Morgunblaðið - 27.01.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.01.2011, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 ✝ Jóhanna Björns-dóttir fæddist á Norðfirði 2. mars 1923. Hún lést á Landspítalanum 16. janúar 2011. For- eldrar hennar voru hjónin Björn Björns- son, kaupmaður í Neskaupstað og ljós- myndari, f. 8. maí 1889, d. 24. desember 1977, og Katrín Mál- fríður Arngríms- dóttir, f. 22. desember 1884, d. 1. september 1964. Albræður Jóhönnu voru Björn, f. 1912, d. 1994, Ari f. 1916, d. 1986, og Steinarr, f. 1926, d. 1967. Hálfsystkini Jó- hönnu samfeðra voru Stein- gerður, f. 1912, d. 1927, Þor- steinn Erlingur, f. 1915, d. 1983, og Ágúst Theódór Blöndal, f. 1942, d. 2006. Eiginmaður Jóhönnu var Jónas Jónasson, f. 26. janúar 1921 á Völlum á Kjalarnesi, d. 5. desem- ber 2002 í Reykjavík. Jónas 3) Björn, jarðfræðingur og fram- kvæmdastjóri hjá Varahlutaversl- uninni Kistufelli, f. 30. mars 1948, kvæntist Þórunni Ingu Jón- atansdóttur sérkennara, þau skildu. Börn þeirra: Björn, f. 2. mars 1976, d. 6. júlí 1999, og Jó- hanna Kristín, sambýlismaður Þórir Ingþórsson og eiga þau dæturnar Þórunni Jóhönnu og El- ísabetu Hildi. Áður átti Þórunn soninn Jón Þór, sambýliskona Imelda og eiga þau soninn Jósep. 4) Arnfríður bókasafnsfræðingur, f. 18. nóvember 1953, giftist Ein- ari Hrafnkeli Haraldssyni raf- magnsverkfræðingi, þau skildu. Sonur þeirra er Arngrímur. Jóhanna ólst upp á Norðfirði. Eftir verslunarskólapróf frá Verslunarskóla Íslands vorið 1942 settist hún að í Reykjavík. Jóhanna starfaði hjá Landssíman- um 1942-1943. Næstu árin var hún heimavinnandi húsmóðir. Á því tímabili tók hún að sér ýmis vélritunarverkefni og aðstoðaði eiginmann sinn við erlend sam- skipti fyrirtækisins. Eftir það starfaði Jóhanna á skrifstofu Hæstaréttar Íslands um tíma og síðar sem fulltrúi á skrifstofu Há- skóla Íslands 1967-1984. Útför Jóhönnu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 27. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 13. ásamt bróður sín- um stofnsetti fyr- irtækið Kistufell, vélaverkstæði og varahlutaverslun, árið 1952. Jóhanna og Jónas gengu í hjónaband 7. ágúst 1943 og héldu heimili sitt alla tíð í Reykjavík. Þeim varð fjögurra barna auðið: 1) Jónas, hús- gagnasmiður og starfsmaður fram- kvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, f. 26. janúar 1944, kvæntur Báru Sigfúsdóttur, starfsmanni í leik- skóla. Börn þeirra eru Katrín, sambýlismaður Guðmundur Ó. Guðmundsson og eiga þau börnin Guðmund, Arnór og Karen og Jónas, kvæntan Kristrúnu Sig- urdísardóttur, og eiga þau Júlíu Kristine og Aron Kristian. Áður eignaðist Jónas dótturina Báru Steinunni. 