Morgunblaðið - 27.01.2011, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011
✝ Liselotte El-isabeth Gunn-
arsson (fædd
Schwinn) fæddist í
Flensburg í Norður-
Þýskalandi 23. nóv-
ember 1912. Hún lést
á Hjúkrunarheimilinu
Eir 3. janúar 2011.
Foreldrar Liselotte
voru hjónin Johann
Wilhelm Schwinn, yf-
irkennari í Flensburg,
f. 16. febrúar 1886, d.
1916, í fyrri heims-
styrjöldinni og Olga
Elisabeth Jónsson (fædd Petersen),
húsmóðir, f. 8. mars 1890, d. 17.
ágúst 1974. Liselotte átti einn bróð-
ur, Heinz Gerhard Schwinn, f. 13.
ágúst 1914, d. 9. júlí 1970, kvæntur
Hannelore Schwinn (látin).
Árið 1924 fluttist Liselotte til Ís-
lands frá Þýskalandi ásamt móður
sinni og seinni manni hennar, Guð-
brandi Jónssyni prófessor, f. 30.
september 1888, d. 5. júlí 1953.
Hinn 20. október 1945 giftist
Liselotte Guðmundi Gunnarssyni,
verslunarmanni frá Botnastöðum í
Svartárdal, A-Hún., f. 28. febrúar
1919, d. 24. janúar 1992. Liselotte
og Guðmundur skildu árið 1951.
Dóttir þeirra er Olga Ingibjörg, f.
14. ágúst 1947, gift
Pétri Björnssyni, f.
1943, börn þeirra eru:
1) Björn Óli, f. 1970, í
sambúð með Birnu
Sigurðardóttur. Börn
þeirra eru Pétur og
Linda. Dætur Birnu
frá fyrra sambandi,
uppeldisdætur
Björns, eru Bára
Jónsdóttir, í sambúð
með Ómari Eyþórs-
syni og Anna Jóns-
dóttir í sambúð með
Hauki B. Sigmars-
syni, þau eiga tvö börn, Helgu Birnu
og óskírðan dreng. 2) Liselotta El-
ísabet, f. 1976, gift Einari Kristjáni
Jónssyni, þau eiga eina dóttur, Olgu
Ingibjörgu. Pétur á einn son frá
fyrra sambandi, Arthur, f. 1966,
giftan Hertu Maríönnu Magn-
úsdóttur. Börn þeirra eru Ragnhild-
ur Lára, Halldóra Kristín og Magn-
ús Grétar.
Allan sinn starfsaldur eða til 75
ára vann Liselotte sem einkaritari,
fyrst í Laugavegsapóteki, síðan hjá
Garðari Gíslasyni og að lokum hjá
tengdasyni sínum.
Útför Liselotte fer fram frá Sel-
tjarnarneskirkju í dag, 27. janúar
2011, og hefst athöfnin kl. 15.
Nú er komið að kveðjustund okk-
ar ömmu, sem ég kveð með miklum
söknuði en um leið óendanlegu
þakklæti fyrir að hafa fengið að hafa
hana svona lengi hjá mér. Við amma
Lottí vorum mjög nánar. Amma var
einstök kona, hlý, skemmtileg, orð-
heppin og með eindæmum skapgóð.
Ég man aldrei eftir því að hún hafi
hækkað röddina eða skammað okk-
ur systkinin. Það var alltaf gott að
koma til hennar, hún hafði einstaka
frásagnarhæfileika og var óspör á
að segja ævintýri og sögur frá
sjálfri sér. Hún las líka ógrynni af
bókum fyrir okkur systkinin. Allar
helgar þegar ég var yngri trítlaði ég
niður stigann til ömmu með fangið
fullt af bókum sem amma las svo
tímunum saman. Stundum var tekið
hlé á lestrinum og búnar til ýmsar
furðuverur úr sængurhorninu eða
vasaklút og spunnið upp heilt æv-
intýri. Margar sögur koma upp í
hugann þegar hugsað er til ömmu
eins og hvernig var að alast upp í
Þýskalandi, sorgin við að missa föð-
ur í fyrri heimstyrjöldinni, hvernig
var að koma til Íslands 12 ára göm-
ul, hvernig var að dansa við danska
prinsinn á Borginni, hvernig það var
að vera einstæð móðir, hvernig var
að vita af bróður sínum í seinni
heimstyrjöldinni og svona mætti
lengi telja. Það er óhætt að segja að
amma hafi lifað viðburðaríka ævi
sem spannaði næstum heila öld.
