum hafa yfirkjörstjórnir
í kjördæmum eða sveit-
arfélögum annast talningu.
Talningin nú var sérstök
vegna þess að kosið var um
persónur og notað kerfi sem
hér hefur ekki verið prófað áð-
ur.
Í alþingiskosningum annast
yfirkjörstjórnir í kjördæmunum
talningu. Landskjörstjórn hefur
eftirlit, úthlutar þingsætum og
gefur út kjörbréf.
Í þjóðaratkvæðagreiðslunni
um Icesave-málið önnuðust yf-
irkjörstjórnir í kjördæmunum
talningu og sendi niðurstöður
sínar til landskjörstjórnar. Þá
var ekki búið að samþykkja al-
menn lög um þjóðaratkvæða-
greiðslur en þau gera ráð fyrir
svipuðu fyrirkomulagi og notað
var við stjórnlagaþingskosning-
arnar.
Fyrsta taln-
ing lands-
kjörstjórnar
BREYTT FYRIRKOMULAG