2) Málfríður, f. 11. nóvember 1946, d. 28. apríl 1947. Móðir mín á annars vegar ættir að rekja til Stranda- og Dalasýslu í karllegg og hins vegar til Múla- og Þingeyjarsýslu í kvenlegg. For- eldrar móður minnar hófu búskap á Seyðisfirði og settust síðar að á Norðfirði, þar sem móðir mín ólst upp þar til hún flutti ung að árum til Reykjavíkur og stundaði þar nám við Verslunarskóla Íslands. Hún bjó á námstímanum á Leifs- götunni hjá kunningjafólki og kynntist föður mínum á þeim slóð- um. Mamma og pabbi gengu í ást- ríkt og farsælt hjónaband árið 1943. Móðir mín sinnti fjölskyldu sinni af einstakri natni og áhuga. Hún saumaði sjálf falleg föt á kríl- in sín, hvatti þau til dáða og leið- beindi þeim til verka. Stórfjöl- skyldan átti heima í húsi foreldra móður minnar á Sjafnargötunni – „á besta stað í Reykjavík“. Þar var stutt í allt, s.s. í skólann, í bæinn, niður á Tjörn og höfn svo eitthvað sé nefnt. Foreldrar móður minnar bjuggu í húsinu og bræður hennar ásamt fjölskyldum sínum. Faðir móður minnar, Björn Björnsson ljósmyndari, var iðinn við að taka myndir af náttúru Íslands og fólk- inu sínu. Þannig varð til einstök fjölskyldusaga í myndum og máli. Áhugi á náttúru Íslands var mjög mikill. Ferðalög á hestum, gang- andi og síðar í bílum, var ómiss- andi hluti tilverunnar. Skoðun og skilningur á líf- og steinaríki nátt- úrunnar var sjálfsagður hluti dag- legs lífs. Þessum þáttum var sinnt af áhuga og öllum til mikillar ánægju og þó nokkurs þroska. Þetta var einstakt og oft við sér- stakar kringumstæður. Einstak- lingur sem naut þessara forrétt- inda, hlaut að verða betri og hamingjusamari en ella. Sumarbú- staður í landi Valla undir rótum Kistufells í Esjunni var sá staður, sem oftast var heimsóttur á meðan heilsan leyfði. Þar voru gróðursett tré, plöntur og matjurtir innan um villta flóru, sem var afar fjölskrúð- ug. Móðir mín hafði mikla ánægju af þessum griðastað. Hljómlist og söngur, sérstaklega einsöngur og karlakórar, voru hennar yndi. Hún lék af fingrum fram á píanó og mandólín meðan fingurnir leyfðu. Móðir mín var afar sjálfstæð og hélt heimili fram á síðasta dag. Elsku mamma, ástkærar þakkir fyrir samfylgdina. Hvíl í friði. Þinn sonur, Björn (Bjössi). Elsku Dídí amma mín, mér þyk- ir svo óraunverulegt að sitja hér og skrifa minningargrein um þig. Mér verður hugsað til þess hvað þú hefur ætíð verið hress og alltaf litið vel út. Heimsóknirnar í Stóra- gerði voru aldrei aðgerðarlausar þegar ég var lítil, við spiluðum margoft svarta Pétur sem var þá uppáhaldsspilið mitt, mér fannst svo gaman að koma til þín og geta spilað við þig því þú varst alltaf til í að spila. Ég man líka þegar þú settist niður með mér og fórst að kenna mér að búa til báta og hatta úr dagblöðum, það fannst mér gaman og hóf ég þá fjöldafram- leiðslu á því. Hver man ekki eftir Gústa apanum í gulu fötunum, hann var ávallt vinsæll hjá börn- unum sem komu til þín. Sumarið 2009 um verslunarmannahelgina þegar þið tókuð bíltúr til okkar í útileguna og borðuðuð með okkur grillmat í fellihýsinu man ég hvað þú barst aldurinn vel. Síðasta sum- ar var gaman að sjá hvað þú naust þín vel þegar við fórum upp að Völlum í bústaðinn, þú röltir um svæðið og skoðaðir öll trén sem þú hefur gróðursett í gegnum tíðina. Það var svo gaman að heyra allar sögurnar sem þú sagðir mér þeim mun ég seint gleyma. Síðustu orð- in sem þú sagðir við mig, „elsku Karen mín gangi þér vel í öllu sem þú gerir“. Þessi orð verða ætíð lif- andi í minningu minni um þig. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna, elsku amma mín. Guð blessi minningu þína. Ég mun sakna þín og ég elska þig. Karen. Elsku amma mín. Nú ertu kom- in til afa, en eftir stendur minn- ingin um góða ömmu er skipaði stóran sess í lífi mínu allt frá því að ég fyrst man eftir mér. Með þessum fátæklegu orðum vil ég minnast ömmu minnar, sem oft var nefnd Dídí, sem var allt í senn, glæsileg kona og afar vel gefin. Amma mín var mikið ljúfmenni, brosmild, hlý og hógvær. Það and- aði ávallt hlýju frá henni. Fjöl- skyldan skipaði hvað stærstan sess í lífi hennar. Hún lagði sig alla fram við að halda utan um fjöl- skylduna og koma henni til vegs og virðingar. Það skipti engu máli hvað amma tók sér fyrir hendur, alltaf kom hún því vel frá sér og var öllum til sóma. Er amma og afi komust á miðjan aldur hófust þau handa við að reisa sumarbústað í landi Valla á Kjal- arnesi undir hlíðum Kistufells. Þar undu þau hag sínum vel og þangað kom oft á tíðum nánasta fjölskylda þeirra hjóna, ættingjar og vinir. Amma hafði jafnan gaman að því að hitta fólkið sitt. Hún naut þess að upplýsa smáfólkið um heiti fuglanna, sem sveimuðu yfir fjalls- hlíðinni svo og heiti villtra jurta, sem spruttu upp á mildum vordegi. Oft var farið í leiðangur að Hrafnagili og steinaríki náttúrunn- ar og móinn skoðaður. Amma var mjög stolt af trjáræktinni í kring- um sumarbústaðinn og hlakkaði alltaf til að sjá hvernig henni hafði farnast á nýju ári. Ættfræðin og sagan, sem er á bak við hverja kynslóð, var mjög sterkur þáttur í lífi hennar. Skilur hún eftir sig ættfræðigögn, sem hún hefur unn- ið við, sér til skemmtunar og fróð- leiks. Hún hafði mikla ánægju af því að miðla þessum upplýsingum til sinna nánustu. Ömmu þótti gaman að fara í leikhús og minnist ég vel þeirra sýninga, sem við fórum saman á. Amma var með næmt tóneyra og spilaði af fingrum fram á píanó, mandólín og munnhörpu. Á mínum yngri árum höfðum við ánægju af því að spila saman, hvort sem það var á spil eða hljóðfæri. Oftar en ekki sat hún við spilarann og hlustaði á klassíska tónlist eða dægurlagatónlist sér til yndisauka. Tenórar voru í hávegum hafðir. Sof, ástríka auga, sof, yndisrödd þýð, hvíl, hlýjasta hjarta, hvíl, höndin svo blíð! Það hverfur ei héðan, sem helgast oss var: vor brjóst eiga bústað, – þú býrð alltaf þar. Hið mjúka milda vor sín blóm á þig breiði og blessi þín spor. (Jóhannes úr Kötlum.) Ástarþakkir fyrir allt, amma mín. Hvíl þú í friði og guð sé með þér. Þín Jóhanna. Amma mín, Jóhanna Björnsdótt- ir, lést nú nýlega á Landspítalan- um eftir tiltölulega skammvinn veikindi sem bar brátt að. Hún hefur alltaf verið manni til staðar og það hefur verið erfitt að þurfa nú allt í einu að kveðja hana. Amma eða Dídí eins og hún var líka kölluð fæddist austur í Nes- kaupstað eða á Norðfirði eins og hún nefndi staðinn nær alltaf. Þar ólst hún upp á heimili foreldrar sinna, í húsinu Bakka, þar sem þau ráku verslun sem oft var nefnd Bakkabúð. Amma sagði oft skemmtilegar sögur frá uppvaxt- arárum sínum fyrir austan. Oft voru það sögur frá fjölskyldunni en ekki síður þótti mér áhugavert að heyra hana segja frá því þegar ýmsir hlutir sem