Hún var sannkallaður heimsborgari
og mikil málamanneskja, altalandi á
fjölda tungumála. Til útlanda ferð-
aðist hún á hverju ári og hugurinn
leitaði sífellt út. Hún átti erfitt með
að sætta sig við að geta ekki ferðast
utan síðustu árin.
Amma var mikill sólardýrkandi
og var komin út á svalir þegar fyrsti
sólargeislinn lét sjá sig á vorin, enda
kaffibrún allan ársins hring. Á svöl-
unum gat hún setið í sundbol með
sólhatt svo tímunum skipti. Hún
hafði einstaka heilsu og varð nánast
aldrei misdægurt. Hún stundaði
leikfimi, sund og göngur af kappi
sem var henni mikilvægt, allt fram á
það síðasta lét hún sig ekki vanta í
leikfimina á Eir. Amma var einstak-
ur húmoristi og voru brandarar í
miklu uppáhaldi hjá henni. Það voru
ófáar skemmtanirnar þar sem
amma tróð upp með bröndurum,
heimatilbúnum brögum, vísum eða
öðru skemmtilegu. Hún var vel liðin
og þekkt fyrir hnyttin tilsvör. Dag-
inn fyrir Þorláksmessu fékk amma
væga lungnabólgu, sem hún náði sér
ekki af. Þrátt fyrir að vera ekki
lengur hress, þá tapaði hún ekki
húmornum og glettninni. Daginn
fyrir gamlársdag hafði hún ekkert
tjáð sig, en þrátt fyrir það ávarpaði
læknirinn hana með nafni mjög
kurteislega og sagðist ætla að fá að
hlusta hana. Hún svaraði því engu,
en þegar læknirinn lyfti upp bolnum
opnaði mín augun rétti út hendurn-
ar og sagði með miklum leikara-
brag, „what is going on“ læknirinn
hrökk í kút og sagði afsakandi „ég
ætlaði bara að hlusta þig“ Liselotte
„oh, that is okey“ svaraði amma
með sama látbragði, en sagði svo
ekki meira. Þannig kvaddi hún með
sömu skemmtilegu tilsvörunum eins
og hún hafði alltaf gert. Það er við
hæfi að ljúka þessu með orðum litlu
dóttur minnar sem saknar lang-
ömmu sinnar mikið: „Stjarna mín á
himninum, litla amma Lottí, er dá-
in.“
Liselotta E. Pétursdóttir.
Elsku amma okkar, það er erfitt
að venjast þeirri tilhugsun að þú
sért farin og við munum aldrei aftur
fá að sitja hjá þér hlustandi á sögur
og hlæja þar til tárin byrja að
renna. Þú varst svo ægilega fyndin
og lífsglöð, það var alltaf svo gaman
að vera í félagsskap þínum og fá að
heyra sögur frá Þýskalandi og æsku
þinni, kóngafólkinu í Danmörku sem
þú hélst svo mikið upp á og alla
brandarna sem þú þýddir úr þýsku
blöðunum. Það er svo ótal margt
sem kemur upp í hugann.
Við minnumst þess með hlýju
þegar við fengum að fara heim til
þín eftir skóla og þú tókst okkur
opnum örmum með félagsskap og
mat. Þá varstu alltaf tilbúin að
hjálpa með heimalærdóminn, sér-
staklega tungumálin, og það voru
ófáir stílar og ritgerðir sem þú
hjálpaðir okkur með.
Við kveðjum ömmu með söknuð í
hjarta og þökkum fyrir allar góðu
minningarnar og stundirnar sem
standa eftir.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þínar,
Bára og Anna.
Elsku amma mín.
