Morgunblaðið - 27.01.2011, Síða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011
Vor í Reykjavík Þrátt fyrir ólgu á mörgum stöðum vegna stöðnunar, atvinnuleysis og fleiri þátta lengist dagurinn stöðugt og blíðan er slík að halda mætti að komið væri vor þótt enn sé janúar.
Kristinn
Lífskjör á Íslandi
og víðar hafa verið
fengin að láni og þeg-
ar kemur að skulda-
dögum beita menn
ýmsum leiðum. Sumir
telja skynsamlegt að
hækka skatta sem
leiðir af sér minni
neyslu. Aðrir taka
enn meira lán. Svo
eru þeir til sem skera
niður þjónustu sem
veikja stoðir hvers samfélags og
draga úr hæfni þeirra til að skapa
verðmæti. Um leið hefur fjár-
festum bæði innlendum sem er-
lendum verið gert illmögulegt að
ávaxta sitt fé.
Til að draga úr skuldum þarf að
skapa verðmæti. Íslendingar búa
að miklum auðlindum, fæðu, vatni
og orku. Landið er gjöfult og auð-
lindir þarf að nýta skynsamlega
með heildarhagsmuni í huga. Víða
um land eru kjöraðstæður fyrir
hvers konar fjárfestingu. Slíkt
skapar störf, það verður til fram-
leiðni og svo tekjur. Öll erum við
sammála um að velmegun framtíð-
arinnar liggur í því að nýta þessar
auðlindir. En einhvern veginn
virðist þessi framtíðarsýn ekki ná
til tækifæra utan suðvesturhorns-
ins og er umhugsunarefni, hvað
veldur?
Rannsóknir hafa sýnt að viðhorf
manna eru eitt af því erfiðasta
sem hægt er að breyta. Sér-
staklega þegar kemur að hlutum
sem skipa mikilvægan sess í lífi
fólks. Þá skipta rök og staðreyndir
jafnvel engu máli. Staðreyndir
sem stangast á við viðhorf eru
dregnar í efa, viðhorf og skoðanir
verða þess í stað staðreyndir í
hugum okkar. Fólk hefur þörf fyr-
ir 0að hafa málstað og myndar sér
gjarnan einhverja skoðun byggða
á óskhyggju, þ.e. fólk trúir ein-
hverju svo mikið að það fer að búa
til rök sem leiða að fyrirfram gef-
inni niðurstöðu og viðhorfum
ásamt staðreyndum
sem passa við þau.
Í Þingeyjarsýslum
eru mikil tækifæri til
að nýta auðlindir
skynsamlega, skapa
störf, framleiða og
vinna þjóðina út úr
kreppu og stöðnun.
Því miður virðist
þessi uppbygging
ekki þeim þóknanleg
sem fara með valdið.
Hvað veldur? Búa
ekki nógu margir í
Þingeyjarsýslum og því minni
hagsmuna að gæta? Stjórnvöld
hafa með aðgerðum sínum í krepp-
unni dregið verulega úr mögu-
leikum samfélaga til að vaxa og
dafna. Er þetta æskileg þróun á
Íslandi? Setjum þetta í samhengi
við það að 8-11 einstaklingar fara
af landi brott daglega. Þannig tap-
ast þekking, reynsla, menntun,
hæfni o.fl. Er þetta æskileg þróun
á Íslandi?
Til að snúa þessari þróun við
þurfum við Íslendingar að líta í
eigin barm, breyta viðhorfi okkar
og átta okkur á því að öll skiptum
við jafn miklu máli. Þau tækifæri
sem felast í uppbyggingu á einu
samfélagi veikir ekki önnur sam-
félög. Því miður hefur þetta við-
horf einkennt stjórnun landsins í
of langan tíma. Leyfum sam-
félögum að nýta sín tækifæri til
uppbyggingar. Fólk á höfuðborg-
arsvæðinu tapar ekki á uppbygg-
ingu í Þingeyjarsýslu, þvert á
móti.
Eftir Hjálmar Boga
Hafliðason
» Staðreyndir sem
stangast á við við-
horf eru dregnar í efa,
viðhorf og skoðanir
verða þess í stað stað-
reyndir í hugum okkar.
Hjálmar Bogi
Hafliðason
Höfundur er kennari og bæjarfulltrúi
í Norðurþingi, Húsavík.
Að eiga
við viðhorf
Réttur borgaranna
til að greiða atkvæði í
leynilegum kosningum
er tryggður í stjórn-
arskrá lýðveldisins.
Samkvæmt henni skal
kosning vera leynileg
við forsetakjör og í al-
þingiskosninum. Þá
skal halda leynilegar
kosningar vegna synj-
unar forseta á laga-
frumvarpi eða vegna breytinga á
kirkjuskipan ríkisins. Til samræmis
við þetta er í lögum um stjórnlaga-
þing kveðið á um að kosning skuli
vera leynileg.