þykja hversdags- legir í dag komu nýir inn á heim- ilið svo sem sími og útvarp. Hún hefur líka upplifað margt á þessum árum ólíkt því sem gerist í dag. Þarna voru til að mynda franskir sjómenn tíðir gestir, með- al annars keyptu þeir marhnúta af börnunum til að nota í beitu og greiddu fyrir með kexi. Þetta var víst ekki sérlega vel séð af for- eldrum þess tíma. Þegar grunskólanum lauk tók við frekara nám í Verslunarskól- anum í Reykjavík. Þar tók við nýtt umhverfi hjá ömmu er hún kom í nýjan skóla og kynntist nýju fólki. Þar kynntist hún afa mínum Jón- asi Jónasyni frá Völlum á Kjal- arnesi. Þau giftust, eignuðust sitt fyrsta barn og byrjuðu að búa til- tölulega ung að minnsta kosti mið- að við það sem gengur og gerist í dag. Fljótlega komu þau sér fyrir á Sjafnargötu í Reykjavík. Í hús- inu bjuggu einnig foreldrar ömmu ásamt bróðir hennar. Það hefur víst verið mikil líf í húsinu eins og við er að búast þegar margir ætt- ingjar bjuggu undir sama þaki auk tíðra heimsókna skyldmenna að austan. Með árunum tóku við breytingar á högum ömmu og afa eins og gengur. Afi fór út í sjálfstæðan rekstur og eftir að börnunum fjölgaði og þau uxu úr grasi varð plássið á Sjafnargötu of lítið. Þau réðust í að byggja hús við Stóra- gerði sem þau bjuggu í til æviloka. Amma fór líka út á vinnumark- aðinn fljótlega eftir að börnin kom- ust á legg. Lengst starfaði hún á nemendaskrá Háskóla Íslands. Á þessum árum áttu þau stundum erindi til útlanda bæði í tengslum við varahlutaverslunina sem þau ráku en einnig fóru þau í skemmti- ferðir. Ég veit að amma hafði mikla ánægja af þessum utan- landsferðum. Á þessum árum byggðu þau sér líka sumarbústað á Völlum þar sem að þau undu sér, oftast í faðmi fjölskyldunnar sem stækkaði með árunum. Þar eyddi ég ófáum stundum með ömmu og afa þegar ég var yngri og einnig heima hjá þeim í Stóragerði en ég ólst upp þar skammt frá og átti oft heima- gengt. Hjá þeim var alltaf gott að dveljast, maður var ávallt velkom- inn og aldrei brást það að vel var hugsað um mann. Aldrei varð ég annars áskynja en að amma kæmi ávallt fram af alúð við alla, henni var mjög umhugað um fjölskyldu sína og vini og hún er sannarlega ein af mínum fyrirmyndum í lífinu. Arngrímur Einarsson. Jóhanna Björnsdóttir HINSTA KVEÐJA Jóhanna var yndisleg kona. Hún var gift frænda mínum Jónasi Jónassyni og voru þau sérstaklega hamingjusöm hjón. Með þessum fáu orðum vil ég þakka fyrir afar góð kynni og kveðja hana með virðingu og þökk. Blessuð sé minning Jóhönnu. Rannveig Magnúsdóttir frá Völlum á Kjalarnesi. Sveit Sparisjóðs Siglufjarðar Reykjavíkurmeistari Reykjavíkurmótinu í sveitakeppni er lokið og Reykjavíkurmeistarar í sveitakeppni 2011 er sveit Sparisjóðs Siglufjarðar. Í sveitinni spiluðu Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Sverrir Ármannsson, Steinar Jónsson, Aðal- steinn Jörgensen og Bjarni H. Einarsson. Lokastaða efstu sveita: Sparisjóður Siglufjarðar 318 Aron N. Þorfinnsson 297 Grant Thornton 270 Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Þegar lokið er tveim spilakvöldum í fjögra kvölda tvímenningskeppni hjá okkur Breið- firðingum eru þeir Árni og Oddur Hannessynir með örugga forustu. Staða efstu para er þessi. Oddur Hannesson – Árni Hannesson 520 Kristín Andrews – Jóhann Ólafsson 499 Magnús Sverriss. – Halldór Þorvaldss. 