Það er skrítin tilfinning að þú
skulir vera farin, þú sem hefur alltaf
verið til staðar.
Þú hugsaðir alltaf vel um mig, al-
veg frá því ég var lítill. Þú varst sú
sem hafðir alltaf tíma til gera allt
með mér. Alltaf gat ég komið niður
til þín og skriðið upp í til þín með
bók sem þú last fyrir mig eða þú
sagðir mér sögu. Þú hugsaðir svo
sannarlega vel um mig á allan hátt
og betri ömmu er ekki hægt að
hugsa sér, því verð ég ævinlega
þakklátur.
Þær eru svo margar góðu stund-
irnar sem við áttum saman enda
hafðir þú alltaf mikinn húmor fyrir
öllu sem mér datt í hug. Strætóferð-
irnar okkar saman út á Nes þegar
þú sóttir mig í leikskólann, með við-
komu í öllum búðunum á Laugaveg-
inum, eru ógleymanlegar. Alltaf
hafðir þú nógan tíma til þess að
segja mér hvað allir staðir, hús og
kirkjur á leiðinni hétu að ógleymd-
um öllum þeim stöðum sem við rölt-
um á.
Við áttum líka góðar stundir sam-
an sumarið sem við vorum tvö sam-
an í Þýskalandi hjá fjölskyldu þinni
þar sem þú kenndir mér þýsku og
sagðir mér ógleymanlegar sögur frá
þínum uppvaxtarárum í Þýskalandi
með bróður þínum og fjölskyldu.
Þegar ég varð eldri og þú líka, þá
breyttist ekki neitt. Við áttum alltaf
góðar stundir saman, þótt færri
væru, enda hafðir þú þinn mikla
húmor fram á síðasta dag.
Þú varst einstök og studdir mig í
öllu sem ég gerði, líka þegar ég
stofnaði litlu fjölskylduna mína.
Birnu og litlu stelpunum hennar
varst þú alltaf góð, sýndir þeim ást,
hlýju og virðingu. Það var okkur
dýrmætt. Þú sagðir okkur að ham-
ingjan yxi ekki á trjánum og að ást-
in væri vandfundin.
Allar sumarbústaðarferðirnar
sem þú komst í með okkur eru
ógleymanlegar. Þú hafðir allaf tíma
til þess að leika við Lindu og Pétur
og endalaust gátuð þið Linda leikið
frúin í Hamborg og búðarleik í heita
pottinum.
Þú reyndar elskaðir heita potta
og gast verið tímunum saman ofan í
þeim og alltaf jafn gaman hjá þér.
Ekki spillti fyrir ef það var smá
partístemmning á kvöldin, þá varst
þú í essinu þínu.
Enginn sem ég þekki kunni eins
mikið af bröndurum og með þeim
gastu komið öllum í gott skap hvar
og hvenær sem var.
Skrítið, að þó að þú hafir verið 98
ára, grunaði mig ekki að þú værir að
deyja innan fárra daga þegar ég
kom til þín í síðasta skiptið, milli
jóla og nýárs áður en ég fór utan.
Ég sagði mömmu að þú værir í fullu
fjöri enda lastu fyrir mig slúðrið úr
þýsku blöðunum, grínaðist við mig
og varst svo hress eins og alltaf.
Guð geymi þig, elsku amma mín.
Ég vona svo sannarlega að ég fái að
hitta þig aftur.
Takk fyrir að vera æðislegasta
amma í heimi.
Þinn,
Björn Óli.
Í dag, við kveðjustund Lottíar,
leitar hugurinn til baka yfir árin
sem ég fékk að vera samferðamaður
hennar hér. Ég kom inn í fjölskyldu
hennar þegar við nafna hennar og
barnabarn drógum okkur saman
fyrir um 10 árum.