Hæstiréttur Íslands komst að
þeirri niðurstöðu að ágallar á kosn-
ingu til stjórnlagaþings hefðu verið
nógu alvarlegir til að ógilda yrði
kosninguna. Ágallarnir
lutu meðal annars að
leynd kosningarinnar.
Ögmundur Jón-
asson, innanrík-
isráðherra, hefur sagt
bæði í umræðum á Al-
þingi og í fjölmiðlum
að á engum hafi verið
brotið í kosningunni,
þar sem hann telur að
ekki sé ástæða til að
vefengja niðurstöðu
kosningarinnar og litl-
ar líkur á að atkvæði
hafi verið rakin til kjósenda. „Ég er
að vekja athygli þjóðarinnar á því
að á engum manni var brotið“ sagði
ráðherrann á Alþingi. Hann hefur
af þessum ástæðum gert lítið úr
ógildingu kosningarinnar.
Innanríkisráðherra kemur ekki
auga á að í kosningunni nutu borg-
ararnir ekki þess réttar síns að
kosningin færi fram með nægj-
anlega leynilegum hætti. Sá réttur
er óháður því hvort ágallar kosn-
ingarinnar voru misnotaðir eða
ekki. Ágallarnir sjálfir eru alvar-
legir og brjóta gegn meginreglu
stjórnarskrár um leynilegar kosn-
ingar. Í ljósi þess er eðlilegt að
spyrja hvort Ögmundur Jónasson
sé hæfur til að gegna embætti inn-
anríkisráðherra, sem bæði hefur yf-
irumsjón með framkvæmd kosninga
og er yfirmaður dómsmála hér á
landi.
Eftir Sævar
Guðmundsson » Ágallarnir sjálfir eru
alvarlegir og brjóta
gegn meginreglu stjórn-
arskrár um leynilegar
kosningar.
Sævar Guðmundsson
Höfundur er laganemi.
„Á engum manni var brotið“
Ákvörðun Hæsta-
réttar Íslands frá því á
þriðjudag um að kosn-
ing til stjórnlagaþings
sé ógild ber að fagna.
Hún sýnir að eftir tæp-
lega tveggja ára valda-
tíð „norrænu velferð-
arstjórnarinnar“ finnst
enn valdastofnun á
landinu sem telur mik-
ilvægt að landslög séu
haldin.
Til stjórnlagaþings var stofnað af
úrræðalausri ríkisstjórn, sem með
því vildi beina athyglinni frá eigin
vanmætti og hugsanlega einnig knýja
á um breytingar á stjórnarskránni,
sem alls engin samstaða er um. Áður
en ákvörðun Hæstaréttar var tekin
var ljóst að stjórnlagaþingið væri
umboðslaust. Það hefur ekki heimild
til að breyta stjórnarskránni, alþingi
eitt er til þess bært. Kjósendur af-
neituðu þessari dillu ríkisstjórn-
arinnar með því að sitja
heima þegar kosið var
til þingsins.
Dómsmálaráðherra,
sá sem á að sjá til þess
að kosningar í landinu
fari löglega fram, reyn-
ir nú að klóra í bakk-
ann: Í fyrsta lagi hafi
ekki verið brotið á rétti
nokkurs manns og hins
vegar hafi ágallar ekki
haft áhrif á úrslit kosn-
inganna. Það fyrra er
fljótafgreitt, auðvitað
var brotið á rétti kjósenda og fram-
bjóðenda: Leynileg kosning var ekki
tryggð og eftirliti með framkvæmd
kosninga og talningu var áfátt, þess
vegna ógildir Hæstiréttur kosning-
arnar. Að „norræna velferð-
arstjórnin“ bjóði upp á dóms-
málaráðherra sem ekki ber næmara
skynbragð á kosningar er í takt við
annað.
Því hvort ágallar hafi haft áhrif á
úrslit kosninga er öllu erfiðara að
svara. Það er hins vegar út í bláinn að
útiloka þann möguleika. Um talningu
í kosningunum sáu vélar, vafa-
atkvæði túlkaði kjörstjórn fyrir lukt-
um tjöldum. Vafaatkvæði hafa senni-
lega aldrei verið fleiri í kosningum á
Íslandi. Nær óhugsandi er að öll
vafaatkvæði hefðu verið túlkuð með
sama hætti hefðu óháðir aðilar eða
fulltrúar frambjóðenda fengið að
fylgjast með talningu. Hefðu fleiri at-
kvæði verið dæmd ógild? Hefðu fleiri
atkvæði verið dæmd gild? Hefðu at-
kvæði flust á milli frambjóðenda?
Þetta veit enginn, einmitt vegna þess
að landskjörstjórn fór ekki að lögum.
Réðu ágallar úrslitum?
Eftir Þorstein
Arnalds »… auðvitað var brot-ið á rétti kjósenda og
frambjóðenda: Leynileg
kosning var ekki tryggð
og eftirliti með fram-
kvæmd kosninga og
talningu var áfátt …
Þorsteinn Arnalds
Höfundur er verkfræðingur.