487 Örn Einarsson – Björn Árnason 477 Sunnudaginn 23.1. var spilað á 11 borðum. Hæsta skor kvöldsins í N/S: Halldór Þorvaldss. – Magnús Sverriss. 279 Oddur Hannesson – Árni Hanness. 271 Jórunn Kristinsd. – Stefán Óskarss. 236 Austur/Vestur Kristín Andrews – Jóhann Ólafsson 260 Örn Einarsson – Björn Árnason 252 Sigurjóna Björgvins. – Karólína Sveins. 248 Spilað er í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14 á sunnudögum kl. 19. Keppnin um Súgfirðingaskálina Þriðja lota í keppni um Súgfirðingaskálina, tvímenningsmóti Súgfirðingafélagsins, er ný- lokið. Lítil breyting varð á röð efstu para en þrjár spennandi lotur eru eftir af mótinu og allt getur gerst. Heildarstaðan á þorra er svohljóðandi en alls hafa 16 pör spilað í keppninni. Guðbj. Björnss. - Steinþór Benediktss. 358 Ólafur K. Pálsson - Kristján Pálsson 357 Finnbogi Finnbogas. - Pétur Carlsson 345 Gróa Guðnad. - Guðrún K. Jóhannesd. 339 Þorsteinn Þorsteinss. - Rafn Haraldss. 338 Meðalskor 330 stig. Úrslit í þriðju lotu en 14 pör mættu til leiks, meðalskor fært niður í 110 stig en töluverð verðbólga er í stigum þegar vel er mætt. Þorsteinn Þorsteinss. - Rafn Haraldss. 131 Eðvarð Sturlus. - Guðm. J. Gissurars. 126 Jón Óskar Carlss. - Karl Jónsson 121 Sigurður Kristjánss. - Karl Sigurðss. 120 Finnbogi Finnbogas. - Pétur Carlsson 119 Skor Þorsteins og Rafns er 59,5%. Fjórða lota verður spiluð í byrjun góu, mánudaginn 21. febrúar. Dræmt í Gullsmára vegna handbolta Handboltadaginn mikla mánudaginn 24. jan- úar var spilað á 12 borðum í Gullsmára. Úrslit í N/S: Heiður Gestsd. – Stefán Friðbjarnars. 202 Guðrún Hinriksd. – Haukur Hanness. 195 Þórður Jörundss. – Ari Þórðarson 191 A/V Sigurður Njálsson – Óskar Karlsson 207 Þorleifur Þórarinss. – Björn Brynjólfsson 196 Ármann J. Láruss. – Sævar Magnúss. 190 Mánudaginn 7. febrúar verður spilað við Hafnfirðinga í Gullsmára. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Stang- arhyl 4, mánudaginn 24. janúar. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor: 216 stig. Árangur N-S: Björn Péturss. – Valdmar Ásmundss. 286 Ragnar Björnss. – Ægir Ferdinandss. 272 Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 243 Gunnar Jónsson – Óli Gíslason 234 Árangur A-V: Guðjón Eyjólfss. – Sigurður Tómass. 262 Friðrik Jónsson – Tómas Sigurjónss. 261 Albert Þorsteinss. – Siguróli Jóhannss. 256 Guðm. Sigurjónss. – Eyjólfur Bergþórss. 237 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 25. janúar var spilað á 19 borð- um. Úrslit urðu þessi í N/S Þórður Jörundss. – Örn Einarsson 391 Júlíus Guðmundss. – Óskar Karlss. 376 Friðrik Hermannss. – Sigurður Emilss. 362 Oliver Kristóferss. – Magnús Oddss. 360 A/V Nanna Eiríksd. – Bergljót Gunnarsd. 376 Bragi V. Björnss. – Guðrún Gestsd. 375 Ásgeir Sölvason – Helgi Sigurðss. 353 Ágúst Stefánsson – Helgi Einarss. 340 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.