Lottí var hvalreki fyrir svona for-
vitinn mann eins og mig. Hún var
hafsjór af sögum frá öllum tímum
og hafði gaman af því að segja frá
stórum sem smáum atburðum. Það
var fróðlegt að hlusta á hana segja
söguna um það þegar hún kom hér
fyrst til lands 12 ára gömul 1924,
hvernig það var fyrir borgarstelpu
frá Þýskalandi að sjá og setjast að í
sjávarþorpinu Reykjavík. Ýmsar
sögur fylgdu í kjölfarið, má þar
nefna ferðir með Gullfossi, dansleiki
með dönskum prinsum, sögur af
fjölskyldu hennar hér og í Þýska-
landi og fleira.
Lottí var stór hluti af fjölskyld-
unni og áttum við ótal stundir sam-
an. Sumarið 2007 fór ég með Lottí,
Olgu dóttur hennar, Lísu dóttur-
dóttur og Olgu langömmubarni
hennar til útlanda, þar naut hún sín
í sól og hita og lék á als oddi þá orð-
in 95 ára. Einnig var farið í margar
styttri ferðir um landið og í all-
nokkrar sumarhúsaferðir þar sem
hún kunni best við sig í heita pott-
inum með guðaveigar í hendi. Lottí
var afar heppin hversu góða og ein-
staka dóttur hún átti. Olga dóttir
hennar heimsótti hana og varði með
henni flestum sínum frístundum eða
þá að Lottí var hjá henni og Pétri.
Það var ein helsta ástæða þess að
Lottí gat haldið heimili þar til hún
varð 97 ára að aldri, en þá fluttist
hún á hjúkrunarheimilið Eir og
dvaldist þar síðasta árið.
Það er að sjálfsögðu Guðs gjöf að
fá að vera heilsuhraust í heil 98 ár
án þess að verða misdægurt. Það
hefur reynst mér gott veganesti að
eiga þessa öðlingskonu að vini.
Konu sem hafði í fyrirrúmi velferð
og líðan samferðamannsins.
Einar Kristján Jónsson.
Hún er nýkomin heim úr sinni ár-
legu sólarlandaferð, kaffibrún og
brosir hringinn. Hefur gætt þess að
fá ekki „men“ um hálsinn, þ.e. hún
hefur ekki verið í fatnaði með v-
hálsmáli, og tíundar matseðilinn á
hótelinu, hversu marga ísa og egg
hún hefur borðað í ferðinni. Hefur
haldið skrá í huganum yfir mat-
aræðið og kryddar frásögnina með
líflegri líkamstjáningu. Hitt og þetta
er „peninga virði“ og mörg skondin
atvik hafa hent hana. Hún tiplar
dömulega á pallinum fyrir ofan hús-
ið á Látraströndinni, elskar að deila
reynslu sinni með öðrum, hlær,
skreytir sögur sínar hæfilega með
skemmtilegu orðavali og sýnir mikla
leiktilburði. Áhorfandinn veit að
ekki er allt satt, það skiptir heldur
ekki öllu máli, mergurinn málsins er
sá að það er gaman að hlusta á hana
Lottí. Hún á sviðið, nýtur þess, og
viðstaddir skemmta sér. Undir býr
djúp skynsemi og alvara ef eftir er
leitað en Lottí taldi sig áreiðanlega
hamingjumanneskju þegar öllu var
á botninn hvolft.
Í 16 ár bjó ég í sama húsi og
Lottí. Börnin okkar kölluðu hana
ömmu Lottí, alveg eins og hennar
raunverulegu barnabörn. Þó að ár-
unum fjölgaði og vík yrði á milli
vina, átti Lottí sinn sess í huga
þeirra og þegar fundum bar saman
elskuðu þau að njóta frásagnargleði
hennar og leikhæfileika. Mannleg
hlýja skein í gegnum allt hennar
hjal og góðlátleg kímni fyrir öllu því
sem hægt var að hafa nokkurt gam-
an af. Ósjaldan sagði hún frá dótt-
ursyni sínum og syni mínum sem
færðu henni nokkra hárlausa mús-
arunga í jógúrtdós og hún gaf þeim
óðalsost handa ungunum. Sjálf var
Lottí hins vegar dálítið hrædd við
mýs, eins og fleiri. Ein fyrsta minn-
ing mannsins míns um hana er ein-
mitt frá því að Gollý, Pétur og hún
voru nýflutt í kjallarann á Látra-
strönd. Haukur leit inn og þá sat
Lottí uppi á eldhúsborði með fæt-
urna í vaskinum og höfuðið inni í
skápnum fyrir ofan og hrópaði að
það væri mús í íbúðinni.
Gollý, Pétur og Lottí, að
ógleymdum börnunum. Þau þrjú
fyrst nefndu voru oftast nefnd í
sömu andrá, bjuggu saman í áratugi
eða allt þar til Lottí flutti á Skóla-
brautina og svo á Eir. Fjölskyldan
var ekki stór. Lottí átti einn bróður
í Þýskalandi sem hafði dáið barn-
laus. Sjálf hafði hún á unglingsárum
fylgt móður sinni hingað til lands er
amma Olga giftist Guðbrandi Jóns-
syni. Lottí eignaðist svo augastein-
inn sinn, hana Gollý, með manni sín-
um, og aðeins hana. Tengslin voru
sterk og ábyrgðartilfinningin rík.
Ég fullyrði að vart munu aðrar dæt-
ur hafa sinnt móður sinni betur þeg-
ar halla tók undan fæti en Gollý.
Að leiðarlokum þakka ég Lottí
fyrir langa samfylgd sem aldrei bar
skugga á, fyrir allar sögurnar og
brandarana, sem flestir voru „pen-
inga virði“, fyrir tryggð og ljúfa
samfylgd. Ég geymi í hjarta mínu
mynd af henni léttri á fæti, jafnvel
skríðandi inn og út um gluggann, ef
þurfti, þótt hún væri orðin sjötug.
Það verður ekki leiðinlegt nálægt
henni í himnaríki ef hún heldur upp-
teknum hætti og ég trúi því að
henni verði fagnað. Friður Guðs
umvefji hana og ljóssins englar leiði
hana á nýjar lendur.
Kristín Jónsdóttir.
Amma Lottí var, þrátt fyrir smæð
sína, stór kona og alltaf í lit. Eins og
svo oft vill verða við fráfall horfir
maður til baka.
Minningarnar mínar tengdar
Lottí eru margar og skemmtilegar.
Það var svo gaman að hlusta og
horfa á Lottí segja frá. Hvernig hún
lyftist öll upp í stólnum sínum á
Skólabrautinni eða seig niður í hann
eftir því hvað átti við í frásögnum og
lýsingum af fína fólkinu sem hún las
um í dönsku og þýsku blöðunum.
Það eru margir kílómetrarnir sem
við sátum saman í bíl, út á Nes eða
af Nesinu. Oftast var sami áfanga-
staðurinn en stundum var þó brugð-
ið út af vananum, farið í leikhús, út
að borða eða hún keyrð í boð og sótt
svo aftur að því loknu. Lottí var un-
aðsleg manneskja með hennar
áherslu á U-ið.
Stórt skarð hefur myndast í fjöl-
skylduna en ég veit að það verður
fyllt upp af minningum um góða,
glaðværa og litríka mömmu, ömmu
og tengdamömmu með skemmtileg-
an húmor.
Blessuð sé minning Liselotte
Gunnarsson.
Takk fyrir allt og allt.
Anna (vinkona) Jónsdóttir.
Liselotte Gunnarsson HINSTA KVEÐJA
Elsku Amma Lotty. Vonandi
líður þér vel hjá guði og engl-
unum og vonandi getur þú farið
í frúin í Hamborg hjá Guði.
Við söknum þín, amma, og
vonum að þú sért alltaf hjá okk-
ur.
Þín barnabarnabörn,
Pétur og Linda.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er auð-
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar og
tengdamóður,
UNNAR GUÐRÚNAR DAVÍÐSDÓTTUR,
Akurgerði 16,
Vogum.
Sveinlaugur Hannesson,
Hannes Sveinlaugsson,
Guðni Steinn Sveinlaugsson,
Anna Sveinlaugsdóttir, Kristberg Jónsson.
✝
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegrar systur okkar,
ÁSLAUGAR STEFÁNSDÓTTUR
frá Minniborg,
Kringlunni 61,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Systkinin frá Minniborg.